Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 8
Fjármál sveitarfélaga Afkoma sveitarfélaga á árunum 2002-2012 Tekjustofnar sveitarfélaganna eru útsvar, fasteignaskattur, greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þjónustutekjur. Álagning útsvars og fasteignaskatts byggir á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur ákvörðun ár- lega um álagningarprósentu útsvars í tengslum við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir næsta fjárhagsár. Sama gildir um álagningu fasteignaskatta og fasteignagjalda. Greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fara eftir reglum jöfnunarsjóðs hverju sinni. Að síðustu má nefna að sveitarfélögin hafa nokkurt sjálfdæmi um þjónustugjöld upp að því marki að gjaldtakan má ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við hvert verkefni," segir Gunn- laugur Júlíusson, sviðsstjóri Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mynd 7. Þróun tekna sveitarfélaga árin 2002 til 2012. Mynd 2. Þróun útgjalda sveitarfélaganna á árunum 2002-2012. 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 ■ Skammtímaskuldir ■ Langtímaskuldir ■ Skuldbindingar v: J Mynd 3. Skuldir og skuldbindingar á árunum 2002-2012. Hann segir að niðurstöður fyrri ára séu uppfærðar yfir á verðlag ársins 2012 samkvæmt vísitölu neysluverðs með húsnæðiskostnaði og miðað sé við meðaltal vísitölunnar ár hvert. Tekjur sveitarfélaga Gunnlaugur bendir á að tekjur sveit- arfélaganna hafi aukist mikið að raun- gildi framan af þessu tímabili eða til ársins 2007 (sjá mynd 1). Síðan hafi heildartekjur sveitarfélaganna dregist saman að raungildi og séu nú orðnar áþekkar þvi sem þær voru á árinu 2006. „Sérstaklega hafa útsvarstekjur minnkað frá árinu 2007. Aukning tekna á árunum 2011 og 2012 helgast fyrst og fremst af yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga sem tók gildi þann 1. janúar 2011. Hækkun launa eftir kjarasamninga hefur einnig áhrif í þá átt. ( reikningsskilum sveitarfélaga er rekstrarkostnaði þeirra deilt upp í laun og launatengd gjöld að viðbættum breytingum á lífeyris- skuldbindingum sveitarfélaga, annan rekstrarkostnað og afskriftir. Niðurstöður um þróun útgjalda sveitarfélaganna á árunum 2002 til 2012 eins og þær koma fram á mynd 2 eru færðar upp á verðlag árs- ins 2012. Þar kemur fram hvað almennur rekstrarkostnaður hefur lækkað mikið að raungildi frá árinu 2008. Launakostnaður hefur einnig lækkað en ekki eins mikið. Á árinu 2008 var heildarrekstrar- kostnaður sveitarfélaganna um 215 ma.kr. en hafði lækkað niður í 186 ma.kr. á árinu 2010. Heildarrekstrarkostnaður sveitarfélaganna jókst síðan á árinu 2011 af ýmsum ástæðum. Veigamesta ástæðan er yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks sem tók gildi þann 1. janúar 2011. Einnig var samið var um verulegar launahækkanir á árinu 2011. Þvf hækkaði launakostnaður seinni hluta ársins og almennt verðlag hækkaði sökum verðhækkana." Skuldir sveitarfélaga Yfirlit um skuldir sveitarfélaga og skuldbindingar þeirra á árunum 2002 til 2012 kemur fram á mynd 3. „Þar er gefið yfirlit um langtíma- skuldir, skammtímaskuldir og skuldbindingar. Verðlag hefur verið fært upp til verðlags ársins 2012 með hliðsjón af þróun neysluvísitölu með húsnæðiskostnaði." Gunnlaugur segir að heildarskuldir sveitarfélaganna hafi á þessu tímabili vaxið úr rúmum 129 ma.kr. upp í 215 ma.kr. eða um 60%. „Þegar skuldbindingar eru teknar með, sem nú eru eingöngu lífeyris- skuldbindingar, hefur hækkunin orðið úr 193 ma.kr. f 266 ma.kr. Skuldir sveitarfélaga lækka heldur að raungildi á árunum 2005 og 2006 miðað við fyrri ár en vaxa aftur á árinu 2007. Ástæða þessarar miklu hækkunar milli áranna 2009 og 2010 er að nú eru allar skuld- bindingar sem áður voru utan efnahags færðar í efnahagsreikning 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.