Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 35
Ferðamenn af báðum kynjum á göngu um miðbæ Akureyrar í sumar sem leið. Akureyrarkaupstaður hefur verið í góðu samstarfi við Jafnréttisstofu, að sögn Kristínar. Mynd: BB hvort karl eða konu og geta ekki skipað annan. En f langflestum tilvikum er hægt að semja og færa fólk til þannig að kynjajafnvægis sé gætt." Kristín segir það hafa komið skýrt fram þegar alþingismenn skiptu með sér störfum síðastliðið vor hversu illa það líti út þegar heilu nefndirnar séu nánast eingöngu skipaðar körlum eða konum. „Mismunandi reynsla, menntun, þekking og skoðanir skipta máli," segir hún. Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Að lokum segir Kristín að minna beri á að leik- og grunnskólar heyra undir sveitarstjórnir landsins og þar eigi að fara fram jafnréttisfræðsla og jafnréttisuppeldi samkvæmt lögum. Þar beri sveitarstjórnirnar mikla ábyrgð og þurfi flestar að taka sig verulega á hvað þetta varðar. „Við þurfum að brjóta upp þann gríðarlega kynskipta vinnumarkað sem hér er, nýta mannauðinn betur og fá ungt fólk til að fara inn á nýjar brautir í námi og starfi. Annars drögumst við aftur úr. Það er löngu sannað að kynjajafnrétti borgar sig. Það er spurning um lýðræði, jöfnuð og það að gefa fólki tækifæri til að njóta sín í lífi og starfi. Síðast en ekki síst skilar kynjajafnrétti hagvexti og betra samfélagi." stýrkurinn Áratuga reynsla rörasteypu Loftorku i Borgarnesi og fullkomnar vélar tryggja gæðin i framleiðslu fyrirtækisins. Nákvæmni framleiðslunar og mælingar röra, leka og þrýstipróf ásamt brotþolsprófana setja rörin okkar i fremstu röð. Veggþykkt röranna er mun nieiri en áður hefur þekktst þess vegna seguni við að i þyngdinni felst styrkurinn. ■ -f. Þú getur treyst okkar rörum QOPT •RKA loftorka@loftorka.is Sálfræðistofa Kolbrúnar Baldursdóttur er flutt í Ármúla 5 ■ Einstaklingsráðgjöf, para- og hjónaráðgjöf, uppeldisráðgjöf ■ Ráðgjöf í forsjár- og umgengnismálum ■ Handleiðsla og samskiptaþjálfun ■ Tímapantanir í síma 899 6783 eða í tölvupósti www.kolbrunbald@simnet.is Fræðsluerindin í aðgerðum gegn einelti eru byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR. Útgefandi er Skólavefurinn ehf. Nánari upplýsingar um bókina og innihald fræðslunnar má sjá á www.kolbrunbaldurs.is EKKI MEIR Bók um eineltismál Erindi byggð á hugmyndafræði EKKI MEIR: ■ EKKI MEIR fyrir kennara og starfsfólk grunnskóla, leiðbeinendur og þjálfara íþrótta- og æskulýðsfélaga ■ EKKI MEIR fyrir kennara og starfsfólk framhaldsskóla ■ EKKI MEIR fræðsluerindi um eineltismál, sérsniðið að foreldrum ■ EKKI MEIR, fræðsluerindi fyrir vinnustaði Einnig er boðið upp á eftirfarandi fræðsluerindi: ■ Hvernig eflum við innra varnarkerfi barna gegn kynferðisofbeldi? ■ Fræðsla í samskiptum, sérsniðin að þjálfurum, leiðbeinendum og sjálfboðaliðum ■ Grunnskólabarnið: samskipti foreldra og barna, þjálfun í foreldrafærni ■ Unglingastigið: Samskipti á heimilinu, tölvunotkun og netið Fjarfundarkennsia er i bodi eigi sveitarfélög og stofnanir á landsbyggðinni þess kost að fá fræðsiuerindi á netfundi www.kolbrunbald@simnet.is Sími 899-6783 Höldum saman gegn einelti

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.