Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Page 2

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Page 2
2 G E S T U R GESTUR heimsækir vinnustað: r Islendingar vilja einnngis vandað band á liókira sinum. segir Gunnar Þorleifsson, forstjóri Félagsbókbandsins. Félagsbókbandið er eitt elzta starfandi fyrirtæki í Reykja- vík, og auk þess elzta starfandi sérbókbandsvinnustofan á landinu. Það var Guðmundur heitinn Gamalíelsson, sem stofnaði það árið 1903, og var það þá rekið í Lækjargötu 6. Guðmundur seldi sveinum sínum bókbandið árið 1907, og skömmu' síðar flutti það í sama húsnæði og Félagsprentsmiðjan er í. Árið 1916 keypti svo Þor- leifur heitinn Gunnarsson fyr- irtækið. Þorleifur heitinn var brautryðjandi í vélabókbandi hérlendis, flutti inn fyrstu bók- bands-saumavélina og brotvél- ina frá Þýzkalandi. Voru vél- arnar fyrst fótstignar, en síðar tengdar við rafmagn, og skila fullum afköstum enn þann dag í dag, og eru mikið not- aðar. VIKUBLAÐIÐ GESTUR Útgefandi: Blaðaútgáfan s.f. Ritstj. og ábyrgðarm.: Bald- ur Hólmgeirsson. Framkvstj. Guðm. Jakobsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Ingólfsstræti 9. Prentað í Prentsm. R Ú N h.f. Símar 80912 og 7667. Vertíð bókaútgáfunnar er nýhafin. Um jólin keppast allar bókaútgáfur við að senda frá sér sem allra beztar bækur, og það sem ekki er minna um vert, sem allra myndarlegastar að frágangi. En fæstum dettur víst í hug, hversu mörg hand- tökin eru óunnin, þegar arkir bókarinnar koma gljáandi af svertu út úr „pressunni“, þangað til lipurt afgreiðslufólk selur hana í bókabúðunum. Ég efast um, að mörg vinnan sé skemmtilegri en bók- band. Það er ánægjulegt að sjá, h.vernig lausar arkirnar skipast saman með hjálp laginna handa, þangað til fullbú- inn er kostagripurinn, sem allir vilja eignast í jólagjöf. Þorleifur Gunnarsson and- aðist árið 1951, og hafði stýrt fyrirtækinu allt til dauðadags. Þá tók við því sonur hans, Gunnar Þorleifsson, sem stjórn- ar fyrirtækinu í dag. Félags- bókbandið er nú til húsa í Ingólfsstræti 9, flutti þangað árið 1939. „Hugsunin hefur aftur hvarflað til bókanna, þegar menn höfðu satt ílöngun sína í annað eftir skömmtun styrj- aldaráranna, og síðan árið 1951 hefur vegur bókaútgáfunnar farið síbatnandi", sagði Gunn- ar, þegar GESTUR sat og rabbaði við hann. „Og menn gcra miklar kröfur til þess, að Ljósm. Haild. Emarsson. Við brotvélina. bandið sé vandað á bókum sínum. Annars staðar í' heim- inum þekkist varla að bækur séu yfirleitt bundnar nema í ódýrt band, yfirleitt eru bæk- ur aðeins heftar, en hér á landi er yfirleitt aðeins áttundi hluti upplagsins heftur, hinn hlut- inn er bundinn, og þar af mik- ið í vandaðasta skinn“. Ég spyr hann, hvaða bók- bandsefni sé algengast. „Það er erfitt að gera upp á milli rexín og shirting, sem er algengast, en talsvert er um skinnband". A skinnband annars nokkuð sameiginlegt nema nafnið? „Skinnband getur verið ákaflega mismunandi að gæð- um. Beztu skinn, sem við fá- um, eru Chagrin-Oasi skinn. Þrjár bcekur bundnar i Félagsbókbandinu.

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.