Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 3

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 3
G E S T U R 3 sem ég tel bezta bókbandsefni á markaðnum. Annars er geit- arskinn bezta skinnið til bók- bands, kálfskinn gengur næst því, þá kindarskinn og loks hið svokallaða „klofna skinn“, sem er húðin innan úr skinninu". Innlend skinn? „íslenzka kindarskinnið lít- ur vel út í bókbandi, en í það vilja stundum koma pollar, sem ég álít stafa frá harkalegri meðferð við rúning kindanna. Og kindarskinn standa yfir- Fleiri verkefni, sem þið tak- ið að ykltur? „Við höfum lagt mikla áherzlu á að taka að okkur einkabókband og gyllingu, sömuleiðis sendum við bók- bandsefni til þeirra, sem panta, þótt oft, sérstaklega á stríðs- árunurn, hafi verið hörgull á efnum. Einnig höfum við feng- izt við gerð pappaumbúða, þegar tími hefur verið til“. Er oft leitað til ykkar ineð fágeetar bœkur til bands? J-ijosm. riaija. JSmarssou. Starfsfólk Félagsbókbandsins. leitt í hvívetna að baki geitar- skinnunum". Hefurðu bundið úr fleiri skinnum en þessum? „Já. Gráskinnu batt ég fyrir sjálfan mig í selskinn. Það var ákaflega illt að vinna það, en loðnan gefur bókinni skemmti- legan svip“. Hver eru nú merkustu verkin, sem unnin hafa verið hjá fyrirteekinu? „Félagsbókbandið hefur bundið íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar, Forn- ritaútgáfuna, skrautútgáfuna af verkum Ólafs Davíðssonar, fjölda bóka fyrir bókaútgáfur Æskunnar og Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri. Og ekki má gleyma hinni miklu orða- bók Sigfúsar Blöndal". „Jú, vissulega. Það er ekki lengra síðan en í fyrra, að við bundum 1. útg. af kvæðum Eggerts Ólafssonar fyrir Þor- stein M. Jónsson. Hann hefur auk þess sent okkur rnarga fá- gæta bókina til bands“. Hjá Félagsbókbandinu vinna nú 22 manns. Og í jólaösinni er unnið nótt sem nýtan dag, alltaf verður að sjá um að kjörgripina vanti ekki á bóka- markaðinn. Inni í vinnusalnum ríkir annríki og dugnaður. Við rek- um augun í stóran skinna- stafla, þegar við komum inn, og strax er spurningin á reið- um höndum: Hversu mörg svona skinn þarf á hvert hundrað bóka? „Á hvert hundrað þarf h. u. Eru þau í þann veginn að skilja? Raddir eru uppi um það, að hjónabandsævintýri leikkon- unnar Ingrid Bergman og Roberto Rosselini sé á enda. Ástæð- an mun vera djúptækur skoðanamismunur á leiktúlkun leik- konunnar, og mun hún hafa látið í' Ijós löngun til þess að leika undir stjórn annars leikstjóra. Það er skiljanlegt, að Rosselini vilji halda konu sinni hjá sér í Evrópu og láta hana leika í kvikmyndum sínum. Hitt er altalað, að bandarísku kvikmyndafélögin álíti tímann heppilegan til þess að fá Ingrid til þess að snúa aftur til Bandaríkjanna, þar sem engin af evrópskum kvikmyndum hennar hefur vakið sérstaka eftirtekt, og sumar fengið afar slæma dóma. Hafa (þau ausið yfir hana tilboðum um margra ára samninga, svimhá laun, öndvegishlutverk og beztu, fáan- lega leikstjóra. í dag er Ingrid fertug, og hún gerir sér ljóst, að hún má engan tíma missa. Hún stendur á tímamótum, og hefur um tvo kosti að gera, vera kyr hjá Rosselini og njóta heimilis- unaðarins, eða endurheimta kvikmyndafrægð sína ... b. 40 fet, og til þess þarf 6—7 skinn". Hérna eru allir regnbogans litir, og fleiri til. Hverjir eru mest notaðir? „í vandaðra bandi eru það svo til eingöngu svart og brúnt. Þar af er svart notað á nálega 65 af hverju hundraði bóka. Menn forðast skærari litina í bókbandi, og blátt, rautt og grænt er hverfandi lítið notað á upplög". GESTUR hittir að máli verkstjórann, Heiðar Guð- laugsson, ungan og duglegan mann, sem lærði þarna og hef- ur unnið þar síðan, tvo gamla bókbindara, sem báðir lærðu í Félagsbókbandinu og hafa yfirleitt unnið þar síðan, þá Gísla R. Guðmundsson, sem

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.