Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 13
G E S T U R
13
Þessu fylgdi grafarþögn, þrungin undrun og eftirvæntingu.
Ég hef sagt áður frá því, að konur í papúalandi búa sig ekki
betur en brýn nauðsyn þykir þurfa. í þessu héraði höfðu kon-
urnar ekki annað til fata en nokkrar snúrur, sem héngu niður
úr belti á þeim framanverðum. En þetta klæði sitt sá ég konu
aldrei taka af sér, jafnvel ekki, þegar hún baðaði sig. Það hefði
verið henni hin mesta hneisa.
Og það var einmitt í því skyni að baka konu sinni þessa
hneisu, að Zavai afklæddi hana svona frammi fyrir öllum, Iþótt
auðvitað sé jafn fáránlegt að tala um að „klæðast" slíkri flík
og að „afklæðast“.
í óhugnanlegri þögninni varð konunni fyrst á að líta niður
eftir sér, síðan æðisgengnu augnaráði á mannfjöldann. Loks
rak hún upp langdregið óp og þaut gegnum bil í mannfjöldanum.
Menn viku til hliðar fyrir henni. Hún ætlaði bersýnilega að
hylja skömm sína í' háu grasinu.
En í þess stað stefndi hún á geysihátt tré, sömu tegundar og
finnast í útjöðrum allra slíkra þorpa. Þessi tré eru að vissu
leyti heilög, og eru lík stundum lögð á greinar þeirra.
Hún komst fljótt þangað og tók strax að klifra upp.
Skyndileg ringulreið greip mannfjöldann. Mönnum var nú
ljóst, hvað hún ætlaðist fyrir, þó að mér væri það ekki ljóst enn.
Nokkrir karlmenn með Zaval í fararbroddi þustu á eftir henni
og eltu hana grein af grein. En þeir þvældust hver fyrir öðrum,
og hún var góðan spöl á undan þeim. Ekki leið á löngu, áður
en hún var komin upp í trjátoppinn. Þá tók hún að klifra út
á eina greinina, sem var lengri en hinar, og þegar hún var í
þann veginn að svigna undan (þunga konunnar, rak hún upp
öskur og lét sig falla til jarðar.
Hún féll að minnsta kosti fimmtán metra. Líkami hennar
Afhöggnir fingur
aldraðrar Papúa-
konu bera vitni um
margar harmastund-
ir. — Franski trú-
boðinn André Du-
peyrat hefur í prem
fyrstu köflunum af
lýsingu hans á lífi
og háttum mannœta
á Nýju-Guineu,
brugðið upp furðu
Ijósri og skemmti-
legri mynd af þessu
frumstceða fólki. —
Dupeyrat hœtti sér
i trúboðsleiðangur
inn í myrkviði forn-
eskju og heiðni, en
ávann sér. brátt vel-
vild innfœddra og
hylli — allra nema
galdramannanna,
eins og segir frá i
ncestu greinum.
slengdist grein af grein í fallinu. Hún skall á jörðina fjóra
metra frá mér. Höfuðið kom niður á undan, og hálsinn hlýtur
að hafa brotnað.
Ég beygði mig niður að veslings konunni. Ég hafði rétt fyrir
mér. Hún var dáin.
Hún hafði framið sjálfsmorð af skömm.
Framhald i ncesta blaði.
Konan mín er ósannsögul.
Framliald af blaðsiðu 5.
Helen einmitt þetta andartak til að hverfa
aftur inn á þyrnum stráða braut sann-
leikans.
„Ó!“ sagði hún gráti nær. „Við nám-
um staðar, og hann var nærgöngull við
mig, svo að ég tók í lurginn á honum“.
„Elskurnar mínar!“ stundi Daggett og
reikaði inn, bersýnilega til hjálpar sín-
um merkilega viðskiptavini.
Ég ók Helen heim. Einkennilegt, að ég
skyldi vera hreykinn af henni!
„Þetta var sjálfri mér að kenna“, sagði
hún. „Ég leiddi hann út á hálan ís með
öllum lygasögunum mínum. Honum hlýt-
ur að hafa fundizt ég vera aldeilis til í
tuskið“.
„Ástin mín“, sagði ég. „Það er list að
ljúga. Maður má heldur aldrei stíga báð-
um fótum út af vegi sannleikans, svona
í einu“.
„Ég skal aldrei framar segja ósatt orð“,
sagði hún ákveðin. „Heldurðu, að Dag-
gett fyrirgefi mér nokkurn tíma?“
Ég sagði henni, að sá hluti málsins yrði
að vera mitt áhyggjuefni, ekki hennar. Sú
varð líka raunin — mér kom ekki blundur
á brá alla nóttina. En ég var staðráðinn
í því', að ef Daggett opnaði sinn munn,
þá skyldi ég pakka mitt hafurtask saman
og lara mína leið. Því að hvaða máli
skipti mann atvinna samanborið við heið-
ur eiginkonunnar.
Þetta var mín skoðun á málinu, a. m. k.
þangað til ég kom á skrifstofuna daginn
eftir. Þar lágu fyrir mér skilaboð um að
mæta samstundis á skrifstofu Daggett.
„Jói“, sagði hann um leið og ég seig
niður í hægindastólinn við skrifborð
hans. ,ySamcinaða flugfélagið verður í
framtíðinni okkar stærsti viðskiptavinur.
Treystir |þú þér til þess að sjá um það?“
„Hvað þá, ég?“ stamaði ég.
„Zingler óskar þess eindregið, að þér
verði falið að sjá um auglýsingarnar fyr-
ir fyrirtækið. Hann er þeirrar skoðunar,
að það hljóti að vera töggur í þeim
manni, sem haft getur hemil á stúlku eins
og Helen“.
Þannig höfðu þá málin snúizt. Ég hefði
náttúrlega mátt þakka mínum sæla fyrir!
En sagan er nú ekki öll sögð ennþá.
Þegar ég kom heim um kvöldið með
þessar stórkostlegu fréttir, var dagstofan
sneysafull af rósum.
„Þær eru frá Mikc“, sagði Helen
gremjulega. „Það fylgdi þeirn miði með
afsökunarbeiðni“.
„Það lítur helzt út fyrir, að við höfum
talsvert saman við Mike að sælda í fram-
tíðinni", sagði ég og skýrði henni frá
öllu. „Það er aðeins eitt atriði, sem við
verður að gera okkur ljóst fyrst. Finnst
þér hann vera ómótstæðilegur?“
„Það eru áreiðanlega til konur, sem
eru þeirrar skoðunar", viðurkenndi hún.
„En það vill nú bara svo til, að ég er
gift dásamlegasta manninum í öllum
heiminum, og hvernig ætti ég að geta
séð nokkuð við nokkurn annan?"
Og svo kurraði hún, kastaði höfðinu
altur á bak og sagði: „Ha!“
Ég efast um, að |þú, lesandi góður, getir
gert þér í hugarlund, hvílík raun það er
að vera kvæntur konu, sem umgengst
sannleikann með kæruleysi og léttúð. En
ég get fullvissað þig um það, að það
er enginn barnaleikur.