Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 16
16
G E S T U R
AMOR
flytur eingföngu sannar ástarsögur úr daglega lífinu.
Désemberheftið er komið út og birtir þesSar sögur:
Ég játaði upplognum sökum. — Ég girntist konu bróður míns.
Vanrækt eiginkona. — Ég ólst upp á bænum
Óstýrilát stúlka. — Ótrúi eiginmaðurinn minn.
Allt áhrifamiklar og sannar ástarsögur.
Tímaritið AMOR
rólega út úr fangelsinu í heimsóknar-
tíma. Það er vel hægt að koma því svo
fyrir, að þetta endurtaki sig. Jafnskjótt
og drengurinn er flúinn, verður hann að
fela sig í einhverju hverfinu, sem hefur
hvað verst orð á sér. Þar skulum við láta
Maddick eftir að hafa upp á honum. Mér
skjátlast þá mikið, ef Maddick reynir ekki
fijótlega að hafa samband við hann. Jafn-
skjótt og það hefur gerzt, verður strákur-
inn að haga sér eftir aðstæðunum. Hann
má ekki hafa samband við neinn okkar
fyrr en hann er orðinn öruggur um, að
Maddick verði handtekinn ásamt aðstoð-
armönnum sínum. Þangað til það gerist,
neyðist hann ef til vill — meðan hann
er að ná sér í upplýsingar — að taka þátt
f einstaka afbroti, sem ekki er hægt að
sjá við. Hann gæti ekki reiknað með
trausti glæpamannanna fyrr en hann
hefði sýnt í verki, að hann sé þeirra
maður. Hefur nokkur út á þetta að
setja?“
„Að |því er ég fæ bezt séð, leggur þessi
ungi maður sig í mikla hættu“, svaraði
sir Wynnard. „Að því undanskildu h'zt
mér prýðilega á uppástunguna".
„Hann er því vanur að sjá um sig
sjálfur".
„Setjum nú svo, að lögreglan hafi hend-
ur í hári hans, þegar hann í fyrsta skipti
vinnur fyrir Maddick. Þá er öll ráðagerð-
in ónýt“.
„Um þetta atriði verð ég að láta sann-
færast af honum sjálfum. Hann heldur
því fram, að fyrsta flokks lögreglumaður
hljóti að vera fyrsta flokks afbrotamaður.
Við skulum sjá til, hvort hann hefur rétt
fyrir sér“.
„Þér viljið sem sagt leyfa honum að
vinna upp á eigin spýtur?"
„Endilega".
„En hvernig förum við að gagnvart eig-
anda stolnu bifreiðarinnar? Það er naum-
ast hægt að komast hjá vandræðum við
hann“.
„Bifreiðin þarf ekkert að skemmast, og
eigandinn rnissir hana ekki nema hálfan
annan klukkutíma. Hann má vera öku-
sveitinni þakklátur".
„Þér hafið bersýnilega athugað gaum-
gæfilega allar liliðar málsins, Cardby“.
„Ekki ég, heldur sonur minn. Hann er
sanntrúaður á þessa uppástungu, og það
finnst mér skipta mestu máli“.
„Ég geri ráð fyrir, að hann vilji kom-
ast í lögregluna eftir þessi kynni sin af
meiri háttar afbrotamönnum?"
„Já. Hann gerir þær einu kröfur að
komast strax f leynilögregluna. Hann
kærir sig ekkert um að verða götulögreglu-
þjónn fyrst“.
„Það er eitt smáatriði enn, Cardby“,
sagði Hall. „Þér viljið, að eltingarleikur-
inn verði eins spennandi og kostur er á,
en ef ég á að taka þátt f þessu, þá set
ég Murphy í bifreiðina, og þá er ég
hræddur um, að hann taki ekki langan
tíma. Það er ekki til sá maður í allri
Lundúnaborg, sem ekur liann af sér. Það
vitið þér mætavel“.
„Ég þori nú samt að veðja á drenginn
minn í fyrramálið, Hall. Þér þurfið ekki
að hafa neinar áhyggjur út af því, að
eltingarleikurinn skal verða bæði langur
og harður“.
„Jæja, jæja, Cardby. Við hættum þá á
þetta og sjáum hvernig fer. Skilið þér
kveðju til sonar yðar og óskum um vel-
gengni í þessu ævintýri".
3. kafli.
MURPHY YFIRLÖGREGLUÞJÓNN
FÆR AÐ SVITNA.
Ungi maður blístraði nýjasta dægur-
lagið fyrir munni sér, meðan hann ráfaði
léttum, fjaðurmagna skrefum niður Wig-
more-stræti. Það hefði ekki verið svo frá-
leitt að álíta hann flysjung og ónytjung,
sem ekkert hefði fyrir stafni daginn út
og daginn inn. En glöggskyggn maður
hefði fljótlega komið auga á stælta og
sterklega vöðvana, sem hann gat ekki
hafa fengið án þess að leggja mikið á sig.
Hann var herðabreiður, hálsinn og hnakk-
inn kraftalegir, brjóstkassinn hvelfdur, en
mittið og mjaðmirnar grannt. Hann var
klæddur í dökkgrá föt.
Hárið, sem sást undan mjúkum filt-
hattinum, var ljósbrúnt, augun blá og inn-
stæð. Nefið hafði einhvern tíma verið vel
lagað, en harðir hnefar höfðu bersýni-
lega afskræmt sköpulag þess nokkuð.
Munnurinn var festulegur og beinn, glað-
legur, hakan var festuleg og kraftaleg.
Stundarkorn nam hann staðar og leit í
bókabúðarglugga, en síðan reikaði hann
áfram. Hinum megin við götuna, við
hornið á Cavendish-torgi, stóð miðaldra
maður og hallaði sér makindalega fram
á grindverk. Michael, venjulegast kallaður