Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 17

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 17
G E S T U R 17 Mick. Cardby kom auga á hann og brosti við. Lögregluþjónn þessi, sem var úr öku- sveitinni, var bersýnilega svo vanur setununr við bifreiðarstýrið, að hann gat ekki lengur gefið manni gætur án þess að eftir honum yrði tekið. Mick ráfaði yfir torgið að Harley-stræti, en nú voru augu hans, sem áður höfðu verið svo áhugalaus, árvökur og eftirtekt- arsöm. Hann athugaði allar bifreiðarnar, sem þar stóðu, mjög gaumgæfilega. Hægra megin við hann við leigubifreiðum ætl- aður staður. Hann varð bersýnilega að leita lengra eítir hentugri bifreið. Mick þekkti mætavel til bifreiða, og hann vissi hvaða tegundar hann jrarfnaðist þennan morgun. Jafnskjótt og Murphy setti fót- inn á bensíngjafann, gat hann ekið uppi hvaða bifreið sem var, og þetta átti að verða sannkallaður kappakstur! Mick Cardby brosti með sjálfum sér og augu hans ljómuðu. Þetta skyldi verða ökuför, sem segði sex. Á horninu á Chandos-stræti og Cavend- ish-torgi stóð tveggja manna hraðskreið bifreið, gljáandi af nýju lakki í gulum og svörtum lit. Mick neri saman hanzka- klæddum höndunum meðan hann ráfaði í áttina til hennar. Skyldi hún vera læst? Þctta var spennandi. Hann mjakaði sér sífellt nær bifreiðinni, [rótt hann gætti ])ess að vera á varðbergi gegn ótímabær- um slettirekuskap. Hiind hans fálmaði á málmhandfanginu. Hurðin var ólæst. Atburðirnir ráku hver annan með ofsa- hraða. Á næsta andartaki var Mick setzt- ur við stýrið og bil'reiðin komin af stað. Þrátt fyrir flýtinn, voru hreyfingar hans rólegar og öruggar. Bifreiðin [jaut af stað eftir Chandos- stræti og var þegar komin á ofsahraða nokkra metra frá horninu. I>að livein í hjólbörðunum, þegar hann brunaði um horn inn í Queen Anne-stræti. Mick skifti um gír, steig bensíngjafann í botn og ók allt hvað af tók eftir Harley-stræti. Hann ætlaði að reyna þolrifin í bifreiðinni áð- ur en eltingarleikurinn byrjaði. Að baki hans hljóp miðaldra maðurinn að símaklefa og hringdi til yfirmanna sinna. Bifreiðin var nú komin á ofsaferð. Skömmu áður en Mick beygði um hornið hjá Devon-stræti, sýndi hraðamælirinn 90 km. Nú gat hann enn aukið hraðann. Hann sneri stýrinu með vinstri hendi, en opnaði gluggann með þeirri hægri um leið og hann reyndi að bruna inn í Mary- lebone-stræti. Löng bifreiðaruna ók þvert fyrir framan hann, en hann þekkti sitt starf. Hemlarnir ískruðu um leið og hann breytti um stefnu og sveigði fyrir skarpt horn inn f Beaumont-stræti. Hann skauzt milli tveggja bifreiða út á vinstri vegar- kant Háa-strætis. Fjórum sekúndum seinna beygði Itann þvert yfir götuna, og síðan af annari vegarbrúninni yfir á hina, þangað til hann komst loksins út á Ytri-Circle. Mick brunaði áfram íimmtíu metra frá tilteknum stað, og þegar hann jók hrað- ann hvað mest liann mátti, rann önnur bifreið af stað frá torginu. Djarfasti öku- þórinn í allri ökusveit Lundúnaborgar, Murphy, sat við stýrið. Hann hnyklaði brýnnar og beit á jaxlinn. Eltingarleikurinn var hafinn. Fimmtíu metrum að baki Mick sá Murphy lögregluþjónn nálina á hraða- mælinum færast upp á 100 km. og halda áfram upp á við. Hann vissi það eitt, að lögreglan hafði fengið vitneskju um þjófn- aðinn, og að hann yrði að aka þjófinn uppi, hvað sem tautaði og raulaði. Við hlið hans sat Hall yfirlögreglu- maður og gat ekki látið vera að finna til spennings yfir atburðinum, þrátt fyrir ótta sinn.

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.