Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 3

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 3
H Á T GÁNS hafa áður bannað þeim að snerta. Allir vilja mœta konungi konunganna meó hreinurn og auðmjúkum huga. A aðfangadaginn eru Ijós kveikt fyrir dögun og allir klreð- ast, þvi að margt ei' enn ógert fyrir kvöldið. Baðstofan er þvegin hátt og lágt, sœngurföt viðruð, ef veður gefur til, og rúmin búin uþþ með hreinum fötum. Börnin fagja hnifa og hornsþœni, teskeiðar og kertastikur, svo að allt verði eins og nýtt. Menn hlauþa út og inn. Svalt og ferskt loft streymir gegnurn allan bœinn. Nú verða Ijósin ekki döþur af. loftleysi i kvöld eins og stundum áður. Þegar rökkrið breiðist yfir, á öllum hreingerningum að vera lokið, bœrinn allur sóþaður, svo að hvergi sjáist ryk eða skúrn. Verður þá mörgum að orði líkt og karlinum, þegar kerlingin þvoði faldinn sinn úr hangikjötssoðinu fyrir jólin: „Alltaf er munur á þvi, sem hreint er“. Sþarifötin fólksins eru borin inn og heitt vatn i bölum, svo að allir geti þvegið sér. Fyrst er byrjað á börnunum. Sparifötin þeirra eru oftast úr heima- unnum dúkum, hlý og haldgóð, fábreitt að sniði og eru látin endast þar til barnið vex upþ úr þeim. Þá tekur oft annað við og slitur þeim út. Stundum fá litlu stúlkurnar Ijósleitar léreftssvuntur til þess að kleeða ekki köttinn, þá fá drengirnir húfu eða trefil, og oft fá þau marglita myndadúka, sem kosta fáeina aura. Þeir vekja mikla gleði, þvi að það er hœgt að teygja þá á ýmsa vegu, svo að myndirnar afskrœmast og eru eins og fyrirboði margs, sem sótt er eftir á kvikmyndum sið- ari ára. Öll börnin eru glöð og skoða hvers annars gjafir og engu þeirra dettur i hug að segja við mömmu sina: „Þvi gafstu mér ekki eitthvað annaðV' eða: „Þetta er engin jólagjöf“, því að' þau vita ekki annað en að þetta séu góðar gjafir, gefnar til að gleðja þau. Jafnvel lituðu ullarsokkarnir og bryddu skórnir vekja meiri gleði og aðdáun en nýtizku silkisokkar og tilheyr- andi skór kalla fram í huga þeirrar konu, sem fœdd er á tutt- ugustu öldinni. Kertaljósunum fjölgar nú óðum, þvi að hver kveikir hjá sinu rúmi, og þegar alfir hafa kleeðst, er kveikt á steinoliulampan- um, sern hangir i miðri baðstofunni. Þá er borið inn kaffi, sterkt og ilmandi, með rjóma og sykri út i. Brauðið er venju- lega skammtað hverjum á litinn disk, svo að allir fái jafnt, hvort sem þeir Ijúka þvi i einu eða ekki. Þarna situr allt heimilisfólkið klætt sínum beztu fötum i hátiðaskapi, kaffið örvar ánœgjuna, og þreyta dagsins gleym- ist við birtuna og ylinn af öllum Ijósunum. Og hafi nokkrar misfellur orðið á sambúðinni í þröngbýli og myrkri innan lági'a moldarveggja, þá er það nú allt strokið burt. Allir þakka húsbœndunum með kossi og hver óskar öðrum gleðilegrcójóla. Nú er jólahátiðin komin, hvað sem öllum eyktamörkum liður. Lesturinn er lesinn og gömlu jólasálmarnir sungnir: „Með gleðiraust og helgum hljóm“, „Heims um ból“ og „í Betlehern er barn oss fœtt“. Allir syngja, sem hafa nokkra rödd og sumir raula, sem hafa enga rödd. Það er ekki vist, að allir verði vel samróma, en þó vekur söngurinn þann geðblœ hjá börnunum, sem aldrei fyrnist síðan. Og þegar þau siðar heyra þessa gömlu sálma, þá lifa þau i minningunni jól Bernsku sinnar og geta vist mörg tekið undir með skáldinu: „Aldrei skyn né skilnings- kraftur minn skildi betur jólaboðskapinn". Kvöldið líður hcegt og hljótt. Hver fœr sinn skammt af þykkum rúsinugraut með kanel og sykri og 2—3 laufakökur. Kjötmatur er lítið borinn inn fyrr en á jóladaginn. Hús- dýrunum og búfénaðinum er ekki gleymt. Allt á það að hafa betri viðurgerning en venjulega. Það var gömul kona, sem hafði þann sið að vitja um kýrnar sínar, þegar fjósverkum var lokið. Hún kom alltaf glöð og brosleit inn. Stundum var heysáldur á spariföt- unum hennar, og ef einhver hafði orð á því, svaraði hún brosandi: „Ég var að gefa kúnum minum góða tuggu, svo að þeim liði vel þessa blessuðu nótt“. Maðurinn hennar egndi fjalakött á veturna i búrinu, til þess að verjast músagangi. Á jólanóttina var hann ekki egndur, svo að mýsnar hefðu þá frið að leita sér bjargar. Eina jólanótt hafði gleymzt að gera' þessa öryggisráðstöfun, og á jóladags- rnorgun fannst þarna dauð mús. Það fékk svo á gamla mann- inn, að hann táraðist yfir því að hafa brotið friðarlögmál guðs rneð því að svipta lifi þetta umkomulausa dýr nóttina helgu. Þetta er ekki skáldsaga. Þau lifðu bccði fram yfir siðustu alda- rnót þessi heiðurshjón. Allir ,sem kornnir eru til vits og ára, óska þess, að jólanótt- in verði „kyrr og klár“, þvi að þjóðtrúin segir, að þá komi „gott frjósemdarár“. Og þegar líður á vökuna, ganga menn út, ekki í hóþum, heldur einn og einn, til þess að skoða dýrð himinsins. Aldrei fannst mönnum heiðbláminn jafn djúpur, né stjörnublikið jafn skcert, og aldrei er slík tign yfir tindum og dölum eins og þá. Sumum dettur i hug visan eftir norð- lenzka bóndann, sem las og hugsaði mikið um stjörnur jafn- hliða búskaparönnum: Veglegt en um væna njólu verk háleitu Guðs að sjá. Líta má bar sól við sólu sólarhimni Drottins á. En flestir stara i orðvana hrifningu og hugur þeirra bersl inn á nýjar leiðir, langt ofar ys og önnum daglega lifsins. Margir vaka fram yfir miðnœtti, og sumsstaðar eru Ijós látin loga alla nóttina. Menn lesa i góðum bókum, syngja jólasálma, eða minnast hátíðlegra stunda, sem þeir hafa lifað þessa nótt. Enginn snertir á tafli eða spilum og enginn myndi leyfa sér léttúðartal eða hávcerar orðrceður. Þegar börnin fer að syfja, hugga þau sig við það, að enn á rnorgun eru jól. Og ekkert kvöld ársins sofna þau jafn örugg og óttalaus, við Ijósbirtu og sálmasöng. Það er gaman að vakna á jóladagsmorgun, þvi að enn er kveikt á kertum og kaffi drukkið, en hátiðablœrinn er annar. Þegar húslestri er lokið, fara menn að skemmta sér við spil og töfl. Ættingjar og vinir þiggja heimboð hver hjá öðrum, og helgidagana, sem i hönd fara, er oft spilað fram á nœtur, en ekkert jafnast þó við þann hugblce, sem jólanóttin vekur i hjörtum allra. Það er hún, sem flytur með sér fögnuð og til- hlökkun á hverju ári, og viðkvœman- söknuð, þegar hún er liðin. Þannig voru jólin viða haldin hér á landi fram undir sið- ustu aldamót, að visu nokkuð mismunandi að ytri viðhöfn, eftir efnum og ástceðum. En jafnvel i lcegsta hreysinu fannst mönnum allt fegurra en endrancer. Þeir skynjuðu eitthvað af nálagð guðs i kertaljósunum og dýrð himinsins. Jölanóliin var þeim ekki hátið dýrra gjafa né ytra skrauts. Hún var mörgum öllu fremur hátið hugans.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.