Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Page 8

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Page 8
8 G E S T U R ANGELA Torry Budlong „ÞEIR ERU ekki í framboði við þingkosningarnar. Þetta hérað er íhaldssamt. Ken má ekki við því að fá það orð á sig, að hann sé að flækjast um á veitingahúsum. Skilurðu þetta ekki? Eða er |þér alveg sama?“ „Ken virtist standa á sama um það“. „Hvernig veizt þú það? Hann fór þangað með þig, af því að þú narraðir hann, slóst ryki í augun á honum eða manaðir hann, eða hvað það nú var, sem þú gerðir". „Ég þurfti þess ekki“, sagði Angela blátt áfram. „Ken spurði hvert mig langaði til þess að fara“. Hún sá áhrif þessara orða á Meg. „Svo að ég stakk upp á Silfurbrekku, og þangað fórum við. En ég segi |þér alveg eins og er, Meg, það skaðar á engan hátt mannorð Ken, þótt hann sjáist á veitingahúsi". „'Þér stendur á sama um mannorð Ken“, svaraði Meg. Þér er víst sama, hvort hann vinnur kosninguna eða tapar. Þér er ekki annt um neitt nema sjálfa þig — eins og venjulega!“ „Ertu nú alveg viss um það?“ spurði Angela rólega. „Mér gæti verið annt um — Ken“. Hún sá vanþóknunina breiðast yfir andlit l\Ieg. En skyndi- lega breyttist svipur hennar. „Þú gætir aldrei orðið rétta eiginkonan fyrir Ken“, sagði Meg blátt áfram. „Þú getur skemmt álit hans í kosningabaráttunni. Þú getur verið honum til skemmtunar, á yfirborðinu. En þú ert ekki rétta eiginkonan fyrir hann“. Angela fór í inniskóna og gekk út úr herberginu án þess að svara þessu. Hún gekk inn í herbergi sitt, lokaði hurðinni á eftir sér, hallaðist síðan upp að henni og greip fast um hurðar- húninn. Þetta var það, sem hún óttaðist mest — að Meg væri honum samboðin, en hún ekki. Ekki þurfti það að vera satt. Henni hafði virzt svo ótal margt ósigrandi, og samt hafði hún unnið bug á því. Hún skyldi gera sitt bezta. Hún skyldi hreppa Ken. Hún minntist koss hans fyrr um kvöldið, og hvað hann sagði við hana. Henni varð rórra .. . Hún hitti hann óvænt daginn eftir, eftir stormasaman morgun. Klara frænka virtist hafa haft veður af atburðum kvöldsins. Vandlætingin var sverð og skjöldur Klöru frænku. Hún heils- aði Angelu kuldalega, og í hvert skipti sem hún gekk framhjá henni, fnæsti hún fyrirlitningarlega. Loks stóðst Angela ekki lengur mátið: „Þú lætur eins og þú sért að laða að þér kjúklinga“. „Ósvífni hefur ekkert að segja“, sagði Klara virðulega. „Þú ert vanþakklát stúlka, Angela. Að valda Meg þessum óþægindum, eftir allt, sem Amma er búin að gera fyrir þig“. „Hvers vegna eftirlæturðu ekki frú Brandon að segja mér þetta?“ spurði Angela og forðaði sér út á svalaganginn. l'RÚ BRANDON forðaðist afskiptasemi eins og venjulega. Einhvern tíma milli heimsókna Angelu virtist hún hafa sagt af sér. Þegar Angela kom í heimsókn skömmu eftir átjánda af- mælisdaginn sinn, virtist allt í húsinu snúast um Meg. Meg stjórnaði borðhaldinu, og skýrði frú Brandon Angelu svo frá, að það væri til þess að afla henni reynslu. Meg annaðist meira skipulagningu garðsins, eins og hún væri einráð á óðalinu, og öfundin hafði fest rætur sínar í hjarta Angelu. Frú Brandon réð eiginlega engu lengur nema fjárliagnum og innkaupunum að allverulegu leyti. Þennan dag fór hún í inn- kaupaerindum til Walton. Meg virtist önnum kafin allan morguninn við að hringja til fólks varðandi fundi Ken, nefndarstörf og áróðursspjöld, eins og hún hefði yfirumsjón kosningabaráttunnar með höndum. Angela stóð á svalaganginum, þegar Ken kom skyndilega ak- andi. Hún gekk til móts við hann. engu síður að sér. Þessa nótt harðneitaði hann að sofa með hinum Mongólunum. Eins og ekkeft væri sjálfsagðara, breiddi hann úr gærunni sinni við fótagaflinn á rúmi Walters, fyrir framan tjaldskörina okkar. En Hoppi var ekki syfjaður. Hugs- anir ásóttu hann mjög. Hann lagðist á bakið og starði upp til stjarnanna, sem héngu eins og smáluktir á himinhvelfing- unni. Hann trúði varla Iþví, er hafði gerzt. Ekki var lengra en síðan í gær, að liann lá við klettinn, hungraður og ör- vinglaður, og beið dauða síns. í dag sveif hann eins og fugl yfir eyðimörkina í ein- um af svörtu vögnunum mcð mönnum, sem töluðu undarlegt tungumál. Góðum mönnum; þeir voru þegar orðnir vinir hans. Þeir ætluðu til Hvítavatns, og Kula hafði einnig farið í þá átt. Hver veit, nema hann gæti fundið Kula. Eftir krafta- verkið í dag var ekkert ómögulegt. Kula! Kula! Kula! Nafnið ómaði í huga hans eins og hvellur bjölluhljómur. Fyrir tveim sumrum liafði fjölskylda hans slegið tjöldum hér við þennan brunn. Hann var hamingjusamur þá; allir voru hamingju- samir, og nú voru þau dáin, lágu í gjánni við Góðavatnsbrunn; allt vegna Kula! Aldrei myndi honum úr minni líða, hvernig kona lians hafði litið bænaraug- um upp til Kula með spenntar greipar, eins og hún var vön, er hún baðst fyrir í musterinu. Og litla barnið hans! Hér hafði litli drengurinn fyrst séð dagsins ljós. Hann unni honum meira en hann hafði nokkru sinni unnað nokkurri mann- eskju fyrr. Hjarta Hoppa herptist saman við tilhugsunina, og tárin tóku að streyma, og hann gat fundið salt bragðið af þeihí, þegar þau runnu um kinnar hans niður í munnvikin. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann liafði getað grátið, síðan daginn luæðilega fyrir viku. Það lcið fram yfir miðnætti. Hoppi starði ennþá upp á skýjaflókana, þegar undarlegar hljóðsveiflur bárust að eyrum hans. Raddir, sem þó ekki voru raddir, hvorki manna né dýra, hækkuðu og dvín- uðu og hófust á ný. Hann varð óttasleg- inn. Hann skreiddist inn í tjaldið og hristi Granger. Walter vaknaði á auga- bragði. Hoppa var mikið niðri fyrir og benti út gegnum tjaldskörina. Granger renndi sér út úr svefnpokanum, spennti skammbyssubeltið utan yfir náttfötin sín og gekk út fyrir. Útlínur hvers kletts og steins voru skýrt afmarkaðar í skínandi hvítu tunglsljósi. Hann gat jafnvel séð rákirnar í lófa sínum. Svöl gola blakaði flagginu uppi á tjaldinu. í fimm mínútur starði hann út á sléttuna, og Hoppi hélt í handlegginn á honum. Þá bárust utan af eyðimörkinni hálf- niðurbæld, ólýsanleg hljóð, ískyggileg og dularfull. Andaraddir frá öðrum heimi, tautandi og hvíslandi, sem ólguðu í tón-

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.