Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 16

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 16
16 G E S T U R bláleitri leðju. Andlit hans var harmurinn uppmálaður. Hann nam snögglega staðar, þegar hann sá mig með hauskúpuna í höndunum, en svo herti hann upp hugann. Án þess að setjast, já, jafnvel án þess að taka í höndina á mér, hóf hann máls: „Sittu ekki þarna, heldur komdu með mér ... Ef ég hefði vitað, að þú værir kominn heim frá Maria-Kume, þá hefði ég komið í gær. En í morgun, í dögun svínanna (svínin taka að snuðra urn nokkru fyrir sólarupprás), yfirgaf ég þorpið til þess að hitta þig. Komdu strax!" „Hvað gengur eiginlega á, Severiano?“ „Ekkert nema það, að djöfullinn hefur lagt undir sig þennan dal að nýju. Galdramennirnir hafa verið á ferðalagi til strandar- innar, og eru nú komnir heim með ný menghés (töframeðul). Þeim finnst jþeir öflugii nú en nokkru sinni fyrr, og hafa skipað fólki að snúa aftur til heiðni, annars komi hræðilegasta óham- ingja yfir það! Sendiboðar þeirra eru í hverju þorpi, og þeir öskra og ógna, og krefjast fórna af fólki. Allir eru hræddir — komdu!“ Fjandinn sjálfur! Nú var illt í efni. Ég varð að hefjast strax handa. Tæpri klukkustund síðar var ég á leið með SeVeriano og tveim leiðsögumönnum hans eftir geysilöngum og torsóttum stíg, sem lá eftir Dilava-dalnum. Þrátt fyrir hraða göngu heppn- aðist honum samt að gefa mér greinargóða lýsingu á ástand- inu, eins og það var í byggðarlagi hans. Það var ægilegra en mér hafði til hugar komið. Af ótta við þessa galdrahlunka, þorði enginn lengur að játa sína kristnu trú. Ég tala af hreinskilni! Við náðum síðla kvölds til Cour-des-Anges. Engu síður virtist sjötta skilningarvit íbúanna hafa gefið þeim konru okkar til kynna, því að mikill mannfjöldi beið okkar. En í stað fagn- aðarlátanna, sem þeirra var venja að sýna við önnur tækifæri, ríkti nú þögn og skelfing. Það var varla, að menn fengjust til að taka í höndina á mér. Jean-der-ler var sá eini, sein íagnaði mér með brosi og sjóðheitum te-bolla. Ég tók fljótt eftir ókunnum andlitum, og gat greint af and- litssvipnum að ýmsir voru þarna úr fjarlægum héruðum lengst inni í dal. Það var augljóst, að fregnin um för Severiano hafði borizt um allt. Og mönnum hafði talizt svo til, að ekki myndi líða á löngu, áður en hann kæmi aftur ásarnt mér. Ég steig upp á svalirnar á kofa mínum. Mannfjöldinn kom nær, þegar honum skildist, að ég ætlaði að ávarpa hann. Satt að segja var ég sízt öfundsverður af hlutskipti mínu. Fötin mín voru útötuð aur og leðju eftir fjögurra klukkustunda kapp- göngu eftir rökum fjallastígunum, ég var rennsveittur og svang- ur. Auk þess hafði ég ekki hugmynd um, hvað ég ætti að segja .. . En fólkið beið. Ég sneri mér að Iþví. Allra augu störðu á mig. Svo hóf ég máls: „Fólk frá Divala, synir mínir. Ég hef frétt þetta: Eftir að vera búin að hafna áhrifavaldi djöfulsins, óskið þið nú eftir því á ný. Það hryggir mig .. . Á ný flögrar djöfullinn ykkar á meðal eins og skaðsemdafugl. Eins og í gamla daga mænið þið öll á svo að hann var umkringdur, þegar hann komst loksins að vatninu. Hann stanzaði og lét handleggina síga niður með síðunum. Hann vildi ekki gera illt verra með því að fara að stofna til vonlausra slagsmála. Hann var búinn að gera nóg illt af sér. Murphy greip hrana- lega í öxlina á honum. Þarna stóðu andstæðingarnir tveir og gláptu hvor á annan meðan þeir reyndu að ná andanum. „Þú gazt þá náð mér, löggi“, sagði Mick. „En ég er ekki frá því, að þú gleymir ekki þessum eltingarleik fyrst um sinn, er það?“ Bros lék um varir Hall. Nei, það gat ekki verið, — alls ekki undir slíkum kring umstæðum! Fjórði kafli. í LÖGREGLURÉTTINUM. Mick Cardby sat á bekk frammi í gangi á Marylebone-lögreglustöðinni, þegar hon- um voru flutt skilaboð. „Herra Godfrey Olton — málafærslu- maður — cr komi.nn til þess að tala við yður". Ungi maðurinn leit kæruleysislega upp, ekki varð minnstu undrunar vart í svip hans. „Á ég að tala við hann hérna?" „Þér getið talað við hann þarna, fyrir enda gangsins". „Gott, segið honurn, að ég sé tilbúinn að taka á móti honum". Að vörmu spori opnaðist hurðin og íeitlaginn, fölleitur maður með harðan flibba um hálsinn og gífurlegt hálsbindi kom inn. „Hér er skjólstæðingur yðar, herra", sagði fangavörðurinn og benti á Cardby". „Fylgið mér. Mér hefur verið falið að mæta á morgun sem verjandi yðar. Hvers óskið þér, að ég segi um málið?" Þeir stóðu í nokkurra skrefa fjarlægð frá lögregluþjóninum og hvísluðu saman. „Þér eruð þó ekki hingað kominn til þess að flækja mig, eða hvað?“ spurði Mick og horfði rannsakandi á málafærslu- manninn. „Nei, auðvitað ekki. Hvernig getur yður dottið það í hug?“ „Enga fýlu. Það væri þá ekki í fyrsta skipti, að löggurnar reyndu að beita ein- hverjum brögðum. Ég hefði ekkert á móti |því að fá einhverja vitneskju um það, hvers vegna þér eruð að blanda yður inn í mitt einkamál. Hver hefur fengið yður til þess?“ „Því miður get ég ekki gefið upp nafnið á skjólstæðing mínum". „Far vel, Franz. Löggan átti í brösuin við mig í gær. Við vorum að skemmta okkur svolítið saman, en þeir hafa ekki snitti til þess að nappa mig á. — Nú halda þeir, að ég fari að gína yfir upp- spunanum úr þeim — en ég vil ekki sjá það! Berðu þeim kveðju mína, og segðu, að ég sé ekki fæddur í fyrradag. Þeir fengu sannarlega að spreyta sig í gær, en þeir skulu sannarlega fá að svitna betur áður en við skiljum að skiptum". „Þér misskiljið málið algerlega", mót- mælti Olton. „Ég hef ekki hið minnsta saman við lögregluna að sælda. Ég er hingað kominn til þess að flytja vörn fyrir yður“. „Hver heíur beðið yður þess?“ „Ef þér endilega viljið gera mér eins erlitt fyrir og mögulegt er, þá get ég sannað ntál rnitt. Ég fer eingöngu eftir skipunum. Ég fékk þetta bréf á skrifstofu mína í morgun. Það er allt og sumt, sem ég þekki til málanna — ennþá". Mick hristi höfuðið fullur vantrúar um leið og hann tók við umslaginu. Hæðnis- drættir voru kringum munn hans, þegar hann tók upp innihald þess. Það fyrsta, sem kom í hendurnar á hon-

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.