Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 10

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 10
10 G E S T U R Frsðrik Ólofsson: Vegabréfavandræði í Höfn - ráðabrugg - stofufangelsi austan járntjalds - en allt fer vel að lokum OITSTJÓRI GESTS kom að máli við 1*'mig um daginn og bað mig þeirrar bónar, að skrifa grein um eitthvert hinna fjölmörgu „ævintýra", sem ég hefði ratað í um dagana. Skildist mér helzt, að sú frá- sögri yrði að vera allhrollkennd og svaka- leg, svo gaman væri að. Þar sem ég taldi „ævintýri" mín lítt til þess fallin að vekja slíkan hroll hjá mönnum, reyndi ég að malda í móinn, en hefði eins mátt stökkva vatni á gæs, slík voru áhrifin. Ég afréð því að lokum að skrifa um eitt af þeim allra „viðburðaríkustu“, sem átti sér stað í sambandi við zonalmótið í Prag sunrarið 1953. Hér kemur frásögnin, og bið ég menn að rneta viljann fyrir verkið: AÐ er upphaf þessa rnáls, að ísland hafði réttindi til þess að senda einn keppanda á mót þetta, og var ég valinn dl þeirrar farar, en mér til fylgdar þeir Einar Þ. Mathiesen og Guðmundur Pálmason. Einari var falið að vera full- trúi íslenzka skáksambandsins í för þess- ari og átti jafnframt að liafa fréttaþjón- ustu með höndum. Guðmundur átti aft- ur á móti að aðstoða mig við biðskákirn- ar, eða á annan hátt. (Við íslendingar höf- um ekkert nafn á slíkan aðstoðarmann, Englendingar nefna hann ,,second“). Við félagarnir, Einar og ég, lögðum af stað með flugvél að morgni hins 22. maí, og var ferðinni heitið til Kaupmannahafn- ar. Þar var ætlunin að liitta félaga okkar, Guðmund, en hann var þangað kominn frá námi sínu í Svíþjóð. fæja! Ferðin gekk stórslysalaust, við náð- um Kaupmannahöfn heilu og höldnu og hittum Guðmund, eins og ráðgert hafði verið. í Höfn ætluðum við að dveljast í þrjá daga og nota tímann til |þess að fá vega- bréfsáritun til landvistarleyfis í Tékkósló- vakíu. Við höfðum reyndar ekki miklar áhyggjur af þessari hlið málanna, því að heima á íslandi átti að vera búið að ganga frá öllu varðandi þcssar áritanir, þetta var aðeins formsatriði álitum við. (Ég vil skjóta því hér inn, að Guðmundur átti hér ekki hlut að máli, hann hafði þegar fengið sína áritun í Svíþjóð). Við vorum því algjörlega grunlausir ura það, sem í vændum var, þegar við á öðrum degi löbb- uðum okkur út í tékkneska sendiráðið til þess að Ijúka þessum smámunum. Við stik- uðum upplitsdjarfir inn á skrifstofuna og gerðum grein fyrir ferðum okkar og mál- efnum. En eitthvað virtist bogið við þetta allt saman, því a6' blessuð konan, sem var iþarna sendiráðsritari, bar ekki hin minnstu kennsl á okkur. Við spurðum, hvort eigi hefði borizt greinargerð frá íslandi, ásamt umsókn um áritanir, en hún kvað nei við. Það fóru heldur en ekki að renna á okkur tvær grímur ogvrið báðum hana blessaða að leita betur, hvað hún og gerði. En allt bar að sama brunni, ekkert fannst. Við íhuguðum málið um stund og sáum, að einhverra orsaka vegna hcfði engin til- kynning frá íslandi borizt. En það sem verra var, ef við vildum fá áritun, tók það minnst þrjár vikur að fá hana. Þctta voru ekki sérlega kærkomnar fréttir, þegar þess var gætt, að mótið átti að hefjast innan fjögurra daga og flugv'élin okkar átti að fara næsta- dag. En við vorum ekki í skapi til að gefast upp, að svo komnu máli. Næstu tímana vorum við önnum kafnir við að finna einhverja lausn á málinu, sem gæti flýtt fyrir. Við fengum tékkneska sendiráðið, sem annars var mjög vingjarnlegt í okkar garð, til þess að senda skeyti til Prag, og fá staðfestingu á því, að okkar 'væri von þangað. En allt virtist bera að sama brunni. Staðfestingin kom að vísu, cn hún' flýtti ekki það mikið fyrir, að okkur kæmi það að nokkru gagni. Að síðustu höfnuð- um við svo á íslenzka sendiráðinu, ef ske kynni, að það gæti veitt okkur einhverja aðstoð, en við fengum heldur kaldar kvcðj- ur. Þeir þóttust vera farnir að þekkja þessa villuráfandi og hjálparþurfi íslend- inga, sem skytu þarna upp kollinúm öðru hverju. Þeir vildu ekkert hafa saman við okkur að sælda. Að lokum, eftir mikið basl og umtölur, fengum við þá þó til þess að hringja í tékkneska sendiráðið og staðfesta, að við værurn þeir, sem við þótt- umst vera. Það var allt og sumt! Að svo komnu rnáli gáfum við okkur loksins tíma til að anda og íhuga málið, enda voru horfurnar ekki rétt vænlegar. En þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst, hljóðar gamalt máltæki. Okkar ágæti Guðmundur datt ofan á snjalla en þó vafasama hugmynd, sem okkur Einari leizt ekki rétt vel á í fljótu bragði. „Við skulum bara skella okkur með flug- vélinni, við verðum þó aldrei drepnir". „fa, það var nú einmitt það!“ Við Einar höfðum heyrt afskaplegar sögur um grimmd þeirra þarna fyrir austan járn- tjaldið, og víst máttum við vera fegnir að sleppa lifandi úr slíkri svaðilfor. Um Guðmund skipti náttúrlega öðru máli. Hann hafði fengið sína áritun, og honum gátu þeir ekkert mein gert. Eftir miklar og langar bollaleggingar, ákváðum við þó að leggja í tvísýnu þéssa, og mynduðum okkur ráðagerð, sem var í stuttu máli þannig: Guðnnindur skyldi strax og komið væri til Prag, skunda á fund helztu ráðamanna skákmála þar í borg og fá þá til að Ijá okkur lið undir eins og hægt væri, og með þessa ráðagerð í huga sofnuðum við, ef svefn skyldi kalla. Næsta morgun vorum við árla á fótum, pökkuðum saman pjönkur okkar og skund- uðum niður á flugvöll, út í óvissuna. Út í flugvélina komumst við eftir talsverða hrakninga, og það var eins og þungum steini væri létt af hjarta okkar, þegar blessuð flugvélin hóf sig til flugs, hnitaði nokkra hringi yfir flugvellinum og renndi sér síðan í stórum sveig til suðurs. Við vorum þó alltaf kornnir af stað, hvað sem verða vildi. Eltir um það bil klukkutíma flug kom- um við til Austur-Bcrlínar, sem var eini

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.