Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 7

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 7
G E S T U R 7 Undur eyðimerkurinnar ROY CHAPMAN ANDREWS er einn frægasti landkönnuður og náttúruvísindamaður Bandaríkjanna, og liggur eftir hann mikið starf og merkt. A þrjátíu ára flakki sínu hefur hann lent í furðulegustu ævintýrum, en þau hefur hann skráð í bækur sínar. Ein þeirra, ASÍA HEILLAR, er komin á bókamark'að- inn, í þýðingu Ævars R. Kvaran. Kafli sá, er hér birtist, er úr þeirri bók og nefnist Hefnd litla mongólans. Þar segir frá mongólanum Hoppa, sem missti fjölskyldu sína fyrir tilverknað grimmlynda ræningjahöfðingj- ans Tula, en bjargaði lífi sínu á flótta. Leiðangur Andrews fann Hoppa og tók hann með sér. SUMARIÐ HAFÐI gengið í garð með steikjandi sólarhita. Bílarnir óku yfir þyrsta jörð, og gróðurinn var lítill, brúnn og skrælnaður. Hvítar rákir af lútarsalti sýndu hvar tjarnir höfðu áður verið, eyði- mörkin dansaði í skjálfandi martraðar- tíbrá, sem endurspeglaði reirvaxin vötn og svalar, skógi vaxnar smáeyjar, þar sem var þó sandurinn einn. Mílu eftir mílu var ferðinni haldið áfram og við sáum eins, að þau lykju því af að gifta sig, það var erfitt að vera ástfangin í unnusta vinkonu sinnar og geta ekkert aðhafzt, því að hún var sannfærð um, að með lítilli fyrirhöfn gæti hún náð í Adam. En það gat hún ekki fengið af sér — Binnie. hafði séð hann á undan — og grátið yfir hon- um ... Hún heyrði Binnie búa um sig frammi í stofunni — og skyndilega barst velþekkt hljóð að eyrum hennar. Binnie var að gráta. Hún flýtti sér inn til vinkonu sinnar. „Hvað er að, Binnie?“ spurði hún undr- andi. „Grætur þú af hamingju?“ „Nei, ekki aldeilis! “ snökti Binnie. Peggy kveikti ljósið, og rauðeygðar stúlk- urnar störðu hvor á aðra. „Hefur Adam ekki —?“ „Jú, en ég er ekki að gráta hans vegna. Það er Glenn . ..“. „Glenn?" Yfir hve mörgum grét Binnie eiginlega? „Glenn Cochran — skrifstofustjórinn!" Binnie brast aftur í grát. Peggy settist niður, furðu lostin. „í fyrstu sá hann mig alls ekki", sagði Binnie og snýtti sér, „frekar en ég væri ekki til, þangað til daginn, sem kviknaði í mér, þá var hann svo elskulegur og enga lifandi veru, nema stóra, svarta gamrna svífa á lofti, flýjandi smáeðlur og halasíðar antilópur, sem ekki þurfa vatn. Leiðin var vörðuð hvítblásnum úlfalda- hauskúpum og sauðabeinum. Einu merki þess, að mannlegar verur hefðu nokkru sinni lifað á þessu óbyggilega landi, voru hringir eftir flókatjöld, öskuhrúgur eftir elda, tréaskur með óhreinum, hörðnuðum matarleifum og beinagrind af konu, sem hugsunarsamur, og það jókst dag frá degi, þangað til fyrir hálfum mánuði, að mér datt f hug, að hann myndi fara að bjóða mér út. En þá breyttist hann aftur. Þangað til í kvöld, rétt fyrir kvöldmat, þá ...“. „Borðaðirðu kvöldmat með honum?“ „Nei, með Adam. Ég var inni á skrif- stofunni hjá honum“. „Adam?“ „Nei. Glenn. Ég færði honum póstinn, og hann bauð inér sæti — og við voruin að rabba saman, þegar Adam kom ösku- vondur inn, sagðist vera búinn að panta borð, og ég væri orðin allt of sein. Glenn svaraði honum, en Adam skammaði hann og sagði, að hann skyldi ekki leyfa sér allt, þótt hann hefði lofað sér 50 dollara kauphækkun á mánuði. Það munaði minnstu, að liann gæfi honum á hann!“ „Ætlaði Adam að berja hann?" „Nei, Glenn. En svo áttaði hana sig, bað fyrirgefningar og sagðist hafa gleymt því, að við værum nokkurskonar turtil- dúfur. Svo fórum við, og hann spurði mig, livort ég vildi giftast sér“. „Adam?“ „Auðvitað — Glenn myndi aldrei spyrja mig þess ...“. Og Binnie brast í óstöðv- andi grát. „Og hverju svaraðir þú?“ allt hold liafði verið kroppað af. Enda þótt ásarnir væru nauðalíkir hver öðrum, var Hoppi aldrei í minnsta vafa um leiðina. Við mundum koniast til brunnsins í Gimsteinadal fyrir sólsetur, sagði hann. Það væri æfagamall brunnur og djúpur, með ágætu vatni. Fyrir tveim árurn, á miklu rigningarsumri, hefði hann og ættingjar hans slegið tjöldum við brunninn. Alls staðar væri hægt að finna hina fegurstu smásteina; þess vegna væri dalurinn kenndur við gimsteina. Heit, rauð sól átti enn kiukkustundar göngu til viðar, er við komum niður í víðan, grunnan dal; Hoppi sagði, að brunnurinn væri aðeins í tveggja mílna fjarlægð. Strax og tjöldum hafði verið slegið, dreifðust leiðangursmenn eins og fénaður um eyðimörkina í „gimsteina" leit. Hoppi hafði rétt fyrir sér. Sléttan glitraði af kvarzmolum, onyx, jaspís og kalsedón í öllum regnbogans litum. Um kvöldverðarleytið var hver maður með fullan poka. Granger haíði tckið Hoppa að sér sem nokkurs konar ieiðangursgælu, en ekki var það einhliða, því Hoppi tók Granger „Ég - ég sagði já“. „Og hvað um herra Cochrane?" „Ætli það hafi ekki bara verið einskon- ar hetjudýrkun", sagði Binnie, eins og hún væri að reyna að telja sjálfri sér trú um eitthvað. „Það gat aldrei orðið neitt úr |því, og auk þess þykir mér vænt um Adam. Hann er góður og skilningsríkur. Það er Glenn líka. Hann kyssir svo göf- ugmannlega". „Herra Cochrane?" spurði Peggy von- glöð. „Nei, Adam! Ég þyrði ekki að láta skrifstofustjórann kyssa mig. Ég held það sé að líða yfir mig. — Ég er nú enginn unglingur lengur og þeir fáu karlmenn, sem ég þekki, þeir vilja bara skemmta sér eitt og eitt kvöld. En Adam elskar mig svo innilega, að hann vill kvænast mér — og þess liáttar karlmenn eru ekki á hverju strái“. „Nei, það er alveg rétt. Þeir einu, sem hafa áhuga á hjónabandi, eru þegar kvæntir". „Já, mig hefur bara dreymt um Glenn. Hann myndi ekki geta hugsað sér að búa með mér eins og Adam. Og nú erum við trúlofuð. En við höfum ekki hugsað okk- ur að gifta okkur fyrr en um jól“. Framhald á bls. 12.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.