Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Qupperneq 9

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Qupperneq 9
G E S T U R 9 Hvorugt þeirra niælti orð frá vörum. Þau horfðu aðeins hvort á annað eins og þau væru að leita fyrir sér, livort nokkuð væri breytt frá köldinu áður. Skyndilega rauf Meg þögnina. Útidyrnar skullu harkalega á eftir henni, og fótatak hennar niður tröppurnar var hratt. „Góðan daginn“. „Sæl“, svaraði Ken og horfði á Meg. „Ég kom liingað til þess að ganga úr skugga um, hvort þið stúlkurnar ætluðuð í raun og verti að halda uppi mínu merki“. „Ég vil ekkert fremur“, svaraði Angela og brosti til lians. „Auðvitað", svaraði Meg. „Ég var að tala við Sam“. En í þetta skiptið var Meg ekki ein um hituna. Hann hafði ávarpað þær báðar í senn, og taiið þær báðar bandamenn sína. Þau óku þrjú af stað, Klöru frænku til mestu hneykslunar. Angela gat ekki stillt sig um að senda henni stríðniskoss á fingri. ANGELA HAEÐÍ mesta yndi af fundinum. Hún sat við hlið Meg rétt fyrir neðan tjöldum skrýddan ræðupallinn, og sneri þannig, að hún gat fylgzt með mannfjöldanum. Tveir menn töluðu á undan Ken. Þegar hann kom í ræðu- stólinn, sá hún, að hann var gjörbreyttur. Hann hóf mál sitt rólega, eins og hann væri að rabba við kunningja á heimili sínu. En þegar hann varð mælskari, var auðfundið, hversu mjög hugur fylgdi máli. „Það skiptir ekki mestu máli, hvort þið kjósið mig eða ekki!“ sagði hann eitt sinn, Angelu til mestu furðu. „Hitt varðar mestu, að þið vitið, hvað þið kjósið og hvers vegna. Stjórnin rotnar í rótina, nema þið, kjósendurnir, vitið, hvað þið eruð að gera“. Angela gaf orðum hans gaum, meðan hún lét hugann reika, er hann bryddaði á nýju. En spurningarnar úr salnum vöktu aftur eftirtekt hennar. , „Hvert er jþitt álit á skólamálunum?" kallaði einhver. Þögn sló á mannfjöldann, ysinn og þysinn hljóðnaði. Meg stirðnaði upp, og Angela fann ótta hennar. Ken hóf máls: „Ástandið í skólamálunum . ..“. Sam Redinger. greip fram í fyrir honum og stökk á fætur. „Skólamálin verða tekin til meðferðar á sérstökum fundi í næstu viku. Þetta mál er ákaflega rnikilsvert, og þess vegna verður það rætt nákvæmlega". Aftur hóf mannfjöldinn þrusk sitt og pískur. Þegar spurn- ingar hófust um annað efni, hallaði Angela sér að Meg: „Hvað var þetta, Meg?“ „Þeim ber ekki saman um viðhorfið til skólamálanna, Ken er fastheldinn á sína skoðun, en Sam talar hann ofan af henni“. Angela virti Sam Redinger fyrir sér. Henni fannst hann myndarlegur, hárið þykkt og þrúnt, augun blá. „Hvað kemur þér til að halda, að honum heppnist að fá Ken til að breyta um skoðun?“ „Sam er reyndari stjórnmálamaður, — og hann er afar sann- færandi, þegar hann talar við fólk. Ég hef þekkt hann lengi. Ég skemmti mér með honum, meðan Ken var í hernum". „Svo, já“, sagði Angela, ekki sannfærð, en hirti ekki urn að rífast út af þessu atriði. Henni datt í hug, hversu mikið vald Sam hefði enn yfir Meg, ef hann reyndi. Þegar fundinum var slitið, reis hún úr sæti sínu ásamt hinum og klappaði lof í lófa. Meg gekk að tröppunum upp á pallinn til Sam, sem gladdist bersýnilega yfir komu hennar. Framhald i nœsta blaði. Hoppi. Þetta var því ekki hugarfóstur eins manns. Þrjár persónur sæju ekki sama hlutinn, ef hann væri ekki raunverulegur! Allt í einu rauf væl stórrar hornuglu kyiTðina, og þegar það dó út, var eins og rifnað hefði tjald næturinnar, þar sem hljóðið hafði verið. í einu stökki var Hoppi kominn inn í tjald. Þar breiddi hann feld yfir höfuð sér úti í horni. Við Walter störðum á staðinn, þar sem ver- urnar höfðu birzt, en við sáum einungis gulan sandinn og glitrandi mölina. Gol- una lægði jafnlljótt og hún hófst, og ský leið fyrir mánann. í klukkustund sátum við reykjandi við tjaldskörina, en hvorki raddirnar né verurnar komu aftur. Djúp þögnin ríkti yfir eyðimörkinni, nema hvað úlfur ýlfraði í fjarska. „Marco Polo lýsti þessu sama í' Ferðum sínum“, sagði ég. „Sven Hedin líka; og fleiri hafa gert það. Það hlýtur að vera til vísindaleg skýring. Sennilega hinn mikli hiti í dag og tíbrá tunglsskinsins. En Hoppi mun alltaf standa í þeirri trú, að það hafi verið andar fjölskyldu hans. Kannske svo hafi verið; ekki veit ég það“. lausum öldum, dvínuðu og hófust á ný. Það var eins og andar hinna framliðnu væru að tala saman. Granger gekk inn í tjaldið og lagði höndina á enni mér. „Roy, vaknaðu! Það er eitthvað á seiði úti á eyðimörkinni". „Hvað er það?“ „Ég veit það ekki. Hljómar; líkastir röddum“. Andartak stóðum við grafkyrrir í al- gerri |þögn. Þá hófst hinn dularfulli lág- tónn aftur skjálfandi upp í hægt cres- cendo, en dvínaði svo aftur og dó loks í titrandi stunu, eins og andvarpi for- dæmdrar sálar. Ég stóð á öndinni. „Guð minn góður, hvað var það? Það var ekki raunverulegt, en — vissulega heyrði ég eitthvað". Hoppi var náfölur eins og vofa í tungls- ljósinu. „Andar fjölskyldu minnar koma aftur til staðarins, þar sem við bjuggum. Þeir segja mér aftur að drepa Kula“. Allt í einu greip ég í öxlina á Gran- ger. „Sérðu — sérðu þarna! Sér þú það? Þetta, sem svífur í loftinu?" Einhver skapnaður, þunnur eins og híalín, myndaðist við dimmt brunnsopið og leið upp í hringmyndaðri lögun. Tveir næstum gagnsæir armar mynduðust út úr þessu, teygðu sig fram í granna, veifandi fingur, og liðu svo burt í tunglsljósinu. Yfir staðnum, þar sem flókatjöldin höfðu staðið, mynduðust aðrir skapnaðir, eins og löng röð af dansandi börnum, sem héldust í hendur. Golan virtist blaka þeim til og frá, þar til þau svifu upp á við og hurfu í andlit mánans. Ég sá þetta; sömuleiðis Granger og — Henry, þér getur ekki verið alvara!

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.