Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Page 18

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Page 18
18 G E S T U R hugleiddu, hvers vegna ég hefði kallað Jjá saman. Ég gerði alla forviða með því að á- varpa samkunduna á tungu svertingjanna og segja þeim það, sem ég itafði heyrt, og nafngreina þá, se'm höfðu haft við orð að svíkjast urn. Síðan hellti ég skömm- um yfir menn mína og sagði þeim, að frá mánudegi yrðu þeir að vera þrefalt afkastameiri en áður. Þeir, sem ég vissi, að hefðu svikizt um, ntyndu missa tvo vinnu- daga úr, en ég skyldi gefa þeim annan þeirra aítur, ef Jteir ynnu eins og menn ujop frá Jressu. Loks hét ég á þá að vinna nú vel saman og lofaði að gefa þeim viku- skammt af sykri af eigin birgðum mínum aukalega, ef jþeir legðu nægilega mikið að sér. í fyrstu urðu Jreir undrandi, en sið- an hræddir, þegar þeir komust að því, að ég kunni tungu Jaeirra. Þegar ég þuldi tijjp svik Jteirra, urðu sumir hræddir en öðrunt var skemmb Þeim létti bersýni- lega, þegar ég hét þeim aukaskammti af sykri fyrir góð afköst, og ráku Jteir þá ujjp fagnaðarójD • og konurnar líka. Vinnugleðin var í algleymingi næstu þrjá daga, en þá fór hún að dofna eins og hjá börnum. Ég hugleiddi, livað ég gæti gert næst til að vekja þá til nýrra átaka. Þá kom atvik fyrir, sem veitti mér mikið vald yfir svertingjum mínum, og entist |það mér, Jjar til verkinu var að fullu lokið. í lok hvers vinnudags skipuðu menn sér í röð, sem gekk fyrir mig, en ég gerði merki á vinnuspjald hvers manns, sem hann geymdi. Einn daginn leit ég á fætur Jteirra, sem eftir voru, til að athuga, hversu mörg sjtjöld ég mundi eiga eftir að merkja. Jarðvegur var rauð- ur, Jtar sem við unnum um Jtessar mund- ir, en ég sá, að fætur eins mannsins voru skínandi svartir. Þar sem margir kíló- metrar voru til næstu tjarnar, þar sem hann hefði getað þvegið af fótum sér, sá ég í hendi mér, að hann mundi hafa slæpzt í skóginum allan daginn. Þegar hann rétti mér kort sitt, lagði ég það því til hliðar án þess að merkja það. „Nei“, sagði ég, „Þú hefur ekki unnið í dag“. Hann vann eið að því, að hann hefði unnið samvizkusamlega. Hann kvaðst liafa fellt fjögur tré og rafið upp rætur þeirra, og hafði svo hátt, að ég sannfærðist enn betur um sekt hans. Við bandið á hattinum mínum var fest merki, eftirlíking aí minnismerkinu í Altdorf í Sviss af Vilhjálmi Tell og syni hans. Hatturinn lá á borðinu fyrir framan SKEMMTILEGT JÓLASKRAUT Með sntávegis hugkvæmni og nokkrum pípuhreinsurum getum við sjálf búið til Jtessar skemmtilegu myndir, sem hér sjást. Þessir hlutir sóma sér vel, bæði á jóla- trénu og á borði, og næsta auðveldir við- fangs. mig og ég benti nú á merkið. „Langar þig til að vita, hvers vegna ég veit, að þú hefur ekki unnið í dag. Bwana Mak- ubva, hinn mikli andi minn, hefur sagt mér það“, mælti ég. Svertinginn varð skelfingin upjjmáluð. Hann gekk frá borðinu og settist á hækj- ur sér, en það gera svertingjar, þcgar þeir auðsýna undirgefni og virðingu. „Já, já, hann segir satt, Bwana!" tautaði hann. „Ég hef ekki unnið“. Hinir þögðu um hríð, en fóru svo að tala af kappi. Upp frá þessu litu þeir á mig með óttablandinni virðingu. Ég var meiri galdrakarlinn, úr því að ég gat gægzt inn í sálir manna og séð það, sem Jtar gerðist. í hvert skipti sem einhver vafi lék á því, sem átti að gera, eða menn auðsýndu minnstu þrjózku, tók ég af mér hattinn, ráðgaðist við andann mikla og var Jtá málið útrætt. Dag nokkurn kom gestur til ntín, gam- all gidlleitarmaður, sem hafði kontið til Afríku til þess að berjast við Búa og orðið um kyrrt hjá Cecil Rhodes. Hann kallaði sig aðeins Mac, og meðan við ræddumst við, eða öllu heldur meðan hann sagði mér frá „hinum göntlu góðu dögum“, heyrðum við einn svertingjann halla: „Njoka! Njoka!“ Svertingi þessi hafði verið bitinn af litlum, grænum snáki, sem hangir á runnurn. Ég hljóp til tjalds míns, sótti móteitur og sprautu og bjóst til að gefa honum inndælingu. Mac horfði á mig og spurði síðan: „Hvað kostar þetta lyf?“ „Sex shillinga hver skammtur“. „Heimska að eyða svo miklu fé á svert- ingja. Hvers vegna skýtur þú hann ekki?“ Ég hneykslaðist svo á þessari uppá- stungu, að ég missti næstum sprautuna. „Það er ekki hægt að drcjra manninn, . Jtótt hann hafi verið bitinn af slöngu", mælti ég. „Hann átti ekki sök á Jtví". „Ég sagði ekkert um, að það ætti að drepa hann. Þú átt bara að skjóta burt holdið, þar sem slangan beit hann. Það er Jtað sama, sem menn gera, Jtegar þeir skera í holdið og sótthreinsa það, en er aðeins miklu fljótlegri aðferð. Þá er allt búið á augabragði. En það er ekki hægt við Jtennan surt. Það er of seint. Maður verður að gera Jíað áður en þrjátíu sek- undur eru liðnar frá bitinu. Þannig fór maðtir að í gamla daga, áður en allt þetta nýja' kom til“. Mér þótti þetta góð hugmynd, og hét að gera þetta næst. Þegar annar svertingi var bitinn fáeinum döguni síðar, sagði ég honum að leggjast á grúfu á jörðina og bannaði honum að horfa á mig. Hann bjóst við, að ég mundi sökkva sprautunál- inni í aðra rasskinnina, en í þess stað heyrði hann skothvell og fann eitthvað brenna sig. Þegar hann sá blóðið laga úr sári á lærinu á sér, rak liann upp org og hrópaði á hjálp, því að hann var sann. færður um að ég ætlaði að drepa sig. Þegar ég hafði beitt þessari hrossalækn- ingu, fór ég að hafa áhyggjur af ár|ngr- inum. Það var alls ekki víst, að eitrið hefði verið fjarlægt með þessu móti. Hver vissi nemá Mac hefði reynt þessa lækninga- aðferð í fylliríi, því að honum þótti gott í staupinu. Ég gerði mér grein fyrir því, að ef svertinginn dæi, mundi það vera mér að kenna og þá væri sönn ástæða til kvíða. Ég lét sjúklinginn vera í námunda við mig allan daginn, og létti mikið við það, að hann fékk engan sótthitá, og að sára- lítill þroti var í lærinu. Morguninn eftir var hann alheill og vinnufær, eins og Mac hafði spáð. Eina breytingin á honum var sú, ;tð hann hafði tekið sáraumbúðirnar af lærinu og brugðið þeim um höfuðið á sér. í stað þeirra hafði hann bundið grös við sárið -með berki og tágum. Ég leyfði honum að hafa umbúðirnar um höfuðið, en það var vitleysa, Jtví að snákabit urðu algeng eftir þetta, allir vildu fá umbúðir, sem nota mátti í höfuðbúnað. Þá lét ég menn fá plástur og lagðist þá þessi ósiður niður. Svo var Tell-merkinu og „göldrum" mín- unt fyrir að þakka, að okkur tókst að Ijúka veginum mánuði á undan áætlun. Einhver hefur komizt svo að orði, að allir menn eigi einhvern tínia á ævinni að gróðursetja tré, skrifa bók eða geta barn. Ég vil bæta við — eða leggja veg. Fátt hef- ur orðið mér til meiri fullnægju.

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.