Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 1

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 1
Smásaga eftir Muriel Roy Bolton. „IjÉR KVÆNIST fyrir jólin“, sagði Madarne Sari, spákonan ílitla kaffihús- inu — „ég sé alveg óvenjulega fallega stúlku“. „Hún er vonandi ljóshærð?“ spurði Adain Hoyt með kaldhæðnislegri kurteisi, meðan liann hét sjálfum sér því, að hérna skyldi hann ekki borða oftar. Þessi áleitna spákona fór hræðilega f taugarnar á hon- um, þessi svörtu augu, glampandi hringir og asnalegir spádómarnir. „Hár hennar er mjög óvenjulega brúnt“, svaraði Madame Sari. „Þér hittið hana cftir stutta ferð á vatni. Ég sé hættur, misskilning og gneista, sem rjúka. Hérna er líka önnur kona, og eldri maður, ákaf- lega ráðríkur. Til þess að öðlast brúði yðar, verðið þér að bjóða honunt byrg- inn“. „Hvernig getið þér verið vissar um, að ég sé ekki Iþegar kvæntur?" spurði Adam, og var farið að líða all illa. „Ég sé þctta allt í teblöðunum í boll- anum", svaraði Madame Sari, eftir að hafa litið á óstyrka, unga manninn, sent lagaði glcraugun sín í sífellu, og roðnaði í kinnum. Nei, hann var áreiðanlega ekki kvæntur. En hann trúði heldur engu orði af því, sem hún sagði, svo að hún llýtti sér að bæta við: „Áður en morgundagurinn rennur upp, verðið þér búinn að fá mikilvægt bréf. Þér munuð írétta af dauðsfalli innan fjöl- skyldunnar, og yður mun tæmast arfur. Þér munuð líka hafa tal af þeim, sem þér helzt viljið forðazt . .. Nú skuluð þér bara sjá, hvort þetta stendur ekki heima“. ADAM BORGAÐI og gekk út á göt- una í áttina til skrifstofunnar, sem hann vann á. Starf hans var að reikna nákvæm- lega út, hversu miklu bensfni og olíu langferðabifreiðar fyrirtækisins eyddu i hverri ferð -- andstyggilcgt starf — og hversu langt bifreiðarstjórarnir gætu ekið án þess að ofþreytast! „Afsakið!“ stundi Adam, þegar hann rakst af alefli á annan vegfaranda á næsta götuhorni. En honum varð á að glotta við, þegar hann þekkti þar fjarskyldan frænda sinn, Curtis Bowles, sem hann gat ekki með nokkru móti þolað. Curtis greip í jakkalafið hans. „Hefurðu fengið bréfið frá mönnnu um Framh. á bls. 4. Spákona — ung hjörtu — ást — jólaveizla — allt þetta og margt fleira kem- ur við þessa skemmtilegu smásögu . . . 1. árg., 5. tölubl. Reykjavík, 18. desember 1955. Verð kr. 5,00

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.