Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 6

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 6
6 G E S T U R ★★★ SKÁKÞÁTTUR Ritstjóri: FRIÐRIK ÓLAFSSON. ★★★ minnzt á það, að þeim yrði boðið í brúð- kaupið. Adam var fastagestur í íbúðinni á sjöttu hæð, og væri Binnie upptekin, bauð hann Peggy í bíó. Stúlkurnar tvær voru svo ólíkar, sem hugsazt gat, Binnie lágvaxin og hnellin, og tilfinningasöm, en Peggy há, grannvaxin og róleg. — Teblöðin hafa óneitanlega raskað tilveru minni, og nú er kornið fram í nóvember, hugsaði Adam, og honum varð órótt, er hann hugsaði til jólanna. Fram- koma Binnie var orðin allt önnur, það var eins og gamli kunningsskapurinn þeirra væri úr sögunni. Verra var það þó með Peggy. Hún var orðin blátt áfram kuldaleg við hann. Adam braut heilann um ástæðuna, og fékk loks vissu sína á óþægilegan hátt. Hann nam staðar við borð Peggy og spurði glaðlega, hvar vinkonan sín væri. „Það er ekkert undarlegt, þótt hún komi of seint í dag“, svaraði Peggy kuldalega, „þegar hún er búin að gráta mestalla nóttina“. Adam brá við kuldann í rödd hennar, og hann flýtti sér inn til sfn. Hvers vegna gat hún verið að gráta? Hún skyldi þó aldréi vera orðin ástfangin í honum? Hann rifjaði upp fyrir sér öll kvöldin, sem þau Binnie höfðu verið saman, og hann hafði kysst hana. Peggy hafði hann aldrei þorað að kyssa. Þótt hann hefði langað til þess . . . Og nú grét Binnie á næturna, og |það hlaut að vera honunt að kenna . . . NÚ RANN LOKSINS upp fyrir Adarn, hverju spádómurinn liafði fengið áorkað, og ef liann kvæntist ekki Binnie, myndi hann verða að athlægi um alla skrifstof- una. Hann vöðlaði saman pappírsblað og lienti því reiðilega frá sér, og hitti beint í höfuðið á skrifstofustjóranum, sem kom inn í því. „Afsakið, herra Cochrane", sagði hann og spratt á fætur. „Ég sá yður alls ekki — ég var að hugsa ...“. „Já, þér hafið gert talsvert af því upp á síðkastið“. Skyndilega brosti hann. „En ég óska yður til hamingju. Hún er inndæl stúlka. Ég hef ekki komizt hjá því að heyra slúðrið á skrifstofunni, og hef í hyggju að hækka mánaðarlaun yðar um 50 dollara". Adam horfði þögull á eftir honum, þeg- ar hann hvarf út. Eitthvað varð hann að aðhafast. Hann gekk út á skrifstofuna til Peggy. PILNIK — FRIÐRIK í dag ætla ég að taka mér það bessa- leyfi að birta * skák eftir sjálfan mig. Þetta er þriðja skákin úr einvígi mínu við Pilnik. Byrjunin er fremur sjaldgæf, rúss- neski leikurinn svokallaði, og er staðan nokkuð jöfn út úr byrjuninni. Svartur hleypir stöðunni nokkuð upp með 12. og 13. leilc sínum, en síðan fellur á kyrrð. I 23. leilc verður hvít á að veikja kóngsstöðu sína all ískyggilega til þess að komast hjá uppskiptum. í 28. leik fellur fyrsta sprengjan á hvítu kóngs- stöðuna og rýfur stórt skarð, síðan verður atburðarásin hraðari, hver at- lagan rekur aðra, og að síðustu, er reyknum léttir, er ljóst, að hvítur stendur höllum fæti. Hann sér fram á skjótan ósigur og fellir kóng sinn til merkis um uppgjöf. Hér er svo skákin. Rússneski leikurinn. Hvítt: Pilnik. Svart: Friðrik. 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rf6 (rússneski leikurinn) 3. Rxe5 (Yfirleitt er hér leikið 3. d4) 3. — d6 4. Rf3 — Rxe4 5. d4 — d5 6. Bd3 — Be7 7. O—O — O—O 8. Hel (Hér kom einnig sterk- lega til greina að leika 8. c4, til þess að auka þannig athafnasvæði hvítu mannanna. Næsti leikur svarts kemur í veg fyrir þetta). 8. — Rd6 9. Rc3 — c6 10. Bf4 — Bg4 11. h3 — Bh5 12. Bh2 (Það er ekki alveg ljóst, hvað Pilnik meinar með þessum leik. Ef til vill vill hann aðeins bíða og sjá hvað setur). 12. — f5 (Nú færist fjör í tusk- urnar). 13. Re2! — g5 (Nauðsynlegt til þess „Ég liafði hugsað mér að senda Binnic blórn. Hvaða tegund ætti það helzt að vera?“ „Þannig, já“. Peggy fnæsti og tók að hantra á ritvélina. Adam beið stundar- korn eftir svari, síðan yppti hann öxlum og gekk aftur inn til sín. að koma í veg fyrir Rf4). 14. Rg3 — Eg6 15. Re5 — Rd7 16. Rxg6 — hxg6 (Hvítur virðist nú hafa allgóða stöðu, en stöðumunurinn er minni elí virðist í fljótu bragði. Næstu leiki sína notar svartur til þess að endurskipuleggja lið sitt). 17. De2 — Hf7! 18. Rfl (á leið til fyrirheitna landsins e5). 18. — Re4! (Iivítur verður að leika f3 til þess að reka þennan riddara af höndum sér, en um leið sviptir hann hvíta riddaranum f3-reitnum). 19. f3 — Rd6 20. c3 — Rf8 21. Dc2 — Re8 22. He2 — Bd6 23. g3? (Þung- lamalegur leikur, sem gefur svörtum hættuleg árásarfæri). 23. — Rg7 24. Hael — Df6 25. Kg2 — Rge6 26. Bgl — Hd8 (Nú hefur svartur lokið endurskipulagningu liðs síns og býst- til árásar). 27. Hdl (Smávægileg voru notin af e-línunni!) 27. — Hh7 28. c4 — g4! (Fyrsta sprengjan!) 29. fxg4 (eftir hxg4 kemur sama fórnin með verri af- leiðingum) 29. — Bxg3! 30. Rxg3 (Ef 30. Kxg3, þá einfaldlega fxg4) 30. — Hxh3! (Nauðsynlegur leikur. — Rf4f strax er ekki gott, vegna Khl). 31. gxf5 (Að sjálfsögðu ekki KxH, vegna Rf4f og síðan Dh4 mát). 31. — Rf4f 32. Kf3 (Eina leiðin til þess að halda í manninn). — Dh4 33. Bf2 — Rh7 (varaliðið kemur á vettvang) 34. Hgl — Rg5f 35. Ke3 — He8f 36. Kd2 — Rf3f 37. Kc3- — Rxe2 (Nú verður fall mikið í liði hvíts). 38. Rxe2 (Bxe2 er svarað með Rxgl) 38. — Dxf2 39. Hxg6f Kh8 40. Dcl (Síðasta vonin (Hh6f) 40. — He3 41. Rf4 — Hel og hvítur gafst upp. (Dc2, þá Dxd4f og síðan Dxf4). SEINT UM KVÖLDIÐ lá Peggy Ham- lin í dimmu svefnherberginu. Koddinn hennar var útgrátinn. Hún bældi niður ekka, þegar hún heyrði Binnie opna hurð- ina og hvísla: „Ertu sofandi, Peggy?“ Peggy svaraði ekki -- hún myndi heyra fréttirnar nógu snenrma. Hún óskaði þess

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.