Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 4

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 4
4 G E S T U R BRÚÐKAUP FYRIR JÓL. Framh. af bls. 1. Iþað, að Trotter gamli frændi er dauður?“ „Nei“, svaraði Adam kæruleysislega. „Það var leiðinlegt. Myrtle frænka hef- ur þó lengi vitað, að hverju myndi draga. En gamli maðurinn var svo örlátur að skipta eigum sínum milli allra ættingj- anna. Ég fékk kufungana hans, en þeir eru raunar einskis virði. Þú varst heppn- ari. Hann gaf þér sitt mikla lepidoptera- safn — það eru svona fiðrildi. Myrtle frænka sendi það til okkar, af því að hún vissi ekki, hvar þú bjóst. Þetta eru þrjátíu og fimm kassar með púpum og skor- kvikindum og ég skal senda þér draslið í dag. Þá er ég þó laus við það. Máske kemur þú því í peninga". Curtis fór með hæðnisglott á vör, en Adam flýtti sér upp á skrifstofuna. Þar leit hann yfir bréfin, sem borizt höfðu meðan hann var að borða. Þar á meðal var eitt til hans sjálfs. Innihaldandi ávís- un fyrir yfirvinnu upp á 170 dollara og 93 cent. Þetta kom sér sannarlega vel! Nú hafði hann ef til vill ráð á að fara til Bermunda um jólin. ADAM SAT OG brosti með sjálfum sér, iþegar honum varð hugsað til möguleik- anna, sem upphæðin veitti honum. Vera mátti Iíka, að hann hitti brúnhærðu stúlk- una, sem teblöðin höfðu lofað honum. Hann var orðinn hundleiður á pipar- sveinalífinu. Hann hafði dvalið í New York í' fimm mánuði, og á skrifstofunni unnu auk karlmannanna 'þrjátíu ungar stúlkur, og af þeim var álitlegur hópur reglulega fallegur. En hann hafði ekki bundizt vináttuböndum við neina þeirra —1 vegna óumræðilegrar feimni sinnar. Þegar hann hafði lokið við að lesa póstinn, kveikti hann sér í vindlirigi, og gekk út á aðalskrifstofuna, þar sem rit- vélarnar glömruðu. Hann nam staðar við vatnsgeyminn, tók pappírsbikar og skrúf- aði frá vatninu, meðan hann renndi aug- unum yfir kvennaskarann, sem sat álútur við ritvélar sínar. Hún þarna, litla, dökkhærða stúlkan við afgreiðsluborðið, hún var bara anzi snotur. Og sú fyrir framan hana, rnyndar- Ieg í andliti og fæturnir eins og klipptir út úr auglýsingu. „Úff!“ hreytti hann skyndilega út úr sér, þegar ískalt vatnið rann út úr yfir- fylltum bikarnum. Hann missti bikarinn niður, svo vatnið flóði út um allt gólfið. Jafnskjótt tók hann á rás til skrifstofu sinnar, en skrikaði fótur í vatnspollinum, svo að hann hafnaði með höfuðið í kjöltu dökkhærðu stúlkunnar. „Þetta kalla ég stutt ferðalag", sagði hún. „Og auk þess yfir vatn!“ sagði hann vandræðalega. Hann stóð á fætur og svipaðist urn eftir einhverju til þess að þurrka vatnið upp með, en í sama vetfangi gaus logi upp úr ruslakörfunni. Hann hafði kastað vindlingnum frá sér niður í hana, og nú logaði upp úr, því að tuska, gegnvætt í bensíni, notuð til að hreinsa með ritvél- arnar, hafði legiö þar fyrir. Adam greip pappírskörfuna og tæmdi innihald hcnnar í vatnspollinn á gólfinu, skrúfaði síðan aftur frá vatninu og beindi bununni að eldinum. Þannig slökkti hann eldinn, cn almenn ringulreið ríkti á skrif- stofunni. Litla, yndislega, brúnhærða stúlkan rak upp skelfingaróp, því að eldurinn hafði læst sig í pils hennar. ★ Vinsælt dægurlag. ★ VIÐ KOMUM ALLIR, ALLIR . . . Sungið af Sigurði Ólafssyni og kór: (Ljóð: Dulinn). Vinir, hve oft er hér amstur og strit svo ekki sýnist þar nokkurt vit, allt sem við geruin er örlögum háð, allt er í himneskar bækur skráð, tölur sem eiga sinn töfraseið, tæla okkur svo oft af leið. AHt er þar reiknað og ritað á blað, rúnir sem boða okkur það: Við komum allir, allir, allir upp til himna í unaðssælu, í unaðssælu. Þá brosir Pétur blítt hann blessar svo milt og þýtt þið verðið öll að englum allt er nýtt og hlýtt. \ Þarna uppi er allt bjart og blátt blikandi dýrð í jarðarátt. Óvinir faðmast og elskast heitt, öllum er himnanna gleði veitt. Opnast þá hliðin upp á gátt, allir dansa i sátt. Himininn ljómar svo hár og stór hljómar við engla kór: Við komum allir, allir, allir o. s. frv. „Það er kviknað í Binnie", sagði æst rödd, og menn fylltust. skelfingu. Enn á ný sýndi Adam, að hann var vandanum vaxinn. Hann slöngvaði báðum handleggj- ununi utan um fætur hennar og slökkti eldinn. ,,'HVAÐ GENGUR Á hérna?“ spurði luanaleg rödd. Adam sleppti fótunum á Binnie og stökk á fætur — og leit beint framan í skrifstofustjórann, Glenn Cochrane. Það er að segja, hann sá ekki annað en rauð- brúna þoku, því að liann hafði misst af sér gleraugun. En ung stúlka fékk honum þau og brosti um leið til hans brosi, fullu aðdáunar. „Þetta var snarlega gert!“ sagði hún og hinar stúlkurnar tóku undir. Cochrane sjálfur gat ekki varizt að hrósa honum, en Adam gekk lúpulegur inn til sín, þótt hann gæti ekki varizt stolti með sjálfum sér. i HANN SAT OG BRAUT heilann, þeg- ar Binnie kom inn í fínlegum kvöldkjól. Jæja, svo að hún ætlaði þá út um kvöldið. „Ég kom með smyrsl á hendurnar á yður“, sagði hún. En þegar hann gerði sig ekkert líklegan til þess að taka túb- una, bar hún srnyrsl í báða lófa hans. • „Þetta er óþarfi. Það var verra með pilsið“. En Binnie brosti elskulega, og sagði, að það hefði verið ónýtt hvort eð var. En þetta varð Adam hvöt til þess að spyrja hana þess, sem honurn lá á hjarta. „Komið þér nokkurn tíma á kaffihúsið T eblómiðV' „Nei, þangað hef ég aldrei komið. Ætl- ið þér kannske að bjóða mér þangað?“ Adarn varð orðfall, svo að hún hélt áfram: „Eiginlega ætlaði ég að borða annarsstaðar í kvöld, en ég get frestað því. Hins vegar jþarf ég að fara í lagningu klukkan sjö. Er það of seint?" „Nei, alls ekki“. Honum lá við að segja, að jrað væri of snemmt. Hún sagði hon- um heimilisfang sitt, en áður en hún komst fram að dyrum, fékk hann málið á ný: „Munið þér, að þér sögðuð, að þetta væri stutt ferðalag, þegar ég datt?“ „Sagði ég það?" Hún hló við. „Þetta er gamall vani. Marnma sagði þetta alltaf við mig, þegar ég vár lítil. Ég gleymdi |iá alltaf að gráta, þegar ég datt“. Hún leit á úrið sitt. „En nú verð ég að flýta mér. Við segjum þá klukkan sjö“. Það var engin lyfta í húsinu — og húri

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.