Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 15

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 15
G E S T U R 15 ( Papúar dansa striðsdans. þótt ég hrópaði til þeirra, að hananum hefði skjátlazt, hann væri heimskingi, sem ekki þekkti sinn vitjunartíma ... Sem sagt, klukkan þrjú um nóttina hófum við reisu okkar inn í frumskóginn, og höfðum ekki annað að leiðarljósi en flökt- andi bjarmann frá vasaljósinu mínu, — og auðvitað villtumst við strax og þorpið var úr augsýn . . . Um sólarupprás komumst við aftur inn á rétta leið. Ég býð galdramönnunum byrginn. Ég eyddi nokkrum kærkomnum hvíldardögum rnilli trúboðs- ferða í Fané, sem er friðsæll, yndisfagur staður. Þar var nota- lega svalt. Dagana áður hafði geysað þar ofsarok, sem svo oft herjar fjallahéruðin. Eldingu hafði lostið niður i stóra gabí- tréð, sem stóð á lítilli hæð fyrir framan kirkjuna, ekki þrjátíu metra frá staðnum, þar sem ég sat og skrifaði. í þrumugnýnum tvístraðist tignarlegt tréð í gneistaflugi og eldhnöttum. Langar, sverar greinarnar, sem þeyttust af eldgömlum stofninum, köst- uðust upj) í loftið og dreifðust síðan um stórt svæði í kyrrðinni, sem alltaf fylgir í kjölfar slíks gnýs. En úr loftinu rigndi ekki aðeins greinum, heldur e'innig hauskúpum og mannabeinum, og í óveðrinu var sjóríin vægast sagt hrikaleg ... í gamla daga, löngu áður en trúboðsstöðinni var komið upp í Eané, hafði á hæðinni, þar sem tréð stóð, staðið þorj). íbú- arnir höfðu að venju fest líkama hinna látnu upp í greinar trésins. Hversu margar voru þær ekki, beinagrindurnar, sem visnað lauf og nýjar greinar höfðu þakið hjúp sínum á aldanna rás? Blómin, sem ég hafði svo oft dáðzt að, höfðu sprottið gegn- um hauskúpur þessara gleymdu grafa . . . Ég sat í stoíu minni og skoðaði eina hauskúpuna í krók og kring, jþegar Severiano, einn aðalmaður okkar í Kodighé, kont þjótandi inn án þess að berja að dyrum. Hann var alþakinn DtsflntníiLoaíiGíitt David Hume CAEBBY frá SCOTLAND YARD t NVfurj)hy elti hann eftir þröngum göt- unum, og hvað eftir annað lá við slysi. Hall sat þögull við hlið hans. Nú var lionum ljóst, hvers vegna Cardby hafði verið svona glaðhlakkalegúr. Murphy var þá ekki cini ökusnillingurinn í Lundúna- borg. Murjrhy vissi líka af þessu. Þess vegna ók hann af þeirri fifldirfsku, að hann hafði aldrei fyrr reynt annað eins. Það særði metnað hans að fyrirhitta jafnoka sinn. Þegar þeir óku í annað sinn inn á Ytri-Circle, kinkaði Mick ánægður kolli. Murjjhy hafði drcgizt aftur úr, og var nú fjörutíu metra á eftir honum. Það var ómögulegt að segja, hvernig eltingaleiknum hefði lokið, hefði tilvilj- unin ekki gripið í taumana. Mick á hægri hönd var röð geysistórra 'húsa. Út frá einu þeirra kom stór flutningabifreið, senr lok- aði leiðinni tuttugu metrum fyrir fram- an hann. Hann steig á hemlana af öllum mætti, og bifreiðin nam staðar nokkrar tommur frá ferlíkinu. í fjórum stökkum komst Mick að girðingunni umhverfis Regent-garðinn. Þegar lögreglubifreiðin nant staðar, var hann kominn yfir girð- inguna og inn í garðinn. Þrír menn stukku út úr bifreiðinni. Murphy varð fyrstur þeirra yfir girðinguna,- Þegar Murphy var upjr á sitt bezta, hafði hann hlaupið 400 metrana á rúmri 51 sekúndu. Því miður, hans vegna, lék bif- reiðarþjófurinn sér að jþeim á 50 sléttum. Eftir 200 metrana hafði lögregluþjónninn dregizt verulega aftur úr, og möguleik- arnir til þess að ná unga manninum virt- ust harla litlir. En í þann mund komu tveir eftirlitsmenn auga á hlauparana. Þeini fannst för þeirra grunsamleg, ekki sízt þar sem þeir voru ekki klæddir til sjrretthlaupa. Þeir afréðu því að stöðva þann, sem fremstur fór. Sá yngri þcirra hnipraði sig saman og stökk eins hratt og' hann gat á Mick. En að launum fyrir erfiði sitt fékk hann eitt ujDjráhaldsspark Mick, sem hann hafði lært í rugby-knattleik, *svo að hann kútveltist nokkrum sinnum frá honum, áður en hann gat setzt ujijr. Sá eldri fór sér að engu óðslega, en gaf sér tíma til að blása í flautu sína og flýtti sér síðan allt hvað af tók í áttina til hliðsins, sem Mick stefndi á. Hall yfirlögregluþjónn rak lestina móð- ur og nrásandi. Hann var í þann veginn að sjninga. Murjrhy var orðinn blóðrjóð- ur í framan og sannfærður um, að skó- sólarnir sínir væru úr blýi. Honum var enn eitt atriðið ljóst. Það var ekki bein- línis íþróttaþjálfun að sitja við bifreiðar- stýri til lengdar. Þegar Mick átti fimmtíu metra ófarna að hliðinu, birtust tveir eftirlitsmenn á hliðarstíg, og í sama vetfangi birtist vopn- aður lögreglujþjónn í hliðinu sjálfu. Hann breytti því um stefnu og stefndi á stórt vatnið. Eltingarleikurinn var orðinn talsvert líkur skrúðgöngu með Mick í fararbroddi, og á eftir honum þrír lögreglumenn, tvcir eftirlitsmenn og einn lögregluþjónn, en smám saman fjölgaði eftirlitsmönnunum,

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.