Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 13

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Blaðsíða 13
G E S T U R 13 Tl”1ím am "lialda OVÆNT GESTKOMA Á afskekktum sveitabæ í framdölum Eyjafjarðar er bóndinn nýkominn úr kaupstað, — og ekki hefur brennivínskúturinn gleymzt. Það er vor, og vöxtur í öllum ám, en milt veður. I baðstofunni er allt heimilisfólkið samankomið. Klyfjarnar hafa verið leystar upp, og margt er að skoða. Þá heyrist barið harkalega að dyrum. Mönnum verður hverft við. Hver gæti verið svona seint á ferli? Hver gæti lagt leið sína hingað, á þennan af- skekkta stað? En til dyra er gengið, og mönnum bregður í brún, er þeir bera kennsl á gestinn. Jón sterki. Snemma á nftjándu öld bjó maður sá að Draflastöðum í Sölvadal, er Jón hét Jónsson, karlmenni mikið og rumur að vexti, enda af flestum kallaður digri Jón eða sterki Jón. Er sagt, að fáir vissu afl hans. Afkomendur hans eru margir í Eyjafirði, og hafa þeir margir þótt vel að manni. Jón var maður meinhægur og fáskiptinn, en góður þótti honum sopinn, eins og mörg- um í þá daga. Lét hann einsk is ófreistað að ná sér í vín, og munu fæstir hafa kosið að eiga illt við hann. Góður granni. Eftir Sölvadal miðjum renn- ur áin Núpá í djúpu en þröngu hamragili. Standa Draflastaðir austan árinnar, en beint and- spænis stendur bærinn Ána- staðir. Þar bjó um þær mundir þóndi að nafni Stefán, og var gott í nágrenni milli þeirra Jóns og hans. Lagði Jón iðu- lega leið sína til Ánastaða, sér- staklega ef hann vissi, að Stefán var nýkominn úr kaupstað, því að Stefán var bæði greiðvik- inn og gestrisinn, og átti oft á kútholunni, sem Jón kunni vel að meta. Stefán var efnaður bóndi og vel metinn. Af flest- um talinn vel gefinn, og sjálf- menntaður var hann meira en almennt gerðist. Á sumrin er Núpá tær ár- spræna, sem engum stendur stuggur af, en í leysingum vor og vetur getur hún orðið bráð- ófær, því að hún er bæði straumhörð og stórgrýtt. Gestkoma. Kvöld nokkurt að vorlagi er Stefán nýkominn úr kaupstað. Núpá var í aftaka vexti og algerlega ófær. Þá er barið að dyrum á Ánastöðum. Heiiúa- fólki verður hverft við, því að enginn vissi gestavon. Þegar gengið var til dyra, hitta menn Jón bónda á Drafla- stöðum úti íyrir, holdvotan frá hvirfli til ilja, og illa til reika. Jón gerir boð eftir Stefáni bónda. Stefán kemur til dyra, og verður hverft við að sjá gestinn. „Hvernig ertu hingað kom- inn?“ varð Stefáni að orði. „Eg skreið yfir ána“, svaraði Jón dimmraddaður. „Er áin ekki alveg bráð- ófær?“ spurði Stefán og starði undrandi á Jón. „Ég hélt mér í steinana í botninum. Þetta er ekki langt. Mig langaði svo í, ef þú ættir einhvern dropa núna“. Ekki lét Stefán standa á því að veita honum vínið.. Hresst- ist Jón vel við vínið og varð glaður og hreifur. En ófáanleg- ur var hann að tefja eða leita færis á öðrum stað yfir ána, enda líklega um fáa staði að velja, því að hvergi fannst nein brúin. Hann sagðist og vilja komast heim aftur, áður en fólk sakn- aði sín, því að enginn hefði vitað um brottför sína. Þetta væri heldur engin hættuför. Fór Jón síðan við svo búið sömu leið til baka, og gekk allt slysalaust. S-jgan barst um sveitina, og þotti mörtnum ofdirfska Jóns furðuleg, er ekki bar brýnni nauðsyn tii fararinnar. Þótti mönnum ekki ofsögum sagt af kröftum hans og áræði. Hjálpsemi. Á þessum árum gekk um sveitina farsótt á túnaslætti. Hann hélt sér i steinana i botninum . . .

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.