Morgunblaðið - 11.01.2012, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 þar við Jens Kjartansson lýtalækni. Hann flutti inn PIP-púðana og framkvæmdi aðgerðirnar á nánast öllum konunum 440 sem um ræðir. Málsóknin beinist að eftirlitshlut- verki íslenska ríkisins og Jens, þá aðallega ábyrgðartryggingu hans sem dreifingaraðila vörunnar. Saga telur ekkert takmarka það hér á landi að læknar flytji sjálfir inn sín lækningatæki á einkastofur en ef varan veldur tjóni getur dreifing- araðilinn verið ábyrgur. Saga segir margar vísbendingar hafa verið uppi um að PIP-púðarnir væru ekki í lagi en engar ráðstaf- anir hafi verið gerðar. „Það birtist frétt á Pressunni 7. október 2010 um að þeir væru bannaðir í Svíþjóð og að Landlæknisembættið væri að athuga hvort gallaðar brjósta- ígræðslur hefðu verið notaðar hér. Þetta ferli sem er að fara af stað núna hefði átt að fara af stað þá. Hvernig má það vera að Landlækn- ir er ekki enn búinn að fá upplýs- ingar frá lýtalækninum? Hvers vegna hafa yfirvöld aldrei gert könnun á þessum púðum og hvers vegna er ekki vitað hvað margar konur hafa fengið brjóstapúða yfir- leitt á Íslandi?“ Fjöldi PIP-púða sprunginn  Að minnsta kosti 52 konur af þeim 440 sem eru með PIP-brjóstapúða ætla að höfða mál  Ríkið greiðir kostnað við ómskoðun og við að láta fjarlægja leka púða Reuters Brjóstapúðar Íslenska ríkið ætlar að greiða kostnaðinn af því að láta fjarlægja leka púða, en ekki þá sem enn eru heilir. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ókeypis ómskoðun á brjóstum er það sem íslenska ríkið býður þeim konum sem hafa fengið PIP-- brjóstapúða ígrædda hér á landi, auk þess að greiða kostnað við að fjarlægja leka púða. Er það hluti af aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda sem Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinn- ar í gær. Alls eru þetta 440 konur. Þær þurfa að vera sjúkratryggðar hér á landi og hafa fengið brjóstapúðana á árunum 2000 til 2010. Bréf mun berast þeim á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma í ómskoðun á næstu þremur mánuð- um til að ganga úr skugga um hvort brjóstapúðarnir leki. Reynist púð- arnir lekir tekur ríkið þátt í kostn- aði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátt- töku hins opinbera vegna aðgerða. Gildir þá einu hvort leki í púðum kemur í ljós við fyrstu skoðun eða síðar við reglubundið eftirlit. Ríkið mun ekki taka þátt í kostnaði við aðgerðir kjósi konur að láta fjar- lægja PIP-brjóstapúðana þótt eng- inn leki hafi verið greindur við óm- skoðun. Heildarkostnaður ríkisins vegna ómskoðunar, sem Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands annast, er áætlaður allt að sex milljónir króna. Áætlað er að fjarlægja þurfi leka púða hjá fjórum til átta konum að lágmarki og 30 konum að há- marki. Kostnaður við þær aðgerðir gæti því numið á bilinu 800.000 kr. til 6.000.000 kr. Yfir tíu með sprungna púða Fimmtíu og tvær konur höfðu í gær ákveðið að taka þátt í málsókn vegna PIP-púðanna. Saga Ýrr Jóns- dóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Vox lögmannsstofu, sem rannsakar mál kvennanna, á von á því að þeim fjölgi á næstu dögum. „Af þessum konum eru yfir tíu sem hafa fengið það staðfest að þær séu með sprungna púða eða hafa látið fjar- lægja sprungna púða. Flestar þeirra eru svo með einhver ein- kenni. Dæmin um fjarlægða púða eru mun fleiri en þetta eina atvik sem Jens talar um,“ segir Saga og á Saga Ýrr Jónsdóttir Yfirlæknum á Landspítalanum er ekki heimilt að flytja inn lækningatæki sjálfir til notkunar á spít- alanum. Öðru máli gegnir ef þeir eru með einkastofu úti í bæ eins og í tilfelli Jens Kjartanssonar lýtalækn- is sem er einnig yfirlæknir lýtalækninga á Landspít- alanum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að lækningatækin, í þessu tilfelli PIP-brjóstap- úðarnir, sem Jens flutti inn hafi ekki verið notuð á Landspítalanum. „Við höfum ekki skipt okkur af starfsemi hans á einkastofunni.“ Björn segir almennu regluna þá að yfirlæknar vinni ekki á einkastofum, en á því séu tvær undantekn- ingar og Jens sé önnur þeirra. Jens hefur verið á þeirri undanþágu frá því um 2000 þegar spítalarnir voru sameinaðir. „Þá var tekin sú ákvörðun að yfirlæknar ættu að helga sig stjórnunarstarfinu sínu og vera bara á spít- alanum. Síðan þá hefur ekki fengist lýtalæknir í fullt starf. Ég held að það tengist því að svo mikill hluti af starfsemi lýtalækna er í þessari sjálf- stæðu starfsemi sem einhverjir hafa kallað gullnámu. Ég held að það hafi eitthvað með peninga að gera,“ segir Björn. Til að fá einhvern í stöðu yfirlæknis verðið þið að sætta ykkur við að hann sé líka með einkastofu? „Já við höfum þurft að gera það,“ svarar Björn. Hann hefur ekki orðið var við þrýsting um að Jens láti af stöðu yfirlæknis. „Það er verið að skoða starf sem hann vinnur ekki á spítalanum. Við verðum að sjá hvaða afleiðingar það hefur. Síðan tökum við málið til skoðunar í framhaldinu.“ Vilja vera í gullnámunni YFIRLÆKNIR LÝTALÆKNINGA Björn Zoëga, „Menn þurfa að svara því í næstu viku hvað gera skal,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðs- félagsins Framsýnar, um yfirvofandi endurskoðun kjarasamninga. Aðalsteinn hefur boðað 30 manna samninganefnd til skrafs og ráða- gerða í dag. Haldinn verður for- mannafundur innan Starfsgreina- sambandsins í næstu viku og á vettvangi ASÍ verður síðan endanleg ákvörðun tekin um gildi kjarasamn- inganna á formannafundi 19. febrúar en frestur til að taka ákvörðun um endurskoðunina rennur út 20. janúar. Fulltrúar Framsýnar, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa ákveðið að funda í Reykjavík 18. janúar og fara yfir for- sendur kjara- samninga og upp- sagnarákvæði samningsins. Þessi þrjú félög sögðu skilið við önnur aðild- arfélög SGS í síð- ustu kjarasamn- ingum vegna óánægju með áherslur þeirra í kjaramálum og sömdu því sér. Á fundi þessara þriggja félaga í næstu viku mun ráðast hvort félögin leggja til við formannafund ASÍ 19. janúar að kjarasamningum verði sagt upp eða ekki. Aðalsteinn segir að svo virðist sem væntingar sem menn höfðu við gerð kjarasamninganna í fyrra um þróun kaupmáttar hafi staðist en stjórnvöld hafi ekki staðið við sinn hluta. Í frétt frá félögunum þremur í gær segir að forsendur séu til staðar að segja kjarasamningunum upp vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við gefin loforð. Aðalsteinn segir að loforð varðandi atvinnuuppbygging- una hafi ekki verið uppfyllt, lífeyr- issjóðirnir hafi verið skattlagðir og ekki verið staðið við hækkun bóta í samræmi við hækkun lægstu launa. Á móti þessu vegur að ef samning- arnir falla verður ekkert af 3,5% launahækkun 1. febrúar og hækk- unum sem sumir hópar eiga að fá í mars. omfr@mbl.is Forsendur til að segja upp  Segja stjórnvöld ekki hafa staðið við sitt  Á móti kemur að uppsögn ylli því að launafólk fengi ekki hækkun í febrúar Aðalsteinn Á. Baldursson Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is Sérfræðingar í bílum BFGoodrich JEPPADEKK Hinar sögufrægu Svefneyjar í Reyk- hólahreppi eru nú til sölu hjá Fast- eignasölunni Torgi en eyjarnar hafa verið í eigu tveggja fjölskyldna síð- astliðin 18 ár. Óskað hefur verið eftir tilboðum í eyjarnar en þær hafa verið verðmetnar á bilinu 150-195 milljónir króna, að sögn Sigurbjörns Friðriks- sonar, sem fer með söluna. Svefneyjar eru alls um 60 talsins. Þar fæddist Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðingur, og þar var einn- ig þingstaður hreppsins til loka 19. aldar, þegar hann var fluttur til Flat- eyjar. Talsverð hlunnindi fylgja jörðinni en Svefneyingar urðu fyrstir til að hefja þangskurð þegar Þörungaverk- smiðjan á Reykhólum var stofnuð. Ljósmynd/Mats Wibe Lund Sögufrægar eyjar til sölu  Metnar á 150- 195 milljónir Eyjar Svefneyjarnar eru til sölu. Ekki er mikið um að framandi fugla- tegundir sjáist hér við land á þessum árstíma. Svalbrúsi hefur þó sést í Fáskrúðsfirði síðan um jól og er þetta aðeins í annað skipti sem stað- fest er heimsókn svalbrúsa hingað til lands. Fyrst var heimsókn svalbrúsa staðfest í Vestmannaeyjum síðla síð- asta sumars. Svalbrúsinn virðist vera í nægu æti í Fáskrúðsfirði og ekkert fararsnið á honum. Lómur, himbrimi og glitbrúsi eru einnig af brúsaætt, en ekki hefur verið með óyggjandi hætti staðfest um heimsókn glitbrúsa til Íslands. Svalbrúsi er stærstur brúsanna, aðeins stærri en himbrimi. Hann verpir við íshafsströnd Rússlands, Norður-Kanada og Alaska en á vet- urna sjást þeir t.d. suður með ströndum Noregs. aij@mbl.is Sjaldséður Svalbrúsi Ljósmynd/Jónína G. Óskarsdóttir Svalbrúsi Hefur sést í Fáskrúðsfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.