Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sumar starfsstéttir finna meira fyrir færðinni en aðrar. Þannig þurfa sjúkraflutningamenn að ryðjast í gegnum skafla með fárveikt fólk og sorphirðumenn eru margfalt lengur að gegna störfum sínum þegar mikill snjór er á götum og gangstéttum. Svo eru þeir sem hreinsa snjó af göt- um og þurfa að byrja vinnu sína um miðja nótt til að geta lokið sem mestu áður en borgarbúar fara á ról. „Það getur verið mjög erfitt að komast með slökkvibílinn í þessari færð. Strákarnir á sjúkrabílnum hafa eitthvað verið að festa sig, en hafa nú náð að bjarga sér,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar Morgunblaðið leit inn í starfs- stöð slökkviliðsins í Skógarhlíð í gærmorgun. „Stundum, þegar lítið sem ekkert er búið að ryðja, komumst við ekki alveg að húsunum og þurfum að bera fólk nokkra tugi metra að sjúkrabílnum,“ segir Sverrir Árna- son, sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Það getur verið mjög erfitt fyrir bráðveikt eða slasað fólk að láta hnoðast svona með sig í snjónum og sumir verða mjög hræddir. Það er algerlega verið að setja sig í hendur annarra.“ Stórvirkar vinnuvélar voru sendar í efri byggðir borgarinnar í gær, en þar var illfært. Unnið var á veghefl- um í húsagötum og hafist var handa við að flytja á brott stærstu snjó- haugana sem myndast höfðu við snjóhreinsun undanfarnar vikur. Hjörtur Traustason sat undir stýri á stórum pallbíl í Leifsgötu um hádegisbilið í gær. Hann var þar að störfum ásamt gröfumanni, sem mokaði mannhæðarháum snjósköfl- um á pallinn á bíl Hjartar. „Snjónum er sturtað í haug við höfnina og fer síðan út í sjó, sagði Hjörtur. „Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt og þetta er gata númer tvö. Þetta er mjög seinlegt, margar götur eru mjög þröngar og mikið af bílum. Maður talar nú ekki um þegar líða tekur á daginn og umferðin byrjar. En það er fullt af götum eftir og við tökum eins mikið og við getum mögulega náð.“ Haukur segir flest fólk afar þakk- látt þegar það sér hann að störfum. „Margir koma til okkar og þakka okkur fyrir, öðrum finnst við hrein- lega þvælast fyrir. En ég lenti í pönnukökum í síðustu viku. Fólkið var svo ánægt þegar við ruddum götuna þeirra, að þau hættu ekki fyrr en við komum inn til þeirra í pönnukökur og kaffi.“ Spáð rigningu um helgina Gangi spá Veðurstofu eftir mun veður lægja talsvert í dag. Spáð er norðvestan 8-15 á Norðausturlandi, annars verður fremur hæg vest- anátt. Dálítil él verða með norður- og vesturströndinnni, annars bjart á köflum. Frost verður 0-8 stig. Á morgun er spáð 0-12 stiga frosti, en á föstudaginn verður hiti 3-9 stig síðdegis. Suðlæg átt verður um helgina og væta með köflum. Mikilli rigningu er síðan spáð um helgina og gæti færð þá orðið svipuð og síðustu helgi, en þá voru borg- aryfirvöld í Reykjavík gagnrýnd fyr- ir að hafa ekki sinnt sandburði og söltun sem skyldi. Guðni Hann- esson, umsjónarmaður snjómokst- urs og hálkueyðingar hjá borginni, segir að betur verði staðið að mál- um. „Við förum út alla morgna og er- um alltaf tilbúin,“ segir Guðni. Fleiri finna fyrir vetrartíð en mannfólkið. Við Leifsgötuna var verið að draga bifreið á brott í gær- morgun og við eftirgrennslan blaða- manns kom í ljós að bíllinn þoldi illa kulda og vosbúð og gaf því upp önd- ina í gær. „Hann er núna á leiðinni á verkstæði, inn í hlýjuna,“ sagði eig- andinn. „Hann þolir eiginlega ekki meira en fimm stiga frost.“ Þurfa að bera tunnurnar Helgi Helgason starfar hjá Sorp- hirðu Reykjavíkurborgar og var við störf í Selvogsgrunni á hádegi í gær. „Það er búið að vera rosalegt ástand á okkur alveg síðan fyrir jól,“ sagði Helgi. „Þessi snjór og hálka er mar- tröð öskukarlsins.“ Hann sagði að mjög misjafnt væri eftir hverfum borgarinnar hvernig sorphirða gengi. Förinni var heitið í Fossvoginn síðar um daginn og sagðist Helgi kvíða því. „Þar verður svakalegt ástand. Það hefur nánast ekkert verið rutt þarna.“ Helgi sagði að þegar svona mikill snjór væri á götum og gangstéttum væri margfalt álag að keyra tunn- urnar. Stundum er það ekki hægt og sorphirðumenn þurfa þá að bera þær. „Menn eru að fara í bakinu og eru búnir eftir daginn,“ sagði Helgi. Sorphirða er núna um tveimur dögum á eftir áætlun og að sögn Helga hafa flestir borgarbúar á því fullan skilning. „Það flýtir auðvitað fyrir okkur ef fólk mokar frá tunn- unum.“ Helgi hefur starfað við sorphirðu í 40 ár, eða frá árinu 1972. „Ég man svo sannarlega eftir svona veðurfari. Það voru miklu þyngri vetur áður. Undanfarin tíu ár hafa verið eins og paradís, við erum orðin svo góðu vön.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Snjóskaflar Sjúkraflutningamenn þurfa að ösla skafla, rétt eins og aðrir landsmenn. Vandasamt er að flytja fólk á börum í slæmri færð og hafa þeir þurft að bera sjúklingana. Martröð öskukarlsins  Sjúkraflutningamenn þurfa að bera veikt fólk yfir skaflana  Mikið álag er á sorphirðumönnum  Stórvirkar vinnuvélar moka snjó í borginni  Snjósköflum Reykjavíkur verður sturtað út í sjó Sorphirða Snjór og hálka eru martröð öskukarlsins, segir sorphirðumaður hjá Reykjavíkurborg. Sorphirða er um tveimur dögum á eftir áætlun. Grafa Ýmsar stórvirkar vinnuvélar hafa verið að störfum undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.