Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 ✝ Arnór JónSveinsson fæddist á Akureyri 17. júlí 1946. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar 3. janúar 2012. Foreldrar hans voru Herdís Finn- bogadóttir, f. 21. júní 1922, d. 3. apr- íl 1948 og Sveinn Árnason, f. 26. ágúst 1921, d. 21. júlí 1997. Systir Arnórs var Regína Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 5. desember 1947, d. 7. apríl 1948. Hinn 18. maí 1970 giftist Arn- ór Sigurrós Aðalsteinsdóttur, f. 6. júlí 1941. Dóttir þeirra er Herdís Regína, f. 1969, gift Guð- mundi Heiðari Hannessyni, börn þeirra eru: a) Arna Ýr, f. 1986, maki Finnur Bessi Sig- urðsson, börn þeirra eru Heiðar Kató og Krista Lind. b) Arnór Ísak, f. 1991 og c) Aron Ernir, f. 1997. Dætur Sigurrósar, fóst- urdætur Arnórs, eru: 1) Helga Guðrún Níelssen, c) Sigrún Björk, f. 1991. Arnór bjó alla sína ævi á Akureyri að undanskildu einu ári í Mosfellsbæ, hann ólst upp hjá föður sínum heima hjá ömmu sinni og afa í húsi er kall- að var Litlipóll og er neðarlega á Eyrinni, en á sumrin var hann í Dæli, Sæmundarhlíð, í sveit. Aðeins 16 ára gamall fór hann til sjós á Svalbak hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa og stund- aði sjómennsku með nokkrum hléum til ársins 2004. Arnór lærði bifvélavirkjun við Iðnskól- ann á Akureyri og vann í mörg ár á Skodaverkstæðinu. Um tíma fór hann að keyra hjá ferli- þjónustu fatlaðra á Sólborg, það var starf sem honum þótti hafa gefið sér hvað mest. Árið 2006 fór hann til starfa hjá Golf- klúbbi Akureyrar og sá þar um viðhald á vélum og tækjum, þar var hann þangað til hann gat ekki unnið lengur vegna veik- inda sinna, en þar var hann mjög ánægður og undi hag sín- um vel, það sýndi sig best þegar hann kom heim úr erfiðri geislameðferð 28. desember 2010 og var mættur á golfvöll- inn viku seinna. Útför Arnórs fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 11. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Guðrún, f. 1959, gift Helga Snæ- bjarnarsyni, þeirra dætur eru: a) Hrönn, f. 1985, maki Steingrímur Randver Eyjólfs- son, börn þeirra eru Sonja Bríet og Helgi Sævar. b) Hilda, f. 1991. 2) Hafdís, f. 1961, gift Gunnari Rekstad, þeirra sonur er Tómas, f. 1997. 3) Kolbrún, f. 1963, gift Jóni Péturssyni, börn þeirra: a) Sig- urrós, f. 1982, maki Sigurjón Baldursson, dætur þeirra eru Ásta Margrét og Lovísa Rós. b) Gunnar Sigurbjörn, f. 1987, unnusta Michelle Holst Jensen. c) Ævar, f. 1990. d) Pétur, f. 1996. e) Kara Mist, f. 1997. 4) Steinunn Kristjana, f. 1964, maki Sveinbjörn Tryggvason, þeirra börn eru: a) Jón Ævar, f. 1981, maki Eva Rut Friðgeirs- dóttir, börn þeirra eru Embla Eir og Haukur Hrafn, b) Ás- björn Tryggvi, f. 1988, unnusta Nú hjartans kveðjur samúðar ég sendi, því söknuður í hjarta mínu er. En ég veit að Addi er í Herrans hendi, og við þá hugsun betur líður mér. En hugga faðir ástvinina alla, þú einn þeim getur veitt þann styrk og lið. Lát ljós þitt geislum stráðum á þá falla, svo þeir í hjarta sínu finni frið. Addi minn átti göfugt hjarta, og gaf svo mikla hlýju og ást af sér. Við eigum minningu um brosið bjarta. Nú þegar hann á meðal engla er. Við skulum ætíð muna hann svona, glaðværan og góðan sem hann var. Því innst í hjarta verðum við að vona, að honum líði miklu betur þar. Og þegar sólin baðar geislum björtum, um tún og engi fagra fjallahlíð. Þá lifir hann í okkar allra hjörtum, og verður meðal okkar alla tíð. (Sigvaldi Einarsson) Þín ástkæra eiginkona, Sigurrós Aðalsteinsdóttir. Elsku pabbi minn. Þú fórst allt of ungur frá okk- ur en sjúkdómurinn vann að lok- um og ég veit að hvorugt okkar er sátt við það, en þú ert laus úr miklum þrautum og þér líður betur núna. Ég veit að foreldrar þínir og systir, Anna, Bassi, Pjási og allar Bröndurnar okkar hafa tekið vel á móti þér. Ég á bara góðar minningar um þig, við vorum ekki alltaf sam- mála og gátum þrætt fram og aft- ur en alltaf í góðu, við erum bæði þrjósk og hreinskilin og mér finnst það kostur, en við fengum alveg að heyra: „Hvernig nennið þið þessu, að þræta um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þá fórum við bara að hlæja. Þú minntist oft á þegar vin- kona mömmu sagði við þig: „Addi, mikið rosalega ertu líkur Heddu,“ þér fannst þetta mjög fyndið og spurðir hana hvort ég væri ekki frekar lík þér. Já, það finnst öllum að ég sé alveg eins og þú og ég gæti ekki verið stolt- ari af því enda ekki leiðum að líkjast. Þú gast lagað allt, skipti ekki máli hvað það var, hluturinn kom betri en nýr til baka. Allar útilegurnar og kötturinn með, ut- anlandsferðir, sátum 2 heima á hóteli á meðan Íslendingahópur- inn fór í grísaveisluna, þér gat ekki verið meira sama að missa af henni, litla stelpan þín var las- in og þú yrðir heima hjá henni. Þú varst mikill bíómyndamað- ur og fylgdist með öllu sem kom út, eins með tónlist en aðallega þá Elvis Presley, þú dýrkaðir hann enda fannst þér ekki leið- inlegt þegar minn yngsti fékk nafnið Aron, því það var milli- nafnið hans Elvis. Ég fékk þessi gen frá þér með bíómyndir og tónlist, mamma skildi aldrei hvernig ég gat lært og lesið undir próf með græjurnar í botni en þú skildir mig mjög vel. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið hjá þér síðan síðasta reið- arslag kom 13. des. ’11, þá fékkstu einn stóran og marga litla blóðtappa í höfuðið og sá stóri fór í talstöðina svo þá fór talið þitt og okkur sagt að það kæmi seint til baka, en nei þú byrjaðir að tala sama dag og svo bættist við með hverjum degin- um, það sýndi sko baráttuna í þér. Ég gisti hjá ykkur mömmu tvær síðustu næturnar þínar, seinni nóttina vakti ég yfir þér, hélt í höndina þína og strauk vangana þína og talaði við þig, þú vildir láta halda í hönd þína og ég veit af hverju eða það held ég og mun halda það áfram. Að morgni 3. janúar sáum við hvað var í vændum og ég hélt í hönd þína til síðasta andardráttar og hvað það var hrikalega sárt að sleppa þér. Ég gaf þér 3 barnabörn sem þú dýrkaðir og þau hefðu ekki getað verið heppnari með afa og 2 lang- afaskott sem elskuðu Adda afa, tala nú ekki um Gumma tengda- soninn þinn, þið voruð svo miklir vinir og brölluðuð svo margt saman. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir að hafa valið mig sem dóttur, fyrir það er ég svo þakk- lát, þín er svo sárt saknað en einu skal ég lofa þér, ég mun passa mömmu mína mjög vel og hlúa að henni og sjá til þess að henni muni líða sem best og ég veit að Aron Ernir á eftir að taka upp hjólhýsalífið sitt aftur til að vera hjá ömmu sinni. Takk fyrir tíma þinn með mér og ég mun geyma þig í hjarta mínu til eilífðar. Þín einkadóttir, Herdís Regína. Margar minningar um góðar samverustundir með fóstuföður mínum honum Adda eru mér efst í huga þegar hann hefur verið kvaddur burt úr þessum heimi alltof snemma. Fyrsta minningin sem kemur upp í hugann er þegar ég er ca. átta ára gömul og þú leigðir her- bergi hjá okkur, þú varst sjóari og eins og hjá mörgum sjóaran- um snérist inniveran um að skemmta sér, en einhverra hluta vegna fannst mér það nú alveg óþarfi, og tók því sparifötin þín og settist ofan á þau eða faldi svo þú færir ekki út á kvöldin, aldrei varstu fúll við mig eða reiður, sast bara heima hjá mér og spjallaðir, þannig eru fyrstu minningarnar. Þú elskaðir alls- konar ferðalög og voru þær margar ferðirnar sem farnar voru í Vaglaskóg, með tjaldið og dýnurnar á toppgrindinni, því ekki var nú mikið afgangspláss inni í bílnum þegar búið var að setja fimm stelpuskottur þar inn. Ég man að ég sagði oft við þig að það væri bara til einn sem væri þrjóskari en ég og það værir þú, ég man þegar ég eyðilagði bílinn þinn, allir sögðu þér að það væri vonlaust að gera við hann, en nei, hann skyldi sko sýna mér það svart á hvítu að bíllinn væri ekki ónýtur og ekki leið á löngu þar til bíllinn var kominn á göturnar aftur alveg eins nýr. Um þetta leyti ætlaði ég sko aldrei að keyra bíl aftur, en svo einn dag- inn baðstu mig um að koma með þér í smá bíltúr, keyrðir út í sveit, stoppaðir og sagðir: Ann- aðhvort keyrir þú okkur heim eða við verðum bara hér. Þarna sátum við í langan tíma hvort öðru þrjóskara en þú hafðir vinn- inginn, já þú reyndist mér svo sannarlega vel sem faðir og alltaf gat ég leitað til þín og treyst á þig þegar eitthvað bjátaði á. Seinustu árin hafið þið mamma notið þess að ferðast bæði innan- lands og erlendis, nokkur ár voru þið á húsbíl, en síðustu árin hafið þið verið með fallega hjólhýsið ykkar í Vaglaskógi og notið hverrar mínútu. Eftir hverja lyfjameðferð í sumar vildir þú hvergi annars staðar vera því þarna leið þér svo vel í kyrrðinni og náttúrunni. Ég man hvað ég var hissa þeg- ar þú seldir húsbílinn og keyptir hjólhýsið, og spurði hvers vegna, jú þú varst kominn í þannig vinnu að lítið var hægt að vera í fríi yfir sumartímann, því ætlaðir þú að kaupa nýjan húsbíl þegar þú kæmist á aldur og þá yrði sko ferðast, verið erlendis stærsta hluta ársins og bara hér rétt yfir sumartímann, þú varst sko byrj- aður að telja niður og farinn að hlakka til, þegar reiðarslagið kom í september 2010 en þú barðist fram á síðasta dag. Þið fóruð í yndislega ferð til Kanarí í vor og draumurinn var að kom- ast í aðra slíka ferð núna eftir áramótin. En elsku Addi minn, ég vona að þú fáir fullt af sól og margt nýtt að skoða á nýjum slóðum. Takk fyrir að vera pabbi minn. P.s. Við hjálpum mömmu að koma upp sælureitnum ykkar í vor. Helga Eymunds. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. (Reinhold Niebuhr) Ég óska þér ljóss og friðar. Kolbrún Ævarsdóttir. Það eru mér þung skref að þurfa að líta til baka og minnast vinar og tengdaföður sem ég hef litið upp til og virt í svo mörg ár. Okkar vinskapur varð strax afar traustur, Addi var svo hreinn og beinn að ekki var nokkur vegur að misskilja hvar við höfðum hvor annan. Í gegnum tíðina höf- um við tekið okkur svo margt fyrir hendur að ég var oft ekki viss hvort ég væri að brasa með besta vini mínum eða tengda- pabba. Skemmtilegast var nú þegar við fórum að „prufukeyra“ bíla sem við höfðum tekið að okk- ur að gera við, hehe, en þeim var öllum skilað í lagi. Til nokkurra ára áttum við margar góðar stundir saman á hestbaki sem heillaði okkur báða mikið en svo fór Addi á sjóinn aftur og hest- mennskan þurfti að bíða betri tíma. Ég get ekki hætt að hugsa um það hvað hann er búinn að gleðja börnin mín og barnabörn oft og mikið þegar þau hafa komið til hans með brotin eða biluð leik- föng með krókódílatár í augum og alltaf komu leikföngin aftur og gleðin í augum þeirra ómetanleg sjón enda afinn í guðatölu í þeirra huga. Addi hafði gríðarlega mikla réttlætiskennd og gekk ævinlega vasklega fram ef honum fannst hann þurfa að laga eða leiðétta orðna hluti hvort sem hallaði á hann eða aðra, lokaði málunum og tók þau frekar á sig heldur en að skilja þau eftir opin. Addi var þannig vinur að við gátum setið saman án þess að segja neitt og okkur leið báðum vel, en þegar taka átti til hend- inni var eins gott fyrir mann að vera klár í slaginn, því öðru eins kúbeini til vinnu hef ég ekki unn- ið með og þegar maður átti síst von á ruglaði hann svoleiðis í manni að maður vissi ekki hvort maður var að koma eða fara, hehe, það sem við hlógum oft að eigin vitleysu, hehe. Þess á milli fórum við ansi margar ferðir í kvikmyndahús bæjarins þegar réttu myndirnar komu í bæinn. Að svona annars heilbrigður og hraustur maður skuli verða að kveðja okkur allt of snema finnst manni endlaust óréttlæti, maður sá fyrir sér bestu árin fyrir Adda og Diddu framundan. Þegar Addi sagði mér hvað væri komið upp á, þá fyrst fann maður vanmátt sinn, því ekki þýddi að ætla að lofa að vera duglegur í ræktinni eða taka sig á með mataræði eða önnur veraldleg úrræði því að nú tók krabbinn við og réð ferðinni svo um munaði, þrátt fyrir Adda og þrautseigju þá réðum við engu um og nú eftir okkar síðustu jólahátíð saman þá máttum við sjá á eftir þér úr faðmi fjölskyld- unnar. Huggun mín er sú að hafa fengið að vera hjá þér og fylgja þér héðan þó að maður hafi alls ekki viljað sleppa þér, en tíminn var kominn og þú þurftir að fara. Ég trúi því að þú sért á góðum stað með fólki sem þú þekkir og líður vel hjá. Arnór Jón Sveinsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Steinunn G. Kristinsdóttir, Benedikt Hauksson, Olga Helena Kristinsdóttir, Sigurþór Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VERNHARÐ SIGURSTEINSSON, áður til heimilis í Hraungerði 6, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 1. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.30. Rannveig Vernharðsdóttir, Alexander Pálsson, Regína Vernharðsdóttir, Kristján Vernharðsson, Sigríður Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR GÍSLASON, lést laugardaginn 7. janúar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Adolphsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR, Kirkjuvegi 14, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði föstudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 14.00. Rúnar Guðjónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fóstri minn og bróðir okkar, ÞORMÓÐUR SIGURGEIRSSON, Holtabraut 4, Blönduósi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 14. janúar kl. 14.00. Sigríður Hermannsdóttir, Þorgeir Sigurgeirsson, Þorsteinn Sigurgeirsson, Sigurgeir Þór Jónasson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG GUTTORMSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, Akranesi, laugardaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Kristín Finndís Jónsdóttir, Jón Helgi Jónsson, Ragna Sólveig Eyjólfsdóttir, Gunnar Magnús Jónsson, María Stefánsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.