Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 23
Addi, ég mun um ókomna tíð
muna þig og þann tíma sem við
fengum saman í þessu jarðneska
lífi. Lífið mun halda áfram og ég
mun halda áfram að hlæja að
allri vitleysunni lengi lengi og
trúðu mér, sögur af þér og verk-
stæði afa sem allt lagaði munu
lifa
Ég trúi því einnig að við eig-
um eftir að hittast seinna, far vel
í bili.
Kveðja, þinn vinur og tengda-
sonur,
Guðmundur Hannesson.
Elsku besti afi, ég er enn að
velta fyrir mér af hverju þú varst
tekinn svona snemma frá okkur.
Heiðar Kató fékk þá skýringu að
Guð vantaði svo mikið góðan
vinnumann, hann trúði því en var
ekki tilbúinn að leyfa þér að fara
um ókomna tíð. Ég reyndi að út-
skýra allt eins vel og ég gat, eins
og þú baðst mig um að gera allt-
af. Þú sagðir að hann væri svo
skýr að það ætti að útskýra allt
fyrir honum, öðruvísi myndi
hann ekki læra. Hann sagði að
þú myndir lifa í hjörtum okkar
eins og Múfasa, við vorum sam-
mála um það.
Það sem einkenndi þig var
húmor, þrjóska og væntumþykja
gagnvart öðrum. Meðan ég sit
hér og hugsa hvað ég eigi að
skrifa, hellast minningarnar yfir
mig og það er svo erfitt að velja
úr, því mig langar að segja frá
öllu. Fyrstu minningarnar eru í
Vaglaskógi þar sem ég nánast
ólst upp hjá þér og ömmu og
þegar við fórum saman á skauta í
gamla daga. Okkar fyrsta bíó-
ferð saman var Lion King, sællar
minningar, þú sagðir að ég hefði
verið svo hrædd og meira að
segja farið að gráta. Öll skiptin
sem þú sast yfir mér uppi á
sjúkrahúsi þegar ég var veik og
varst búinn að fletta upp á ein-
hverju forvitnilegu fyrir mig að
skoða þegar ég vaknaði.
Það sem stendur upp úr er
þegar ég kom með Bröndu heim
og bað þig og ömmu að geyma
hana meðan ég fyndi henni heim-
ili sem ég gerði aldrei því ég var
búin að ákveða að þú myndir
taka hana að þér. Við áttum hana
í sameiningu og þér fannst hún
vera mesti karakter sem þú
hafðir séð í ketti, svo flott. Þið
voruð bæði ótrúlega þrjósk og
borðuðuð bæði bara rjómaís.
Okkar samkomulag var að ég
passaði hana þegar þið fóruð í
skóginn og til Kanarí en þar leið
þér vel. Þegar Branda veiktist og
þú þurftir að láta svæfa hana var
það það erfiðasta sem þú gerðir
það ár og baðst mig að koma ekki
með fleiri dýr í þeirri meiningu
að þú gætir ekki kvatt þau svona.
Þú varst einn mesti dýravinur
sem ég þekkti.
Þú hefur alltaf verið sá maður
í lífi mínu sem hefur verið til
staðar fyrir mig, bæði til að
spjalla við og þegar eitthvað
bjátaði á hjá mér varstu alltaf til
staðar. Þau eru ófá skiptin sem
ég hef hringt og bíllinn var bil-
aður. Eitt skiptið þegar kúpling-
in fór í bílnum í Skógarlundinum
og þú komst hlaupandi og keyrð-
ir bílinn heim í fyrsta gír alla
leiðina.
Þú varst einfaldlega bestur og
þinn kaldhæðni húmor undir-
strikaði það.
Það hafa verið forrréttindi að
hafa átt þig sem afa, þú varst
með þeim betri og að því mun ég
búa alla ævi. Ég mun halda fal-
legu minningunum mínum lif-
andi um þig og segja Heiðari
Kató og Kristu Lind eins oft og
ég get allt um þig. Frasarnir þín-
ir munu lifa, ég hlæ alltaf jafn
mikið þegar ég hugsa um þá. Ég
held að það hafi verið húmorinn
sem hélt þér gangandi í gegnum
þessi veikindi, hann var aldrei
langt undan.
Ég lofa að gæta ömmu vel, ég
veit að þú elskaðir hana svo mik-
ið.
Ég trúi að þessi bröndótta
hafi tekið á móti þér ásamt þeim
blesótta og að þér liðið vel að sjá
þau og fleiri.
Elsku afi, ég kveð þig með
miklum söknuði og ást.
Þín
Arna Ýr.
Elsku afi.
Þú ert fyrsta flokks afi sem
gerir allt sem hann getur til að
hjálpa öðrum. Ég á mjög margar
og góðar minningar um þig sem
ég gæti aldrei gleymt, því stund-
irnar með þér voru himneskar
því elska ég þig og sakna þín
mjög og mun aldrei gleyma þér
vegna alls í fari þínu; ég nefni
húmorinn þinn og kennsluna sem
þú veittir mér og ég mun sakna
þín mikið og ég er glaður og
þakklátur fyrir allar góðu stund-
irnar og minningar sem ég mun
geyma í hjarta mínu. Þú ert minn
góði og hjarthlýi afi og ég mun
ætíð elska þig og muna. Ég mun
halda áfram að passa ömmu.
Minn elsku besti afi!
Þú ert sá besti, á því leikur enginn vafi.
Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir mig
ljóð
og hjá þér mun ég alltaf vera góður.
Út um allt vil ég hendur þínar leiða.
Einn daginn fæ ég kannski að fara með
þér að veiða.
En hvað sem þú gerir og hvar sem þú
ert
að þá hefur þú mitt litla hjarta snert.
Því þú ert svo góður og þú ert svo klár
hjá þér mun ég ekki fella nein tár.
Því heima hjá afa er alltaf gaman að
vera
því þar get ég látið mikið á mér bera.
En afi minn kæri, ég vil að þú vitir nú
minn allra besti afi, það ert þú!
Aron Ernir Guðmundsson.
Elsku afi minn.
Þetta hefur verið það erfiðasta
sem ég hef á ævi minni gert, það
var að kveðja þig. Ég leit alltaf
svo mikið upp til þín og það var
svo gott að vera hjá þér og eign-
ast allar þessar góðu minningar
sem við áttum. Þú kvaddir okkur
alltof snemma en ég veit að þér
líður betur og ert á góðum stað.
Ég er svo þakklátur fyrir allt
sem þú hefur kennt mér, við gát-
um aldeilis eytt tímunum saman
að horfa á bíómyndir og bara set-
ið og spjallað um lífið og til-
veruna, við vorum álíka þrjóskir
og stóðum alltaf fyrir okkar,
kannski er það bara nafnið og ég
gæti ekki verið stoltari þegar ég
fæ að heyra: „Þú ert alveg eins
og afi þinn, Arnór!“ Þegar maður
fór með þér í einhver verkefni að
laga eitthvað þá var það aðeins
gert á einn hátt og það var á þinn
hátt og engan annan.
Það var líka svo notalegt að
hafa þig á neðri hæðinni í
Reykjasíðunni, að geta rölt niður
til þín og eytt tímunum saman
hjá þér.
Ég veit líka að þú vakir yfir
okkur og passar.
Ég vil þakka þér enn og aftur
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, kennt mér og fyrir allan
þinn stuðning í gegnum líf mitt.
Þú ert algjör hetja í mínum aug-
um.
Hér ég kveð þig, afi minn,
og kærleikann allan þakka.
Því árin mín, og árin þín,
áfram runnu í einum pakka.
Þú gafst mér trú og traust,
það tíðum hef ég fundið.
Þú varst bæði blíður og hraustur,
brosmildur og öllum bundinn.
Og árin ljúf, þau liðu fljótt,
já líkast sem í draumi.
En nú var slökkt, komin nótt,
og bið nú sett á drauminn.
Nú árin líða, nú brestur þrek,
nú ég skoða hvert ég ek.
En allt mitt traust, og líka trú,
það veistu að áttir þú.
Því legg ég nú líf mitt og önd,
ljúfur minn, í þína hönd.
Því sáttur þá ég sofna hér,
þú munt vaka yfir mér.
Þinn nafni, vinur og afastrák-
ur,
Arnór Ísak Guðmundsson.
Elsku Addi.
Þá er komið að kveðjustund.
Þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur kveðjuorð til þín og
þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman fall-
ast mér hendur. Það er svo
margt sem ég vildi segja og
þakka þér fyrir. Allar húsbíla-
ferðirnar okkar í gegnum árin,
bæði hér heima og erlendis og nú
síðast árin okkar með hjólhýsin.
Þessar stundir gleymast ekki.
Það er sárt til þess að hugsa að
þú skulir vera farinn frá okkur
alltof snemma, en eitt er víst að
þessari ferð ráðum við ekki. Bar-
átta þín við illvígan sjúkdóm var
þér erfið en þú tókst því með
æðruleysi og kvartaðir ekki,
heldur skyldir þú horfa keikur
fram á veginn.
Elsku Didda, missir þinn er
mikill en dætur þínar, tengda-
synir og barnabörn standa eins
og klettur við hlið þér og megi
þau hafa þökk fyrir.
Elsku Addi, með þessum fá-
tæklegu orðum viljum við Óli
þakka þér samfylgdina í gegnum
árin og biðjum góðan Guð að
geyma þig og vernda uns leiðir
okkar liggja saman á ný.
Að lokum viljum við senda
þér, Didda mín, Helgu, Hafdísi,
Kollu, Steinu og Herdísi mökum
þeirra börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur á þessari erfiðu stund.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kæri Addi, hafðu þökk fyrir
allt. Minning þín lifir með okkur
um ókomin ár.
Þínir vinir,
Ólafur og Auður.
Í dag kveðjum við kæran vin.
Undanfarna daga hefur eitt og
annað verið rifjað upp. Stundirn-
ar sem við áttum saman eru
margar og alltaf var gleði og
gaman hjá okkur, þess vegna
höfum við stundum skellt uppúr
en um leið höfum við syrgt góðan
vin. Oft var setið, spáð og spek-
úlerað í sambandi við hjólhýsin
okkar og yfirleitt varst þú búinn
að finna bestu lausnina áður en
við vissum af. Ef einhver þurfti
hjálp eða eitthvað vantaði þá var
leitað til þín, þú varst alltaf tilbú-
inn að hjálpa og leysa málin. Þau
eru ófá fortjöldin sem þú hefur
sett upp í Vaglaskógi.
Elsku Addi, hafðu þökk fyrir
allar góðar stundir og alla hjálp.
Minningarnar um þær geymum
við með okkur. Við trúum því að
nú sért þú kominn í sumarlandið
þitt og þar líði þér vel. Það er
stór hópur sem stendur þétt við
hlið Diddu þinnar, styður hana
og styrkir.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd
geymdu’ hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól
Guð mun vitja um þitt ból.
(Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi)
Elsku Didda, Helga, Hafdís,
Kolla, Steina, Herdís og fjöl-
skyldur. Ykkur sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Þínir vinir,
Árni Jón, Rakel og Iðunn.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku Didda, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Anna, Brynjar,
Regína og Steinar.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Rannveigu Mar-
íu kynntist ég fyrir tæpum 30
árum þegar með okkur Siggu
Millu dóttur hennar tókst góður
vinskapur, sem varað hefur alla
tíð síðan. Þá bjó hún á Móaflöt-
inni í Garðabæ, hélt þar mynd-
arheimili ásamt manni sínum
Bjarna. Rannveig var einstak-
lega skemmtileg kona og maður
fann sig alltaf velkominn á
hennar heimili. Það var stutt í
smitandi hláturinn sem varð
bara enn meiri þegar ein og ein
hrota fylgdi með að hætti Rann-
veigar.
Í matargerð var hún frábær
og bar þess merki að hafa búið
vestanhafs um árabil. Það var
allt svolítið útlenskt og flott sem
hún Rannveig gerði. Í mínum
augum var hún glæsileg heims-
kona sem hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum. Gaman þótti
mér þegar í ljós kom að hún
hafði þekkt afa minn heitinn,
Rannveig María
Garðars
✝ RannveigMaría Garðars
fæddist í Reykjavík
1. september 1927.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð
24. desember 2011.
Rannveig var
jarðsungin frá
Dómkirkjunni 2.
janúar 2012.
Jóhannes Jónsson,
vel. Hann hafði,
ásamt fyrri konu
sinni Önnu, dvalið á
æskuheimili Rann-
veigar að Vestur-
götu þar sem Anna
var vinnukona.
Einnig störfuðu
þau bæði á Hótel
Loftleiðum.
Það var gaman
að spjalla við Rann-
veigu um uppátækin í Jóa afa.
Eftir að Bjarni féll frá var
Rannveig sem fyrr góð heim að
sækja á Kaplaskjólsveginum og
hin síðari ár valdi hún að búa
nálægt Siggu sinni, Braga og
börnunum þeirra á Akureyri.
Þar hefur Sigga af einstakri al-
úð annast móður sína í erfiðum
veikindum. Missir þinn er mik-
ill, elsku Sigga mín, en ég veit
að Rannveig kvaddi södd líf-
daga, sátt við sinn ævidag. Ég
mun geyma í hjarta mínu minn-
ingu um góða konu og vera til
staðar fyrir þig og þína, kæra
vinkona.
Við fjölskyldan sendum börn-
um Rannveigar: Maríönnu,
Garðari, Sigríði Emilíu, tengda-
börnum, barnabörnum og ást-
vinum öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ellý Erlingsdóttir
og fjölskylda.
Kæra vinkona.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
Gréta
Steinþórsdóttir
✝ Gréta ÞorbjörgSteinþórsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 24.
september 1924.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 21.desember
síðastliðinn.
Gréta var jarð-
sungin frá Foss-
vogskirkju 5. jan-
úar 2012.
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem
ég átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs að
minnast
svo margt sem um hug
minn fer,
þó þú sért horfinn úr
heimi
ég hitti þig ekki um
hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Raggi, Steini, Kristín,
Steinþór og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar.
Sigurveig Sigurjónsdóttir
(Veiga).
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýhug vegna fráfalls ástkærs
eiginmanns, föður, afa og langafa,
SR. BJÖRNS JÓNSSONAR,
Ásabraut 2,
Akranesi,
sem lést þriðjudaginn 20. desember.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Akraness fyrir
einstaka umönnun og hlýju. Jafnframt er starfsfólki Akranes-
kirkju færðar sérstakar þakkir fyrir vinsemd og stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir,
Sossa Björnsdóttir, Ólafur Jón Arnbjörnsson,
Ingibjörg Björnsdóttir, Hörður Kári Jóhannesson,
Jón Páll Björnsson, Ásdís K. Smith Óskarsdóttir,
Gunnhildur Björnsdóttir, Pétur Sigurðsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar systur minnar,
mágkonu og frænku okkar,
ÖNNU STEINUNNAR
SIGURÐARDÓTTUR,
Drápuhlíð 39.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Reykjavík fyrir hlýhug og góða umönnun.
Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir,
Ágústa Lyons Flosadóttir,
Sigurður Flosason.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
kaupmaður,
Vatnsnesvegi 29,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 3. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. janúar
kl. 14.00.
Ragnar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir,
Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson,
Jórunn D. Skúladóttir, Árni Már Árnason,
Elsa Ína Skúladóttir, Guðni Birgisson,
Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
BERGÞÓRU SIGFÚSDÓTTUR.
Sigfús Grétarsson, Margrét S. Sigbjörnsdóttir,
Friðrik Atli Sigfússon,
María Huld Markan Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson,
Snorri Grétar Sigfússon, Edda Katrín Ragnarsdóttir,
Hildur Þóra Sigfúsdóttir
og langömmubörn,
Friðrik Valdimar Sigfússon, Alexía Margrét Gunnarsdóttir,
Steingrímur Sigfússon.