Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Félagslíf
I.O.O.F.7.192110171/2 Á.S.
HELGAFELL 6012011119 IV/V
GLITNIR 6012011119 I H&V
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20:00
Hver stjórnar tungunni?
Ræðumaður: Kristján Þ. Sverris-
son. Kenía þáttur; sr. Frank M.
Halldórsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Föndurkvöld kristniboðsf.
kvenna fimmtudag kl. 20.
I.O.O.F. 919201118 Á.S.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Ferðalög
Costa Brava - Playa de Aro
Gullna ströndin, fyrir fjölskylduna i
sumarleyfið.
starplus.is og starplus.info
Húsnæði íboði
Einbýlishús til leigu, um 340 m²,
á veðursælum stað í botnlanga í
Kópavogi. Möguleiki að skipta í 2
íbúðir. Algjör barnaparadís, stutt í
allt, næg bílastæði.
halldorjonss@gmail.com eða
sími 892 1630.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fjarstýrðar þyrlur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum. Nýjasta tækni. Tilbúin til
flugs beint úr kassanum.
Netlagerinn slf / Tactical.is
Dugguvogur 17-19 2. hæð.
S. 517-8878
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og
endurvinnslu.
Fannar verðlaunagripir, Smiðju-
vegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Er matur og þyngd vandamál?
Nýir byrjendahópar að hefjast!
„Fráhald í forgang“: Sérstakur
stuðningshópur fyrir þá sem eru að
hrasa í fráhaldi!
Upplýsingar í síma 568-3868,
www.matarfikn.is.
Ýmislegt
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Vönduð dömustígvél úr leðri, fóðruð
og á góðum sóla.
Tilboðsverð: 14.500,-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
FJÓRIR FLOTTIR
Teg. 11478 - Mjúkur, samt hald-
góður í D, E skálum á kr. 4.600,-
buxur í stíl á kr. 1.995,-
Teg. 810857 - Þessi frábæri í nýjum
vetrarlit, fæst í C, D skálum á
kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Teg. 42608 - Nettur, léttfylltur og
sætur í B, C skálum á kr. 4.600,-
buxur í stíl á kr. 1.995,-
Teg. 810858 - Léttfylltur, frábært
snið í B, C skálum á kr. 4.600,-
buxur í stíl á kr. 1.995,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Kebek nagladekk
Reynd og prófuð í Kanada.
185/55 R 15 15.900 kr.
185/65 R 15 14.900 kr.
195/65 R 15 14.900 kr.
205/55 R 16 16.900 kr.
215/65 R 16 19.990 kr.
205/50 R 17 19.900 kr.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 5444333.
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '11.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Auris '11.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Húsviðhald
Stigahúsateppi
Strönd ehf., Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, s. 533 5800,
www.strond.is.
TILBOÐ TILBOÐ
TILBOÐ
Teg. 20007 - Mjúkur í D, E skálum á
kr. 2.500,- buxur í stíl á kr. 1.000,-
Teg. 9066 - Mjúkur og góður í C, D
skálum á kr. 2.500,- buxur í stíl á
kr. 1.000,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Til sölu JCB 3CX traktorsgrafa
Árgerð 2006, notkun 3400 tímar.
Verð 6,3 + vsk. Vélin lítur vel út og er
í toppstandi. Uppl. í síma 892 0566.
Vinnuvélar
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Kveðja frá syst-
ur.
Kæri bróðir, ég sakna þín
mjög mikið og góðu símtalanna,
sem við áttum alltaf reglulega í
gegnum árin, það síðasta hinn
áttunda desember síðastliðinn,
sem var gott og ánægjulegt sam-
tal eins og alltaf. Undanfarin
sumur höfum við Héðinn komið í
heimsókn til þín að Vestari-Hóli
með aðstoð Eyglóar dóttur okk-
ar, Adda manns hennar og barna
þeirra, nema síðastliðið sumar,
vegna veikinda Héðins. Þessar
heimsóknir eru ógleymanlegar.
Ég á góðar minningar frá Vest-
ari-Hóli frá bernsku minni, þó að
ég hafi flutt suður með móður
okkar þegar pabbi veiktist, því
mamma fór á sumrin norður og
Sigmundur
Jónsson
✝ SigmundurJónsson fædd-
ist 9. ágúst 1927.
Hann lést 12. des-
ember 2011.
Útför Sigmund-
ar fór fram frá
Barðskirkju í Fljót-
um 30. desember
2011.
var í síld á Siglu-
firði. Ég fékk að
vera hjá ömmu og
afa þannig að við
bróðir minn áttum
frábær sumur sam-
an, sem var mjög
gaman og dýrmætt
fyrir mig. Ég fékk
að vera með þér og
móðursystkinum
okkar í heyskapnun
bæði heima á túni
og niðri á engjum. Þegar ég var
um fimm ára fékk ég litla hrífu
sem Sveinn frændi smíðaði
handa mér. Tíminn leið fljótt og
þegar ég var komin á ferming-
araldur var ákveðið að ég fermd-
ist fyrir norðan í Barðskirkju og
að veislan yrði á Vestari-Hóli.
Fermingardagurinn minn var
heiðskír og fagur, allt gekk mjög
vel. Ég tek undir með Jónasi
sem skrifaði fallega minningar-
grein um þig að allt sem þú tókst
þér fyrir hendur, hvort sem var í
kveðskap eða handverki, gerðir
þú vel, eins og lopapeysuna sem
þú prjónaðir og gafst mér, blá í
grunninn með hvítu munstri og
framan á brjóstinu stóð GóGó
sem er gælunafn mitt. Þessi
peysa var vel nýtt, vinum mín-
um fannst hún mjög falleg og lét
ég alla vita að bróðir minn hefði
prjónað hana handa mér.
Eftir að við Héðinn fórum að
búa var alltaf farið í heimsókn á
sumrin að Vestara-Hóli.
Mamma og pabbi voru með okk-
ur í fyrstu, síðan mamma eftir
andlát pabba, einnig börnin okk-
ar sem voru spennt að hitta
frændfólkið og fá góðu ísköldu
mjólkina, sem Bimbi frændi
sótti í brúsa út í á, og borða
góða meðlætið sem Gunna
frænka bar á borð með henni.
Eftir að Gunna fór á elliheimilið
á Siglufirði var Bimbi einn með
búið en hafði aðstoð frá því að
sauðburður byrjaði á vorin til
haustsins að réttir voru búnar.
Heilsu bróður míns hafði hrakað
hin síðari ár og haustið 2010
ákvað hann að fá húsnæði í
Skálahlíð á Siglufirði yfir vetr-
artímann og leið Bimba vel þar.
Um vorið 2011 fór hann aftur að
Vestari-Hóli og var þar fram í
september að Bimbi lenti á
Sjúkrahúsinu á Siglufirði og
ákvað hann þá að fara í Skála-
hlíð en ekki inn í Fljót. Hann
lést hinn 12. desember síðastlið-
inn í Skálahlíð á Siglufirði. Nú
verður ekki farið meira að Vest-
ara-Hóli og mun ég sakna þess
því ég var alltaf komin heim
þegar ég kom norður.
Að lokum vil ég þakka öllu því
góða fólki í sveitinni, sem að-
stoðaði Bimba þegar heilsu hans
var farið að hraka. Séstakar
kveðjur fær Þór í Saurbæ fyrir
alla þá aðstoð sem hann veitti
þeim Bimba og Ólínu, er hún
ómetanleg. Kærar kveðjur fær
Lilja systir Þórs því hún var
þeim líka mjög hjálpleg.
Saknaðarkveðjur.
Hólmfríður og Héðinn.
Mig langaði að minnast ynd-
islegs frænda í stuttu máli.
Móðir mín og Bimbi voru
systkini, á hverju sumri
brunuðu mamma og pabbi með
allan krakkaskarann sinn norð-
ur í Fljótin til Bimba frænda.
Tjaldað var við bæjarlækinn á
Vestari-Hóli og svaf ég hvergi
betur en við lækjarniðinn þar.
Bimbi setti alltaf mjólkurbrúsa í
lækinn fyrir okkur systkinin svo
við gætum fengið ískalda mjólk
að drekka. Ég man hvað mér
þótti mjólkin í sveitinni góð, hún
var best. Það var algjört æv-
intýri fyrir mig að gista á Vest-
ari-Hóli. Í fyrstu skiptin sem ég
kom til Bimba, þá ung að aldri,
skildi ég ekki alltaf það sem
frændi minn sagði, en þegar ég
fór að koma oftar og fór að eld-
ast fór ég að skilja allt sem hann
sagði. Skilningsleysi mitt á
yngri árum kom til af því að
Bimbi fæddist með tunguhaft
sem aldrei var klippt á. Ég fór í
gripahúsin með Bimba til að sjá
öll dýrin hans, rak beljurnar, lék
mér í bæjarlæknum, fór í berja-
mó í fjallinu og margt fleira. Það
var einstaklega gaman að sjá
Bimba innan um dýrin sín því
hann var svo góður við þau öll
og kunni lagið á þeim öllum. Allt
sem ég upplifði og gerði á Vest-
ari-Hóli var skemmtilegt, al-
gjört ævintýri fyrir mig borg-
arbarnið. Það kom enginn að
tómu matarborði á Vestari-
Hóli, borðin svignuðu undan öll-
um kræsingunum, sem ávallt
voru gerð góð skil, og hin síðari
ár lá hundurinn hans Bimba
ávallt undir matarborðinu og
þáði ýmislegt góðgæti af bónda
sínum. Undanfarin ár var það
árlegur viðburður hjá fjölskyldu
minni og foreldrum að renna í
Fljótin til Bimba frænda um
verslunarmannahelgina. Það var
alltaf jafngaman að hitta Bimba
því hann var ávallt með
skemmtilegar vísur og bros á
vör og stutt í hláturinn.
Að lokum vil ég þakka sveit-
ungum Bimba sem veittu honum
aðstoð þegar heilsu hans fór að
hraka síðustu misseri. Sérstakar
þakkir vil ég færa Þór í Saurbæ
og Lilju systur hans fyrir alla þá
óeigingjörnu aðstoð sem þau
veittu Bimba hin síðari ár.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég móður minni og föður,
ættingjum og vinum.
Með þessum fáu orðum kveð
ég yndislegan og góðan frænda.
Blessuð sé minning hans.
Kærleikskveðja,
Eygló Héðins og fjölskylda.
Í minningu um Sigmund Jóns-
son bónda á Vestari-Hóli í Fljót-
um.
Nú ertu farinn frændi minn
þig ég fæ ekki oftar að sjá
alltaf með vísurnar og húmorinn þinn
gaman var að hlusta á
Bóndi mikill varstu
hundurinn þér ávallt fylgdi
séð um búið gastu
meðan lífið áfram sigldi
Aftur ég ætla mér að hitta þig
þá í fagurri paradís
þangað til bið ég þig um að vernda
mig
því stundum vandamál upp gýs
Hafðu það nú gott á nýjum stað
minningarnar um þig áfram lifa
og ég sé þig seinna eins og ég um
bað
því klukkan heldur áfram að tifa
(Dagmey Ellen Eyglóar-Arnarsd.)
Dagmey Ellen og
Svangeir Albert.