Morgunblaðið - 11.01.2012, Page 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SKRÍTIÐ... HVAÐHELDUR ÞÚ?
LÍTUR
ÚT FYRIR AÐ
VIÐ LÖÐUM
NÚNA AÐ OKKUR
FÁGAÐRI
NAGDÝR
Í
ÞETTA SKIPTI
TEIKNA ÉG
BETRA KORT
Í ÞETTA SKIPTI ÆTLA ÉG AÐ
TEIKNA ÖLL SMÁATRIÐIN
ER FAXAFLÓI
SMÁATRIÐI?
HVORT
FINNST ÞÉR
VANILLU- EÐA
SÚKKULAÐIÍS
BETRI SÚKKULAÐI,
HELD ÉG...
FRÁBÆRT!
MÉR LÍKA!
ÞANNIG
AÐ SAMBANDI
OKKAR ER
BORGIÐ! EN
FRÁBÆRT
ÉG ÞOLI BARA EKKI ÞESSA
„TEA PARTY” HREYFINGU,
SAMA HVAÐ GERIST ÞÁ SEGIR HÚN:
„ÞETTA ER WASHINGTON AÐ KENNA”
ÞÁ ER RÚTAN
FARIN, ÞAÐ
VERÐUR VÍST AÐ
HAFA ÞAÐ
FYRIR-
GEFÐU MAMMA,
ÉG VILDI BARA
EKKI FARA
FYRST ÞÚ NEITAR AÐ FARA
Í ÚTILEGU, ÞAR SEM ÞÚ VERÐUR
AÐ GISTA, ÞÁ SENDUM VIÐ ÞIG
BARA Í DAGSSUMARBÚÐIR
ÁTTU
VIÐ „ÍKORNA-
BÚÐIRNAR”? EN ER
EINHVER ÞAR Á
MÍNUM ALDRI?
MIÐAÐ
VIÐ HVERNIG
ÞÚ HAGAR
ÞÉR...
HJÁLP!
HVAÐ ER ÉG
BÚIN AÐ GERA
NÚNA?
STJÓRINN VIRÐIST
ÆTLA AÐ VINNA FRAM EFTIR
AFSAKIÐ
HERRA HOGAN
HVERNIG
HEFUR HERRA
STARK ÞAÐ,
ÞESSA
DAGANA?
SÆLL
DR. SMITH.
HANN VILL
HELST FÁ AÐ
VERA Í FRIÐI
ÞESSA
DAGANA
HANN FÆR ÞAÐ
EKKI Á MEÐAN PUPPET
MASTER STJÓRNAR
HONUM
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Postul.málun. kl. 9.
Vatnsl.fimi kl. 10.50. Útskurður/postulín
kl. 13.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl 9.
Heilsugæsla kl. 10. Handavinna kl. 12.30.
Brids kl. 13.30.
Boðinn | Vatnsleikf. kl. 9.30. styrkur og
þol (lok. hópur) kl. 10.30, tækjasalur kl.
12. Glerlist kl. 13. Bónusrúta kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist
og handavinna í allan daginn.
Dalbraut 18-20 | Versl.ferð kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vefn. kl. 9.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-hrólfar í göngu kl. 10. Síðdeg-
isdans kl. 14. Álfasöngur og vikivakar.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi
í handavinnu til kl. 15, botsía kl. 9.30/
10.30, glerlistarhópar kl. 9.30/13, fé-
lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16.
Laus pláss á námsk. í málm- og silf-
ursmíði á fös. kl. 13. Uppl. s. 5543400.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns-
leikfimi kl. 12.15, brids kl. 13, Jónshús op-
ið kl. 9.30-16.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Glerbræðsla/mósaík kl. 9. Inn-
ritun. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Botsía
kl. 10.45. Kyrrðarst. í kirkju kl. 12. Handa-
vinna kl. 13. Vatnsleikf. kl. 18.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Þorvaldur Jónsson með harmonikk-
una, sungið dansað, leikfimiæf. kl. 10. Frá
hád. spilasalur opinn.
Grensáskirkja | Samverustund í safn-
aðarheimilinu kl. 14.
Hraunsel | Pútt kl. 10, bókm.kl. kl. 10,
línudans kl. 11, handav. kl. 13, gler-
bræðsla kl. 13, bingó kl. 13,30, Gafl-
arakórinn kl. 16, innritun í námskeið í
tréútskurði þri. og fim. kl. 14 í gamla
Lækjarskóla, kennari Jón Adólf Steinólfs-
son, s. 5550142.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30.
Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30,
lestur og spjall.
Hæðargarður 31 | Framsagnarhópur
Soffíu kl. 10/13, leirmótun kl. 10, gáfu-
mannakaffi kl. 15. Skrán. í leirmótun,
leikfimi, hláturjóga, brids, taichi, söng,
línu- og magadans, skrautskrift, glerlist
o.fl.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdans kl.
15.30.
Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðja kl.
13:30. Pútt 12. janúar kl. 13:30.
Neskirkja | Opið hús kl. 15. Yfirskilvitleg
reynsla. Hvernig eigum við að skilja hana
og túlka? Sr. Þórhallur Heimisson miðlar
okkur af fræðasjóði sínum. Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Upp-
lestur kl. 11. Hjúkrunarfr. kl. 10. Félagsvist
kl. 14.
Selið | Dagblöð, morgunkaffi. Handa-
vinna kl. 13.
Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9. Mynd-
mennt kl. 9. Spænska (frh.) kl. 9:15.
Spænska (byrj.) kl. 10:45. Verslunarferð í
Bónus kl. 12:10. Tréskurður kl. 13. Kaffi-
veitingar kl. 14:30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og
bókband kl. 9, handav. kl. 9.30, messa kl.
10.15, Bónus kl. 12.20, upplestur
frh.saga kl. 12.30, dans kl. 14,Vitatorgs-
bandið.
Sigrún Haraldsdóttir hefur velthálkuvörnum í Reykjavík fyrir
sér eins og aðrir borgarbúar: „Það
að bera sand á svell er svakalega
vitlaust ef svo þarf að fjarlægja
hann síðar. Við þessar hugrenn-
ingar tók húsmóðirin í mér dálítið
viðbragð:
Að vaska upp disk er vitlaust starf
og vanþakklátt og strítt
og eftir notkun þvo hann þarf
og þerra upp á nýtt.“
Bjarni úrsmiður frá Gröf velti því
einnig fyrir sér hversu öfugsnúin
tilveran væri:
Hér er bölvuð ótíð oft
og aldrei friður;
það ætti að rigna upp í loft
en ekki niður.
Ingólfur Ómar Ármannsson svaf
ekkert fyrir rokinu sem barði
gluggana og setti hann saman
hringhendu:
Nú á stríður vetur völd,
værð mér tíðum spillir,
norðan hríðin hörð og köld
hugann kvíða fyllir.
Hann bætti við:
Vond er þessi vetrartíð,
vill mig jafnan plaga
þegar úti hörku hríð
hamast alla daga.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af uppvaski og götum
Hvað er læknirinn
Dagur að hugsa?
Mig furðar stórum á
því, að læknirinn Dag-
ur B. Eggertsson
skuli heldur vilja hlífa
sandmokurum borg-
arinnar við að moka
sandi og salti á hálk-
una og þurfa að
hreinsa það af göt-
unum í vor, heldur en
hlífa okkur borgar-
búum við slysum í
þessari færð og gera
gamla fólkinu þá
ósvinnu að þurfa að
vera marga daga inn-
andyra vegna ófærðarinnar. Mér
þykir það heldur einkennileg hag-
fræði hjá lækninum Degi, ef hann
vill spara með þessu móti og heldur
að það sé eitthvert hagræði í því,
vegna þess að öll heilbrigð skynsemi
segir, að það sé nákvæmlega enginn
sparnaður fyrir ríki eða borg af öll-
um þessum slysum í hálkunni, sem
hafa verið undanfarið með þeim til-
kostnaði og sjúkrahússkostnaði sem
því fylgir. Dagur virðist greinilega
ekki hugsa dæmið sem læknir. Ég
auglýsi því eftir lækn-
inum Degi og sjón-
armiðum hans, því að
það er útilokað, að
læknirinn geti verið
sammála borg-
arfulltrúanum í þess-
um efnum. Það hefði
annars verið gott fyrir
bílstjórana að hafa
nagladekkin á sunnu-
daginn og verst, að
þau skyldu hafa verið
aflögð. Ég vil svo rétt
vona, að þessi Besti
flokkur komist aldrei
til valda í landspólitík-
inni. Það sýnir sig æ
betur, að þeim er ekki
treystandi fyrir borginni, hvað þá
landinu. Ég höfða því til almennrar
skynsemi háttvirtra kjósenda að
kjósa ekki slíka ógæfu yfir sig aftur
og það á landsvísu og læra af reynsl-
unni af borgarstjórninni. Nú er nóg
komið.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi
Ást er…
… húsfylli.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur