Morgunblaðið - 11.01.2012, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Það er upprunalega
útgáfan af Black Sab-
bath sem vinnur að plötunni,
með Ozzy Osbourne... 31
»
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur á hverju ári
í samvinnu við Listaháskóla Íslands ein-
leikarakeppni sem er opin tónlistanemum á
háskólastigi. Sigurvegarar keppninnar koma
síðan fram með hljómsveitinni á tónleikum
undir yfirskriftinni „Ungir einleikarar“. Tón-
leikarnir verða haldnir í Hörpu á morgun,
fimmtudag, og hefjast klukkan 19.30.
Fjórtán tóku þátt í einleikarakeppninni að
þessu sinni og stóðu fjórir uppi sem sigurveg-
arar: Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Elín Arnardóttir píanóleikari, Hrafn-
hildur Árnadóttir einsöngvari og Ísak
Ríkharðsson fiðluleikari.
Á efnisskrá tónleikanna eru Fiðlukonsert
nr. 5 í A-dúr eftir W.A. Mozart, Píanókonsert
nr. 2 eftir Camille Saint-Saëns, „Exsultate,
jubilate“ eftir W.A. Mozart og Fiðlukonsert
nr. 2 eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitarstjóri
er Bernharður Wilkinson.
Í námi heima og erlendis
Hrafnhildur Árnadóttir lauk burtfararprófi
frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2009. Hún
stundan nú söngnám við Conservatorium van
Amsterdam í Hollandi. Þá hefur Hrafnhildur
sótt námskeið og einkatíma hjá ýmsum kenn-
urum í Evrópu og New York.
Þau Chrissie Thelma, Elín og Ísak stunda
öll nám við Listaháskóla Íslands. Crissie
Thelma lýkur diplómanámi í vor. Hún hefur
leikið með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins,
meðal annars sem konsertmeistari, og með
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá
stofnun. Elín stundar B.Mus-nám við LÍ en
hún hóf nám á diplómabraut skólans haustið
2009. Peter Máté hefur verið aðalkennari
hennar frá 2004. Í fyrravor lék hún Píanókon-
sert nr. 18 eftir Mozart með Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna. Ísak hóf nám hjá Guðnýju
Guðmundsdóttur í LÍ haustið 2008 og hefur að
auki sótt ýmis námskeið og einkatíma. Margir
minnast þess er Ísak kom víða fram sem
drengjasópran á árunum 2003-2005.
Sigurvegarar leika
Ungir einleikarar koma fram með SÍ á morgun
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Einleikararnir Chrissie Thelma, Hrafnhildur,
Ísak og Elín koma fram á tónleikum SÍ.
Salon Islandus heldur sína árlegu
nýárstónleika í Salnum, Kópavogi,
föstudagskvöldið 13. janúar klukk-
an 20.00.
Að þessu sinni kemur Þóra Ein-
arsdóttir sópransöngkona fram
með hljómsveitinni og því er jafn-
framt heitið að Sigrún Eðvalds-
dóttir taki glæsinúmer á fiðluna, í
anda Fritz Kreislers.
Tónleikarnir hefjast á Tjarnar-
marsi Páls Pampichlers Pálssonar
og þá taka við valsar og polkar
ásamt einsöngsatriðum.
Eftir tónleikana heldur hljóm-
sveitin norður í Skagafjörð og kem-
ur fram ásamt karlakórnum Heimi
og einsöngvurum í Miðgarði á laug-
ardagskvöldið.
Hljómsveitina skipar úrval lands-
kunnra hljóðfæraleikara: Sigurður
Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir,
Pálína Árnadóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason,
Matial Nardeau og Pétur Grét-
arsson.
Árlegir
nýárs-
tónleikar
Salon Islandus
leikur í Salnum
Hljómsveitin Salon Islandus leikur
í Salnum ásamt Þóru Einarsdóttur.
Solomon R. Gug-
genheim-
stofnunin sem
rekur Guggen-
heim-safnið
fræga í New
York og fjögur
útibú þess í öðr-
um löndum, hef-
ur lagt til við yf-
irvöld í Helsinki,
að þau ráðist
saman í undirbúning byggingar
Guggenheim-safns þar í borg.
Varð Helsinki fyrir valinu vegna
mikils áhuga Finna á myndlist og
hönnun, auk þess sem fyrirhugað
er að ráðast í breytingar á bygg-
ingasvæði við höfnina. Ef af verður
mun safnið rísa við hlið byggingar
sem Alvar Aalto hannaði fyrir
Stora Enso-viðarfyrirtækið.
Útibú í
Helsinki?
Guggenheim-
safnið í New York
Már Jónsson flytur í dag, mið-
vikudag, erindi í röðinni „Góss-
ið hans Árna“ en erindin fjalla
um handrit úr safni Árna
Magnússonar. Már hefur mál
sitt kl. 12.15 á bókasal Þjóð-
menningarhússins og segir frá
í um hálfa klukkustund.
Erindi Más er um Jóns-
bókarhandrit frá 14. öld sem
Árni eignaðist ungur: AM 344
fol. Handritið verður til sýnis á
staðnum.
Þegar Árni Magnússon var rétt rúmlega tvítug-
ur eignaðist hann þrjár veglegar lögbækur frá 14.
öld hjá vinum og vandmönnum í Dalasýslu. Þær
urðu kveikjan að handritasöfnun hans.
Bókmenntir
Már segir frá Jóns-
bókarhandriti Árna
Már Jónsson
prófessor
Feðgarnir frá Kirkjubóli er
heiti tvöfaldrar sagnaskemmt-
unar sem boðið var upp á um
síðustu helgi í Landnámssetr-
inu í Borgarnesi, með þeim
Silju Aðalsteinsdóttur og
Böðvari Guðmundssyni. Að-
eins var gert ráð fyrir þremur
sýningum en það seldist upp á
þær allar og var þá ákveðið að
bæta við sýningu á laugardag-
inn kemur, 14. janúar.
Silja hefur leikinn klukkan 14 og segir frá Guð-
mundi Böðvarssyni og konunum í lífi hans. Böðvar
hefur sínar frásagnir síðan klukkan 16.30. Stutt
hlé er á báðum sýningum og 45 mínútna hlé milli
sýninganna.
Bókmenntir
Aukasýning Silju
og Böðvars
Böðvar
Guðmundsson
Reykholtskórinn heldur tón-
leika í Reykholtskirkju á föstu-
daginn kemur, 13. janúar, og
hefjast þeir klukkan 20.30.
Tónleikarnir eru haldnir til
að hylla Bjarna Guðráðsson og
þakka honum fyrir ötult starf
hans sem stofnanda kórsins og
stjórnanda síðastliðna áratugi.
Jafnframt vill kórinn þakka
Sigrúnu Einarsdóttur, eigin-
konu Bjarna, alúð hennar,
gestrisni og elskulegheit í garð kórfélaga.
Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og
meðleikari Jónína Erna Arnardóttir.
Eftir tónleikana býður sóknarnefnd Reykholts-
sóknar upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Tónlist
Reykholtskórinn
þakkar Bjarna
Bjarni
Guðráðsson
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við notum allar aðferðir leikhússins
sem okkur finnst henta til þess að
segja þessa sögu, þ.m.t. söngleikja-
formið. Ef fólk vill kaupa sér árskort í
leikhúsið getur það þess vegna bara
keypt sér miða á þessa einu sýningu,
því þetta er í raun eins og margar
sýningar í einni,“ segir Björn Hlynur
Haraldsson, höfundur og leikstjóri,
um Axlar-Björn sem leikhópurinn
Vesturport frumsýnir á litla sviði
Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.00.
Þetta er í annað sinn sem Björn
Hlynur leikstýrir eigin leikriti, en ár-
ið 2008 setti hann upp Dubbeldusch
hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðspurður
segir Björn Hlynur í raun ekki koma
annað til greina en að leikstýra eigin
leikritum, enda hafi hann ávallt mjög
skýra sýn á það hvernig hann vill
sviðsetja verk sín. Að sögn Björns
Hlyns hefur saga Axlar-Björns
blundað með honum lengi. „Mér hef-
ur alltaf fundist þjóðsögur skemmti-
legt söguform og þessi þá sér-
staklega. Þetta er mjög leikhúsvæn
saga enda hægt að útfæra hana mjög
myndrænt. Í nálgun minni reyni ég
að tengja söguna við bæði sjálfan mig
og minn samtíma.“ Spurður hvort
ekki sé erfitt að finna tengingu við
morðóðan mann sem uppi var á 16.
öld svarar Björn Hlynur því neitandi
og bendir á að flestar stórar persónur
leikbókmenntanna hafi verið bölvuð
illmenni, t.d. Ríkharður þriðji hjá
Shakespeare, en spennandi sé að
skoða hvatann að illvirkjum þeirra.
„Ég leita því að þeim kringum-
stæðum sem móta Axlar-Björn og
gera hann að því sem hann er.“
Björn Hlynur er með valda menn á
öllum póstum. Þannig hannar Axel
Hrafnkell Jóhannesson leikmynd,
Mundi búninga og Kjartan Þórisson
lýsingu. Höfundur tónlistar og hljóð-
myndar er Kjartan Sveinsson úr Sig-
urrós. „Mig hefur alltaf langað til að
fá hann til að vinna í leikhúsinu.
Kjartan kemur með ferskan
andblæ í tónlist sinni.“
„Margar sýningar í einni“
Nýtt leikverk úr smiðju Vesturports frumsýnt í Borgarleikhúsinu kl. 20 í kvöld
Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir eigin leikriti um morðingjann Axlar-Björn
Leikhúsveisla Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson leika öll hlutverkin í sýningunni, en að sögn Björn Hlyns
Haraldssonar leikstjóra er öllum meðulum leikhússins beitt til að koma sögunni um Axlar-Björn til skila.
Axlar-Björn er þekktasti fjöldamorðingi Íslandssög-
unnar, kenndur við bæinn Öxl í Breiðuvík á
Snæfellsnesi. Sagan segir að móðir hans
hafi verið sólgin í mannablóð þegar hún
gekk með hann og faðir hans hafi
reglulega blóðgað sig til að svala
þorsta eiginkonu sinnar. Í Íslenskum
þjóðsögum sem Jón Árnason tók
saman er því lýst hvernig Axlar-Björn
drap ferðamenn sem áttu leið um hlað-
ið hjá honum og rændi þá föt-
um, peningum og hestum,
en stundum drap hann einnig fátæka ferðalanga. Talið
er að Axlar-Björn hafi myrt átján manns áður en upp
um hann komst. Fyrsta morðið framdi hann aðeins 14
ára gamall og dysjaði fórnarlamb sitt í flórnum á Knerri
en öllum hinum var sökkt í Íglutjörn fyrir neðan túnið á
Öxl. Axlar-Björn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi
árið 1596 að Laugarbrekku. Fyrst var hann beinbrotinn
á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á
eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans
festir upp á stengur. Bæði Sveinn skotti sonur Axlar-
Björns og sonarsonur hans, Gísli hrókur, voru morð-
ingjar og hengdir fyrir ódæði sín.
Framdi fyrsta morðið aðeins 14 ára
SAGA EINS KALDRIFJAÐASTA MORÐINGJA ÍSLANDSSÖGUNNAR
Leikstjórinn
Björn Hlynur