Morgunblaðið - 11.01.2012, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Finnur alltaf fyrir smá fiðringi
Lögin fimm sem keppa í fyrsta undanúrslita-
þættinum fyrir Evróvisjón-keppnina í Azerbaíd-
sjan eru komin inn á vef Rúv. Þættirnir verða
alls þrír, laugardagana 14., 21. og 28. janúar, og
eftir hvern þátt verður símakosning þar sem tvö
lög verða valin og komast þau áfram í úr-
slitaþáttinn 11. febrúar.
Segja má að einn af keppendunum á
laugardaginn sé hokinn af reynslu, en
það er hann Jón Jósep Snæbjörnsson,
Jónsi, sem tók þátt í Evróvisjón í Ist-
anbúl árið 2004 með ballöðunni Hea-
ven. Hann tók einnig þátt í und-
ankeppninni hér heima árið 2007 en
þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Eiríki
Haukssyni. Þrátt fyrir reynsluna við-
urkennir hann að finna alltaf fyrir smá
fiðringi áður en hann stígur á svið.
„Núna veit ég hinsvegar hversu mik-
ill og tímafrekur undirbúningurinn
er sem gerir að verkum að ég er
ekki eins stressaður og áður,“
segir Jónsi og bætir við að það sé alltaf jafn-
gaman að fá að taka þátt í keppninni. „Þetta er
með stærstu tónlistar-„pródúsjónum“ á hverju
ári og er virklega vandað til verksins. Það hang-
ir aftur á móti annað og meira á spýtunni en ef
um tónleika eina og sér væri að ræða.“
Margt spilar inn í
Telur Jónsi sig standa betur að vígi en
aðrir keppendur þar sem hann hefur
þegar keppt fyrir Íslands hönd í Evr-
óvisjón? „Ég hef satt að segja ekki
nokkra einustu hugmynd um það. Ég
held að það sé svo margt sem spili inn í á
deginum sjálfum, hvort lagið sé til þess
fallið að fólki líki við það. Það eru
ekki endilega gæði lagsins og
sigranleiki þess á evróvisjón-
íska vísu sem valda því hvað lag
kemst áfram,“ segir Jónsi sem
hefur greinilega velt þessum
hlutum fyrir sér. „Það er
stundum eins og í þessum keppnisanda sem verð-
ur til að þá fari fólk að velja með öðrum aðferð-
um en hugsanlega að meta hversu gott lagið er.“
ylfa@mbl.is
Fyrsti undanúrslitaþátturinn fyrir Evróvisjón verður á laugardaginn
Vinir Sjonna Keppendur Íslands í fyrra.
Jón Jósep
Snæbjörnsson ruv.is/songvakeppni
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Sigtryggur Baldursson, einnig þekktur
sem Bogomil Font, tekur um næstu mán-
aðamót við stöðu framkvæmdastjóra
ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar
tónlistar, af Önnu Hildi Hildibrandsdóttur.
Hann er ráðinn til hálfs árs en að þeim
tíma liðnum verður tekin ákvörðun um
hvort hann gegni starfinu áfram.
„Mér líst æðislega vel á þetta. Anna
Hildur, með atfylgi stjórnarinnar, er búin
að skapa mjög virkt batterí og það eru
mjög spennandi verkefni framundan,“ seg-
ir Sigtryggur. „Það er vel skipulagður
verkefnalisti út árið þannig að ég tek við
mjög góðu búi.“ Hann segist þó ganga inn í
ákveðin baráttumál, t.a.m. hvað varðar
stofnun sjóðs fyrir útflutning tónlistar.
„Það er mjög fínt að vera með útflutnings-
skrifstofu en hún þarf nauðsynlega á að
halda litlum tónlistarútflutningssjóði sem
hún getur notað til að styrkja verkefni.“
Sigtryggur hefur reglulega troðið upp
sem Bogomil Font og unnið með öðrum
tónlistarmönnum, t.a.m. með Eldum og
Pétri Ben., auk þess að semja tónlistina
fyrir leikritið Kirsuberjagarðinn. Hann
segir að nú þurfi hann hins vegar að
minnka spilamennskuna, a.m.k. á meðan
hann sé að setja sig inn í starfið. „Ég þarf
að minnka umfang mitt sem starfandi tón-
listarmaður en ég ætla að sinna þáttagerð
áfram. Starfið kemur til með að taka meiri-
hlutann af mínum tíma.“
Aukning í tónlistartengdri
ferðamennsku
Spurður hvernig það hafi komið til að
honum var boðið starfið segir Sigtryggur
nokkra þætti hafa ráðið því. „Ég hef mikla
reynslu af íslensku tónlistarlífi og útflutn-
ingi á tónlist þar sem ég var í Sykurmol-
unum og Smekkleysubatteríinu. Að auki
sit ég í stjórn ÚTÓN og hef fylgst mjög vel
með vexti stofunnar og reynt að leggja
mitt af mörkum þar sem stjórnarmaður. Í
þriðja lagi er Anna Hildur að fara til ann-
arra starfa með mjög stuttum fyrirvara
þannig að stjórnin spurði hvort ég væri til
í að taka við þessu starfi, til bráðabirgða til
að byrja með,“ segir Sigtryggur. „Svo
sjáum við til hvort þetta hentar mér og ég
henta stofunni.“
Í skýrslu sem ÚTÓN gaf út í gær um
Airwaves-tónlistarhátíðina kemur fram að
velta erlendra gesta árið 2011 var um 664
milljónir króna (um skýrsluna má lesa nán-
ar á bls. 31). „Eitt af markmiðum ÚTÓN
er að vinna í tónlistartengdri ferða-
mennsku og áframhaldandi þróun tónlist-
arhátíða á landinu öllu. Í skýrslunni erum
við að benda á að Airwaves er alvörustærð
í ferðamennsku og að það er gríðarleg
aukning í þessari tónlistartengdu ferða-
mennsku sem tengist vetrinum.“
Mennta umboðsfólk
fyrir íslenska tónlist
Önnur verkefni á könnu ÚTÓN eru m.a.
fræðslu- og kynningarstarf. „Við erum að
vinna í samnorrænu verkefni um menntun
fyrir umboðsfólk í tónlistarmennsku og er-
um að fara að vinna af meiri krafti í því að
búa til umboðsmenn fyrir íslenska tónlist.
Svo erum við eins og fyrr segir að vinna í
þróun á tónlistarhátíðum sem er afskap-
lega spennandi verkefni því tónlistar-
hátíðir eru hluti af útflutningi á íslenskri
tónlist og mjög spennandi verkefni sem því
tengjast.“
Sigtryggur segist munu leggja áherslu á
að sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja
hjá ÚTÓN, sem eru kynningarstarfið og
vinnan við tónlistarhátíðir, auk upplýsinga-
starfs fyrir hljómsveitir sem eru að reyna
að koma sér á framfæri utan landstein-
anna. Því fylgi eftirlit með tónlistar-
hátíðum erlendis sem íslenskar sveitir ætli
að fara á og aðstoð í tengslum við ýmislegt
þar að lútandi. „Aðalbaráttumálið er hins
vegar að gera tónlistarútflutningssjóðinn
að veruleika þannig að hægt verði að
styðja betur við þau verkefni sem við erum
að reyna að aðstoða til útflutnings.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigtryggur Hann segist spenntur fyrir að taka við stöðu framkvæmdastjóra ÚTÓN um næstu mánaðamót. „Það er vel skipulagður verkefnalisti út árið þannig að ég tek við mjög góðu búi.“
Útflutningssjóður baráttumál
Sigtryggur Baldursson tekur við stöðu framkvæmdastjóra ÚTÓN 1. febrúar Mun draga úr
spilamennsku Aðalbaráttumálið að stofna tónlistarútflutningssjóð til að styrkja verkefni
„Hljómskálinn er
afskaplega
spennandi og
skemmtilegt
verkefni sem hef-
ur tekist vonum
framar,“ segir
Sigtryggur en
hann segir að
byrjað sé að
skipuleggja og vinna hugmyndavinnuna fyrir
næstu seríu sem fer í loftið í mars. „Það er
eins með Hljómskálann og góðar hljómsveitir
að þetta er afrakstur góðrar samvinnu. Það
gengur allt út á að finna rétta fólkið til að
vinna saman og fá það besta út úr því.“
Spurður hvort næsta sería verði með öðru
sniði en sú síðasta segir Sigtryggur að unnið
sé eftir fjölbreytilegri formúlu en þó reynt að
endurtaka sig ekki beinlínis. „Það er ein af
okkar fílósófíum í sjónvarpsgerð að það sé
hollt á koma á óvart.“
Hollt að
koma á óvart
HLJÓMSKÁLINN
Leyndarmál
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Þórunn Erna Clausen.
Flytjandi: Íris Hólm.
Mundu eftir mér
Lag og texti: Greta Salóme
Stefánsdóttir. Flytjendur Jón
Jósep Snæbjörnsson og Greta
Salóme Stefánsdóttir.
Rýtingur
Lag og texti: Gestur Guðnason
og Hallvarður Ásgeirsson.
Flytjandi: Fatherz’n’Sonz.
Við hjartarót mína
Lag og texti: Árni Hjartarson.
Flytjandi: Aðalheiður
Ólafsdóttir.
Stattu upp
Lag og texti: Ingólfur
Þórarinsson og Axel Árnason.
Flytjandi: Blár Ópal.
Keppendur
14. janúar