Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 8

Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 Sú saga var sögð, vafalítið ósönn,að fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna hefði átt erfitt með að leggja nafn forseta Írans á minnið.    Viðurkenna má aðnafnið Ahmad- inejad er ekki það þægilegasta af þeim sem mikilvægir fyrirmenn bera.    Þótt varla sé þaðannar eins tungubrjótur og Eyjafjallajökull.    Og fyrrnefndasagan var sú að embættismenn Hvíta hússins hefðu auðveldað sínum manni að fara rétt með hið flókna nafn Íransforseta með því að hugsa sér það sem: „Ah, mad indeed.“ Eftir þetta hafi hann komist klakklaust í gegnum blaða- mannafundi með nafnið.    Nöfn forseta Venesúela, Ník-aragva og Kúbu, Chaves, Or- tega og Kastró, eru mun viðráðan- legri, þótt hugsanlega hefði viðkomandi forseti viljað nota sama nafnið á alla þrjá.    Chaves hefur að undanförnu háðbaráttu við krabbamein, eins og því miður fleiri leiðtogar Suður- Ameríku. Chaves varpaði fram þeirri tilgátu nýlega að leyniþjón- usta CIA hefði með einhverjum hætti plantað krabbanum í hina veiku leiðtoga. Virtist forsetinn setja þessa tilgátu fram í fúlustu al- vöru.    Fyrri fréttir af einstaklegakauðskum og afkáralegum til- burðum CIA við að koma Fídel Kastró fyrir kattarnef gera tilgátur Chavesar ekki sennilegar, hvað sem má að öðru leyti segja. Fídel Kastró Kenningar um launmorð STAKSTEINAR Chaves Veður víða um heim 11.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -6 heiðskírt Akureyri -5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -2 léttskýjað Vestmannaeyjar 1 léttskýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 1 skúrir Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 10 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 8 skýjað London 11 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 súld Vín 7 skýjað Moskva -2 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -15 snjókoma Montreal -13 alskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 7 léttskýjað Orlando 19 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:03 16:10 ÍSAFJÖRÐUR 11:37 15:45 SIGLUFJÖRÐUR 11:21 15:27 DJÚPIVOGUR 10:39 15:32 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fulltrúar í samninganefnd ASÍ voru ekki bjartsýnir eftir fund með þrem- ur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gærmorgun um efndir loforða í yf- irlýsingu stjórnvalda vegna kjara- samninganna frá 5. maí sl. Taka þarf ákvörðun um uppsögn samninga í síðasta lagi á föstudag í næstu viku. „Það er ekkert sem bendir til að [stjórnvöld] muni gera breytingar á þessum stóru atriðum sem við ger- um athugasemdir við, annars vegar hækkun almannatryggingabótanna og hins vegar aðförinni að lífeyris- sjóðunum,“ sagði Stefán Einar Stef- ánsson, formaður VR, eftir fundinn. Hann segist hafa haldið fundi með trúnaðarmönnum og trúnaðarráði að undanförnu og endanleg ákvörðun félagsins verði svo tekin í trúnaðar- ráði 16. janúar. „Eins og ég les í að- stæður þá telur fólk mikilvægt að samningarnir haldi, sérstaklega vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa staðið við sinn hluta samkomu- lagsins. Hins vegar er gríðarleg kergja út í framgöngu ríkisstjórnar- innar í þeim málum sem tengjast yf- irlýsingunni frá 5. maí, sem ekki hef- ur verið staðið við. Að sjálfsögðu hefur margt verið gert og augljóst að stjórnkerfið hefur lagt mikið á sig til að koma ákveðnum málum í gegn en það eru stór og mikil mál sem ekki hafa fengið þá afgreiðslu sem lofað var heldur þvert á móti. Ég heyri á mínu fólki að menn gráta það mjög að við skulum ekki hafa þau vopn í höndunum sem til þarf til þess að þvinga fram þann rétt sem við teljum okkur eiga gagn- vart yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.“ Verði samningum sagt upp fá launþegar ekki þá 3,5% hækkun sem kveðið er á um 1. febrúar á almenna markaðinum og 1. mars hjá opinber- um starfsmönnum. Forseta ASÍ var falið að halda áfram að ræða við stjórnvöld fram á fimmtudag í næstu viku. „Það er mitt mat eftir þennan fund að það sé ekkert að ræða. Það er ljóst að það á ekki að standa við þessi atriði og ég tel að þau mál verði ekkert gerð upp fyrr en þá í kosn- ingum,“ segir Stefán. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að viðræður hafi verið óform- legar og ljóst sé hvað út af stendur. „Það er ljóst að það er forsendu- brestur í okkar kjarasamningi og við höfum kallað eftir því að fá viðræður og viðbrögð stjórnvalda áður en við tökum ákvarðanir.“ Gylfi segir að sum þessara atriða verði ekki leyst fyrir 20. janúar en engu að síður sé mikilvægt að móta þeim ákveðinn far- veg. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasam- bandsins, segir aðildarfélög- in funda þessa dagana, 17. janúar er svo boðaður 120 manna fundur samn- inganefndar og trúnað- arráðs og formanna- fundur SGS verði 18. janúar. „Gríðarleg kergja“ í fólki  Segir lítinn árangur af fundi ASÍ með þremur ráðherrum  Stjórnvöld gagnrýnd en mikilvægt að samningar haldi Morgunblaðið/Ómar Kjaramál Ekki er ljóst hvort samn- ingar launafólks standa eða falla. „Menn hafa ekki oft lent í því að íhuga það alvarlega að segja upp kjarasamningi gagnvart samningsaðila, sem hefur staðið við allt sitt. Það er mjög óvanaleg aðstaða og mönnum líður mjög illa með það,“ segir Stefán Einar Stef- ánsson, formaður VR. Flestum ber saman um að forsendur samninganna sjálfra haldi en upp á vanti að ríkisstjórnin standi við sitt. Við endurskoðun samninga ASÍ og SA eru í reynd allir kjarasamningar í húfi. Í samn- ingum félaga opinberra starfsmanna segir að komi til þess að samningum á al- mennum vinnumarkaði verði sagt upp nú á grund- velli forsendu- ákvæðis þeirra sé aðilum heimilt að segja upp samn- ingnum fyrir 15. febrúar. Mjög óvana- leg aðstaða FÉLÖGIN ÍHUGA UPPSÖGN Stefán Einar Stefánsson Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðs- félags Akraness lýsir í ályktun yfir algeru vantrausti á ríkisstjórnina vegna síendurtekinna svika og van- efnda við launafólk og krefst þess að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga við fyrsta tækifæri. Að mati stjórnar og trúnaðarráðs er þó ekki grundvöllur fyrir því að segja upp kjarasamningum þó að forsenduákvæði gagnvart ríkis- stjórninni hafi „kolbrostið“, enda muni ekkert annað gerast gagnvart launþegum, ef samningum verður sagt upp, en að launahækkanir 1. febrúar verði hafðar af launafólki. Vilja kosningar en samningar haldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.