Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 12

Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fjármálaráðuneytið hefur afhent Morgunblaðinu gögn um kostnað vegna samninganefndar vegna Ice- save undir forystu Lee C. Buchheit, um ellefu mánuðum eftir að ofanrit- aður blaðamaður bað fyrst um upp- lýsingarnar. Áður hafði fjármála- ráðherra upplýst á Alþingi heildarkostnað vegna nefndar- manna og kostnað vegna einstakra samningamanna og helstu sérfræð- inga sem leitað var til en þau gögn sem Morgunblaðið fékk afhent eru ítarlegri og þar er að finna sund- urliðun sem ekki kom fram í svari ráðherrans. Ráðuneytinu var gert að afhenda gögnin með úrskurði úrskurðar- nefndar í upplýsingamálum sem kveðinn var upp 29. desember. Málsmeðferð hjá nefndinni tók um níu mánuði. Hawkpoint rukkaði mest Hæstu greiðslurnar voru til Hawkpoint Partners, lögræðifyrir- tækis í Lundúnum, vegna sérfræði- ráðgjafar upp á 143 milljónir. Reikningar þeirra eru lítt sundur- liðaðir, aðeins talað um þóknanir samkvæmt samkomulagi. Töluverður kostnaður féll til vegna ferðalaga og þannig rukkar Hawkpoint t.d. alls um 3,7 milljónir króna vegna flugferða, þar af 1,6 milljónir vegna flugferða 14. janúar 2010 en ekki kemur fram hvert var flogið eða hversu margir farseðlar voru keyptir. Kostnaður vegna leigubíla og lestaferða starfsmanna Hawkpoint nam alls um 580 þúsund krónum. Lögfræðistofa Lee C. Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, rukkaði alls um 86,4 milljónir. Það var heildarþóknun til stofunnar, þ.m.t. allur útlagður kostnaður og laun annarra starfsmanna en Buch- heit. Tímagjaldið þar er hærra en gengur og gerist hér á landi en fram kemur í skjölunum að rukkað er um 1.020 bandaríkjadali, jafn- gildi 128 þúsund íslenskra króna, fyrir hvern útseldan tíma fyrir lög- fræðiþjónustu en minna fyrir aðra þjónustu. Reikningar frá Jóhannesi Karli Sveinssyni og Lárusi Blöndal, sem sátu í samninganefndinni eru ítar- lega sundurliðaðir. Þeir tiltaka báð- ir útselda tíma, líkt og lögmenn gera iðulega, og hvernig þeim var varið. Þar tiltaka þeir m.a. sam- skipti við fjölmiðlamenn. Í fylgiblöðum með reikningum frá Lárusi Blöndal tiltekur hann m.a. fundi og símafundi við ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytisins, fjármálaráðherra og við forystu stjórnarandstöðunnar, einkum Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Fór aftur og aftur yfir drög Lárus rukkar einnig fyrir sam- skipti við blaðamenn í kjölfar þess að samningarnir voru kynntir op- inberlega á blaðamannafundi í Iðnó 9. desember 2010. Þar segir m.a. að hann hafi „farið aftur og aftur yfir drög að fréttum í Mogga“ 10. des- ember. Daginn eftir birtist allítar- legt viðtal við hann í Morgun- blaðinu og er hann væntanlega að vísa til þess að hann hafi fengið að lesa það yfir fyrir birtingu. Einnig telur hann til samtöl við fréttamenn og þingmenn, undirbúning og viðtal á Hrafnaþingi sem er sjónvarps- þáttur á ÍNN. Tók tæplega ár að fá gögnin  Úrskurðarnefnd í upplýsingamálum gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda gögn um kostnað vegna samninganefndar um Icesave  Ráðuneytinu bar að verða við beiðni sem lögð var fram í febrúar 2011 Gert að afhenda » Þau gögn sem ráðuneytinu var gert að afhenda eru afrit reikninga frá fulltrúum í samn- inganefnd ríkisins, afrit reikn- inga frá öðrum sérfræðingum sem leitað var til vegna máls- ins og svo í þriðja lagi afrit reikninga eða greiðslukvittana vegna ýmissar þjónustu; leigu- bifreiða, veitinga á fundum, hótelgistingar, flugferða o.s.frv. » Í úrskurðinum kemur fram að engir verksamningar liggja fyrir í gögnum málsins. » Í ljósi kæru málsins var talið að reikningar sem lúta að öðr- um greiðslum en sérfræðiþjón- ustu féllu utan kæruefnis. Morgunblaðið/Kristinn Icesave Lee Buchheit og Guðmundur Árnason á kynningarfundinum 2010. Beðið um upplýsingar í febrúar 2011 og þær afhentar í janúar 2012 9. desember 2010 Niðurstöður Icesave-samninga við Breta og Hollendinga kynntar í Iðnó. 31. janúar 2011 Síðasti reikningurinn vegna starfa nefndarmanna og sérfræðiaðstoðar sendur íslenskum stjórnvöldum. 21. febrúar 2011 Morgunblaðið óskar eftir upplýsingum umkostnað vegna samninganefndar Lee C.Bucheit. 24. febrúar 2011 Morgunblaðið ítrekar fyrirspurnina en er sagt að, líkt og fram hefði komið í samtali fyrr í vikunni, væri ráðuneytið ekki komiðmeð heildarkostnað og upplýsingar yrðu ekki gefnar fyrr en hann lægi fyrir.Morgunblaðið bendir m.a. á að ef heildaryfirlit liggi ekki fyrir hljóti ráðuneytið að geta greint frá hversu háir reikningar hefðu þegar borist ráðuneytinu vegna málsins. Svör berast ekki við fyrirspurninni. 28. mars 2011 Á dagskrá þingsins var svar fjármálaráðherra við fyrirspurn alþingismanns um kostnað vegna samninganefndarinnar. Málið datt út af dagskrá og var frestað. 31. mars 2011 Morgunblaðið ítrekar beiðni um upplýsingar um kostnað og bendir á að úr því að svarið var á dagskrá Alþingis hljóti upplýsingarnar að liggja fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. 9. apríl 2011 Kosið um Icesave III. Samningurinn felldur með 60% atkvæða. 11. apríl 2011 Fjármálaráðherra greinir frá því á Alþingi að heildarkostnaður vegna samninganefndar- innar nemi 369milljónum. 29. desember 2011 Úrskurðarnefnd umupplýsingamál kveður upp úrskurð,Morgunblaðinu í vil. Hann berst í pósti 5. janúar. Samdægurs er óskað eftir gögnunum . 11. janúar 2012 Gögnin berast frá fjármálaráðuneytinu Úrskurðarnefnd í upplýsingamálum leit svo á, í ljósi samskipta blaðamanns við fjármála- ráðuneytið, að kæruefnið væri afmarkað við synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað ríkisins vegna samn- inganefndar um svonefndan Icesave III, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011, og sérfræðikostnað sem honum tengdist. Fjármálaráðuneytið vísar til þess að bók- hald ráðuneytisins félli utan gildissviðs upplýs- ingalaga. Úrskurðarnefndin komst á hinn bóg- inn að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög tækju til fyrirliggjandi gagna í málum sem stjórnvöld hefðu eða hefðu haft til meðferðar. Sá Icesave-samningur sem kæra málsins lyti að teldist mál í þessum skilningi. Upplýsinga- lög tækju því til gagna sem fyrir lægju hjá ráðuneytinu og tengdust honum með nægilega skýrum hætti. Í úrskurðinum er bent á að fjármálaráðu- neytið líti svo á að ósk blaðamanns um upplýs- ingar lúti í meginatriðum að samtölu kostn- aðar. Þeirra gagna verði aðeins aflað með kerfisbundnum hætti í bókhaldi ráðuneytisins en ráðuneytinu sé ekki skylt að gera það. Úrskurðarnefndin tekur undir þetta en bendir á að blaðamaður hafi tekið fram að liggi ekki fyrir yfirlit yfir heildarkostnað hljóti ráðuneytið að geta greint frá því hversu háir reikningar hafi borist ráðuneytinu. Nefndin telur að þrátt fyrir að beiðni blaðamanns sé ekki afmörkuð við tilgreind gögn, samninga eða afrit tilgreindra reikninga sé um að ræða beiðni um aðgang að þeim gögnum viðkomandi máls sem sýni upplýsingar um kostnað. Þrátt fyrir að gögn ráðuneytisins sýni ekki heildar- tölur í þessu sambandi beri ráðuneytinu að verða við beiðni blaðamanns, að því leyti sem fært er og skylt skv. upplýsingalögum. Úrskurðarnefndin fór ítarlega yfir gögnin. „Ekkert í þeim gögnum sem fjármálaráðu- neytið hefur afhent úrskurðarnefndinni og falla undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, eins og hann hefur afmarkað hana, felur í sér viðkvæmar upplýsingar sem eðlilegt og sanngjarnt væri að leynt fari af tilliti til við- skiptamanna hins opinbera, sbr. 5. gr. upplýs- ingalaganna. Þá geyma umrædd gögn ekki upplýsingar sem séð verður að varði mikil- væga almannahagsmuni í skilningi 6. gr. Má í því sambandi einnig taka fram að hvorugri þessari röksemd hefur verið haldið fram af fjármálaráðuneytinu undir meðferð málsins,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndina skipa þau Trausti Fann- ar Valsson, formaður, Friðgeir Björnsson og Sigurveig Jónsdóttir. Morgunblaðið fékk úrskurðinn í hendur fimmtudaginn 5. janúar sl. og bað samdægurs um gögnin. Fjármálaráðuneytið póstlagði þau þriðjudaginn 10. janúar og þau bárust í gær. Hlaut að geta sagt hversu háir reikningar bárust „Ekkert í þeim gögnum sem fjármálaráðuneytið hefur af- hent […] felur í sér viðkvæmar upplýsingar sem eðlilegt og sanngjarnt væri að leynt fari …“ Morgunblaðið óskaði 21. febrúar 2011 skrif- lega eftir upplýsingum um kostnað vegna samninganefndar Lee C. Buchheit, í kjölfar samtals við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Spurt var um heildarkostnað vegna nefndar- innar, sundurliðað eftir einstökum nefndar- mönnum, um annan sérfræðikostnað og um hvaða sérfræðingar, aðrir en nefndarmenn, komu að vinnu nefndarinnar. Einnig var spurt um kostnað vegna Icesave-samninganefndar sem Svavar Gestsson leiddi og heildarkostnað vegna fyrri Icesave-samninga. Fyrirspurnin var ítrekuð 24. febrúar og m.a. bent á að ef ráðuneytið hefði ekki yfirlit yfir heildarkostnað hlyti það að geta greint frá því hversu háir reikningar hefðu þegar borist. Morgunblaðið fékk þau svör að ekki lægi fyrir yfirlit yfir heildarkostnað og þangað til yrðu engar upplýsingar birtar. Þann 31. mars sendi Morgunblaðið aftur beiðni um afhendingu gagnanna og var þá vís- að til þess að fram væri komin á Alþingi fyrir- spurn frá Birni Val Gíslasyni, þingmanni VG, um kostnað vegna samninganefndar í Icesave- málinu. Fyrirspurninni átti að svara 28. mars en málið var tekið af dagskrá vegna tafa. Morgunblaðið ítrekaði þá beiðni sína, enda ljóst að upplýsingarnar lágu sannarlega fyrir hjá ráðuneytinu. Þá fengust þau svör að vegna þess að upplýsingarnar hefðu verið teknar saman fyrir þingmanninn yrðu þær ekki birtar fyrr en svarið hefði verið lagt fram á Alþingi. Þetta mál vakti athygli umboðsmanns Al- þingis því 4. apríl ritaði hann bréf til fjármála- ráðuneytisins og spurði um málið. Bréfið frá umboðsmanni ýtti greinilega við ráðuneytinu því í kjölfarið sendi ráðuneytið blaðamanni loks bréf þar sem sagði að upplýsingar um kostnað vegna samninganefndar Íslands og starfa sérfræðinga í hennar þágu lægju ekki fyrir, nema í bókhaldi ráðuneytisins. Af upp- lýsingalögum yrði ráðið að bókhald ráðuneyt- isins félli utan gildissviðs upplýsingalaga. Ráðuneytinu væri því ekki skylt að taka þessi gögn saman fyrir blaðamann. Öðru máli gegndi hins vegar um stjórnarskrárvarinn rétt þingmanna til upplýsinga. Þessar synjanir kærði Morgunblaðið til úr- skurðarnefndar í upplýsingamálum 1. apríl 2011 og úrskurður féll 29. desember sama ár. Steingrímur J. Sigfússon svaraði fyrirspurn þingmannsins á Alþingi 11. apríl 2011, tveimur dögum eftir að atkvæði voru greidd um Ice- save-samninginn. Heildarkostnaður við nefnd- ina væri 369 milljónir. Hann lét þess einnig getið, þótt ekki hefði verið spurt um það, að ýmis annar kostnaður hefði fallið til, m.a. hjá Alþingi og „er þar einn reikningur frægari öðr- um“. Einnig að kostnaður vegna fyrri samn- inganefndar næmi 77,5 milljónum, en reyndar hafði þingmaðurinn ekki spurt um það. Reiknað út fyrir þingmann en ekki afhent fjölmiðlum Fjármálaráðherra veitti Al- þingi upplýsingar um heild- arkostnað við samninga- nefndina tveimur dögum eftir Icesave-kosningarnar í apríl 2011.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.