Morgunblaðið - 12.01.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 12.01.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. janúar Morgunblaðið gefur út sérblað um Þorrann föstudaginn 20. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum bæði í mat og öðru spennandi efni. Þorrinn SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Allt um Þorramatinn. Viðtal við sanna þorramatmenn. Þorrablót í heimahúsum. Þorrabjórinn. Þorramatur sem allir geta borðað. Saga Þorrablótshefðarinnar. Þorrablót um land allt. Heimaverkun á þorramat. Vinsæl sönglög á þorrablótum. Þorraminningar þekktra Íslendinga. Ásamt fullt af spennandi efni um Þorrann. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Bjartsýni ríkir á Akureyri eftir nýjustu skýrsluna um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. „Ég sé ekkert lengur sem gæti komið í veg fyrir að göngin verði að veruleika,“ sagði Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, við Morgunblaðið í gær. Aðrir málsmetandi menn sem rætt var við virðast líka sannfærðir um að niðurstaðan verði þessi þó ekki hafi það verið tilkynnt form- lega.    Kærunefnd jafnréttismála úr- skurðaði á dögunum að Akureyr- arbær hefði brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við ráðningu í starf við Ráðgjöfina heim í júlí 2011.    Kærandinn er karl, sem taldi að brotið hefði verið gegn jafnrétt- islögum þegar ráðið var í starf ráð- gjafa hjá búsetudeild bæjarins. Kona var ráðin en karlinn taldi sig vera hæfari eða a.m.k. jafn hæfan og sú sem var ráðin.    Akureyrarbær taldi aftur á móti að konan hefði verið hæfasti umsækjandinn vegna reynslu og persónulegra eiginleika. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri nið- urstöðu að kærandi hefði bæði meiri menntun og starfsreynslu en konan.    Kærunefndin segir, að í ljósi þeirrar niðurstöðu hvíli það á kærða að leiða líkur að því að kæranda hafi ekki verið mismunað á grund- velli kynferðis. Taldi nefndin ekki nægilega fram komið að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar ráðningarinnar.    Fólk í ferðabransanum á Ak- ureyri og nágrenni hittist á dög- unum til þess að bera saman bækur sínar eftir jóla- og áramótavertíðina og huga sameiginlega að framtíð- inni. Ekki er hægt að segja að ver- tíðin sé orðin „alvöru“ en mjór er mikils vísir og menn eru bjartsýnir á að mikil sóknarfæri séu í grein- inni á þessum árstíma.    Bent var á, á áðurnefndum fundi, að því er mér er sagt, að ekki væri ýkja langt síðan varla var hægt fyrir utanbæjarfólk að fá að borða um páskana, hvað þá að gera eitthvað annað. Að vísu var hægt að fara á skíði, en þá var upp talið. Nú er öldin önnur.    Athygli vakti í vikunni að fulltrúi L-listans í skólanefnd, Anna Sjöfn Jónasdóttir, lagði fram bókun þar sem hún mótmælti vinnubrögð- um L-listans, sem ákvað að fresta gildistöku fyrirhugaðra breytinga á morgunverði í leikskólum bæjarins.    Rétt fyrir jól sagði Sigurveig Bergsteinsdóttir af sér sem formað- ur skólanefndar og hætti störfum fyrir L-listann vegna sama máls.    Vínarsveifla, rómantík og glæsileiki ráða ríkjum á nýjárstón- leikum kvennakórsins Emblu í Ket- ilhúsinu á laugardaginn. Þar verður flutt Vínartónlist eftir Jóhann Strauss og fleiri. Gestur er Gissur Páll Gissurarson og stjórnandi Roar Kvam. Tónleikarnir hefjast kl. 16.    Aðrir nýárstónleikar eru fyr- irhugaðir á laugardag; þeir verða kl. 20 í Hofi og á sviðinu verða Lúðrasveitin Svanur og hljóm- sveitin Hundur í óskilum. Músík Jó- hanns Strauss er líka á efnisskránni þar, ásamt mörgu öðru, en blærinn örugglega annar en í Ketilhúsinu og útsetningar á aðra lund. En þar sem hundarnir eru, og 60 manna lúðrasveit, verður örugglega fjör!    Fresta varð rimmu MA-inga og Laugamanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, á Rás 2, í vikunni vegna veðurs og ófærðar. Laugamenn komust ekki (aðallega) vegna þess að ekki er bú- ið að bora í gegnum Vaðlaheiðina... Vissir um að göngin verði að veruleika Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heilbrigð sál... Akureyringar eru duglegir að hreyfa sig eins og aðrir, ekki síst eftir jólin. Fallegt var við Sundlaug Akureyrar í ljósaskiptunum síðdegis í gær, gufa lá yfir lauginni vegna frostsins. Trimmarar í Þrekhöllinni í baksýn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk nýverið tilkynningu um mann sem sagður var sitja hreyfingarlaus á bekk við suðurenda Reykjavíkur- tjarnar. Brást lögreglan skjótt við, enda allt eins víst að maðurinn væri í bráðri hættu. Á vettvangi reyndist vissulega vera um hreyfingarlausan mann á bekk að ræða, sjálfan Tómas Guð- mundsson Reykjavíkurkáld. En þetta var að sjálfsögðu styttan af Tómasi og gátu lögreglumenn hald- ið til annarra verka. Fær lögreglan stundum útköll sem þetta sem reyn- ast á misskilningi byggð. Lögreglu tilkynnt um mann við Tjörnina – reyndist vera styttan af borgarskáldinu Stytta Snjór yfir Tómasi Guðmundssyni. Ljósmynd/Lögreglan Íslandsstofa mun verða með allstórt sýningarsvæði á Heimsleikum ís- lenska hestsins sem haldnir verða í Berlín í byrjun ágúst á næsta ári. Reiknað er með að íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti í Þýskalandi sjái sér hag í að kynna sig þar, þótt þau byggi ekki sérstaklega á þjón- ustu við hestafólk. Íslandsstofa hefur skipulagt þátt- töku íslenskra fyrirtækja á Heims- leikum íslenska hestsins á undan- förnum árum. Þar hafa fyrirtæki í hestatengdri þjónustu verið mest áberandi. Aðalsteinn Haukur Sverr- isson, verkefnisstjóri á sýningar- sviði, segir að búið sé að taka frá sýn- ingarsvæði í samvinnu við Hrímni og Top Reiter og íslenskum fyrirtækj- um verði boðið að vera þar undir hatti Íslandsstofu. Reiknar hann með því að fyrirtækin telji eftirsókn- arvert að kynna sig á þessu móti sem haldið er inni í stórborg. Verið er að byggja upp veglegt „heimsþorp“ með sýningar- og sölu- aðstöðu við reiðvöllinn í Karlshorst í Berlín þar sem leikarnir verða haldnir. Búist er við góðri aðsókn en allt að 19 þúsund gestir geta verið við völlinn í einu. Aðalsteinn bendir á að gestirnir hafi áhuga á íslenska hestinum og raunar öllu sem íslenskt er. Því ættu öll íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti í Þýskalandi að geta séð sér hag í að kynna sig. helgi@mbl.is Fyrirtæki vilja kynna sig í Berlín Stóð Fyrirtækin vilja tengja sig við íslenska hestinn á HM í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.