Morgunblaðið - 12.01.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Úrslitin í forkosningum repúblikana
í New Hampshire urðu eins og flest-
ar kannanir höfðu spáð: yfirburða-
sigur Mitts Romneys, fyrrverandi
ríkisstjóra í Massachusetts. Ekki er
enn hægt að gera því skóna að hann
verði forsetaefni flokks síns, hann
gæti fengið erfiðari samkeppni. En
undanfarin 36 ár hefur engum repú-
blikana með sigra í New Hampshire
og Iowa í farteskinu mistekist að
hreppa tilnefninguna.
Kampakátur Romney sagði í sig-
urræðu sinni að Barack Obama for-
seti væri þegar búinn að nýta allar
hugmyndir sínar. „Núna er hann að
verða búinn með allar afsakanirnar.
Og í kvöld biðjum við hina ágætu
Suður-Karólínubúa að leggjast á
sveif með borgurum New Hamp-
shire og gera 2012 að árinu þegar
hann var búinn með tímann.“
Því skal haldið hér til haga að
Obama hlaut um 80% fylgi í forkosn-
ingum demókrata sem fáir sýndu
áhuga enda keppinautarnir lítt
þekktir. Einn þeirra, sem segist vera
„vingjarnlegur fasisti“, hét öllum
kjósendum smáhesti að gjöf.
En hvers vegna efast margir enn
um að Romney verði forsetaefnið?
Svo gæti farið að keppinautarnir
slíðri sverðin til að sameinast um
einn er gæti þá fellt Romney. Mikil
fundahöld verða um næstu helgi,
bæði hjá leiðtogum kirkjurækinna
mótmælenda (evangelicals) og
íhaldshópum sem óttast að Romney
sé í hjarta sínu of langt til vinstri.
Forríkur mormóni
Og auðkýfingurinn Romney á oft
erfitt með að samsama sig „venju-
legu“ fólki. Einnig setja margir fyrir
sig að hann er úr röðum mormóna
sem ýmsir kristnir kjósendur líta
ekki á sem trúsystkin.
Honum gengur auk þess illa að
hrista af sér orðspor tækifæris-
mennskunnar. Oft er nefnt að hann
flokkseigendafélagið, álítur samt að
Romney sé besti kosturinn. Hann er
sléttur og felldur fjölskyldumaður
sem menn telja öruggt að geymi ekki
framhjáhald eða annað verra í ein-
hverjum leyniskápnum. Og nægilega
hófsamur til að geta höfðað til kjós-
enda á miðjunni en baráttan í sjálf-
um forsetakosningunum snýst und-
antekningalaust um þann hóp sem
oft er óflokksbundinn.
Það kann að virðast kyndugt að á
tímum mikillar andúðar á kerfinu og
hefðbundum stjórnmálum skuli slík-
ur maður vera álitinn sigurstrang-
legur. En beitt er háþróuðum rann-
sóknum til að kanna hug kjósenda.
Sagður vera „gróðapungur“
Akkilesarhæll Romneys er líklega
að hann er vellauðugur kapítalisti á
tímum kreppu og atvinnuleysis.
Hann stýrði fjármálafyrirtækinu
Bain Capital sem m.a. braskaði með
fyrirtæki og ýmist endurskipulagði
þau eða lagði niður til að geta selt
eignir. Fjöldi manna missti vinnuna.
En Romney fullyrðir að fjármagninu
hafi verið varið í að skapa ný at-
vinnutækifæri.
Vafalaust er fótur fyrir því en ekki
er víst að honum reynist auðvelt að
útskýra „skapandi eyðileggingu kap-
ítalismans“ fyrir íbúum S-Karólínu.
Þar hafa margir misst vinnuna síð-
ustu árin. Það sem fer mest fyrir
brjóstið á almenningi er að menn
eins og Romney hafa hagnast ótæpi-
lega á þessum hamförum.
Newt Gingrich, Rick Perry og
fleiri keppinautar meðal repúblikana
hika ekki við að kalla hann gróða-
pung, áróðurinn minnir helst á
Occupy-hreyfinguna sem úthúðar
fjármálafyrirtækjum og græðgis-
væðingu. Og heimskapítalismanum.
Romney varaði í gær keppinautana
við því að sameinast Obama um
„stefnu öfundarinnar“ í garð efnaðs
fólks, þeirra sem ná árangri. „Við
höfum séð örvæntingarfulla repú-
blikana taka þátt í því með honum að
draga frjálst framtak fyrir rétt. Það
eru slæm mistök fyrir flokkinn okk-
ar og þjóðina,“ sagði hann.
Er ríki mormóninn óstöðvandi?
Reuters
Sigur! Mitt Romney á fundi með stuðningsmönnum sínum í Manchester í
New Hamsphire, með honum á sviðinu eru einn af sonunum og barnabörn.
Íhaldssamir repúblikanar og kirkjuræknir mótmælendur treysta ekki Mitt Romney
En hann er þegar kominn með gott forskot og kosningavélin er farin að malla í Flórída
Sigrar Romneys til þessa stafa
fyrst og fremst af því að öflugustu
andstæðingahóparnir í flokknum,
annars vegar eindregnir íhalds-
menn og hins vegar kirkjuræknir
mótmælendur (e. evangelicals),
hafa ekki sameinast um einn fram-
bjóðanda. Hjörðin er sundruð en
verði breyting þar á mun Romney
verða auðveldara skotmark. Hart
er sótt nú þegar, ummæli stundum
fölsuð.
Romney er þegar búinn að fá
smjörþefinn af slíkum
aðferðum.
„Mér finnst gott að
geta rekið fólk sem veitir
mér þjónustu,“ sagði hann
á fundi í New Hampshire.
Þannig var amk. sagt frá
málinu í mörgum fjöl-
miðlum. En minna gert úr því að
umræðuefnið var sjúkratrygginga-
félög og Romney var einfaldlega
að leggja áherslu á að fólk ætti að
geta ráðið því hver veitti því þann-
ig þjónustu. Líklega hefði hann átt
að nota varfærnislegra orðalag á
tímum atvinnuleysis. Og orðavalið
rifjar upp að fyrirtæki sem hann
stjórnaði rak þúsundir manna.
Romney bauðst einnig í sjón-
varpskappræðum til að veðja við
Rick Perry, hann myndi borga hon-
um 10.000 dollara (um 1,2 millj.
kr.) ef hann gæti sýnt fram á galla
á heilbrigðiskerfinu sem Romney
kom á í Massachusetts. Fyrir
venjulegt fólk eru 10.000 dollarar
fáránlega há fjárhæð til að veðja
um – en ekki fyrir milljarðamær-
ing.
„finnst gott að geta rekið fólk“
LEÐJUSLAGUR OG ÚTÚRSNÚNINGAR
FORKOSNINGAR
REPÚBLIKANA
ÚRSLITIN Í NEW HAMPSHIRE
40% 95.669
Fjöldi
atkvæða
Fylgi í %
55.455
40.903
22.921
22.708
1.709
23%
17%
10%
9%
1%
Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla.
Mitt Romney, 64 ára
fyrrv. ríkisstjóri, MA
Rick Perry, 61árs
ríkisstjóri Texas
Newt Gingrich, 68 ára
fyrrv. forseti fulltrúadeildar
þingsins
Ron Paul, 76 ára
fulltrúadeildarþingm., TX
Rick Santorum, 53 ára
fyrrv. öldungadeildar-
þingmaður, PA
Jon Huntsman, 51 árs
fyrrv. ríkisstjóri, UT
KOSNINGAR
Heimildir: Gallup, fréttir fjölmiðla. Ath.: Tölurnar sýna hlutfall þeirra sem sögðust vera ánægð með störf forsetans.
* 2008: 3.-5. okt., 10.-12. okt., 31. okt-2. nóv. ** 2011: 20.-22. ágúst, 25.-27. ágúst, 26.-29. ágúst, 4.-6. okt., 11.-13. okt., 5.-17. okt.
VINSÆLDIR BANDARÍKJAFORSETA
Vonir Baracks Obama um að ná endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember gætu ráðist af því hvort atvinnuleysið
minnki í Bandaríkjunum og hvort stjórninni takist að sefa áhyggjur landsmanna af stöðu ríkisfjármála. Á kjörtímabilinu
lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfismat Bandaríkjanna úr AAA flokki í fyrsta skipti í sögunni.
VINSÆLDIR FORVERA TIL SAMANBURÐAR
100
80
60
50
40
20
100
80
60
50
40
20
'02'01 '03 '04 '05 '06 '07 '08
Mest 90%
21.-22. sept. 2001
GEORGE
W. BUSH
Repúblikani
Minnst* 25%
11. sept. 2001
Árásir á Bandaríkin
Meðaltal: 62% Meðaltal: 37%
Meðaltal 2001-2009: 49%
'09 '10 '11
Mest 69%
22.-24. jan. 2009
BARACK
OBAMA
Demókrati
Minnst** 38%
Meðaltal:
50%
'941993 '95 '96 '97 '98 '99 2000
Mest 73%
19.-20. des. 1998
BILL
CLINTON
Demókrati
FYLGI Í
SKOÐANAKÖNNUNUM
Minnst 37%
5.-6. júní 1993
19. des. 1998
Málshöfðun til embættismissis
Meðaltal: 61%Meðaltal: 50%
Meðaltal 1993-2001: 55%
1. maí
Obama tilkynnir að bandarísk sérsveit
hafi drepið bin Laden í Pakistan
17. febrúar 2009
Obama undirritar lög um aðgerðir til að blása lífi í efnahaginn (787 milljarðar $)
STUÐNINGUR VIÐ OBAMA
9. okt. 2009
Obama fær friðar-
verðlaun Nóbels
2. ágúst
Obama undirritar lög sem
miða að því að minnka
fjárlagahallann um 2,1
billjón $ á tíu árum
20. janúar
Obama sver embættiseið
sem 44. forseti
Bandaríkjanna
5. ágúst
Lánshæfismatið
lækkaði í AAA
hjá S&P
Maí til júlí: viðræður um fjárlagahallann
16. maí
Skuldaþaki Bandaríkjanna náð68%
62%
69%
56%
38%
Jan.
7-9
42%
42%
41%
52%
70
60
50
40
30
2009 2010 2011 '12
J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D J F
hafi sjálfur komið á fót fyrsta sjúkra-
tryggingakerfinu í Bandaríkjunum,
það gerði hann í Massaschusetts. En
nú gagnrýnir hann af hörku svipað
kerfi sem Obama þvingaði í gegn á
Bandaríkjaþingi. Romney og aðrir
repúblikanar segja að um argasta
sósíalisma sé að ræða hjá demókröt-
um.
Áður en hann náði kjöri í
Massachusetts sem ríkisstjóri studdi
Romney þá skoðun að konur ættu
sjálfar að ráða því hvort þær færu í
fóstureyðingu, seinna snerist honum
hugur. Eitt sinn mælti hann með
auknum réttindum samkynhneigðra.
Nú vill hann að sett sé í
stjórnarskrá að hjóna-
band sé ávallt sam-
band karls og konu.
Margir íhaldsmenn
tortryggja
mann með
svona sveigjan-
lega sannfær-
ingu.
Megnið af
forystu Repú-
blikana-
flokksins,
Öflug kosningavél
» Næst verða forkosningar í
Suður-Karólínu 21. janúar og
10 dögum síðar í Flórída. Rom-
ney er efstur í könnunum í
báðum ríkjunum. Kosningavél
hans, vel smurð og fjáð, er
þegar á fullu í seinna ríkinu.
» Þegar er búið að greina nið-
urstöðurnar í New Hampshire,
að sögn vefritsins Weekly
Standard og byggt á viðtölum
við fólk á kjörstað.
» 61% sagðist geta sætt sig
við að Romney yrði forseta-
efni. Hlutfallið var mun lægra
hjá öllum öðrum frambjóð-
endum, skást hjá Paul.
Newt Gingrich