Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 37

Morgunblaðið - 12.01.2012, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 AF TÓNLIST Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Það er alltaf jafngaman að heyra af (og í) hljómsveitum sem halda ótrauðar áfram þótt vel- gengnin langþráða láti bíða eftir sér. Slíkar sveitir eiga það til að ná einhverjum þroska sem aðrar sveitir eiga oft erfitt með, góð dæmi eru bandarísku gæðasveit- irnar The Flaming Lips og Wilco. Einhverra hluta vegna er eins og slík dæmi séu fátíðari á Bretlandi. Hugsanlega er það vegna þess að músíkpressan breska virðist vera uppteknari af tískustraumum og augnablikinu en víðast hvar ann- ars staðar og á jafnauðvelt með að afskrifa hljómsveitir og að upp- hefja þær. Nýlega var athygli mín vakin á bresku sveitinni Metronomy og ég bjóst að sjálfsögðu við að þetta væri nýjasta nýtt, hljómsveit augnabliksins. Fullur efasemda á þeim forsendum hóf ég hlustun og varð því fyrir óvæntri ánægju þegar í ljós kom að um hörku hljómsveit er að ræða. Flottur hljóðfæraleikur, góð lög og hæfi- lega mikið af nörda-hljóðum til að en í fyrra sem hún vakti verulega athygli á sér með plötunni The English Riviera sem kom út hjá Because Music-útgáfunni. Tónlist Metronomy, sem hefur tekið nokkrum breytingum í gegn- um tíðina en er skipuð fjórum meðlimum, er líklega best lýst sem einhverri tegund af listrænu poppi sem getur verið jafn gott og það getur verið vont. Einhvern veginn gengur þetta upp hjá Metronomy án þess að vera til- gerðarlegt. Á köflum má heyra áhrif frá The Cure, Bowie, MGMT og Empire of the Sun. Bless- unarlega er allt þó gert á eigin forsendum. Nú er bara að demba sér í eldra efni frá sveitinni sem ku vera meira ósungið enda er Mount yfirlýstur aðdáandi rafsveita á borð á við frumkvöðlana í Aut- echre. Biðin borgar sig endrum og eins Artí Það þarf ekki gráðu í poppfræðum til að átta sig á því að þetta eru listamenn sem taka fag sitt alvarlega. gera mann sem þykist hafa heyrt allt áhugasaman! Það kom því á óvart þegar í ljós kom að sveitin hefur verið starfandi í 13 ár og gefið út þrjár plötur. Metronomy er að mestu hugarsmíð söngv- arans og lagasmiðsins Josephs Mo- unts sem hóf ferilinn sem trommu- leikari en hefur jafnframt endurunnið tónlist undir merkjum Metronomy fyrir listamenn á borð við Gorillaz, Franz Ferdinand, Klaxons, Goldfrapp og Lady Gaga. Árið 2005 kom út fyrsta plata sveitarinnar en það var ekki fyrr » Flottur hljóðfæra-leikur, góð lög og hæfilega mikið af nörda- hljóðum til að gera mann sem þykist hafa heyrt allt áhugasaman! Leikkonan Lindsay Lohan stendur í samningaviðræðum um hvort hún fái að taka að sér hlutverk bresk- bandarísku kvikmyndastjörnunnar Elizabeth Taylor í nýrri sjónvarps- kvikmynd um stormasamt ástar- samband Taylor og velska leikarans Richards Burtons. Myndin ber tit- ilinn Elizabeth og Richard: Ást- arsaga. Framleiðandi myndarinnar, sem gerð er fyrir sjónvarpsstöðina Lifetime, er Larry Thompson og hefur hann látið hafa eftir sér að hann telji Lohan fullkomna í hlut- verkið. Ekki fylgir sögunni hvaða karlleikari hefur verið orðaður við hlutverk Burtons. Handritshöf- undur er Christopher Monger sem er hvað þekktastur fyrir að leik- stýra og skrifa handritið að mynd- inni Englendingurinn sem fór upp hæð en kom niður af fjalli. Taylor og Burton hittust fyrst við upptökur á kvikmyndinni Kleó- pötru árið 1961 og tóku þá upp sam- band þótt þau væru bæði gift öðr- um. Þau giftu sig árið 1964 og léku á næstu árum saman í allnokkrum kvikmyndum. Frægust þeirra er Hver er hræddur við Virginiu Wo- olf? árið 1966 en fyrir hlutverk sitt í henni fékk Taylor Óskars- verðlaunin öðru sinni. Um mitt ár 1974 skildu þau en giftu sig aftur síðla árs 1975, en seinna hjónaband þeirra entist að- eins í níu mánuði. Lohan hefur reynst erfitt að fá góð hlutverk að undanförnu og helst það vafalítið í hendur við stöð- ugar fréttir af réttarhöldum yfir henni og það hversu erfitt hún virð- ist eiga með að halda sér edrú. Mun Lohan túlka Taylor? Líkar Lindsey Lohan (t.v.) og Elizabeth Taylor virðast ekki svo ósvipaðar af þessum myndum að dæma. Spurning hvort þokkinn á skjánum sé jafnmikill? SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10 - 10:40 - 10:50 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D VIP NEW YEAR´S EVE kl. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 8 - 10:50 2D 12 FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L HAROLD & KUMAR Með texta kl. 8 2D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L / ÁLFABAKKA SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:45 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:30 2D L FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:30 2D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 10:40 3D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:30 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:30 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG 100/100 -ENTERTAINMENT WEEKLY -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! H.V.A. - FBL HHHH "FLOTTUR HASAR." H.S.S. - MBL HHH HHHH „STÆRRI, BETRI OG FYNDNARI.“ - EMPIRE HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ LEIKSTJÓRA PRETTY WOMAN OGVALENTINE'S DAY Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER Zac EFFRON Michelle PFEIFFER Robert DE NIRO Halle BERRY Sofia VERGARA Katherine HEIGL Josh DUHAMEL Hilary SWANK Jon BON JOVI Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES Hector ELIZONDO Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.