Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012
Dagur kvenfélagskonunnar, sem er jafnframt
stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var
haldinn hátíðlegur í gær. Kvenfélagasamband
Íslands (KÍ) var með opið hús í Kvennaheim-
ilinu Hallveigarstöðum í tilefni dagsins. Þar
var meðal annars stofnað nýtt kvenfélag í
Reykjavík sem hópur kvenna hefur um nokk-
þeim að fjölga. „Starf kvenfélaganna í land-
inu blómstrar og það er svo mikil þörf á því
núna enda vinna þau að ýmsum samfélags-
málum í sínum nærsamfélögum,“ segir Hild-
ur. Kvenfélög innan KÍ eru 175 talsins, í 17
héraðssamböndum, og eru félagar þeirra um
fimm þúsund talsins.
urt skeið unnið að. Nýja kvenfélagið fékk
nafnið Fiðlan og mættu fimmtíu konur á fund-
inn, stofnfélagar voru um þrjátíu. Yngsti fé-
laginn er um tvítugt. Hildur Helga Gísladótt-
ir, framkvæmdastjóri KÍ, segir ungu
konurnar aftur komnar í kvenfélögin af
krafti, þær hafi svo sem aldrei farið en nú sé
Morgunblaðið/Golli
Nýtt kvenfélag fékk nafnið Fiðlan og var stofnað í Reykjavík á degi kvenfélagskonunnar
Starf kvenfélaganna í landinu blómstrar
Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar
vanmat alvöru tilkynningar um
sprengingu í miðborginni á þriðju-
dagsmorgun, að sögn Jóns Bjart-
marz, yfirlögregluþjóns hjá Rík-
islögreglustjóra. Hann sagði oft
berast tilkynningar um sprengi-
hvelli, sérstaklega út janúar, og
einungis ein tilkynning hefði bor-
ist. Jón sagði að verið væri að fara
yfir málið hjá lögreglunni og
skoða verklag og annað slíkt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu leitaði í gær að karlmanni og
hvítri Renault Kangoo-sendibifreið
í tengslum við rannsókn á
sprengju sem fannst neðst á
Hverfisgötu á þriðjudagsmorgun.
Að sögn lögreglunnar er talið að
maðurinn sem um ræðir hafi kom-
ið með sprengjuna í miðborgina.
Þá er talið að hann hafi ekið fyrr-
nefndri sendibifreið. Lögreglan
sendi út tilkynningu í gærkvöldi
og myndir af manninum og sendi-
bílnum.
Lögreglan hafði fengið fjöl-
margar ábendingar og var að
vinna úr þeim. Þá gaf sig fram
maður sem var á biðstöð fyrir
strætisvagna neðst við Hverf-
isgötu og lýst var eftir. Lögreglan
óskar eftir upplýsingum um fólk
eða ökutæki sem voru þarna á
ferð á tímabilinu 6.30-7.00 á
þriðjudagsmorgun.
Hægt er að koma upplýsingum
til lögreglunnar í síma 444-1000 og
nafnlaust í síma 800-5005. Þá er
einnig hægt að senda tölvupóst til
ábending@lrh.is.
gudni@mbl.is
Leitað að manni og bíl
Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga vegna spreng-
ingar sem varð í miðborg Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun
Ljósmynd/Lögreglan
Sprengjumaður Lögreglan leitar
þessa manns og sendibifreiðar.
Víkingur AK kom til Vopnafjarðar í gærkvöldi með full-
fermi, um 1.400 tonn, af fallegri loðnu. „Hún var þarna í
Grímseyjarsundinu,“ sagði Gunnar Gunnarsson skip-
stjóri. Nokkur loðnuskip leituðu loðnu á sundinu í gær.
Gunnar sagði að þeir hefðu kastað sex sinnum frá því
síðdegis á mánudag. Þeir fengu loðnuna í fyrrinótt og um
400 tonn í síðasta kastinu í birtingu í gærmorgun. Sig-
urður VE fékk um 300 tonn af því að gjöf. Sigurður og
Víkingur eru systurskip og smíðuð 1960. „Þetta er ekkert
látið út fyrir ættina,“ sagði Gunnar. „Þetta er alveg eð-
alloðna, um 47 loðnur í kílói. Hún er stór og hrognafyllt,
betri hrognafylling finnst okkur en í þeirri sem við feng-
um í síðasta túr austur á Rauðatorgi.“
Nálægt 25 útlendir loðnubátar, flestir norskir og einn
færeyskur sem veiða í nót, voru að veiðum um 60-85 sjó-
mílur austur af Fáskrúðsfirði síðdegis í gær. Þar hafði
verið lítið næði til veiða í fyrrinótt og fram eftir degi í gær
en útlit fyrir að veðrið myndi skána um tíma áður en aftur
brældi, að sögn Vaktstöðvar siglinga. gudni@mbl.is
Víkingur AK fékk fallega
loðnu á Grímseyjarsundi
Morgunblaðið/Ásdís
Loðna Víkingur AK kom með fullfermi til Vopna-
fjarðar. Vinna átti loðnuna að mestu til manneldis.
Á þriðja tug útlendra
loðnubáta fyrir austan land
Oddný G. Harð-
ardóttir fjár-
málaráðherra
leggur fram á
næstu dögum
frumvarp um
heimild ríkisins
til að ganga til
samninga við fé-
lagið Vaðlaheið-
argöng hf. um
lánveitingu á
byggingartíma ganganna. Oddný
benti á að ríkið ætti 51% í félaginu
og því fylgdi ábyrgð. Þá mundi rík-
ið lána til verkefnisins á fram-
kvæmdatíma og fyrstu þrjú árin
eftir það. Hún sagði að Vaðlaheið-
argöng væru á samgönguáætlun en
ástæða þess að farið væri í verk-
efnið væri að það ætti að fjár-
magna með veggjöldum.
Meirihluti umhverfis- og sam-
göngunefndar telur að göngin geti
ekki staðið undir sér sjálf og hefur
sent álit til fjármálaráðherra og
fjárlaganefndar Alþingis. Meirihlut-
inn telur að gerð ganganna sé of
mikil áhætta fyrir skattgreiðendur
og hið opinbera, einnig að önnur
samgönguverkefni víða um land
séu brýnni.
Oddný kvaðst ekki hafa séð álitið
en sagði það misskilning að val
stæði á milli Vaðlaheiðarganga og
annarra samgöngumannvirkja.
Ætlunin væri að fara í ganga-
gerðina því góðar líkur væru á að
þau gætu staðið undir sér með veg-
gjöldum. gudni@mbl.is
Ekki val um
göng eða annað
Oddný G.
Harðardóttir
Frumvarp um Vaðlaheiðargöng
„Við mátum það svo að það væru
ekki pólitískar forsendur fyrir því að
halda þessum viðræðum áfram. En
þetta er fullreynt í bili,“ sagði Ár-
mann Kr. Ólafsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í Kópavogi. Í gær
slitnaði upp úr viðræðum Sjálfstæð-
isflokks, Samfylkingar og VG um
myndun nýs meirihluta.
Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sagði það hafa
orðið ljóst í gær að hóparnir næðu
ekki saman, að minnsta kosti í bili.
Hann sagði að nokkur ágreiningur
hefði verið um málefni á milli Sam-
fylkingar og VG annars vegar og
sjálfstæðismanna hins vegar. En
hann hefði ekki verið óbrúanlegur.
„Það sem skipti miklu máli í þessu
sambandi voru persónur og leik-
endur. Sjálfstæðisflokkurinn kom
ekki heill að þessum viðræðum, það
komu ekki allir bæjarfulltrúar hans
heilir að þessu,“ sagði Hafsteinn.
„Það bar í milli sums staðar og við
náðum ágætlega saman í öðrum mál-
um. En það var alltaf ljóst að það
flækti myndina gagnvart okkur
sjálfstæðismönnum að þarna voru
tveir flokkar sem voru búnir að
bindast sammælum um að fara ekki í
viðræður hvor í sínu lagi,“ sagði Ár-
mann. annalilja@mbl.is
Viðræð-
um slitið
Kópavogur
enn án meirihluta
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidsk@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele uppþvottavélar