Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Stundum skrifaði ég á daginn og svo tók Arvis við og skrifaði á nótt- unni. 36 » Þórarinn Stefánsson leikur píanó- verk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Kolbein Bjarnason á hádegistón- leikum sem Tónlistarfélag Akureyr- ar stendur fyrir í Ketilhúsinu á morgun kl. 12.00. „Þetta eru ólík verk í stíl, en kallast vel á. Verk Snorra eru lítil, einföld og stutt þar sem laglínurnar njóta sín mjög vel. Kolbeinn er að vinna með íslensku þjóðlögin, en oft eru laglínurnar skemmtilega faldar í alls konar ef- fektum. Hann notar píanóið á mjög fjölbreytilegan hátt og nýtir mögu- leika hljóðfærisins til hins ýtrasta,“ segir Þórarinn. Á safnanótt föstu- daginn 10. febrúar mun Þórarinn leika verk Kolbeins sem fjalla um árstíðirnar í Þjóðminjasafninu kl. 22.00, en að flutningi loknum mun höfundurinn fjalla um verkin. silja@mbl.is Píanóleikari Þórarinn Stefánsson Ólík verk í stíl en kall- ast vel á  Leikur verk eftir Snorra og Kolbein Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður er þessa dagana með sína fyrstu einka- sýningu í New York, í Asya Geisberh Gallery í Chelsea- hverfinu. Hefur sýningin hlotið góða dóma, ekki síst í Time Out-tímaritinu þar sem hún fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Guðmundur lauk framhalds- námi við School of Visual Arts í New York í fyrra. Sýninguna kallar hann Father’s Fathers og hún samanstendur af úthöggnum tréhausum, blek- teikningu og skúlptúrum úr hrossaskít. Myndlist Sýningu Guð- mundar hrósað Verk á sýningu Guðmundar. Annað kvöld, föstudag klukkan 21.30, mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leika tónlist frá Balkanlönd- unum á Café Haítí, Geirsgötu 7b. Hljómsveitin hefur haldið þar mánaðarlega tónleika síð- an í ágúst 2011 við góðar und- irtektir. Fyrsta plata hljómsveit- arinnar er í vinnslu um þessar mundir og eru þeir félagar ný- komnir frá Istanbul þar sem efnið var hljóð- blandað af virtum hljóðmeistara. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. Tónlist Balkantónlist á Café Haítí Haukur Gröndal Dr. Margaret Cormack hefur fært Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum dýrmæta gjöf, bókina Super li- brum Sapientia, sem inniheld- ur útleggingar á Speki Sal- ómons eftir Robert Holkot (d. 1349). Bókin var prentuð árið 1489 í Basel af prentaranum Johanni Amerbach og Johanni Petri de Langendorff. Um mik- ið fágæti er að ræða. Margaret Cormack hefur um árabil dvalið við fræðistörf á Árnastofnun um lengri eða skemmri tíma og hefur tengst stofnuninni og landinu sterk- um böndum. Bókmenntir Gefin bók frá fimmtándu öld Margret Cormack Árni Matthíasson arnim@mbl.is Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä er Íslendingum að góðu kunnur, enda var hann aðalstjórn- andi Sinfóníunnar á árunum 1993 til 1996. Hann hefur og oft stýrt sveit- inni upp frá því, síðast í mars síðast- liðnum. Þeir tónleikar voru í Há- skólabíói, en í kvöld stýrir hann Sinfóníuhljómsveitinni í Eldborg- arsal Hörpu í sjöttu sinfóníu Mahl- ers og í söngvasyrpunni Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg. Tónleikar Sinfóníunnar með Osmo Vänskä í mars síðastliðnum áttu upphaflega að vera í Hörpu, en vegna framkvæmdatafa var húsið ekki tilbúið og þeir því haldnir í Há- skólabíói. Osmo rifjar þetta upp í spjalli og lýsir mikilli ánægju yfir að fá nú að stýra hljómsveitinni í Hörpu. „Þetta hefur verið mjög góð vika,“ segir hann og vísar þá í æfing- arnar fyrir tónleikana, „og Harpa hefur verið mér ofarlega í huga allan tímann, húsið er svo fallegt og þar sem ég sit núna að ræða við þig sé ég fiskibát sigla úr höfninni í kyrrð- inni og sjófuglager. Salurinn er líka mjög góður og gefur alla mörguleika fyrir hljómsveitina til að verða stór- hljómsveit. Góður salur er eins og hljóðfæri og Eldborgarsalurinn hljómar eins og frábært hljóðfæri.“ Finnska söngkonan Helena Junt- unen með hljómsveitinni á tónleik- unum. Osmo Vänskä valdi að flytja Mahler-sinfóníuna, sem er samin fyrir stóra hljómsveit, áhrifamikið og örlagaþrungið verk, en hann seg- ir að Juntunen hafi stungið upp á sönglögunum eftir Alban Berg. „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekki til sönglaganna, en þeg- ar ég fór að skoða þau hreifst ég af þeim, enda eru þau frábærlega sam- in, tilfinningarík og falleg tónlist.“ Þau Osmo Vänskä og Helena Junt- unen hafa unnið saman áður og má geta þess að hann valdi hana til að syngja Luonnotar eftir Sibelius á tónleikum með Lundúnafílharm- óníunni og vakti mikla hrifningu í ensku pressunni. Eldborgarsalurinn hljómar eins og frábært hljóðfæri  Osmo Vänskä stýrir Sinfóníunni í kvöld Morgunblaðið/Sigurgeir S. Finnar Hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä og söngkonan Helena Juntunen á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni. Allt frá því Myrkir músíkdagar voru haldnir í fyrsta sinn árið 1980 hefur hátíðin verið einn mikivægasti vett- vangur framsækinnar nútíma- tónlistar á Íslandi. Opnunartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl. fimmtudagskvöld voru veglegir að þessu sinni þar sem flutt voru fimm verk yngri og eldri tónskálda. Reyndar var form tónleikanna um margt óvenjulegt. Hléið var að loknu fyrsta verki vegna þess að gjör- breyta þurfti uppröðun á sviði. Einn- ig fengu tónleikagestir að hlýða tví- vegis á fyrsta verkið og gafst kostur á að færa sig um set í salnum til þess að breyta upplifuninni, sem kom mjög skemmtilega út. Giacinto Scelsi hlaut að sögn fremur óformlega menntun í tón- smíðum og á tónleikunum var flutt eitt af hans einfaldari verkum, þar sem hann skiptir hljómsveitinni í tvo hópa með nokkrum lykilhljóðfærum í miðjunni. Þessi skipting var að vísu ekki mjög áberandi í flutningi verks- ins en gaman var að heyra það tví- vegis frá mismunandi „sjónarhorni“. Verk Xenakis var mjög formfast að gerð enda maðurinn raungreina- maður að upplagi. Tónsmíðin var nokkuð áheyrileg en ekki mjög líf- leg, verður að segjast. Síðasta verk tónleikanna var líkt og safn forleikja eftir Abrahamsen, Ten sinfonias. Verkið var fremur lágstemmt en mjög fjölbreytt í formgerð, óm- stríðir kaflar, „unison“ þættir og verkinu lauk síðan á gamaldags, klassískum bravúr. Íslensku verkin fannst mér þó skemmtilegri þetta kvöldið ein- hverra hluta vegna. Mani Atla Ing- ólfssonar hljómaði í fyrsta sinn á Ís- landi, einföld tónsmíð þar sem nokkrir tónar voru endurteknir, hver í sínum rytma og slagverkið hafði á sér sérkennilegan, aust- urlenskan blæ. Síðast en ekki síst skal síðan nefna frumflutning á fal- legu verki Huga Guðmundssonar, Orkestur. Þar leikur tónskáldið sér að andstæðum í tveimur köflum, hin- um fínlega Gegnsætt og hinum kraftmeiri Gegnheilt. Hljómsveitin stóð sig með mikilli prýði í öllum verkum kvöldsins undir styrkri og nákvæmri stjórn Volkovs. Það sem einna helst mætti setja út á kvöldið var einsleitt verkefnaval. Að mínu mati voru verkin öll of lík, lág- stemmd, fremur hægferðug og leikið með fínleg litbrigði og styrk- leikabreytingar. Ég hefði gefið mik- ið fyrir eitthvað hryssingslegra, ljót- ara og kraftmeira. Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Eggert Frumflutningur Sinfóníuhljómsveit Íslands stóð sig með mikilli prýði í öllum verkum opnunartónleika Myrkra mús- íkdaga undir styrkri og nákvæmri stjórn Ivans Volkovs. Form tónleikanna var um margt óvenjulegt. Sinfóníuhljómsveit Íslands bbbnn Giacinto Scelsi: Hymnos (1963). Atli Ingólfsson: Mani (2011). Hugi Guð- mundsson: Orkestur (2011, frumflutn- ingur). Iannis Xenakis: Metastasis (1954). Hans Abrahamsen: Ten Sinfoni- as fyrir hljómsveit (2010). Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov. Fimmtudaginn 26. janúar kl.19:30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Vegna veikinda hefur tónleikum Ólafar Arnalds og Skúla Sverris- sonar sem vera áttu á Rósenberg í kvöld verið frestað um óákveðinn tíma. Frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.