Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn janúarmánuður telst hafa verið úrkomu- og illviðrasamur um meginhluta landsins. Svo segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í yfirliti sínu og er óhætt að segja að sú umsögn komi landsmönnum ekki á óvart. Suðvestanlands var venju fremur snjóþungt og sömuleiðis var allmikill snjór á Vestfjörðum og sums staðar norðanlands. Hiti var ofan við meðallag um land allt, mest austanlands. Meðalhiti í Reykjavík mældist 0,4 stig og er það um 1,0 stigi ofan við meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,5 stigum undir meðallagi áranna 2001 til 2010. Á Akureyri var meðalhitinn 0,3 stig og er það 2,4 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 1,7 stig og -4,4 stig á Hveravöllum, 2,3 stigum ofan með- allags. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Skjaldþingsstöðum 29. janúar, 15,6 stig, sama dag mældist hámarkshiti 15,2 stig á sjálfvirku stöðinni á Siglufirði. Lægsti hiti mánaðarins mældist á Brú á Jökuldal, -22,6 stig þann 27. Lægsta lágmark á mann- aðri stöð mældist á Torfum í Eyja- firði sama dag, -17,5 stig. Snjóþungt var um landið sunnan- og vestanvert og sömuleiðis var mikill snjór á Vestfjörðum norð- anverðum og sums staðar norð- anlands. Olli snjórinn ýmiss konar vandræðum, ekki síst vegna þess að mikil svellalög sem fylgdu kulda og snjó í desember tók seint og illa upp. Óttast margir kal í vor og sum- ar. Mikil snjóþyngsli Í Reykjavík voru 24 alhvítir dagar og er það 12 dögum meira en að meðaltali 1961 til 1990, en 9 dögum meira en að meðaltali 1971 til 2000. Alhvítir dagar hafa ekki verið fleiri í janúar í Reykjavík síðan 1993 en þá voru þeir 27. Alhvítir dagar voru 23 í janúar 1995 og 2005. Að magni til er snjórinn í janúar einnig sá mesti í janúar frá 1993 og aðeins 5 sinnum hefur snjór verið meiri í janúar frá því að samfelldar mælingar á snjó- dýpt ásamt mati á snjóhulu hófust í Reykjavík árið 1921. Sé einnig litið til annarra almanaksmánaða er það einungis í febrúar árið 2000 sem snjómagn var svipað og nú, eftir 1993, segir Trausti. Séu mánuðirnir tveir, desember og janúar, teknir saman kemur í ljós að aldrei hafa snjóþyngsli orðið samtals jafnmikil í mánuðunum tveimur og nú. Aðeins tvö önnur mánaðapör skáka því snjómagni sem nú hefur gengið yfir í Reykjavík, það eru janúar og febr- úar 1984 og febrúar og mars 1989. Febrúar og mars 2000 eru ekki langt undan. Hafa verður í huga að mælt hefur verið á nokkrum stöðum í bænum og alls ekki er víst að mæli- aðstæður séu sambærilegar í raun. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 21 og er það í meðallagi. Þótt veðraskak hafi verið talsvert var lítið um illviðri sem náðu til stórra hluta landsins eða þess alls, að því er fram kemur í veðuryfirlit- inu. Snjóþungur og illviðrasamur  Nýliðinn janúarmánuður kemst í annála  Hitinn var þó ofan við meðallag um land allt  Mikil svellalög fylgdu kulda og snjó og margir óttast kal í vor og sumar Morgunblaðið/Ómar Ærið verkefni Svefndrukknum flugfarþega brá í brún þegar hann kom að bíl sínum við Leifsstöð sl. föstudagsmorgun. Moksturinn tók drjúga stund. Mjög úrkomusamt var á Suður- og Vesturlandi í janúar og úr- koma var einnig ofan við með- allag víðast hvar fyrir norðan. Í Reykjavík mældist úrkoman 144,6 millimetrar og er það 90% umfram meðallag. Í Stykk- ishólmi var úrkoman einnig um 90% umfram meðallag jan- úarmánaðar. Úrkoma á Akureyri mældist 72,7 mm og er það um 30% umfram meðallag. Úrkoma á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum mældist 314,4 mm. Þar hefur verið mælt samfellt frá 1921 og hefur aldrei mælst meiri úrkoma í janúar en nú. Úrkoma 90% yfir meðallagi VOTVIÐRASAMUR JANÚAR Leiguþyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg til landsins í dag eða á morgun. Með henni mun aftur aukast björgunargeta þyrlusveit- arinnar sem haft hefur eina björg- unarþyrlu frá því Líf fór í stóra skoðun í Noregi fyrir miðjan jan- úar. Kveðið er á um það í verklags- reglum flugrekstrardeildar Land- helgisgæslunnar að þyrla sé ekki send út á sjó nema til taks sé önnur leitar- og björgunarþyrla með áhöfn. Miðað er við 20 sjómílur frá landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni á þetta að tryggja leitar- og björgunargetu vegna flugs þyrluáhafna út yfir sjó. Reglurnar eru settar samkvæmt al- þjóðlegum stöðlum og tekið fram að reglur flugmálayfirvalda skerði ekki möguleika til leitar- og björg- unarflugs yfir sjó. Í nær öllum ná- grannalöndum hafa yfirvöld tryggt þessa björgunargetu. Þyrluáhöfn fór til Noregs í fyrra- dag til að sækja nýju þyrluna. Fer það eftir veðri hvenær henni verð- ur flogið til landsins. helgi@mbl.is Ljósmynd/Landhelgisgæslan Leiga Norska þyrlan er að koma. Þyrlan sótt til Noregs Rangt föðurnafn Í frétt í blaðinu í gær um fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis var farið rangt með nafn for- manns nefndarinnar. Hún heitir Val- gerður Bjarnadóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Nafn féll niður Í frétt um framboð sr. Þórhalls Heimissonar til biskups féll niður nafn eiginkonu hans. Hún er sr. Ingileif Malmberg, sjúkra- húsprestur á Landspítalanum og kirkjuþingsmaður, og eiga þau fjög- ur börn. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.