Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 27

Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 ✝ Brynjar Gunn-arsson fæddist á Ísafirði 22. des- ember 1935. Hann lést á Salsburger- sjúkrahúsinu í Salsburg í Aust- urríki 6. desember 2011. Foreldrar Brynj- ars voru Gunnar Bjarnason inn- heimtufulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, f. 10. október 1913, d. 30. nóvember 1991 og Elísabet Jónsdóttir húsmóðir, f. 19. apríl 1914, d. 22. júlí 2011. Systkini Brynjars: Gunnar Örn, f. 1933, Helga Birna, f. 1940, Halldór Elías, f. 1944, d. 1964, Gunnar Elías, f. 1948, d. 1965, Ingibjörg, f. 1951. Brynjar giftist ungur Nönnu Hálfdánardóttur og eignuðust þau saman fimm börn. Börn Brynjars eru Helga Bjarndís, f. 29. janúar 1955, gift, á sex börn og sjö barna- börn. Elísabet Guðrún, f. 4. maí 1956, gift, á fjögur börn og níu barnabörn. Guðlaug Linda, f. 4. febrúar 1959, gift, á þrjú börn og fimm barnabörn. Halldór Benjamín, f. 27. júlí 1962, er í sambúð og á tvö börn. Gunnþórunn Sara, f. 10. október 1965, gift, á þrjú börn og tvö barna- börn. Bryndís Steinunn, f. 5. mars 1976, hún á eitt barn. Brynjar lærði múraraiðn við Iðn- skólann í Hafn- arfirði og starfaði sem múrari og flísalagn- ingamaður um árabil. Brynjar var einn af stofnendum lyft- ingasambandsins og var um tíma formaður ásamt því að vera fyrsti fararstjóri íslenskra lyftingamanna á Ólympíuleika. Ungur að árum lærði Brynjar á trompet og lék með Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitinni Svaninum og í Kanada. Brynjar var mikill skíðamaður og starf- aði sem skíðakennari í Kerling- arfjöllum og síðar í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til dauðadags. Minningarathöfn hefur farið fram í Austurríki og fór útför fram í kyrrþey frá Hafnarfjarð- arkapellu. Brynjar Gunnarsson (Binni) var maður sem ég kynntist ekki fyrr en leiðir mínar og dóttur hans lágu saman fyrir allmörgum árum og ástin tók öll völd. Svo var það nótt eina er ég, sem svo oft áður, var að ganga frá dóti mínu og hljóðfærum á Fjöru- kránni í Hafnarfirði eftir langt og strangt kvöld í þjónustu Fjör- ugoðans í þeim bæ, að bankað er á bak mér og er ég sný mér við stendur þar frekar lágvaxinn en spengilegur karl, dökkur yfirlit- um, og segir: „Getur verið að ég sé tengdapabbi þinn?“ Sá ég strax að þarna var kominn Brynj- ar Gunnarsson með glettnissvip í andliti sem æ síðan var hans vörumerki í öllum okkar sam- skiptum á komandi árum. Ég man vel þegar Binni bauð mér og konu minni í brúðkaupsferð til Austurríkis en Binni hafði búið í Austurríki, nánar tiltekið St. Michael í Lungau í Salsburger- landi, til margra ára þar sem hann var einn alvinsælasti skíða- kennari Skíðaskóla Ottós. Reyndi Binni allt hvað hann gat til að gera skíðamann úr tengda- syninum en eftir allmargar bylt- ur og tognuð liðbönd snéri tengdasonurinn sér að ljósaupp- setningum í íbúð Binna og æ síð- an kallaði hann tengdasoninn ljósberann sinn. Svo vinsæll var Binni þarna úti að hann var gerð- ur að heiðursborgara St. Michael og átti hann marga og trausta vini þarna úti. Eitt sinn kom hann til okkar hjóna í Hafnarfjörðinn er við enn bjuggum þar í Ás- landinu með útsýni frá Garð- skagavita til Skarðsheiðar og allt þar á milli og í för með honum voru bæjarstjórinn í St. Michael, Ottó skíðaskólastjóri og ritari bæjarstjórnar og var þeim boðið í villtan lax er Halli vinur Binna hafði veitt í einhverri laxánni hér á landi, innbakaðan, pönnusteikt- an og humar í forrétt. Leystu þeir okkur út með gjöfum og enn þann dag í dag ganga tröllasögur um þennan stórkostlega máls- verð um St. Michael og eiga bara eftir að vaxa. Öllum í fjölskyldu Binna sem ég hef kynnst er hlýtt til hans og ég veit að hann var börnum sínum góður og umfram allt skemmtilegur faðir, þó svo að leiðir hafi skilið eins og oft gerist í okkar samfélagi er hjón slíta samvistum. Systkinum sínum var hann alltaf traustur og trúr þó að stundum hafi blásið. En allt er gott sem endar vel og áður en Brynjar kvaddi þennan heim öll- um að óvörum held ég að hann og flestir hafi verið sáttir og ég veit að hann kvaddi þennan heim sátt- ur við Guð og menn. Binni var gleðinnar maður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór og ég vil trúa því að hann hafi lent í Val- höll þar sem menn stríða á dag- inn og stunda sukk og svall á kvöldin. Hermann Ingi Hermannsson. Elsku hjartans Brynjar bróðir minn, ég kveð þig með sorg í hjarta og minnist þess hvað þú varst fallegur, myndarlegur og hve hreykin ég var að eiga þig sem bróður. Þú spilaðir svo fal- lega á trompetinn og kynntir mig fyrir Louis Armstrong, Ellu Fitz- gerald og Mahalia Jackson. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú bæðir spilar og syngur „What a won- derful world“ af mikilli innlifun. Það var skemmtilegt að heim- sækja þig til Austurríkis, þar sem þú starfaðir um árabil við skíða- kennslu. Í Austurríki áttir þú svo marga góða vini og þar fékkst þú að kveðja þennan heim. Þú hafðir til að bera einstakt æðruleysi og vildir ávallt sjá heiminn björtum augum. Þú gerðir lítið úr veikindum þínum, fannst ekki taka því að gjaldfella sjálfan þig með veikindatali og það villti um fyrir okkur hinum, sem þú vildir hlífa við áhyggjum. Elsku Brynjar, þú hefur ætíð verið mér elskulegur og góður bróðir. Þú varst foreldrum okkar styrk stoð, þegar þeir misstu tvo syni sína, ástkæra bræður okkar. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst þeim alla tíð einstaklega umhyggjusamur og góður sonur. Guð veri með þér, elsku Brynj- ar bróðir minn. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Elskulegur bróðir minn Brynj- ar kom frá Austurríki seint á síð- astliðnu sumri til að vera við- staddur andlát móður okkar. Hann var þá orðinn veikur af ill- vígum sjúkdómi sem hann lét þó ekki aftra sér frá því að koma til Íslands að kveðja móður sína. Fáeinum mánuðum seinna var hann allur. Mér auðnaðist ásamt tryggum vini hans til margra ára að vera með honum síðustu vik- una fyrir andlátið. Hann lá á sjúkrahúsi í Austurríki, meðvit- aður um að hverju stefndi, af full- komnu æðruleysi og trú á al- mættið. Þó að það sé ævinlega mikil raun að horfa upp á ástvini sína þjást og finna síðustu kveðjustundina nálgast, skilst manni mitt í sorginni hvað dýr- mætt það er að hafa átt. Hvað er það sem laðar fólk svo undur mikið að honum bróður mínum? spurði ég vin hans og hann svaraði að bragði „það er lífsgleðin“. Það sem öðru fremur einkenndi Brynjar bróður minn allt frá bernsku var lífsþróttur og fegurð, hreysti og áræðni. Hann var dökkur á brún og brá en samt svo bjartur. Lífsgleðin stafaði af honum hvar sem hann kom, enda átti hann marga og trygga vini, bæði heima á Íslandi og í skíða- bænum St. Michael í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði við skíðakennslu í hartnær tvo ára- tugi. Það var gott fyrir litla telpu að eiga hann fyrir stóra bróður, svo fjörugan og hugmyndaríkan. Honum, ásamt bróður okkar Erni, varð allt að leik og þeir í sameiningu luku upp ævintýrum fyrir litlu systur. Þeir brugðu sér í hlutverk hetja úr kvikmyndum eftirstríðsáranna og léku fyrir hana með miklum tilþrifum. Sagðar voru harmþrungnar draugasögur við kertaljós í snjó- húsi á vetrum, fallin spýtan og hringbolti á vorin. Sumarbústað- urinn í Tunguskógi á sumrin, þar sem alltaf skein sól, utan einn rigningardag þegar bræðurnir leyfðu systur sinni að hleypa af stokkunum fleyi í tilkomumiklu stíflumannvirki þeirra í garðin- um. Í minningunni fékk ég alltaf að vera með, þó kannski ekki al- veg fullgild. Það var líka mikil upphefð að fá að sitja við hliðina á honum bróður sínum þar sem hann þeysti um Ísafjörð á hesta- kerru, þá nýfermdur og orðinn mjólkurpóstur á Kúabúinu í Tungudal. Hann var sönghneigður, hafði fallega söngrödd og spilaði á trompet. Hann var lestrarhestur og áhugasamur um bókmenntir. Veraldleg gæði vöfðust lítið fyrir honum en hann var hjálplegur og skjótur til aðstoðar. Í hans árlegu heimsóknum til Íslands var ljúft að eiga með honum stund og spjall um bækur, allt frá bók bók- anna til nýjustu afreka Guðbergs Bergssonar eða Jóns Kalmanns. Hann lét sig heldur ekki muna um að taka upp múrskeið og lag- færa tröppurnar fyrir systur sína eða annað sem hann gat rétt henni hjálparhönd með. Þegar leið að heimför frá Aust- urríki var fullljóst að ég var að kveðja hann elsku hjartans bróð- ur minn í hinsta sinn. Hjá honum voru áfram dætur hans og fyrr- verandi eiginkona þar til yfir lauk. Það var mikil huggun að vita að ekkert var honum kærar en einmitt þeirra nærvera og ást- úð. Helga Birna Gunnarsdóttir. Hann Brynjar bróðir minn, leikfélagi og vinur er látinn. Hann fæddist tveim dögum fyrir jólahátíðina, hann var jólagjöfin okkar það herrans ár 1935. Vetur konungur ríkti yfir bænum okkar Ísafirði en jafnframt lygna og friður. Hildarleikur heimsins var ekki hafinn í strangasta skilningi og hamingjan allsráðandi í litlu fjölskyldunni okkar. Ég hafði eignast bróður. Öll æskan mót- aðist af okkar samleik. Fyrstu æskuárin voru í Fak- torshúsinu í Neðstakaupstað, húsi sem umfram önnur hús geymdi merkilega sögu liðinna alda, útgerðar, verslunar og menningar en var þó ennþá á mörkum nútímans, byggt árið 1765. Fiskreitir sáust út úr glugganum okkar og þar gat að líta hana ömmu, sem ennþá breiddi saltfisk. Nánasta umhverfi okkar var krökkt af minjum sem örvaði hugarflug tápmikilla drengja, hver dagur bar í sér ævintýri. Fjölskyldan færði sig um set, Tangagatan, afi og amma á efri hæðinni með sína hlýju nærveru. Engjavegurinn og sumarbústað- urinn í Tunguskógi þar sem læk- urinn rann gegnum garðinn og við sigldum þeim merkisskipum Normandy og Queen Mary, skíð- in og skólinn á vetrum. Æskan leið eins og hvern dag bæri upp á sunnudag með sól og frelsi. Báðir leituðum við ævintýra á unglingsárum á framandi slóðum og skráðum þau í sendibréfum hvor til annars. Fyrsti viðkomu- staður okkar var Danmörk þar sem leiðir okkar skildi í yfir tvö ár. Brynjar kom heim til Íslands ári á undan mér og giftist Nönnu Hálfdánardóttur, gamalli vin- konu okkar frá Ísafirði. Hann átti með henni fimm börn, en fyrir átti Nanna eina dóttur. Þau slitu samvistum. Brynjar var lærður múrari og vann við það næstu ár- in. Hann fór til Kanada og var þar í nokkur ár og lék sem tromp- etisti í lúðrasveit kanadíska hers- ins. Eftir heimkomuna giftist hann Málfríði Steinsdóttur og átti með henni dóttur, þau skildu. Hann vann hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli, fyrst hjá tómstunda- deildinni og síðan sem eftirlits- maður með íbúðum varnar- liðsmanna. Brynjar var einnig lærður skíðakennari og lá þá beinast við að fara til Austurríkis þar sem hann varð fljótlega vinsæll skíða- kennari. Hann var hrókur alls fagnaðar og gat bæði sungið og jóðlað. Ég naut þess að heim- sækja hann þangað á 70 ára af- mælinu hans ásamt systrum okk- ar tveimur og auðvitað var farið á skíði. Þegar alvara fullorðinsára tek- ur við af ærslum bernskunnar með nýjum skyldum og viðfangs- efnum fækkar oft samverustund- um systkina og æskufélaga. Við Brynjar slepptum aldrei hend- inni hvor af öðrum þó að við héld- um hvor í sína áttina á mörgum sviðum. Við héldum alltaf vin- skapinn sem var á milli okkar og oft snerum við bökum saman ef eitthvað bjátaði á. Hann kom heim til að vera við útför móður okkar, þá orðinn hel- sjúkur af þeim illvíga sjúkdómi sem leiddi hann til dauða. Bálför hans var gerð í Salzburg og var minningarathöfn haldin á hóteli í St. Michael þar sem hann bjó. Eigandi skíðaskólans, samkenn- arar, vinir og ættingjar mættu á staðinn. Nanna og börn þeirra sem áttu heimangengt voru við dánarbeð hans. Blessuð sé minn- ing ástkærs bróður míns. Gunnar Örn Gunnarsson. Binni vinur minn er fallinn frá. Ég kynntist honum við skíðaiðk- un í Kerlingarfjöllum og í Aust- urríki fyrir 27 árum og það tókst strax með okkur mikil og góð vin- átta sem aldrei bar skugga á. Við ræktuðum tengslin alla tíð og allt þar til við kvöddumst á Sjúkra- húsinu í Salzburg 3. desember síðastliðinn, rúmum sólahring áð- ur en Binni andaðist. Binni var einn af þessum mönnum sem horfast í augu við breyskleikann og hlæja. Hann var svo heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum að stundum fannst manni nóg um. Góður austurrískur vinur hans sagði stundum: „Binni minn, þú þarft nú ekki að segja mér allt.“ Binni lenti nokkrum sinnum í erfiðleikum í lífinu. Sumu hélt hann bara fyrir sig en sögurnar sem hann deildi með samferða- mönnum sínum voru engu að síð- ur æði skrautlegar á köflum. Það var eiginlega þannig að alltaf þegar maður hélt að nú hefði maður heyrt allt þá kom ný saga sem sló öllum hinum við. Alls staðar þar sem Binni var laðaðist að honum fólk. Lífsgleðin og hláturmildin gerðu það að verkum að hann var ávallt hrókur alls fagnaðar. Þegar Binni fór að hlæja þó hlógu venjulega allir í kringum hann og þegar hann sagði sögur þá var hann stundum alveg óafvitandi farinn að tala við alla í kringum sig. Hann sagði mér eitt sinn skemmtisögu í skíðaskálanum í Bláfjöllum og þegar sögunni lauk þá hlógu allir í salnum. Síðustu 13 árum ævi sinnar eyddi Binni í Austurríki. Þar féll hann inn í samfélagið eins og hann hefði verið fæddur þar og uppalinn. Hann varð vinsæll skíðakennari frá fyrsta degi og eignaðist marga vini frá fjöl- mörgum löndum. Hann hélt þó ávallt í íslenska siði og það var ávallt múgur og margmenni að fylgjast með þegar Binni var að svíða svið í garðinum hjá sér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að heimsækja Binna flest þau ár sem hann var í Aust- urríki og hvar sem maður kom með honum í Sankt Michael og Katzberg var honum fagnað eins og kvikmyndastjörnu. Þegar Binni kom til Íslands síðasta sumar var hann alveg eins og hann átti að sér að vera þrátt fyrir að sá illvígi sjúkdómur sem átti eftir að draga hann inn í eilífðina hefði þá þegar verið greindur í honum. Við fórum á Kaffi Fjörð og fengum okkur bjór og spjölluðum saman á þeim trúnaðarnótum sem löngu voru orðnar hefðbundnar í samskipt- um okkar. Þegar Binni hringdi í mig í lok nóvember á síðasta ári og bað mig að koma til sín til að aðstoða sig varð ég strax við því og hélt út nokkrum dögum síðar ásamt Helgu Birnu systur hans. Við héldum að við værum að fara að hjálpa Binna að flytja heim af sjúkrahúsinu en sú varð því mið- ur ekki raunin. Vikan sem ég dvaldi þar með Binna, systur hans og þeim Dodda og Þuríði var bæði vináttu okkar Binna og mér persónulega afar dýrmæt. Binni minn; þú hefur gert líf mitt ríkara. Vinátta þín hefur verið mér ómetanleg og tóma- rúmið sem þú skilur eftir er mik- ið. En þegar sorginni linnir þá veit ég að eftir situr minning sem mun ylja mér og styrkja til ævi- loka. Guð blessi þig og geymi, kæri vinur. Við sjáumst aftur. Hafliði Kristjánsson. Brynjar Gunnarsson ✝ Ólöf UnnurÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1929. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 19. janúar 2012. Foreldrar Unnar voru Þórður Gísla- son og Guðríður Árnadóttir. Systk- ini Unnar: Jóhanna, látin, Svava, látin, Jón, látinn, Gísli, Árný og Katr- ín, látin. Fyrri eiginmaður Unnar var Matthías Björnsson, látinn. Börn þeirra voru Guðríður Ása, látin, var gift Sigurvin Kristjónssyni og drengur Matthíasson, látinn. Síðari eiginmaður Unnar var Arngrímur Guðjónsson skip- stjóri, látinn. Fyrir átti Arn- grímur son, Guðjón Arngrímsson. Börn Unnar og Arngríms eru Ragnar Krist- inn, látinn, Unnur Ragna, látin, var gift Franz Baar, Regína Guðrún, gift Þorgeiri Bald- urssyni, Ragnheið- ur Kristín, gift Magnúsi Ósk- arssyni, Arn- grímur, giftur Sigrúnu S. Svav- arsdóttur, Kolbeinn, látinn, var giftur Svanhvíti Óladóttur. Upp- eldisdóttir Unnar er Unnur Arna Sigurðardóttir gift Karli Stefánssyni. Unnur lætur eftir sig fjölmörg barnabörn og barnabarnabörn. Útför Unnar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku amma og afi. Nú hafið þið bæði kvatt þessa jörð og vil ég minnast ykkar hér með fátæklegum orðum um leið og ég þakka Guði mínum fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur svo náið og fengið að alast upp hjá ykkur. Við ferðuðumst mikið saman, enda afi skipstjóri og áttum við margar góðar og skemmtilegar stundir á ferðum okkar. Minnis- stætt er mér þó þegar við flugum eitt sinn frá Bandaríkjunum til Kanada til að heimsækja móður mína, mann hennar og bræður mína. Þetta var lítil flugvél og rétt fyrir lendingu kom tilkynning frá flugstjóraklefanum þess efnis að annar af tveimur hreyflum vélar- innar hefði stöðvast en það ætti ekki að koma að sök við lendingu vélarinnar. Allt varð hljótt í vél- inni og maður fann hræðsluna og áhyggjurnar í loftinu. En ég var algjörlega örugg, því að ég var með ykkur, með ykkur tveim gat ekkert slæmt gerst, ég vissi að þið munduð passa mig. Já, þannig er hugur barnsins. Amma og afi áttu bæði trú og kenndu mér fyrstu bænir mínar. Áttum við afa margar góðar um- ræður varðandi trúna og í flestum hlutum vorum við sammála. Og afi minn, þú kenndir mér svo margt eins og til dæmis að við þurfum að sýna trú okkar í verki. „…Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.“ (Jak- obsbréf 2:14-18). Þegar á móti blés og við stóð- um andspænis erfiðleikum, sett- umst við niður og ræddum hvað hægt væri að gera og urðum sam- mála því að kærleikurinn sigrar allt og við gengum markvisst fram í því og sáum ótrúlega sigra. Takk, elsku afi minn, þú gafst mér svo gott veganesti. Það var einstakt að sjá ást ykk- ar blómstra á síðustu árum afa, þið voruð orðin svo hamingjusöm, basl lífsins að verða búið og fram undan björt framtíð ykkar, þið tvö í ævintýraheimi annarra landa, en svo varð aldrei vegna veikinda afa sem tók hann allt of snemma frá okkur dag einn í september 1990. Og nú ert þú einnig farin elsku fallega amma mín, ég elskaði þig svo mikið og á eftir að sakna þín svo. Þú varst alltaf svo gjafmild, níska var ekki til í þínum orða- forða. Þú elskaðir ekki bara mig held- ur börnin mín einnig. Þú varst okkur alltaf ómæld hjálp með börnin og þú elskaðir að vera með þau, og jafnvel þegar þú varst orðin veik varst þú mætt hingað á Herjólfsgötu til að gæta barnanna á meðan ég fór út til veikrar móð- ur minnar. Það var ekki hægt í þínum huga að láta þau vera ein heima á daginn, sama hversu gömul þau væru orðin, þetta var vorið 2009, ekki löngu síðar, amma mín, varst þú komin á Sól- vang og jafnvel þar kvaddir þú mig oft með þeim orðum að ég skyldi bara hringja í þig ef mig vantaði eitthvað. Elsku amma mín, þakka þér fyrir samfylgdina í lífinu og fyrir allt sem þú gafst mér, manninum mínum og börnunum mínum, um- hyggja þín í okkar garð mun alltaf verða okkur dýrmæt og ég mun ávallt sakna þín og afa. Elska ykk- ur. Ykkar Unnur. Ólöf Unnur Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.