Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 ✝ SæmundurHaraldsson fæddist í Neskaup- stað 20. september 1944. Hann lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. jan- úar 2012. Hann var sonur hjónanna Haraldar Harðar Hjálm- arssonar frá Haga í Mjóafirði, f. 18. febrúar 1919, d. 1. apríl 1989 og Kristínar Sæmundsdóttur frá Kaganesi við Reyðarfjörð, f. 26. febrúar 1919, d. 30. mars 2002. Systkini Sæmundar eru Gunnar Berg, f. 1938, Hjálmar, f. 1942, d. 25. ágúst 2011, Marta Mar- grét, f. 1947, Unnur Guðrún, f. 1948, Önundur Grétar, f. 1952 og Ágúst Sigurlaugur, f. 1957. Sæmundur ólst upp í Neskaup- stað til 16 ára aldurs er fjöl- son, f. 1955. Synir Sæmundar og Vilborgar: 1) Jón Steinar, f. 30. júní 1969, eiginkona Að- alheiður Sigurveig Jóhann- esdóttir, þau skildu, dætur þeirra eru Vilborg Ósk og Anna Guðrún. 2) Þorvaldur, f. 8. jan- úar 1973, sambýliskona Stein- unn Dagný Ingvarsdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Alexand- er Veigar og Thelma Rut. 3) Stefán Jóhann, f. 17. október 1975, eiginkona hans er Linda Dögg Agnarsdóttir, f. 1978, dætur þeirra eru Júlíanna, Elma Lísa og Íris Eva. 4) Rúnar, f. 14. maí 1979, börn hans Jó- hanna Dís, Kristjana Vala og Sæmundur. Sæmundur hóf sinn starfs- feril við sjómennsku um 13 ára aldur og var á sjó í nokkur ár, eftir að hann fór að vinna í landi aflaði hann sér réttinda í bifvélavirkjun og vann hann meðal annars í blikksmiðju og vélsmiðju við vélaviðgerðir, bæði í bátum og bílum. Útför Sæmundar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 2. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. skyldan flutti til Flateyrar við Ön- undarfjörð haustið 1960. Þar kynntist Sæmundur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Vilborgu Ás- geirsdóttur, f. 29. mars 1944, í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Ás- geirs S. Guðmunds- sonar, f. 1905, d. 1973 og Ásu Maríu Margrétar Jónsdóttur, f. 1918, d. 2002. Vil- borg ólst upp á Flateyri við Ön- undarfjörð hjá afa sínum og ömmu, Jóni Júlí Einarssyni og Sveinfríði Steinunni Guðbjörns- dóttur. Sæmi og Villa hafa búið allan sinn búskap í Grindavík. Fyrir hjónaband átti Sæ- mundur dótturina Kristínu, f. 19. apríl 1965, eiginmaður hennar er Gísli Stefán Sveins- Elsku pabbi og tengdapabbi. Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn. Þetta gerðist allt svo snöggt og allir eru bara að reyna að átta sig á því að þú eig- ir aldrei eftir að koma aftur. Þú lékst stórt hlutverk í lífi okkar og munt alltaf gera. Það var al- veg sama hvað var að, þú varst mættur eins og skot að redda hlutunum. Þú gast allt og vissir ansi mikið um allt og ekkert. Þú varst eins þrjóskur og hægt var að vera, en það gat nú svo sem líka komið sér vel, enda fékkst þú til dæmis verkefni í sambandi við bíla sem aðrir höfðu gefist upp á, en alltaf fannst þú út úr því. Það var alveg sama hvað það var, þú hættir ekki fyrr en þú varst búinn að finna hvað var að. Maður gat alltaf leitað til þín, og krakkarnir dáðu þig, enda var farið nánast daglega til afa og ömmu að spjalla og fá harðfisk og rúsínur. Það er erfitt fyrir þau að skilja að afi er dáinn. Þú varst greiðvikinn og góður mað- ur sem öllum þótti vænt um. Þú skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar sem aldrei verður fyllt. Takk fyrir allt. Við elskum þig og vonum að þú hafir það gott hinum megin, því ef menn uppskera eins og þeir sá, þá ert þú í mjög góðum málum. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þinn sonur og tengdadóttir, Þorvaldur Sæmundsson og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir. Sæmundur var besti afi sem til er. Ég gleymi aldrei þegar ég var lítil og fór til ömmu og afa. Ef afi væri í vinnunni þá myndum við amma sitja inní eldhúsi fyrir framan gluggann og bíða eftir að hann kæmi heim. Svo þegar við sjáum bílinn hans á leiðinni, myndi ég hlaupa eins hratt og ég gæti upp stigann og fela mig frá afa. Þegar hann kæmi inn þá myndi amma segja honum að ég væri týnd, ég veit núna að hann var bara að þykjast að hringja í löggurnar, en þá varð það mjög hræðilegt þannig ég myndi bruna niður og gefa honum stórt knús. Sakna þín, elsku afi minn, og skemmtu þér vel uppi í himna- ríki. Þín, Jóhanna Dís Rúnarsdóttir. Elsku Sæmi bróðir. Það er sárt og ótímabært að þurfa að kveðja þig núna. Rétt fyrir ára- mót greindist þú með krabba- mein svo ekki stóð lokabaráttan lengi. Þú tókst á við veikindin af miklu æðruleysi og sagðir: „Maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber því engu fær maður breytt.“ Þrátt fyrir veikindin þín þá var húm- orinn alltaf til staðar. Þú varst mjög ákveðinn og hlífðir aldrei sjálfum þér. Þú varst mjög hraustur, sterkur og tilfinninga- næmur. Fyndist þér gengið á hlut einhvers tókst þú málstað viðkomandi. Það duldist engum að þú naust mikillar hlýju og um- hyggju hjá Villu, börnunum þín- um og fjölskyldum þeirra. Síð- ustu vikuna gastu verið heima eins og þú óskaðir og var sá tími ykkur Villu mikils virði. Synir ykkar vöktu yfir þér til skiptis ásamt henni. Haustið 1960 fluttist fjöl- skyldan okkar vestur á Flateyri við Önundarfjörð og þar kynnt- ist þú Villu. Bjugguð þið Villa allan ykkar búskap í Grindavík. Þið tókuð alltaf höfðinglega á móti öllum. Iðulega var boðið upp á harðfisk og hákarl sem þú verkaðir sjálfur. Þú varst mjög vinnusamur og handlaginn maður. Þó aðalstarf þitt hafi verið bíla- og bátavið- gerðir þá gastu nánast gert við hvað sem var. Þeir voru ófáir sem fengu bílana sína í lag hjá þér án endurgjalds og naust þú þess. Einnig varstu óspar á að liðsinna börnunum þínum með húsnæði, bíla þeirra og annað það sem með þurfti. Þú náðir ótrúlegum tengslum og vináttu við öll dýr. Í uppá- haldi voru hundar og hafðir þú einstakt lag á þeim. Einnig hafð- ir þú mikið dálæti á fuglum og fórstu reglulega og færðir þeim mat. Í hópnum var álft sem varð sérlega góður vinur þinn og treysti hún þér greinilega. Kom hún alltaf á móti þér, baðaði út vængjunum og lagði hausinn að vanga þér en það var betra ef einhver var með þér að halda sig til hlés því hún brást ekki vel við öðrum. Álftin þekkti bílinn þinn og átti það til að koma þar sem hún sá bílinn í plássinu. Eitt sinn beið hún fyrir utan vinnustað þinn og varst þú látinn vita því sumir voru smeykir við hana. Þú fórst út, opnaðir bílinn og bauðst til að aka henni heim og þáði hún það og fór upp í bílinn. Við systkinin erum fædd og uppalin austur á Norðfirði og samdi okkur alltaf vel og er ótrúlegt hvað bernskuminning- arnar verða lifandi fyrir manni á svona kveðjustund. Þú og Hjammi söfnuðuð kopar sem góðviljaður sjómaður, sem var að fara í siglingu, tók fyrir ykk- ur, seldi og keypti gjafir fyrir fjölskylduna að ykkar ósk. Þá fengum við Unna okkar falleg- ustu dúkkur. Þú hafðir gaman af því að stríða mér enda árang- urinn eins og til var ætlast. Við vorum alltaf góðir félagar og það varst þú sem leyfðir mér að keyra bíl í fyrsta sinn. Er eldur kom upp í bátnum sem eldri son- ur minn var á þá hringdir þú ekki í mig til að láta mig vita heldur komuð þið Villa keyrandi þó í annað pláss væri að fara. Þú vissir að ég væri ein heima með hin börnin. Elsku Villa, megi Guð styrkja þig og fjölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Þökkum við Sæi og fjölskylda Sæma bróður sam- fylgdina á lífsleiðinni. Þín systir, Marta. Kynni okkar Sæmundar og fjölskyldna okkar hófust fyrir tæpum 15 árum síðan er ég hóf störf sem heimilislæknir á Heilsugæslu Grindavíkur. Tókst með okkur sterk og einlæg vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á. Margar góðar stundir höfum við hjón átt á heimili Sæma og Villu, þegið þar ríku- legar veitingar og farið þaðan endurnærð á sál og líkama. Nokkur aldursmunur var milli okkar Sæma, hann 17 árum eldri. Það breytti ekki því að þarna eignaðist ég þann besta vin er hugsast getur. Hann var kvikur, sterklega byggður og rammur að afli, enda oft kallaður Sæmi sterki. Greiðvikni og hjálpsemi voru honum eðlislæg og hann vildi allra götu greiða. Hann var með eindæmum lag- inn, ekki eingöngu í starfi sínu sem bifvélavirki. Allt handverk lék í höndum hans, hvort sem var viðhald og endurbætur húsa, verkun hákarls, reyking kjöts, bjúgnagerð eða harðfiskverkun. Bílskúrinn var hans helga vé. Þar lagfærði og endurbætti hann margan bílinn og naut und- irritaður aldeilis góðs af því. Það voru forréttindi að fá að vera með Sæma í skúrnum hans. Er mér sérlega minnisstætt er við, eða öllu heldur hann, smíðuðum að vorlagi vandaða kerru fyrir mig. Hann dró ekki af sér frekar en vanalega. Varð mér að orði síðla kvölds er við vorum að puða, hvort ekki væri nú tíma- bært að láta staðar numið. Hann var snöggur til svars og taldi að það væri nógur tími til að sofa í haust. Honum líkt að hugsa fyrst um aðra. Villa var hans stoð og stytta, hjónaband þeirra farsælt og ein- kenndist af gagnkvæmri virð- ingu þeirra í millum. Sæmi gat verið svolítið hrjúfur á yfirborð- inu en undir niðri sló gullhjarta og hann mátti aldrei neitt aumt sjá. Dýr löðuðust að honum. Það rifjast upp vinátta hans og álftar sem tók miklu ástfóstri við hann. Enginn annar en Sæmi mátti koma nærri álftinni, hún át úr lófa hans, hljóp á móti honum með vængjaslætti er hann bar að garði, umfaðmaði hann með vængjunum, lagði hausinn og sinn langa háls á öxl hans. Fylgdi hún honum gjarnan fljúg- andi er hann ók burt í bílnum eða kom auga á hann á ferð um bæinn. Sæmi bar hag barna sinna og fjölskyldu allrar ætíð fyrir brjósti. Oft leitaði hann til mín ef hann hafði áhyggjur af heilsufari sinna nánustu og var mér ætíð ljúft að geta lagt þar hönd á plóg og endurgoldið í litlu þá vináttu og góðvild sem hann auðsýndi mér. Þó við Sæmi værum svo nánir vinir kærði hann sig lítið um læknisfræðileg ráð sér sjálf- um til handa. Reyndar var hon- um ætíð þvert um geð að leita læknis. Hann var húmoristi af guðs náð, hnyttinn í tilsvörum en meiddi engan. Vart leið sá dagur að við Sæmi ekki ræddum sam- an í síma. Það verður æði skrýtið að geta ekki hringt í hann Sæma, heyrt hann svara „Sæll vinur“ á sinn einlæga hátt, rætt um daginn og veginn, sótt góð ráð og hlegið svolítið. Söknuður- inn er mikill en mest hefur hún Villa misst og vottum við Hafdís og börn okkar henni og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, kæri vinur. Jörundur Kristinsson. Sæmundur Haraldsson HINSTA KVEÐJA Elsku Sæmi minn. Ég sakna þín svo sárt, elsku vinur minn. Ég á svo margar minningar um þig, enda höfum við reynt margt og mikið. En við héldum áfram og gáfumst aldrei upp. Ég elska þig, elsku hjartans Sæmi minn. Megir þú hvíla í friði, ástin mín. Þín alltaf, Vilborg (Villa). Við söknum þín afi og elskum þig upp í geim og tilbaka. Þú varst alltaf góð- ur við okkur. Við skulum passa ömmu fyrir þig. Von- um að þú lifir góðu lífi uppi hjá guði. Þín barnabörn, Alexander Veigar Þorvaldsson og Thelma Rut Þorvaldsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar ✝ KRISTINN HELGI GÍSLASON fyrrverandi bæjarverkstjóri, Hornbrekkuvegi 5, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 4. febrúar kl. 14.00. Sigríður Vilhjálms., Gísli Kristinsson, Ragnhildur Vestmann, Sigurður Kristinsson, Þorgerður Jósepsdóttir, Íris Hrönn Kristinsdóttir, Ingvar Karl Þorsteinsson, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Faðir minn og bróðir, HILMAR SIGURÐSSON, lést laugardaginn 7. janúar. Útförin hefur farið fram. Sigrún Huld Sigurðsson, Einar Þórir Sigurðsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Berjanesi, Vestur-Landeyjum, lést á heimili sínu laugardaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 4. febrúar kl. 11.00. Erna Árfells, Jón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Skipalóni 27, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Sigurður S. Szarvas, Elisabeth Haugen, Sindri Ó. Szarvas, Andri A. Szarvas, Sveinn Sigurðsson, Kolbrún Oddbergsdóttir, Pétur Sigurðsson, Agnes Sigurðardóttir, Björn Birgir Björgvinsson, Gunnar Sigurðsson, Hafdís Jensdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HELGASONAR, Mýrarvegi 111, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar, starfsfólks Lerki- og Asparhlíðar og alls þess góða fólks sem annaðist hann í erfiðum veikindum. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir, Ólína E. Jónsdóttir, Halldór M. Rafnsson, Þorsteinn St. Jónsson, Hildur Edda Ingvarsdóttir, Helgi Rúnar Jónsson, Olga Hanna Möller, Margrét Elfa Jónsdóttir, Arnór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, HERDÍS S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Ketilsbraut 19, Húsavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 31. janúar. Sigurjón Jóhannesson, Jóhanna Antonsdóttir, Jóhannes Sigurjónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Haraldur Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.