Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Engar formlegar samningaviðræður hafa átt sér stað vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, en lægsta til- boðið í verkið rennur út 14. febrúar. Tilboð voru opnuð 11. október sl. og áttu ÍAV/Marti Contractors Lts. lægsta tilboðið, upp á 8,8 milljarða. Stjórnvöld hafa enn ekki náð nið- urstöðu um framkvæmdina og hefur Vegagerðin engar heimildir fengið til að vinna að samningum. Samkvæmt tilboði verktaka áttu framkvæmdir að hefjast fyrir ára- mótin, en áætluð framkvæmdalok eru 31. júlí 2015. Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, segir að einn stuttur skýringafundur hafi verið haldinn í kjölfar opn- unartilboða, en síðan hafa engin samskipti verið vegna málsins. Annar skýr- ingafundur hafi þó verið boðaður í næstu viku, en um efni hans seg- ist Karl ekki hafa neinar nánari upplýsingar. „Við fylgjumst bara með fjöl- miðlum,“ segir Karl spurður um stöðu mála gagnvart þeim. Karl segir að fyrirtækið sé tilbúið til að hefja verkið en það taki þó ein- hvern tíma að komast af stað. Ræða þurfi við samstarfsaðila, birgja o.fl. Verkið mun skapa um 50-70 störf á vegum ÍAV, en Karl telur að því til viðbótar skapist fjöldi afleiddra starfa í Eyjafirði hjá þjónustuaðilum og undirverktökum. Alls megi áætla að 120 manns hafi atvinnu við verkið þegar mest verði. Karl segir að fyrirtækið þurfi að bæta við mannskap, en að ákveðinn kjarni af núverandi starfsmönnum muni vinna við göngin einnig. Þá segir hann að vélar og tækjabúnaður sé til staðar, sumt sérstaklega ætlað í verkið. „Það eru græjur hérna á Íslandi sem við erum búin að eyrnamerkja í þetta verk,“ segir Karl og bætir við: „En ef það verður ekki af þessu verki á þessum tíma getur verið að þessi tæki fari eitthvað annað.“ Eru í startholunum  Tilboð í Vaðlaheiðargöng rennur út 14. febrúar  Engar formlegar samningaviðræður  Mun skapa allt að 120 störf Karl Þráinsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það var að finna á athugasemdum og spurningum foreldra barna í Hamra- skóla og íbúa Hamrahverfis á fundi með fulltrúum skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkurborgar í gærkvöldi, að mikillar óánægju og reiði gætir í hverfinu vegna fyrirhug- aðrar sameiningar unglingadeildar Hamraskóla við unglingadeildina í Foldaskóla næsta haust. Mikið var um klapp og frammíköll og fóru fund- armenn ítrekað fram á að fá að vita hversu mörgum undirskriftum þyrfti að safna til að hætt yrði við samein- inguna. Fyrir fundinn hafði einn fulltrúi foreldra í stýrihóp um sameininguna sagt sig úr hópnum, vegna þess að honum fannst áhyggjum foreldra ekki hafa verið svarað. Annar fulltrúi í stýrihópnum, formaður foreldra- félags Húsaskóla, þaðan sem einnig á að flytja unglingadeildina yfir í Foldaskóla, fór að dæmi hans á fund- inum í gær og sagði sig einnig úr stýrihópnum. Snúnar samgöngur Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, hóf fundinn á því að rekja ferlið að baki ákvörð- uninni en svaraði síðan spurningum foreldra frá fundi sem haldinn var í síðustu viku en fulltrúar borgarinnar sáu sér ekki fært að mæta á. Í máli Oddnýjar, og þeim spurn- ingum sem bornar voru upp síðar á fundinum, kom fram að foreldrum þykir hvorki hafa verið sýnt fram á að faglegur né fjárhagslegur ávinningur verði af sameiningunni en samkvæmt útreikningum borgarinnar er hann áætlaður 14 milljónir á þessu ári og 28,5 milljón á því næsta. Þá voru fjöldamargar athugasemd- ir gerðar varðandi samgöngumál og m.a. bent á að vegalengdin milli Hamrahverfis og Foldaskóla væri 2 kílómetrar. Börnin þyrftu að ganga þessa vegalengd eða hjóla í alls kyns veðri, vegna þess að strætó gengi ekki þessa leið og fyrirsjáanlegt væri að þetta myndi kosta foreldrana bæði tíma og peninga vegna bílferða. Þá var einnig bent á að umferð- araðstæður við Foldaskóla byðu ekki upp á slíkt skutl. Nokkrir vöktu máls á því að þeir hefðu fjárfest í húsnæði í Hamra- hverfinu vegna Hamraskóla og rætt var um hvaða áhrif breytingin hefði á hverfisbrag. Þá komu fram áhyggjur af því að hættan á einelti og áhættuhegðun myndi aukast við sameininguna en tveir nemendur unglingadeild- arinnar skoruðu á fulltrúa borgarinnar að finna annan skóla þar sem engin ungling- ur reykti né drykki líkt og ætti við um Hamraskóla. „Við erum ekki bara strik í Excel- skjali,“ sagði annar þeirra við mikinn fögnuð viðstaddra. Mikil reiði á fundi vegna sameiningar  „Hversu mörgum undirskriftum þurfum við að safna?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameiningar Mikill hiti var í fundarmönnum á fundi skóla- og frístundasviðs borgarinnar með foreldrum og íbúum í Hamrahverfi í gær. Voru margir afar óánægðir með að ekki hefði verið haft meira samráð við foreldra í ferlinu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það skilur mann eftir hálftóman að fá svona fréttir,“ sagði Stefán Óla- son, bóndi í Merki á Jökuldal. Riða greindist í heilasýni úr fullorðinni kind frá bænum sem slátrað var í haust. Á Merki eru um 530 kindur og stefnir í að þær verði skornar. Það verður í annað skiptið sem fé á bænum er skorið vegna riðu. Sauðfjárbúskapurinn er aðalat- vinna Stefáns og konu hans en Stef- án hefur einnig verið í skólaakstri. Systir Stefáns á hlut í búinu sem hann hefur leigt. Stefán hefur verið sauðfjárbóndi í meira en 30 ár. Hann sagði það hafa verið erfitt að ganga í gegnum niðurskurðinn fyrir um 20 árum þegar fé var skorið á öllum bæjum á svæðinu. Þá höfðu menn stuðning hver af öðrum en nú lendir hann einn í þessu. „Þetta er gríðarlegt áfall,“ sagði Stefán. Hann sagði það hafa hleypt bjartsýni í bændur að ekki skyldi hafa fundist nein kind með riðu á landinu í fyrra. Menn hefðu talið að nú væri að sjást endanlegur árang- ur í stríðinu við riðuna. Stefán sagði að ekki hefðu sést nein einkenni um riðu í fénu á Merki og mjög góðar heimtur verið af fjalli síðasta haust. „Við höfum ekki haft neinn grun um svona,“ sagði Stefán. Hann sagði að þau hefðu alltaf sent fullorðna féð í sláturhús, þótt lítið fengist fyrir það, í stað þess að lóga því heima eins og margir gera. Þá viti engin neitt um mögulegt riðusmit. Bærinn þarf að vera fjárlaus í a.m.k. tvö ár. Stefán kvaðst vona að þetta ár yrði talið með því ekkert fé færi frá bæn- um í haga á þessu ári. Hann á mikil hey og hefur kostað miklu til að afla þeirra, bæði áburðar og rúlluplasts. Ekki má selja hey frá riðubæjum. Stefán kvaðst ekki vita hvað hann ætti að gera við allt heyið. Ekki jafn smitandi afbrigði Riðan í kindinni frá Merki er af afbrigðinu NOR 98 en það fannst fyrst í Noregi árið 1998. Þetta er í fjórða skipti sem afbrigðið finnst hér en það fannst áður í Miðfirði, Biskupstungum og Hrunamanna- hreppi. Þetta afbrigði hefur ekki verið talið eins smitandi og önnur afbrigði riðu og hafa Norðmenn reynt að þrýsta á að það sé ekki litið jafn alvarlegum augum og önnur riða. „Við höfum fylgt Alþjóðadýra- læknastofnuninni og Evrópusam- bandinu í afstöðu til þessa afbrigð- is,“ sagði Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST. Hann sagði að Íslendingar hefðu beitt hörðum aðgerðum gegn riðu og ekki hefði verið tekin ákvörðun um annað en að líta á þetta sem al- varlega gerð af riðu. Hér viðhefðu menn fulla varúð gegn riðunni. Hægt er að yfirfæra NOR 98 af- brigðið í mýs en hún er greinilega ekki jafn smitandi og önnur riða. Þrjú síðustu tilfelli um riðu, á undan þessu, fundust vegna þess að bændur kölluðu til dýralækna vegna einkenna sem þeir sáu í fénu. Skera 530 fjár frá Merki á Jök- uldal vegna riðu  Riða af afbrigði NOR 98 sem er ekki talið eins smitandi og önnur afbrigði riðu Morgunblaðið/RAX Sauðfé Riðan er sjúkdómur sem m.a. leggst á sauðfé og geitur. Ráðist gegn riðunni » Merki er í Héraðshólfi, milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts. Síðast greindist riða í hólfinu á einum bæ árið 1997. » Allt fé á svæðinu var skorið vegna riðu árið 1990, fyrir rúmum 20 árum. » Riðuveiki er arfbundinn, langvinnur og ólæknandi sjúk- dómur í sauðfé og geitum. Riðuveiki í sauðfé berst ekki í fólk. Formaður skóla- og frí- stundaráðs, Oddný Sturludóttir, nefndi aukna áherslu á valfög sem faglegan ávinning af sam- einingunni og sagði að þótt sparnaðurinn virtist lítill við hverja sameiningu fyrir sig þyrfti að líta á heildarmyndina í borginni. Fjárhagslegt svigrúm sem af þessu hlytist yrði nýtt til að sinna t.d. bókasöfnum og skólaþróunarverkefnum sem hefðu setið á hakanum und- anfarin ár. Oddný sagði þekkt að breyt- ingar á skólastarfi mættu and- stöðu til að byrja með en yf- irleitt hefði ríkt sátt um þær eftir á. Hún sagði að vissulega væru hlutir sem hefði mátt gera öðruvísi, sú leið sem hefði verið farin hefði aðeins verið ein af mörgum mögu- legum. Hvað varðaði kröfu for- eldra barnanna í Hamra- skóla sagði hún afar ólíklegt að fallið yrði frá sameining- aráformunum. Ólíklegt að hætt verði við BREYTINGAR Oddný Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.