Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Bakú. AFP. | Ráðgert er að Söngva- keppni Evrópu, Evróvisjón, verði haldin í glæsilegri tónlistarhöll, Kristalshöllinni, sem verið er að reisa í Bakú, höfuðborg Aserbaíd- sjans. Ásakanir um að yfirvöld í borginni hafi brotið á mannrétt- indum borgarbúa til að reisa höllina og fleiri byggingar í grennd við hana hafa varpað skugga á undirbúning keppninnar. Stjórnvöld í Aserbaídsjan ætla að nota olíuauð landsins til að halda söngvakeppnina með miklum glæsi- brag og líta á hana sem frábært tækifæri til landkynningar. Aserba- ídsjan er í jaðri Evrópu og hefur einkum verið þekkt fyrir olíu- útflutning sinn, pólitískt umrót eftir hrun Sovétríkjanna og stríðið við Armeníu sem blossaði upp í lok ní- unda áratugar aldarinnar sem leið um héraðið Nagorno-Karabakh. „Þessi viðburður mun hafa mjög jákvæð áhrif á ímynd Aserbaíd- sjans,“ sagði menningar- og ferða- málaráðherra landsins, Abulfas Garajev. Hundruð fjölskyldna flutt á brott Ekki eru þó allir jafnánægðir með framkvæmdirnar á svæðinu þar sem tónlistarhöllin er að rísa. Mannrétt- indahreyfingar segja að yfirvöld í Bakú hafi knúið hundruð fjölskyldna til að flytja úr byggingum sem rifnar voru niður til að hægt yrði að reisa glæsihúsin á svæðinu. Fólkið hafi fengið bætur sem dugi ekki fyrir sambærilegu húsnæði í miðborginni. „Þrýstingurinn hefur verið af ýmsu tagi,“ segir Zohrab Ismailov, talsmaður hreyfingar sem hefur mótmælt meintum mannréttinda- brotum í tengslum við framkvæmd- irnar. Hann segir að yfirvöldin hafi meðal annars lokað fyrir gas, raf- magn og vatn til að knýja fólk til að fallast á að flytja úr húsnæðinu. Yfirvöldin neita þessum ásök- unum og leggja áherslu á að fram- kvæmdirnar á svæðinu tengist ekki söngvakeppninni beint, heldur séu þær þáttur í nauðsynlegri uppbygg- ingu á svæðinu. „Ákveðnir hópar eru að reyna að gera ótengda hluti að pólitísku deilumáli og tengja þá við Söngvakeppni Evrópu,“ sagði Ali Hasanov, háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Ílhams Alíjevs, forseta Aserbaídsjans. Bíða útburðar Lífeyrisþeginn Minara Iskende- rova býr með dóttur sinni og syni í síðasta fjölbýlishúsinu nálægt fram- kvæmdasvæðinu. Margir af íbúum fjölbýlishússins hafa flutt þaðan og húsið er í niðurníðslu. „Ég tek það sem er að gerast mjög nærri mér,“ segir hún. „Frá því að þetta byrjaði hefur blóðþrýstingurinn hækkað og ég á við veikindi að stríða.“ Natalía Alíbekova, annar lífeyris- þegi í húsinu, kveðst búast við því að hún verði borin út á næstunni. „Ég mun minnast heimilisins, sem ég glataði, í hvert sinn sem söngva- keppnin er haldin.“ bogi@mbl.is Reuters Evróvisjóngleði Asersku söngvararnir geðþekku Ell og Nikki fagna eftir að hafa sigrað í Söngvakeppni Evrópu í Düsseldorf 14. maí. Meint mannréttindabrot varpa skugga á flottheitin  Deilt um tónlistarhöll og fleiri glæsihús í Evróvisjónborg Kristalshöllin Þannig á tónlistar- höllin í Bakú að líta út. Heimilislaust fólk í Holesovice-hverfi í Prag bauð kuldanum byrginn í gær og svaf undir Lib- bensky-brúnni, stór grýlukerti skreyta brúna. Miklir kuldar þjaka nú mestan hluta Austur- Evrópu og er vitað um minnst 60 manns sem hafa látist af völdum þeirra, að sögn yfirvalda í umræddum löndum. Sums staðar hefur herinn verið látinn dreifa mat og lyfjum og setja upp bráðabirgðaskýli handa heimilislausum. Reuters En allir mega víst sofa undir brúnni Miklir kuldar í A-Evrópu og heimilislausir í vanda Utanríkisráðherra Pakistans, Hina Rabbani Khar, neitaði í gær ásök- unum, sem fram koma í leynilegri skýrslu Atlantshafsbandalagsins, um að pakistanskar öryggisstofnanir hafi aðstoðað talibana í Afganistan. Utanríkisráðherrann sagði á blaðamannafundi í Kabúl með starfsbróður sínum frá Afganistan að ásakanirnar í skýrslunni væru „gamalt vín í enn eldri flösku“. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í skýrslunni komi fram að pakist- anskar öryggisstofnanir aðstoði tal- ibana sem voru við völd í Afganistan þar til stjórn þeirra var steypt af stóli árið 2001 í innrás fjölþjóðlegs herliðs undir stjórn Bandaríkjanna. Skýrslan byggist á upplýsingum sem fengust í 27.000 yfirheyrslum yfir meira en 4.000 föngum úr röðum tal- ibana og al-Qaeda. Vita hvar leiðtogarnir fela sig BBC segir að í skýrslunni séu tengsl pakistönsku leyniþjónustunn- ar ISI og talibana afhjúpuð alger- lega í fyrsta skipti. Pakistanska leyniþjónustan viti hvar æðstu leið- togar talibana haldi sig. „Háttsettir fulltrúar talibana, svo sem Nasir- uddin Haqqani, dvelja enn í næsta nágrenni við höfuðstöðvar ISI í Ísl- amabad,“ segi meðal annars í skýrsl- unni. Að sögn BBC kemur einnig fram í skýrslunni að uppreisnarmenn úr röðum talibana láta engan bilbug á sér finna og njóta mikils stuðnings meðal Afgana. bogi@mbl.is Reuters Utanríkisráðherrann Hina Rabbani Khar ræðir við blaðamenn í Kabúl. Leyniþjónusta Pakistans sögð hjálpa talibönum  Pakistanar neita ásökunum í leynilegri skýrslu NATO Vísindamönnum við Berkeley- háskóla í Kali- forníu hefur tek- ist að nota heila- bylgjur til að „lesa“ orð og þar með hugsanir sjúklings sem ekki getur tjáð sig með tali, að sögn BBC. Sagt er frá tilrauninni í vefritinu PLoS Biology. Rannsóknarteymið fylgdist með STG-heilabylgjum frá 15 sjúklingum meðan framkvæmd var á þeim skurðaðgerð vegna floga- veiki eða heilaæxlis en um leið var leikin hljóðupptaka þar sem nokkrir einstaklingar lásu upp orð eða setn- ingar. Síðan þurfti að greina hvar í flóknum heilabylgjum sjúklinganna mátti greina viðbrögð við upplestr- inum, hvaða hlutar heilans svöruðu hverri bylgjulengd. Ljóst er að takist mönnum að þróa þessa aðferð frekar mun hún geta komið að gagni fyrir fólk í dái, gert því kleift að eiga samskipti við annað fólk. Í fyrra tókst að láta fólk með elektróður á höfðinu, tengdar heilanum, færa bendil á skjá einfald- lega með því að hugsa um hljóm ákveðinna sérhljóða. kjon@mbl.is Gátu end- urskapað hugsun Heilabylgjur mældar.  Vísindamenn lásu orð í heilabylgjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.