Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Neyð-arfundirleiðtoga
Evrópusambands-
ins eru orðnir svo
margir að rúm
hefur gefist til að
rífast um fjölda
þeirra. Sumir segja að fund-
urinn um síðustu helgi hafi
verið sá 19., en aðrir aðeins
hinn 17. sem boðaður hefur
verið til að ná sambandinu og
myntinni þess út úr nástöðu og
neyð. Og eins og jafnan hafa
markaðsaðmenn orðið glað-
beittari eftir síðasta fund. Og
tölurnar um viðskipti pappíra
bera þess merki.
Ekki er þó víst að funda-
gleðin endist vel. Það hefur
hún ekki gert hingað til. Nýj-
asti neyðarfundurinn fór dálít-
ið illa af stað, þar sem Þjóð-
verjar höfðu í aðdraganda
hans í misskilinni hreinskilni
lýst því yfir að rétt væri að bú-
rókratarnir í Brussel tækju
formlega yfir fjármálastjórn í
Aþenu. Þeim dugði ekki að for-
sætisráðherra sósíalista hefði
verið settur af, eftir að hafa
stungið upp á þjóðaratkvæða-
greiðslu í Grikklandi.
Brussel telur að allar til-
lögur um aðkomu almennings
að eigin málum séu svipaðs
eðlis og hugmyndir um upp-
lestur úr klámsögum í barna-
guðsþjónustum. Þeir boluðu
því Papandreó burt þar og
sköffuðu Grikkjum forsætis-
ráðherra að sínu vali. En samt
vildu þeir að auki svipta
Grikkland öllu fjárstjórn-
arvaldi með vísun til þeirra
lána sem landið hafði neyðst til
að biðja um. Þessu var heldur
illa tekið víða í löndum Evr-
ópu, þótt í raun séu hinar
þýsku hugmyndir í bærilegu
samræmi við þá ríkisfjár-
málaskipan sem leiðtogarnir
eru að koma á.
Tékkland ákvað
reyndar að vera
ekki með í þeirri
auðmýkingu og
halla sér fremur
að sjónarmiðum
Breta. Nú þegar
er orðið upphlaup í ríkisstjórn
Tékklands vegna þessarar af-
stöðu forsætisráðherra lands-
ins.
Utanríkisráðherrann lætur
ófriðlega og hefur í hótunum,
rétt eins og stjórnarflokkarnir
á Íslandi gera yfir stóru og
smáu, raunar án nokkurra af-
leiðinga. En vera má að ESB
takist að koma stjórninni í
Tékklandi frá, vegna óhlýðni,
eins og gerðist í Slóvakíu og fá
aðra sem fer betur í vasa. Nú
eða þá að niðurstaðan verði að
senda landinu nýjan forsætis-
ráðherra í frakt, eins og gert
var í Grikklandi og á Ítalíu.
Forseti Tékklands er þó ekki
manna líklegastur til að láta
tuska sig til.
En nítjándi neyðarfund-
urinn skilaði sem sagt ekki
miklu. Seðlabanki ESB hefur
dælt ógrynni fjár í evrópska
banka síðustu vikurnar og
næstu risainnspýtingar er von
í þessum mánuði. Þessar að-
gerðir hafa komið í veg fyrir
spíralinn niður í efnahagslegt
öngþveiti. En hætt er við að
þetta sé skammgóður vermir.
Því þótt seðlabanki ESB sam-
þykki sífellt veikari veð fyrir
lánum sínum þurrkar hann
engu að síður upp markaðinn
með hinum örvæntingarfullu
lánveitingum. Það getur, þeg-
ar fram í sækir, haft mikil
áhrif og öfug við það sem að
var stefnt. Enn er því mikil
óvissa um framhald evrunnar
og efnahagslíf Evrópu að öðru
leyti, þótt neyðarfundunum
fjölgi ört.
Hætt er við að efna-
hagslegur stöð-
ugleiki Evrópu sé jafn
fjarlægur og áður}
Gerði síðasti neyðar-
fundur gagn?
Á Alþingi í gærvakti Bjarni
Benediktsson,
formaður Sjálf-
stæðisflokksins,
athygli á því
hversu íþyngjandi stöðugar
verðhækkanir á bensíni væru
orðnar fyrir heimilin. Hann
benti á að ríkisstjórnin hefði
aukið álögur og nú væri svo
komið að ríkið hefði aldrei í
sögunni tekið fleiri krónur af
hverjum lítra.
Undir orð Bjarna tók
Gunnar Bragi Sveinsson,
þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins, en þá brá
svo við að í ræðustól
streymdu þing-
menn Samfylking-
arinnar hver af
öðrum og fögnuðu
árangri rík-
isstjórnarinnar á
þriggja ára afmælinu. Sú
fjarstæðukennda umræða var
undarleg á að hlýða en um
leið á sinn hátt athyglisverð.
Athygli vakti einnig að
enginn þingmanna Vinstri
grænna sá ástæðu til að elta
samfylkingarþingmennina í
fagnaðarlátunum. Hvað veld-
ur? Þeir ættu ekkert síður að
sjá ástæðu til að fagna
skattahækkununum, en
þögðu þó.
Þingmenn Samfylk-
ingarinnar fögnuðu
afmælinu einir}
Þrjú ár af skattahækkunum N
ú er svo illa komið að ræðuflutn-
ingur formanns Samfylking-
arinnar fælir jafnaðarmenn frá
fylgi við flokkinn. Hver semur
þann hroða sem ræður Jó-
hönnu Sigurðardóttur eru? Hún er um margt
svo merkileg kona að maður harðneitar að
trúa því að hún semji þessar hraklegu ræður
sjálf. En jafnvel þótt hún semji þær ekki þá
gerir hún samt þau mistök að leggja hvað eftir
annað blessun sína yfir þær með því að flytja
þær af sannfæringarkrafti, frjálslyndum jafn-
aðarmönnum til mikillar hrellingar. Réttast
væri af Jóhönnu Sigurðardóttur að reka
ræðusmið sinn þegar í stað. Hugsanlega er
það þó orðið of seint. Hann hefur þegar valdið
svo miklum skaða.
Í hverri ræðunni á fætur annarri varar formaður Sam-
fylkingarinnar, sjálfur forsætisráðherra Íslands, við
þeirri hættu sem þjóðinni stafar af talsmönnum atvinnu-
lífsins, fjármagnseigendum og svokölluðu íhaldi. Mál-
flutningurinn er á þann veg að engu er líkara en formað-
ur Samfylkingarinnar sé í ofsafenginni baráttu við
formann Vinstri grænna um vinstra fylgið í næstu kosn-
ingum. Ef Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að gera Sam-
fylkinguna að einstrengingslegum vinstri flokki sem
fylgir höftum, forræðishyggju og pólitískri rétthugsun
þá er hún alveg örugglega á réttri leið. En hún fær ekki
frjálslynda jafnaðarmenn og hófsamt miðjufólk með sér í
þann leiðangur.
Kannski finnst Jóhönnu Sigurðardóttur og
ræðusmið hennar það vera í góðu lagi að
Samfylkingin hreki frá sér kjósendur í hrönn-
um, en stór hluti Samfylkingarfólks hlýtur að
hafa áhyggjur af stöðu mála. Ef Jóhanna Sig-
urðardóttir er í reynd ánægð með samkrullið
við Vinstri græna og hefur svo mikla óbeit á
íhaldinu, af hverju lýsir hún því þá ekki yfir
að næstu kosningar muni snúast um fram-
haldslíf núverandi ríkisstjórnar? Það væri
langheiðarlegast af henni. Þá myndu kjós-
endur vita að þegar þeir merkja við Samfylk-
inguna eða Vinstri græna á kjördag þá væru
þeir um leið að kjósa áframhaldandi ósköp yf-
ir sig. Og hver þráir slíkt framhald?
Það er ákaflega óskynsamlegt af Jóhönnu
Sigurðardóttur að flytja ræður eins og þær
sem hún hefur ítrekað flutt síðustu mánuði. Hún er að
einangra flokk sinn, ekki að laða fólk til fylgis við hann.
Skaðinn er þegar orðinn mikill og vafasamt að takist að
bæta hann fyrir næstu kosningar.
Jóhanna Sigurðardóttir varar flokksmenn sína við at-
vinnurekendum þessa lands, eins og þeir séu stórhættu-
legir og gráðugir kapítalistar sem vilji engum vel. Hún
talar um Sjálfstæðisflokkinn nánast eins og hann sé
lastabæli illra hvata. Svona tal er auðvitað ekkert annað
en ofstæki. Það er ekki líklegt að hófsamir miðjumenn og
frjálslyndir jafnaðarmenn telji sig eiga heima í flokki þar
sem áherslur eru á þennan veg. Samfylkingin er á skelfi-
legum villigötum. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Samfylking á villigötum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
V
arðskipið Þór hefur ver-
ið bundið við bryggju í
Reykjavíkurhöfn í rúm-
an mánuð, eða frá því í
desember í fyrra, vegna
vélarbilunar. Skipið er glænýtt en
aðeins eru liðnir rúmir fjórir mán-
uðir síðan skipið var afhent Land-
helgisgæslu Íslands í Asmar-
skipasmíðastöð sjóhersins í Síle.
Óeðlilega mikill titringur mæld-
ist í einni af tveimur aðalvélum
varðskipsins Þórs þegar titrings-
mælingar á vélum skipsins voru
framkvæmdar í byrjun desember á
síðasta ári. Rolls Royce, sem er
framleiðandi véla varðskipsins,
sendi nýlega starfsmenn sína til Ís-
lands í þeim tilgangi að rannsaka
orsakir titringsins en ábyrgðartími
vélanna er 18 mánuðir og því eru
þær enn í ábyrgð hjá framleiðanda.
Siglt til Bergen til skoðunar
Upphaflega var talið að orsök
titringsins væri galli í eldsneyt-
iskerfi Þórs en þrátt fyrir að ýmiss
konar breytingar hafi verið gerðar á
kerfinu mælist titringur í vélinni
ennþá yfir þeim mörkum sem sett
eru af Rolls Royce. Starfsmenn
Rolls Royce hafa nú þegar endur-
stillt vél skipsins, steypt undir vél-
ina sem um ræðir og skipt um
mótorpúða en ekki haft erindi sem
erfiði. Samkvæmt tilkynningu á vef
Landhelgisgæslunnar er verið að
skoða niðurstöður mælinganna hjá
Rolls Royce í Noregi en líklegt þyk-
ir að framleiðandinn muni óska eftir
því að skipinu verði siglt til Bergen í
Noregi til þess að hægt sé að rann-
saka það betur og gera á því lagfær-
ingar. Þar sem skipið er, líkt og áð-
ur segir, ennþá í ábyrgð hjá
framleiðanda þá verður kostnaður
Landhelgisgæslunnar vegna við-
gerðarinnar líklegast enginn.
Þór varð fyrir þó nokkrum
skemmdum þegar gríðarlega öfl-
ugur jarðskjálfti, upp á 8,8 á Rich-
ter-skalanum, skók Síle í febrúar ár-
ið 2010. Flóðbylgja skall á
varðskipinu sem var í þurrkví í
Asmar-skipasmíðastöðinni í borg-
inni Concepcion, skammt frá upp-
tökum skjálftans, og olli tjóni í vél-
arrúmi þess. „Mér skilst að svo sé
ekki,“ segir Hrafnhildur Brynja
Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar, aðspurð
hvort sú vélarbilun sem nú hrjáir
skipið tengist því tjóni sem varð í
vélarrúmi þess í Síle.
„Force majeure“ gildir ekki
Að meginstefnu til gildir hin
svokallaða „force majeure“-regla í
þeim tilfellum þar sem tjón verður
vegna náttúruhamfara en hún felur
það í sér að hvorugur samningsaðila
verður ábyrgur gagnvart hinum
vegna þess tjóns sem á orsakir sínar
að rekja til náttúruhamfaranna. Í
viðtali við Morgunblaðið, sem birt
var þann 2. mars 2010, sagði Georg
Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, að ákvæði í samningi þeim
sem Landhelgisgæslan gerði við
skipasmíðastöðina geri það að verk-
um að ábyrgðin færist að öllu leyti
yfir á stöðina. „Við erum búin að
fara yfir samninginn og teljum að
ábyrgðin sé hjá skipasmíðastöðinni
sem er í eigu flota Síle,“ sagði
Georg.
Á meðan viðgerðir fara fram á
Þór munu varðskipin Týr og Ægir
sjá um gæslustörf í nánd við landið.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæsl-
unni segir að hún hafi gert ráðstaf-
anir til þess að skipin geti sinnt
þessum störfum til skiptis á meðan
framkvæmdirnar á Þór standa yfir.
Ekki náðist í Georg Lárusson við
vinnslu fréttarinnar.
Nýtt varðskip fer í
viðgerð til Noregs
Morgunblaðið/Ómar
Vélarbilun Varðskipið Þór situr ennþá fast við bryggju í Reykjavíkurhöfn
vegna vélarbilunar og mun að öllum líkindum fara til Noregs í viðgerð.
Ekki er langt síðan varðskipið
Þór kom heim til Íslands úr
Asmar-skipasmíðastöðinni í
Síle en skipið sigldi í fyrsta sinn
inn í höfn hér á landi þann 26.
október síðastliðinn og lagðist
þá við Friðarbryggju í Vest-
mannaeyjum. Degi síðar sigldi
Þór inn í heimahöfn sína,
Reykjavíkurhöfn.
Skipið lagði af stað frá Talc-
huano í Síle 28. september á
síðasta ári og því tók för þess til
Íslands rétt rúman mánuð.
Mikil og góð stemning mynd-
aðist við Reykjavíkurhöfn þegar
skipið lagðist þar að bryggju.
Nokkur þúsund gestir fóru um
borð í nýja varðskipið og virtu
það fyrir sér þegar það fyrst
kom til Reykjavíkurhafnar en þá
var það opið almenningi í örfáa
daga.
Smíði við skipið hófst í Síle
árið 2006. Er þetta fjórða ís-
lenska varðskipið til þess að
bera nafnið Þór.
Glænýtt
varðskip
NÝKOMIÐ Í HEIMAHÖFN