Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verð á eldsneyti er í hæstu hæðum hér á landi og farið að koma verulega við pyngju landsmanna. Einhverju sinni voru mjólkur- og bensínlítrinn á svipuðu verði en það er löngu liðin tíð. Bensínið hefur rokið upp og fáir vita hvar sú þróun endar. Mikil hækkun á heimsmarkaði, óhagstæð þróun dollars gagnvart krónunni og hækkun á gjöldum rík- isins hafa gert það af verkum að ein- göngu frá áramótum hefur bensín- lítrinn hækkað um nærri 19 krónur og dísilolían um 11 krónur. Lítraverð- ið er nú um og yfir 250 kr. og ekki langt í að 300 króna múrinn verði rof- inn. Hátt eldsneytisverð hefur víðtæk áhrif. Umferðin dróst saman um rúm 5% í fyrra og sala á eldsneyti hefur minnkað verulega, líkt og forstjóri N1 upplýsir hér til hliðar. Tekjur rík- isins af eldsneyti stóðu nánast í stað í fyrra og voru að auki allt að 5,2% undir áætlunum fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Einnig birtist þetta í minni sölu á stærri og eyðslufrekari bílum, þeir sem á annað borð eru að kaupa nýja bíla velja frekar minni og sparneytnari eintök. Meiri skattar en minni hlutur Álögur ríkisins eru vissulega mikl- ar, eða um 50% af verði bensíns og 45% af dísilolíuverði, samkvæmt upp- lýsingum frá FÍB. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, bendir einn- ig á að skattar af eldsneyti hafi hækk- að töluvert í tíð núverandi ríkisstjórn- ar, eða um 55% á bensíni frá ársbyrjun 2009 ef tekinn er krónutala af hverjum lítra. Á sama tíma hefur hlutur ríkisins af dísilolíu hækkað um 43%. Oddný G. Harðardóttir fjár- málaráðherra bendir á móti á að hlut- fallslega hafi hlutur ríkisins af útsölu- verði lækkað, hafi verið 58% af bensínverði 2007 en sé nú um 50%. Sé litið til þróunar eldsneytis tíu ár aftur í tímann hefur bensínverð hækkað um 165% á sama tíma og vísi- tala neysluverðs hefur hækkað um 75%. Til samanburðar þá hefur mjólkurverð hækkað um 52% undan- farinn áratug. Hvað skal til bragðs taka? FÍB beinir sjónum sínum að stjórnvöldum og olíufélögum, um að draga úr álög- um. Ekki verði við heimsmarkaðs- verð ráðið. Það muni virkja hvetjandi fyrir atvinnulífið og bæta hag heim- ilanna. Minnkandi umferð hafi keðju- verkandi áhrif í þjóðfélaginu, auk þess sem hátt eldsneytisverð bitni enn harðar á hinum dreifðu byggðum landsins. Þá gagnrýnir Runólfur olíu- félögin fyrir að hafa aukið álagn- inguna, aðeins núna í janúar hafi hún aukist um 2-3 krónur af hverjum lítra. Félögin séu greinilega að bregð- ast við minnkandi eldsneytissölu. 300 króna múrinn senn rofinn  Bensínið heldur áfram að hækka og fyrir löngu stungið mjólkina af  Ríkið fær um helming af hverj- um bensínlítra  Hátt eldsneytisverð hefur víða áhrif  FÍB segir olíufélögin hafa aukið álagningu Morgunblaðið/RAX Eldsneytisverð Hæsta verð á bensíni um miðjan dag í gær var á stöðvum Shell, eða 247,90 kr. lítrinn. Þróun bensínverðs frá 2002 - í samanburði við vísitölu neysluverðs og vísitölu mjólkurverðs 300 250 200 150 100 50 0 Vísitala neysluverðs Undirvísitala mjólkur Undirvísitala bensíns 95 okt Janúar 2002 Janúar 2012 Janúar 2002 = 100 174,8 151,7 265,6 Heimild: Hagstofan Hermann Guðmunds- son, for- stjóri N1, segir sölu á eldsneyti hafa dregist saman á hverju ári frá árinu 2007, og sé nú 20% minni til almennings frá því fyrir hrun og 60-70% minni til verktaka- iðnaðarins. Varðandi gagnrýni FÍB um að olíufélögin séu að auka álagningu sína bendir Her- mann á að á síðasta ári hafi álagningin verið svipuð og árið áður. „Það er ekki friður til þess að auka álagninguna.“ Um álögur ríkisins af elds- neyti segir Hermann að þær séu komnar að endimörkum þess sem eðlilegt geti talist. Þegar stjórnvöld bendi á að minna sé lagt á eldsneyti hér en annars staðar þá sé ekki tekið tillit til kaupmáttar. „Það skortir um- ræðu um hvort menn séu ekki komnir of langt í gjaldtöku. Það er heppilegri leið fyrir heimilin og þjóðarbúið að taka tekjur ríkisins gegnum beina skatta.“ Spurður um horfur á heims- markaði með eldsneyti segir hann blikur á lofti og mikla óvissu. Það sé t.d. grafalvarlegt ef deilan við Írani leiði til lok- unar Hormuz-sunds, þar sem siglt er með um fjórðung af ol- íuframleiðslu heimsins. Álagningin okkar svipuð FORSTJÓRI N1 Hermann Guðmundsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á vinnumarkaði fara áhyggjur vax- andi af að verðhækkanir þessa dag- ana kyndi undir verðbólgu sem get- ur ef hún blæs út á skömmum tíma étið upp kaupmáttarávinning kjara- samninganna. Efasemdir hafa komið fram um að innistæða sé fyrir launa- hækkununum í samsvarandi verð- mætasköpun í stórum greinum at- vinnulífsins. Þróunin sl. áratug sýnir glöggt þá alþekktu staðreynd að ekki fara allt- af saman miklar launabreytingar og samsvarandi vöxtur kaupmáttar. Á fyrri hluta seinasta áratugar, frá maí árið 2002 jókst kaupmáttur jafnt og þétt á hverju ári sbr. meðfylgjandi töflu, sem sýnir mánaðarlegar breytingar launa, kaupmáttar og verðbólgu frá árinu á undan. Frá aldamótum og fram á miðjan miðjan seinasta áratug jókst kaupmáttur um nálægt 14%. Frá miðju ári 2002 til 2005 haldast launahækkanir og kaupmáttaraukningin nokkurn veg- in í hendur, hækka jafnt og þétt ár frá ári og verðbólga er lítil á þessu tímabili. Bilið breikkar Um mitt ár 2005 skilur á milli, vísitala launa sýnir mun meiri launa- hækkanir en á árunum á undan en verðbólgan færist í aukana og kaup- mátturinn fylgir ekki þróuninni eftir og batnar lítið. Kreppan færði mönnum heim sanninn um að þrátt fyrir kröftuga uppsveiflu og þenslu á seinustu ár- unum fyrir hrun, byggðu þau lífs- kjör á sandi. Á sex árum, frá 2004 til 2009, hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 51,8% skv. út- reikningum Samtaka atvinnulífsins. Kaupmátturinn jókst í fyrstu en féll síðan bratt. Kaupmáttur launa hrap- aði á síðari hluta ársins 2007 og fór niður fyrir núllið í febrúar 2008. Þá hófst tímabil mikillar kaupmátt- arrýrnunar, sem stóð fram á mitt ár 2010. Þá um sumarið jókst kaup- máttur nokkuð, m.a. vegna 2,5% kjarasamningsbundinna launa- hækkana en launavísitalan sem sýn- ir launahækkanir á öllum vinnu- markaðinum tók svo kipp í maí í fyrra, þegar gengið var frá kjara- samningum með umtalsverðum launahækkunum og reis hún hratt á næstu mánuðum. Þá fyrst fór kaup- máttur launa að aukast að ráði á ný. En fljótlega fór verðbólgan aftur vaxandi og dró nokkuð úr styrkingu kaupmáttarins. Ef litið er á ráðstöfunartekjur sem sýna hvað launamenn hafa til ráðstöfunar eftir skatta og launa- tengd gjöld, kemur í ljós að kaup- máttur ráðstöfunarteknanna rýrn- aði um fjórðung á árunum eftir hrunið. Á árinu 2009 drógust ráð- stöfunartekjurnar saman um rúm 16% og 2010 um tæplega 13%. Seðlabankinn hefur raunar bent á að samdráttinn megi að miklu leyti rekja til þess að eignatekjur drógust saman um nær 70 milljarða á milli áranna 2009 til 2010. Fylgjast grannt með Forystumenn stéttarfélaga, sem eru nýbúnir að framlengja gildandi kjarasamninga, fylgjast áhyggju- fullir með verðlagsþróuninni þessa dagana. ,,Því miður virðast stjórn- völd og fyrirtæki ekki halda nægi- lega aftur af sér í þessum efnum,“ segir Stefán Einar Stefánsson, for- maður VR. Hann segir að kaupmátt- araukning eftir gerð kjarasamning- anna í fyrra sé sannarlega til staðar en nú verði fylgst grannt með hver verðlagsþróunin verður á næstunni. Hann bendir sérstaklega á hækk- anir á eldsneytisverði og á opinber- um álögum að undanförnu. ,,Það virðist ekkert vera í pípunum um að létta á eða losa ólina um hálsinn á fólki hvað það varðar.“ Fram hefur komið að í sumum greinum atvinnulífsins gætu fyr- irtæki þurft að grípa til uppsagna til að standa undir kostnaðarhækk- unum. Í könnun SA meðal fé- lagsmanna kom fram að fyrirtæki myndu á næstu mánuðum fækka um nokkur hundruð starfsmenn. „Halda ekki nægilega aftur af sér“  Sagan sýnir að þegar verðhækkanir kynda undir verðbólgu er hún fljót að éta upp kaupmáttinn  Miklar sveiflur á samspili launahækkana og kaupmáttar  Rýrnun um fjórðung eftir 2008 Launahækkanir, verðbólga og kaupmáttur Heimild: Hagstofa Íslands 20 15 10 5 0 -5 -10 Janúar 2002 Desember 2011 9,2% 5,3% 3,7% 10,0% 9,4% 0,7% Vísitala kaupmáttar launa Breytingar mánaðarlegrar launavísitölu Breytingar á vísitölu neysluverðs Janúar 2003 Janúar 2004 Janúar 2005 Janúar 2006 Janúar 2007 Janúar 2008 Janúar 2009 Janúar 2010 Janúar 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.