Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur hesthúsa í Reykjavík eiga von á „glaðningi“ frá borginni. Á álagningarseðli fasteignagjalda verður meira en áttfalt hærri fast- eignaskattur. Skattur á meðaleign hækkar úr rúmlega 16 þúsund í 134 þúsund á ári. Ástæðan er sú að borgin telur sér skylt að skattleggja hesthús eins og iðnaðarhúsnæði en ekki íbúðarhúsnæði, frístundahús og útihús í dreifbýli, eins og verið hef- ur. Þótt ekki sé búið að senda út alla álagningarseðla hafa tíðindin borist upp í Víðidal og þar kraumar óánægja. „Þetta er aðför að hesta- mennsku í landinu. Það er verið að skattleggja hana út úr þéttbýlinu,“ segir Haraldur Þórarinsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga. Hann óttast að margir muni kikna undan þessari miklu hækkun, reyni að leigja frá sér hús- in eða hreinlega losa sig við þau og fara út úr hestamennskunni. Tómstundir eða atvinna Málið á sér nokkurn aðdraganda. Sveitarfélög hafa almennt flokkað hesthús með íbúðarhúsnæði, í lægsta þrep fasteignaskatts. Í því þrepi eru einnig sumarbústaðir, jarðir og öll útihús á bújörðum. Hesthús eru hvergi nefnd sér- staklega. Fyrir nokkrum árum átt- uðu einhver sveitarfélög sig á tekju- möguleikunum og lögðu fasteignaskatt í efsta þrepi á hest- hús í þéttbýli á þeirri forsendu að þar ættu heima öll þau hús sem ekki væru tilgreind í öðrum flokkum. Meginhluti hesthúsa í þéttbýli er óumdeilanlega tómstundahús og þau eiga fátt sameiginlegt með iðn- aðarhúsnæði. Frekar er að flokka þau með íþróttamannvirkjum þar sem þau eru nauðsynleg til að hægt sé að stunda hestaíþróttir. Þau eru aðeins í notkun í um sex mánuði á ári og standa auð þess á milli. Landssamband hestamannafélaga og einstök hestamannafélög hafa í nokkur ár barist gegn þessari þróun og í því sambandi meðal annars rætt við þrjá ráðherra sveitarstjórn- armála og Samband íslenskra sveit- arfélaga. Haraldur segir að ekki hafi fengist nein niðurstaða, menn hafi kastað málinu á milli sín. Ríkisvaldið hefði talið að frumkvæði að laga- breytingu þyrfti að koma frá sveit- arfélögunum en Sambandið ekki tal- ið slíkt í sínum verkahring en tekið fram að það myndi ekki beita sér gegn lagasetningu. Hestamenn stóðu að kæru til yf- irfasteignamatsnefndar vegna hest- húss á Selfossi en þar eru hesthúsin í hæsta þrepi fasteignaskatts. Í úr- skurði nefndarinnar sem kveðinn var upp í byrjun síðasta árs var tek- ið undir sjónarmið sveitarfélagsins um að hesthús á deiliskipulögðu hesthúsahverfi innan þéttbýlis skuli falla undir hæsta gjaldflokk þar sem þau séu ekki talin upp í öðrum flokkum. Mismunandi á milli bæja Við álagningu fasteignaskatta fyr- ir árið 2012 ákvað Reykjavíkurborg að hækka fasteignaskatt hesthúsa úr 0,225% af fasteignamati í 1,65%. Í minnisblaði borgarlögmanns sem ákvörðunin grundvallast á kemur fram það álit að borginni sé skylt að haga álagningu fasteignaskatts í samræmi við þá túlkun sem fram kemur í úrskurði yfirfasteignamats- nefndar. Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, vísar til þessa minnisblaðs en tekur um leið fram í svari við fyrirspurn blaðsins að at- hygli Alþingis yrði vakin á málinu. Fyrir nokkrum árum kom upp deila í Garðabæ þegar bæjarstjórn færði hesthúsin í efsta gjaldflokk. Málið var leyst með því að hafa hesthúsin í lægra þrepi í þeim gjald- flokki, veita hestamönnum afslátt. Þar er fasteignaskatturinn 0,50%, innan við þriðjungur af skatti Reykjavíkur. Sömu leiðir virðast hafa verið farnar í öðrum nágranna- sveitarfélögum höfuðborgarsvæð- isins því skatturinn er 0,45% í Mos- fellsbæ, 0,625% í Kópavogi og 0,63% í Hafnarfirði. Sú staða er nú uppi að hesthús eru í mismunandi gjald- flokkum, á milli sveitarfélaga og innan þeirra. Þannig eru hesthús í sumum þéttbýlissveitarfélögum með margfalt hærri skatt en hesthús í dreifbýli, innan sama sveitarfélags. Stangast á við stjórnarskrá Arnór Halldórsson, lögmaður Landssambands hestamannafélaga, telur að lögin stangist á við jafnrétt- isreglu stjórnarskrár að því leyti. Á þessu álitaefni var ekki tekið í úr- skurði yfirfasteignamatsnefndar. Þá er Arnór einnig ósammála túlkun nefndarinnar um að hesthús geti ekki fallið undir skilgreiningu á lægsta þrepi fasteignaskattsins. Hann telur að skera verði úr um þetta fyrir dómstólum. „Við verðum að grípa til ein- hverra ráða,“ segir Haraldur Þórarinsson. „Þetta hefur ekki einungis áhrif á hestamennsku í þéttbýli heldur líka í dreif- býli. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að samdráttur í hesta- mennskunni mun hafa áhrif á margt annað.“ Skattlagðir út úr þéttbýlinu  Fasteignaskattur á hesthús í Reykjavík er áttfaldaður á milli ára  Tvisvar eða þrisvar sinnum hærri en í nágrannasveitarfélögum  Borgin telur skylt að hafa hesthús í hæsta gjaldflokki Morgunblaðið/Kristinn Útreiðar Hesthúsin eru mikið notuð um þessar mundir en þau standa hins vegar tóm á sumrin og haustin. „Ég hef aldrei heyrt um aðra eins hækkun skatta, þetta er 750% hækkun,“ segir Ester Harð- ardóttir sem á hesthús í Víðidal og líkir hækkuninni við eignaupp- töku. Hún hringdi í borgina til að athuga hvort fasteignaskattinum væri ekki rétt skipt á milli eig- enda hesthússins og fékk þá upplýsingar um þessar miklu hækkanir. Hún greiddi í fyrra 26 þúsund krónur í fasteignaskatt fyrir sinn hluta hússins en er gert að greiða 194 þúsund í ár. Þar fyrir utan eru 90 þúsund krónur í vatns- og holræsagjald sem einn- ig hefur hækkað á milli ára. Mörg dæmi eru um einstaklinga sem eru með stærri hús og greiða margfalda þessa fjárhæð. Fyrstu viðbrögð Esterar voru að óska eftir greiðsludreifingu á skattinum en það var ekki hægt þar sem umsóknarfrestur um það rann út 18. janúar þótt álagn- ingarseðlarnir hafi enn ekki verið sendir út. „Rekstur á svona húsi er orðinn svo dýr að hann er kominn út úr korti. Venjulegt fólk stendur ekki undir þessu,“ segir Ester og vekur athygli á því að hesthúsin eru aðeins notuð hálft árið en iðnaðarhúsnæði í sama gjaldflokki sé yfirleitt í rekstri all- an ársins hring. Hún bendir á að ekki megi nota hesthúsin í ann- að. Þá segir hún að engin þjónusta fáist fyrir þennan skatt. Snjór hafi verið ruddur einu sinni í vet- ur. „Ég tel að þetta hafi slæm áhrif, eins og staðan er í þjóð- félaginu í dag. Það getur verið að fólk gefist upp á hesta- mennsku. Það eru margir, ekki síst ung- menni, sem leigja sér pláss. Það getur eng- inn leigt ef kostnaður- inn hækkar svona mik- ið.“ Fólk stendur ekki undir kostnaðinum EIGANDI HESTHÚSS Í VÍÐDAL Kristján Jónsson kjon@mbl.is Páll Bergþórsson, fyrrverandi veð- urstofustjóri, hefur árlega sent frá sér hafísspá frá 1969 en þá var mikill hafís við landið og hefur aldrei orðið eins mikill síðan. En Páll segir að horfur séu á litlum hafís á þessu ári við Ísland. Best hafi reynst að spá um ísinn eftir meðalhitanum á Jan Mayen frá ágúst fram í janúar. Hann segi til um sjávarhitann þar nyrðra að haustinu. Áhrif hans geymist vel í sjónum og straumar berist þaðan hingað til lands á svo sem hálfu ári. Að þessu sinni hafi haustið við Jan Mayen verið með þeim allra hlýjustu og þess vegna séu horfur á mjög litlum ís, ef til vill í eina viku, helst við norðanverða Vestfirði. „Þessi vetrar- og vorís er að lang- mestu leyti lagnaðarís, það eina sem kemur úr Grænlandsjökli brotnar framan af jöklunum á sumrin og þá verður til borgarís,“ segir Páll. „Það er mikið samhengi milli hitans þarna norður frá og hafíssins, það hefur sýnt sig. Ég hef athugað þróunina frá því um 1921, þá byrjuðu veðurat- huganir á Jan Mayen. Norskur pró- fessor stóð fyrir því, honum fannst þetta svo merkilegur staður og heppilegur fyrir Norðmenn til þess að fá aðvaranir um veður úr vestri.“ Hann segir að mikil sunnanátt hafi verið við austanvert Ísland í janúar og hún hafi borið tiltölulega mildan sjó norður á hafísslóðirnar. Það hafi áreiðanlega mikið að segja. Þegar sjávarhiti sé kominn í ákveðið horf geti einkenni hans haldist lengi, jafn- vel árum saman. Massinn sé svo mik- ill og þess vegna mikil tregða. Annað gildi um loftið sem hafi nær engan massa til að geyma í sér varma. Ísinn truflaði sjósókn Páll segir ísinn á hafísárunum á sjöunda áratugnum hafa truflað mjög sjósókn en einnig hafi mikinn kulda lagt frá ísnum yfir landið. „Það er viss keðjuverkun í ísnum. Ef ísbreiðan vex verður til hvítt svæði, miklu stærra en áður sem endurkastar sólskini sem kælir loftið og þannig heldur þetta áfram, ár frá ári. Þetta tel ég að valdi þessum 60 ára sveiflum.“ Það kólnar í um 30 ár og hlýnar svo aftur í 30 ár. Páll segist halda að þessar hitafarssveiflur stafi af því að þegar búið sé að kæla svona mikið fari það að verka sunnar á hnettinum en þar sé sólin svo sterk að hún nái að lokum aftur yfirhönd- inni. Hún snúi taflinu við og aftur fari að hlýna, sá ylur berist síðan norður um fimm árum seinna. Horfur á litlum hafís við landið  Páll Bergþórsson segir háan meðalhita á Jan Mayen sl. haust góða vísbendingu um að sjávarhiti á svæðinu hafi einnig verið hár og áhrif hans geymist vel í hafinu Morgunblaðið/RAX Forn fjandi Ís veldur oft vanda fyrir vestan, hér er ís við Gjögur árið 2005. Hinn 1. desember 2011 varð breyting á því hvernig hafístil- kynningar eru birtar. Tilkynn- ingarnar berast nú gegnum sjálfvirkt tilkynningakerfi og starfsmenn á sólarhringsvakt Veðurstofunnar birta þær jafn- óðum á vefnum. Veðurfræðingur á vakt útbýr kort af aðstæðum eftir þörf- um, byggt á gervitunglamynd- um, og gerir spá um hvert haf- ísinn muni reka. Hafístilkynningar berast frá skipum í gegnum Vaktstöð siglinga, frá Landhelgisgæsl- unni, úr flugvélum og frá at- hugunarmönnum og öðrum. Sjálfvirkt kerfi í notkun HAFÍSTILKYNNINGAR Hækkanir » 250 hesthúsaeignir eru skráðar í Reykjavík. » Fasteignaskattur á með- aleign verður í ár 134.185 kr. en var í fyrra 16.265 kr. » Með breyttri gjaldflokkun aukast tekjur borgarinnar úr 4 milljónum í tæpar 34 milljónir, eða um 30 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.