Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 hálendi Íslands. VG vill þó eitthvað annað. Vesturlandabúum hefur gengið illa að skilja kommúnista í Kína. Í kaldastríðinu var allt fellt undir stal- ínisma og marx-lenínisma. Maó for- maður var menntamaður og ekki taglhnýtingur evrópsks komma- óraunsæis. Kínverjar áttu kenningar meist- ara Konfúsíusar, sem er besta sið- fræði milli himins og jarðar og ekk- ert sambærilegt á Vesturlöndum. Embættismenn í Kína hafa siðfræði Konfúsíusar til hliðsjónar í störfum sínum, t.d. nýtur götusópari sem vinnur verk sitt af alúð meiri virð- ingar en keisari sem vinnur verk sitt með hyskni. Eitt var það þó sem Maó varð að breyta, en það var foreldraræðið í hinni fornu siðfræði. Þessu var breytt með menningarbyltingunni, þar sem unga fólkið braust undan oki fortíðar og bjó sig undir nýja framtíð. Árangurinn er sá að Kína er annað stærsta efnahagsveldi heims og innan tíðar stærsta og ríkasta. Kínverski gjaldmiðillinn hefur hafið innreið sína sem alþjóðlegur við- skiptagjaldmiðill. Til hamingju, Kínverjar, með ár Drekans. » Götusópari sem vinnur verk sitt af alúð, hefur meiri virðing en keisari, sem vinnur verk sitt með hyskni Höfundur er forstjóri. Það er mikið ánægjuefni að loksins sé komin bygging- arreglugerð hér á landi sem gerir kröfu um að húsnæði henti öllum og húsnæði sé aðgengilegt fyrir alla, hreyfihaml- aða og aðra fatlaða. Tugir þúsunda Ís- lendinga búa við hreyfihömlun eða margvíslega fötlun vegna slysa, veikinda eða einfaldlega vegna þess að tímabundnar aðstæður gera kröfu til góðs aðgengis. Þjóðin er jafnframt að eldast og eldri borgarar eiga sinn rétt til að geta ferðast um og heimsótt börn sín og barnabörn. Það hefur einnig verið vanrækt að taka tillit til ungs fólks með börn í kerrum og barnavögnum sem þurfa að búa í húsnæði sem hentar þeim, t.d. í stúdentaíbúðum eða almennt í húsnæði upp á 2-3 hæðir í fjölbýlis- húsum. Nú er þess loks krafist að í íbúðar- húsnæði sem er tvær til þrjár hæðir sé lyfta og salerni séu hönnuð með það í huga að hreyfihamlaðir hafi þar aðgang. Þetta er sjálfsagt réttlæt- ismál. Ég hef einnig oft velt því fyrir mér hvers vegna sumarbústaðir eru yfirleitt með allt of þröngar dyr og óaðgengilega snyrtiaðstöðu. Þetta er oft mikilvægur samkomustaður allr- ar fjölskyldunnar. Það á eftir að verða mjög hag- kvæmt fyrir samfélagið að líkamlegt ásigkomulag setji ekki hömlur á bú- setu fólks og fólk þarf ekki lengur að flytja eða gera stórfelldar breyt- ingar á húsnæði til að geta lifað þar eðlilegu lífi. Það er mikilvægt að flestir geti sem lengst búið heima hjá sér og fengið þar jafn- vel heimahjúkrun. Sumir hafa horft til þess að bygging- arkostnaður aukist, en jafnvel þótt svo væri, ætti ekki að horfa til þess sem kostnaðar heldur ekki síður sem tækifæris í lækkun kostnaðar og aukinna lífsgæða. Friðrik Á. Ólafsson hjá Samtökum iðnaðar- ins segist hræðast það að þetta hafi í för með sér aukinn kostað. Það er ekkert að hræðast við þetta. Þetta er liður í eðlilegri þróun við að auka gæði og aðbúnað húsnæðis. Þorkell Magn- ússon, formaður laganefndar Arki- tektafélags Íslands, talar um að þetta sé göfugt markmið að stuðla að neytendavernd, en of langt sé gengið hvað varðar aðgengismál. Þetta er ekki bara göfugt markmið, heldur mikilvægt og sjálfsagt markmið til að huga að hagsmunum allra. Margt hefur haft áhrif á byggingarkostnað, svo sem jarðskjálftakröfur, ein- angrun húsnæðis, kröfur um hljóð- vist og fjölmargt annað, en hags- munir hreyfihamlaðra eru ekki síður mikilvægir. Það er ekki stórt mál að taka tillit til fatlaðra í þessu sam- hengi. Það hefur verið sífelld barátta hjá fötluðum að sækja rétt sinn og njóta jafnræðis í þjóðfélaginu. Sem betur fer hafa orðið gífurlegar framfarir og hugarfarsbreyting á und- anförnum áratugum. Að sjálfsögðu er það ekki án kostnaðar að tryggja jafnrétti og aðengi fyrir alla og við megum aldrei horfa framhjá því að lífsgæði okkar allra skipta miklu máli og aðgengi fyrir alla er þar lyk- ilatriði. Ég fagna þessum áfanga í hagsmunabaráttu hreyfihamlaðra. Aðgengi fyrir alla Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Gífurlegar framfarir og hugarfarsbreyt- ing hafa orðið á und- anförnum árum til mál- efna fatlaðra. Ég fagna þessum áfanga – nýrri byggingarreglugerð. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er stjórnarformaður Sjálfsbjargarheimilisins. Í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnar VG og Samfylkingar er blásið til sóknaráætl- unar til eflingar at- vinnulífi og lífsgæðum til framtíðar í öllum landshlutum. Það var gert með fyrirheitum um samráð forsæt- isráðuneytisins um efl- ingu atvinnulífs, sam- gangna og lífsgæða almennt. Því miður hefur samstarfsyfirlýs- ingin reynst öfugmælaplagg á Norð- urlandi vestra. Stefnan sem stjórn- völd hafa rekið gagnvart Norðurlandi vestra á kjörtímabilinu hefur verið mjög mótdræg íbúum. Staðreyndin er sú að neikvæð stefna gagnvart landsbyggðinni er ekki ný af nálinni heldur hefur stefnan verið rekin með svipuðum hætti um áratugaskeið. Í sjálfu sér er það furðulegt þar sem landsbyggðin hefur verið afurðadrjúg mjólkurkýr sem hefur gefið af sér miklar gjaldeyristekjur og skatt- tekjur sem varið er að stærstum hluta á höfuðborgarsvæðinu. Sömu- leiðis hlýtur það, hvernig sem á dæm- ið er litið, að skerða möguleika lands- ins að búa til borgríki þar sem íbúum landsins er þjappað saman á suðvest- urhorninu. Frá síðustu aldamótum hefur íbú- um Norðurlands vestra fækkað um 10%. Það sem vekur sérstakan ugg er að fólki undir fertugu í landshlut- anum hefur fækkað um 20% á sama tímabili og börnum á skólaaldri enn meira. Breytingarnar á íbúasamsetn- ingu birtast með margvíslegum hætti, t.d. er nú einungis eitt keppnis- lið sent til keppni í Íslandsmóti karla í knattspyrnu en ekki er langt síðan fimm lið tóku þátt. Við hrunið stöðvaðist brottflutningur fólks af Norðurlandi vestra. Óvissan sem hrunið olli, í fyrstu mest á höf- uðborgarsvæðinu, hefur örugglega verið mjög letjandi til búferlaflutn- inga. Ýmsir vildu láta reyna á framtíð frum- atvinnugreinanna á landsbyggðinni og eygðu jafnvel von í lof- orðum ríkisstjórnarinnar um að opna sjávarútveginn fyrir nýliðun og tryggja jafnræði í greininni. Þau lof- orð VG og Samfylkingarinnar voru því miður svikin. Í ofanálag hefur rík- isstjórnin verið mjög mótdræg lands- hlutanum í stóru sem smáu. Nið- urskurður í heilbrigðiskerfinu var látinn bitna harkalega og af mikilli ósanngirni á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið á svæðinu. Flug- samgöngum til Sauðárkróks hefur verið haldið í óvissu og að lokum var flugið lagt af. Skipulagsmál hafa ver- ið í upplausn og sömuleiðis hefur ver- ið óvissa uppi um löggæslumál. Framtíð Byggðastofnunar hefur ver- ið í lausu lofti sem og skipulag at- vinnuþróunar. Fjárhagsramma menntastofnana hefur verið þröngur stakkur skorinn og harkalegur nið- urskurður orðið á fjárframlögum til menningarmála. Til að bæta gráu ofan á svart hafa sumar ríkisstofnanir dregið til sín verkefni og fjármuni frá stofnunum sem eru á Norðurlandi vestra, s.s. þeirri sem ég þekki vel til, Heilbrigð- iseftirliti sveitarfélaga. Dæmi eru enn fremur um að ríkisstofnanir láti hjá líða að sinna hlutverki sínu á Norður- landi vestra vegna fjarlægðar og kostnaðar. Ekki er ég hér að boða að ekki megi breyta skipulagi opinberrar þjónustu á landsbyggðinni heldur mælist til þess að það sé gert af skyn- semi og sanngirni þannig að íbúar upplifi ekki að stjórnvöld séu að „loka sjoppunni“. Stjórnvöld draga með háttalagi sínu úr tiltrú á landshlut- anum með ærnum þjóðfélagslegum kostnaði. Augljóst ætti að vera að harkalegur samdráttur ríkisins í þeim sáralitlu fjárframlögum sem veitt er út í hinar dreifðu byggðir er óttalegar baunir miðað við það sem myndi vinnast ef meiri fyrirhyggja yrði í rekstri hins opinbera þar sem upphæðirnar eru hærri. Má nefna hið augljósa, uppbyggingu og rekstur Hörpu og kostnað sérfræðinga í heil- brigðisgeiranum. Framangreind stefna stjórnvalda varð til þess að það fækkaði í lands- hlutanum um 2,7% á árinu 2011. Stjórn SSNV hefur vakið athygli for- sætisráðherra á alvarlegu ástandi og óskað eftir því að stjórnvöld brygðust við. Hingað til hefur forsætisráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, ekki brugðist við erindinu. Ábyrg stjórnvöld hljóta að bregð- ast við ákalli um viðbrögð og senda skýr skilaboð um að stjórnvöld muni standa vörð um byggð og lífsgæði íbúa á Norðurlandi vestra. Ef ríkisstjórnin svarar áfram með þögninni einni verða skilaboðin vart skýrari og verða einungis skilin á einn veg. Stefna stjórnvalda gagnvart Norðurlandi vestra Eftir Sigurjón Þórðarson » Stefnan sem stjórn- völd hafa rekið gagnvart Norðurlandi vestra á kjörtímabilinu hefur verið mjög mót- dræg íbúum Sigurjón Þórðarson Höfundur er varaformaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.