Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gengisfallið, hrun hlutabréfamark- aðar og sögulega hátt atvinnuleysi svo misserum skiptir hefur að sam- anlögðu ekki leitt til þess brottflutn- ings erlends vinnuafls sem sérfræð- ingar áætluðu. Síðla í janúar birti Hagstofa Ís- lands nýjar tölur yfir búferlaflutn- inga til og frá landinu árið 2011. Kom þar fram að brottfluttir íslenskir ríkisborgarar voru 1.311 fleiri en að- fluttir í fyrra, eða 2.824 aðfluttir á móti 4.135 brottfluttum. Voru brott- fluttir þá 46% fleiri en aðfluttir. Önnur hlutföll koma í ljós þegar rýnt er í búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Þannig fluttust hingað 2.754 erlendir ríkisborgarar í fyrra en 2.847 fluttust frá landinu. Fluttu því 93 fleiri frá landinu en til þess. Brottfluttir erlendir ríkisborgarar umfram aðflutta voru því 3% á árinu. Jafnvægi að komast á Búferlaflutningar erlendra ríkis- borgara hafa því náð jafnvægi en til samanburðar fluttu 431 fleiri frá landinu en til þess árið 2010 og 2.369 á árinu 2009. Árið 2008 var þessu öf- ugt farið en þá fluttu 1.621 fleiri til landsins en frá því og 5.299 fleiri á árinu 2007. Miðað við þróunina frá hruni stefnir ekki í sömu tölur í bráð. Hitt er annað mál að árið 2003 fluttu 480 fleiri erlendir ríkisborgar- ar til landsins en frá því og ætti talan í árslok 2012 að vera á svipuðu róli ef fjölgun aðfluttra á kostnað brott- fluttra heldur áfram. Athygli vekur að árið 2003 fluttust 1.353 erlendir ríkisborgarar til landsins eða helm- ingi færri en árið 2011 sem seint mun teljast ár mikillar hagsældar. Þeir sem fyrir eru hjálpa til Það er vel þekkt að þegar innflytj- endur skjóta rótum í framandi sam- félagi byggja þeir smátt og smátt upp félags- og tengslanet sem kemur löndum þeirra að gagni síðar meir. Þegar nýjar tölur um búferlaflutn- inga á árinu 2011 eru bornar saman við fjölda innflytjenda á Íslandi í byrjun sama árs – þ.e. innflytjenda af erlendum uppruna – má álykta að þeir séu enn í kringum 25.700. Má því ætla að þeir séu nú um 1.500 færri en 1. janúar 2008. Útlit er fyrir að erlendum ríkisborgurum fari fjölgandi á ný og kann metið, 28.644 á nýársdag 2009, að verða jafnað fyrr en margur hugði eftir hrunið. Börnum innflytjenda fjölgar Annað sem athygli vekur þegar rýnt er í tölur yfir búferlaflutninga er að börnum innflytjenda sem fæð- ast á Íslandi hefur fjölgað mjög síðan bóluhagkerfið riðaði til falls. Þannig taldist Hagstofu Íslands til að þau væru 1.560 árið 2008 og 1.898 árið 2009. Skal tekið fram að þetta eru heildartölur en ekki tölur fyrir hvert ár. Þeim fjölgaði svo í 2.254 árið 2010 og í 2.582 árið 2011. Hefur börnunum því fjölgað um ríflega 300 milli ára. Spurður um þessar tölur bendir Ómar Harðarson, deildarstjóri mannfjöldadeildar á Hagstofunni, á að fjórfalt fleiri teljist nú til þessa hóps en árið 2002 þegar Hagstofunni taldist til að hér á landi væru 618 börn innflytjenda. En þau voru sem fyrr segir 2.582 á nýársdag 2011. Verður talan fyrir 1. janúar 2012 kynnt í næsta mánuði. „Sú þróun er þekkt í öðrum löndum að önnur kyn- slóð innflytjenda verði jafn fjölmenn og skráðir innflytjendur í viðkom- andi landi, til dæmis í Hollandi,“ seg- ir Ómar en tekur þó fram að enginn geti séð fyrir þróunina í íslensku samfélagi næstu áratugi. Óvissu- þættirnir séu margir. Þúsundir fluttust hingað í fyrra  2754 erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins í fyrra  Fjöldi brottfluttra og aðfluttra nær jafnvægi  Önnur kynslóð innflytjenda fer ört stækkandi  Mun færri fluttust á brott eftir hrunið en talið var Búferlaflutningar milli landa Önnur kynslóð innflytjenda* Miðað við 1. janúar ár hvert10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Aðfluttir Brottfluttir -438 118 -280 -167 -477 -2.466 -1.703 -1.311 968 3.742 5.535 5.299 1.621 -2.369 -431 -93 Aðfluttir umfram brottflutta 2. 83 8 3. 27 6 3. 0 93 2. 97 5 2. 76 2 3. 0 42 3. 22 8 3. 39 5 2. 81 7 3. 29 4 2. 38 5 4. 85 1 2. 63 7 4. 34 0 2. 82 4 4 .1 35 2. 51 2 1. 54 4 4. 68 0 93 8 7.0 70 9. 31 8 7. 47 1 1. 53 5 4. 0 19 5. 85 0 3. 39 2 5. 76 1 2. 98 8 3. 41 9 2. 75 4 2. 84 7 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 20 05 20 07 20 09 20 11 *Samanlagður fjöldi 84 5 96 0 1. 11 7 1. 29 3 1. 56 0 1. 89 8 2. 25 4 2. 58 2 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Heimild: Hagstofa Íslands Morgunblaðið/Ernir Niðursveifla Störfum fækkaði í byggingariðnaðinum eftir hrun. Ný könnun Eflingar bendir til að tungumálaerfiðleikar eigi a.m.k. einhvern þátt í hlutfallslega miklu atvinnuleysi meðal félagsmanna af erlendum uppruna. Niðurstöðurnar eru afdráttar- lausar. Af þeim 264 Pólverjum sem tóku þátt í könnun félagsins meðal atvinnuleitenda sögðust 230 ekki geta haldið uppi almennum sam- ræðum á íslensku. Jafngildir það því að aðeins 13% telji sig hafa tök á málinu eða einn af hverjum átta. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir niðurstöðuna áhyggjuefni og umhugsunarverða. „Það er ljóst að sveigjanleiki fólks til að leita sér nýrra atvinnu- tækifæra skerðist verulega ef við- komandi hefur ekki tök á málinu. Könnunin leiddi einmitt í ljós að Íslendingar sóttu um mun fleiri störf en Pólverjar. Þá veldur það einnig áhyggj- um hve hátt hlutfall Pólverja hefur dvalið í nokkur ár á Ís- landi án þess að hafa náð tökum á málinu.“ Að sögn Hörpu eru um 48% atvinnulausra félagsmanna af erlendu bergi brotin, eða tæplega 1.200 af 2.480. Nú séu um 6.450 erlendir ríkisborgarar skráðir á íslenskum vinnumarkaði hjá félaginu en 7.700 árið 2008. Er fækkunin sem varð eftir hrunið minni en Efling reiknaði með. Hlutfall erlendra ríkisborgara í félagatali Eflingar er um 35% en til samanburðar var það um 30% 2006 og 19% 2005. Fyrirfram var búist við að hlutfallið yrði lægra í ársbyrjun 2012. Mikill minnihluti talar íslensku KÖNNUN EFLINGAR Á MÁLAFÆRNI PÓLSKRA FÉLAGSMANNA Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Bygging verksmiðju sem mun sér- hæfa sig í endurvinnslu brotamálma er hafin á Grundartanga. Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf., sem er í meirihlutaeigu Strokks Energy ehf., stendur að verkefninu en undirbún- ingur starfseminnar hefur staðið yfir í sex ár. „Undirbúningur er í fullum gangi og er verið að smíða búnað og bygg- ingu. Starfsmannaaðstaða er komin upp, það er búið að grafa og er byrj- að á að slá upp fyrir sökklum svo hægt verði að byrja að steypa,“ segir Arthur Garðar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Fram kemur á minnisblaði iðnað- arráðuneytsins til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis um stöðu nokkurra framkvæmda sem eru í undirbúningi, að fyrst og fremst verði um að ræða endurvinnslu á stáli sem fellur til við rekstur álvera hér á landi en hráefnið nýtist m.a. ál- iðnaðinum hér á landi, auk þess sem markaður er fyrir það erlendis. Kostnaðurinn 1,6 milljarðar Að sögn Arthurs mun framleiðslu- geta verksmiðjunnar verða 30 þús- und tonn á ári af endurunnu stáli. En mögulegt verði að auka framleiðslu- getu hennar verulega þegar fram í sækir. Heildarfjárfestingarkostnaður er áætlaður 10,2 milljónir evra eða sem svarar 1.640 milljónum króna. Allir samningar um fjármögnun og búnað verksmiðjunnar eru frá- gengnir. Félagið fékk úthlutaða lóð á Grundartanga og samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar er verkefnið ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Fram kemur á minnisblaði ráðuneytisins að nefnd sem fjallar um nýfjárfestingar er langt komin í yfirferð yfir fjárfestingarsamning vegna verkefnisins. „Það er allt á áætlun. Verklegar framkvæmdir hófust um áramótin og við stefnum að því að fara í gang í ársbyrjun 2013. Það er allt komið á beinu brautina núna og þetta lítur ágætlega út,“ segir Arthur. 40 störf við uppbygginguna „Þegar við sóttum um fjárfesting- arsamninginn gerðum við ráð fyrir því að verksmiðjan færi í gang í árs- lok 2012 en vegna tafa varðandi skipulagsbreytingar hér á svæðinu hefur þetta dregist og við sjáum núna fram á að geta hafið reksturinn í ársbyrjun 2013.“ Þegar verksmiðjan verður komin í gang má gera ráð fyrir að þar verði 20 starfsmenn í fullu starfi. Ætla má að um 40 manns komi að byggingu og framkvæmdum út þetta ár. Hægt að þrefalda afköstin Arthur segir að því stefnt að félag- ið annist endurvinnslu fyrir öll álver- in hér á landi en auk þess er stefnt að útflutningi á endurunnum brota- málmum á erlenda markaði. ,,Þar eru gríðarlega stórir mark- aðir. Okkar skipulag gerir ráð fyrir að við byrjum með 30 þúsund tonn. Það eru svo ýmsir möguleikar varð- andi frekari stækkun og hægt verð- ur að þrefalda afkastagetu verk- smiðjunnar að því gefnu að við tryggjum okkur hráefni.“ Allur nýr verksmiðjubúnaður er keyptur frá Ítalíu. Orkuþörf verk- smiðjunnar verður 6,5 MW á ári. Reisa 30.000 tonna verksmiðju  Framkvæmdir eru komnar í fullan gang við byggingu verksmiðju fyrir stálendurvinnslu á Grundartanga á vegum GMR Endurvinnslunnar ehf.  Stefnt er að gangsetningu í ársbyrjun 2013 Morgunblaðið/ÞÖK Endurvinna málma Verksmiðjan mun meðal annars endurvinna stál sem fellur til við rekstur álveranna á Íslandi. Mikil uppbygging á sér stað á iðnaðarsvæðinu á Grundar- tanga. Auk stálendurvinnslu GMR er fyrirtækið Kratus með í undirbúningi byggingu verk- smiðju til endurvinnslu á ál- gjalli. Þá vinnur Lífland ehf. sem starfrækir fóðurverk- smiðju á Grundartanga að stækkun hennar. Héðinn reisti fyrir fáum árum stórt þjón- ustuverkstæði í iðnaðarhverf- inu á Grundartanga og unnið er að byggingu iðnaðarhúss fyrir Vélsmiðjuna Hamar, svo dæmi séu nefnd. Aðalskipulag á svæðinu hef- ur verið staðfest og er frá- gengið. „Þetta er spennandi og skemmtilegt svæði. Hérna er mikið í gangi,“ segir Arthur Garðar Guðmundsson hjá GMR Endurvinnslunni ehf. Stækka og byggja nýjar MIKIL UPPBYGGING Í GANG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.