Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 V i n n i n g a s k r á 40. útdráttur 2. febrúar 2012 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 8 4 4 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 9 1 5 5 6 6 2 1 0 6 5 8 1 2 7 0 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 96 26080 36069 37297 66126 76787 24047 32255 36383 46254 71181 77094 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 6 4 8 9 4 5 0 1 9 3 2 1 3 3 9 0 5 4 1 9 0 1 5 0 2 1 8 5 6 1 3 3 6 6 1 6 6 2 5 6 3 1 0 8 0 8 2 0 7 8 7 3 4 4 5 9 4 2 5 5 1 5 2 2 1 8 5 6 9 2 0 6 8 0 3 9 3 3 7 3 1 1 7 1 2 2 2 5 3 8 3 4 8 5 5 4 3 0 1 2 5 3 3 2 6 5 8 4 0 6 7 0 2 2 2 5 5 1 0 1 2 0 8 5 2 4 4 8 4 3 6 4 9 2 4 6 5 0 5 5 3 4 9 2 6 0 6 6 9 7 2 0 4 6 5 8 3 4 1 2 3 6 5 2 6 3 7 2 3 7 6 2 6 4 6 8 6 1 5 4 2 6 0 6 1 0 2 6 7 2 8 9 6 5 9 5 0 1 2 6 7 5 2 6 3 8 5 3 8 1 9 9 4 7 3 0 3 5 4 5 5 8 6 1 3 0 2 7 4 3 8 4 7 3 4 1 1 4 1 0 1 2 7 5 2 8 3 8 2 1 9 4 7 3 6 5 5 4 8 1 9 6 1 4 0 1 7 4 6 3 9 7 5 9 5 1 4 4 1 8 2 7 7 7 5 3 8 9 3 5 4 8 8 9 3 5 5 3 8 8 6 1 4 2 0 7 6 9 8 5 7 9 7 9 1 5 5 0 3 2 9 5 5 9 3 9 1 1 0 4 9 5 9 1 5 5 5 3 1 6 2 2 2 9 7 8 8 6 1 8 8 3 8 1 6 7 6 7 3 2 2 2 1 4 1 5 4 6 4 9 8 4 5 5 5 9 2 8 6 5 7 2 8 7 9 6 9 4 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 2 3 0 9 1 7 9 1 8 3 7 7 2 8 5 9 2 3 9 9 1 2 5 1 6 6 9 6 0 5 6 9 7 2 0 5 0 4 3 5 9 5 1 2 1 8 5 0 2 2 9 2 2 0 4 0 0 7 2 5 1 7 0 4 6 0 9 2 8 7 2 2 0 5 7 5 5 9 7 3 8 1 9 1 4 0 2 9 2 6 1 4 0 3 3 8 5 2 2 1 6 6 1 2 0 5 7 2 3 1 5 8 3 0 9 9 0 5 2 0 1 0 8 3 0 1 1 2 4 0 4 7 5 5 3 0 5 3 6 1 4 1 5 7 2 9 3 9 1 3 7 2 1 0 2 2 5 2 0 3 8 3 3 0 1 1 5 4 0 8 8 5 5 3 1 6 1 6 1 4 7 4 7 3 5 2 6 2 0 3 5 1 0 2 3 7 2 0 7 6 0 3 0 3 9 4 4 1 0 5 8 5 3 3 7 1 6 1 8 8 0 7 4 1 0 5 2 1 7 1 1 0 7 5 4 2 1 2 3 5 3 0 4 1 6 4 1 0 8 9 5 3 5 5 7 6 1 9 5 1 7 4 5 0 5 2 2 0 5 1 0 7 8 5 2 1 2 7 3 3 0 7 6 4 4 1 3 7 7 5 3 7 3 1 6 2 0 7 5 7 4 7 4 4 2 3 0 6 1 1 3 0 4 2 1 3 6 4 3 0 7 6 6 4 1 4 4 5 5 3 9 1 0 6 2 2 3 6 7 4 9 1 9 2 3 4 0 1 1 4 3 6 2 1 4 5 8 3 0 8 4 3 4 1 4 7 0 5 4 4 7 8 6 2 6 3 0 7 5 1 5 7 2 4 1 6 1 1 7 3 3 2 1 8 3 0 3 1 2 6 7 4 1 7 4 0 5 4 8 1 8 6 3 8 6 4 7 5 2 4 6 2 5 7 4 1 1 8 1 2 2 2 0 4 5 3 1 7 4 0 4 2 7 4 3 5 5 5 9 3 6 4 1 0 8 7 5 3 4 7 2 9 7 4 1 1 8 4 3 2 2 7 4 7 3 3 1 7 2 4 3 9 3 1 5 5 6 9 1 6 4 1 1 4 7 5 4 1 4 3 5 9 7 1 1 9 8 3 2 3 2 4 5 3 3 2 4 9 4 4 1 1 0 5 5 7 3 4 6 4 8 1 2 7 5 8 5 5 3 6 7 6 1 2 0 2 6 2 3 5 9 4 3 3 3 0 6 4 4 6 2 6 5 6 5 1 7 6 5 3 7 9 7 6 5 0 4 3 6 8 7 1 2 1 8 7 2 3 6 2 7 3 3 9 4 6 4 5 1 8 1 5 6 6 1 5 6 5 3 8 0 7 6 7 9 1 3 9 1 0 1 2 5 3 3 2 4 0 7 4 3 4 0 0 7 4 5 5 0 8 5 6 8 6 8 6 6 0 5 5 7 7 3 8 8 4 0 3 5 1 2 8 8 5 2 4 5 3 9 3 4 2 1 9 4 5 6 5 7 5 7 1 6 9 6 6 4 4 3 7 7 3 9 6 4 1 7 2 1 2 9 1 9 2 5 5 6 2 3 4 5 4 0 4 5 6 7 1 5 7 2 9 0 6 6 5 3 0 7 7 8 1 2 4 4 7 1 1 2 9 5 0 2 5 6 0 4 3 4 5 9 8 4 5 9 4 6 5 7 4 4 7 6 6 8 2 8 7 7 9 7 4 5 0 9 7 1 3 7 5 5 2 5 6 8 9 3 5 3 8 1 4 6 4 5 8 5 7 7 2 1 6 6 9 1 3 7 8 1 2 7 6 5 6 1 1 3 7 5 6 2 6 1 8 1 3 5 5 1 8 4 6 4 8 5 5 8 1 7 8 6 7 5 5 2 7 8 2 7 5 6 8 4 6 1 3 8 6 9 2 7 2 8 0 3 6 7 0 7 4 6 7 3 1 5 8 2 7 2 6 7 8 7 0 7 9 0 5 0 6 9 2 6 1 3 9 0 9 2 7 3 6 3 3 6 9 5 6 4 6 8 4 4 5 8 3 4 5 6 8 4 6 9 7 9 3 7 8 7 5 3 6 1 4 8 5 3 2 7 3 8 3 3 7 2 3 7 4 7 8 9 9 5 8 7 8 1 6 9 0 8 1 7 9 7 2 3 7 6 0 6 1 6 1 2 7 2 7 3 8 9 3 7 2 8 4 4 8 1 6 4 5 8 8 4 4 6 9 1 2 4 7 9 8 0 6 7 8 9 7 1 6 7 1 9 2 7 4 8 8 3 7 2 9 4 4 8 4 1 6 5 9 3 3 3 6 9 1 5 0 8 1 5 2 1 7 1 5 9 2 7 4 9 7 3 7 8 4 5 4 8 9 8 1 5 9 5 6 6 6 9 5 0 5 8 1 9 0 1 7 4 4 2 2 7 5 8 8 3 7 9 4 0 4 9 1 3 4 5 9 6 3 6 6 9 9 9 9 8 3 1 3 1 7 4 7 5 2 7 8 8 2 3 8 2 8 2 4 9 7 0 7 5 9 7 5 9 7 0 4 6 4 8 6 0 0 1 7 5 1 9 2 8 0 8 0 3 9 2 9 5 5 0 0 5 7 5 9 8 6 3 7 0 9 0 6 8 7 4 6 1 8 0 1 0 2 8 5 6 3 3 9 4 6 3 5 0 9 4 8 6 0 1 0 4 7 1 0 3 7 Næstu útdrættir fara fram 9. feb, 16. feb, 23. feb & 1. mars 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is Grænland eða Kala- allit Nunaat eins og landið heitir á móð- urmálinu er stærsta eyja heims og 81% landsins er þakið jökli. Íbúar Grænlands eru um 57.000 og um 15.000 búa í höf- uðstaðnum Nuuk. Grænland er sjálf- stjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar og er með heimastjórn. Hinn 21. júní 2009 lýstu Græn- lendingar yfir fullum sjálfsákvörð- unarrétti í málum er tengjast rétt- arfari, stefnumótun og náttúruauðlindum. Þá voru Græn- lendingar viðurkenndir sem að- skilin þjóð samkvæmt alþjóðalög- um. Danska ríkið heldur eftir stjórn utanríkis- og varnarmála. Þjóðarframleiðsla var 25.000 evrur á hvern íbúa (2006). Um 20% íbúa Grænlands eru af dönskum upp- runa og hafa dönsku að móðurmáli. Bæði málin, grænlenska og danska eru opinberar tungur, en græn- lenskan er kennd í skólum og sem ritmál. Grænland er ekki aðili að ESB, en hefur gert sérstaka samninga um fiskveiðar og er verið við- urkennt sem landsvæði með sér- stök tengsl við ESB. Sel, hval, fisk- og skotveiðar eru langmikilvægustu tekjulindir Grænlendinga eins og er. Ferðaþjónustan fer vaxandi, eins er nýting og vinnsla á nátt- úruauðlindum að ryðja sér til rúms eins og á olíu, gasi og virkj- anaframkvæmir til raforkufram- leiðslu eru þegar hafnar. Á Grænlandi má finna elstu berglög heims, sem eru yfir 4 millj- arða ára. Í þessum gömlu berglög- um má finna: gull, kol, járn, blý, sink, demanta, rúbía, platínum, tantalít, uraníum, aluminium, nikk- el, tungsten, titaníum, sjaldgæf jarðefni (REEs), silfur, marmara og kopar. Eins og sjá má á þessum lista eru náttúruauðlindir Græn- lands gríðarlegar og námuvinnsla og víðtækur undirbún- ingur til námuvinnslu á hinum ýmsu teg- undum jarðefna haf- inn. Má segja að þetta sé með einhverjum þeim mestu óunnu náttúruauðlindum heims. Þessar gríðarmiklu náttúruauðlindir eru nú undir stjórn Græn- lendinga sjálfra og eiga Grænlendingar möguleika á því að verða ein ríkasta þjóð í heimi ef vel er haldið á spöðunum. Mjög mörg alþjóðleg stórfyrirtæki í náma- og olíuiðnaði eins og Quadra Mining, Alcoa, Rio Tinto, ExxonMobil, Chevron, Husky, Encana og Cairn Energy eru búin að koma sér fyrir á Grænlandi með starfsemi. Banda- ríska jarðfræðistofnunin (USGS) telur að það sé að finna yfir 31 milljarða tunna af olíu og jarðgasi við austurströnd Grænlands og meira en 110 milljarða tunna við vesturströndina. Til þess að setja þetta í samhengi er þetta um helm- ingur af allri olíu og jarðgasi sem er að finna í Sádi-Arabíu. Danir eru í flestum lykilstöðum í grænlenska þjóðfélaginu og ráða því sem þeir vilja. Dönsk fyrirtæki ráða ríkjum í Grænlandi og flestir viðskiptasamningar eru gerðir í Danmörku á dönsku og af dönskum lögfræðingum. Það má líkja ástand- inu á Grænlandi við ástandið á Ís- landi á fyrri part síðustu aldar. Dönum er eflaust ekki um það gef- ið að nýlenduþjóðin verði sjálfstætt ríki. Flestir Grænlendingar sem fara í nám erlendis, fara til Dan- merkur og ílengjast þar, því lítið er fyrir þá að gera heima fyrir. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins hefur það á stefnuskrá sinni að treysta vina- bönd við þessa friðsömu nágranna okkar í vestri og hafa nána sam- vinnu við Grænlendinga um málefni norðurslóða og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Vill flokkurinn opna sendiráð á Grænlandi og efla samgöngur til Grænlands. Viljum við opna íslenska menntakerfið bet- ur fyrir þá Grænlendinga sem vilja koma hingað til náms. Sendiráðum og fastanefndum ber einungis að halda úti í þeim ríkjum sem mestu skipta. Vegna nauðsynjar á nið- urskurði ríkisútgjalda og sér- staklega erlendum útgjöldum og má loka sendiráðunum í Frakklandi og á Ítalíu. Flokkurinn vill einnig loka umdæmisskrifstofum Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands sem hafa stöðu sendiráðs í viðkomandi ríkjum: Malaví, Mósambík, Namibía, Úganda og Srí Lanka. Þessu fé er betur varið annars staðar, t.d. hér heima og er meira vit í því að hafa sendiráð í Græn- landi en í Malaví. Á Grænlandi bíða okkar Íslend- inga og íslenskra fyrirtækja gríð- arleg tækifæri, hvort sem það er við byggingu virkjana, álver, námu- vinnslu, samgöngur eða aðra þjón- ustu. Að leggja sæstreng frá Græn- landi til Íslands fyrir raforku er mjög spennandi verkefni sem án efa lítur dagsins ljós fyrr en seinna. Ísland gæti vel þjónað grænlenskum fyrirtækjum sem og alþjóðafyrirtækjum sem eru að stinga niður fótum á Grænlandi um margþætta þjónustu. Ísland ætti að taka upp mun nánari samvinnu við Grænlendinga en er og stuðla þannig að hagsæld beggja. Bjóðum Grænlendinga og grænlensk fyr- irtæki velkomin til Íslands, við eig- um ekki eftir að sjá eftir því. Lít- um okkur nær, það er ekki allt fengið í Brussel. Gullkistan Grænland Eftir Guðmund F. Jónsson » Bjóðum Grænlend- inga og grænlensk fyrirtæki velkomin til Íslands, við eigum ekki eftir að sjá eftir því. Lít- um okkur nær, það er ekki allt fengið í Bruss- el. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Flestir eru þeirrar skoðunar að Grikk- land muni ekki lenda í greiðsluþroti í ár. Þýskaland og Frakk- land heyja nú erfiða baráttu til að bjarga efnahag Suður- Evrópuríkja, til að bjarga evrunni. En hvað svo. Spurningin er hvort þessar björgunaraðgerðir eru upphafið á undanhaldi sem enginn sér fyrir endann á. Þessar björgunaraðgerðir eru ekki lokasigur. Styrkur myntar þjóðar hvílir á styrk hagkerfis hennar, framleiðslugetu og hag- vexti. Innan Evrópu er gríð- arlegur munur á hagkerfum hinna mismunandi þjóða. Suður-Evrópa hefur veikari grunn en Norður- Evrópa. Þetta endurspeglast skýrt í erfiðleikum líðandi stundar. At- vinnuleysi á Spáni er yfir 24% þar af er atvinnuleysi ungs fólks yfir 50%. Margir telja að Portugal muni innan skamms þurfa meiri aðstoð. Óþarft er að telja öll þessi lönd upp. Hættan er sú að skuldir muni halda áfram að hlaðast upp. Grikkland og önnur Suður- Evrópuríki hafa orðið að und- irgangast mikinn nið- urskurð á ríkisfjár- málum, framkvæmdum og velferðarkerfi og jafn- framt að hækka skatta. Augljóst er að þær aðgerðir munu valda samdrætti og gera þessum þjóðum erfiðara að ná fram hagvexti, þrengja að fyrirtækjum og auka atvinnuleysi. Aðgerð- irnar munu gera enn erfiðara að efla at- vinnulif og bæta lífskjör. Grikkir eiga ekki hinn íslenska kost að láta gjaldmiðilinn falla. Í stað þess að láta erfiðleikana bitna á gjaldmiðlinum verða þeir að láta þá bitna á atvinnulífinu, vinnu- markaðnum og evran er of sterk fyrir Suður-Evrópuþjóðirnar. Hættan er sú að bilið aukist og erfiðleikar Grikkja og annarra Suður-Evrópuríkja magnist að nýju, aðeins tímaspursmál hvenær þarf að grípa aftur til björgunar- aðgerða. Íslenska krónan hefur marga galla en hún hefur líka kosti. Fall hennar hefur bjargað heilum at- vinnugreinum, útflutnings- og samkeppnisgreinum og þar með því sem bjargað varð. Hugsið ykk- ur stöðuna ef hún hefði verið föst í fastgengi, hver væri staðan þá? Menn halda sér fast í hug- myndakerfi, nú kapítalisma og frjálsan markað. Markaðurinn tryggir ekki jafnvægi, þvert á móti sýnir sig að hann getur allt eins skapað illviðráðanlegar bólur, hnattvæðing samfara afnámi reglna og aðhalds hefur reynst illa. E.t.v. er hagfræðin orðin of flókin fyrir hagfræðinga. Hag- fræðin er öðrum þræði fé- lagsvísindi. Skilningur okkar á þróun markaðarins er takmark- aður og það hefur áhrif á hvað gerist í raun og veru. Þeir sem trúa á evruna sem allsherjarlausn mega ekki gleyma því að hinn endanlegi sannleikur er ekki í sjónmáli. Er ekki líka sagt: Það er aðeins einn guð, Allah, og Múham- eð er spámaður hans? Evran, ein mynt, mörg hagkerfi Eftir Guðmund G. Þórarinsson » Íslenska krónan hef- ur marga galla en hún hefur líka kosti. Fall hennar hefur bjargað heilum atvinnu- greinum, útflutnings- og samkeppnisgreinum og þar með því sem bjarg- að varð. Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið segir frá fyrirhuguðu frumvarpi velferðarráðherra, um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þ. 31. jan. sl. Skv. því er áformað að sett verði ítar- legri ákvæði í lög um eftirlit og við- urlög. Jafnframt kemur fram að áformað er að sótt verði um heimild til að nota tálbeitur við eftir- litið. Um árabil hef- ur starfsemi sem þessi verið stunduð í Hafnarfirði í trássi við lög. For- varnafulltrúi Hafnarfjarðarkaup- staðar hefur að því er virðist tekið upp á slíku að eigin frumkvæði en þó með fulltingi Æskulýðs- og tóm- stundaráðs. Í tóbaksvarnalögum kemur hvergi fram að forvarnafulltrúar viðkom- andi sveitarfélaga né æskulýðs- og tómstundanefndir hafi slíkt hlutverk með höndum. Hugmyndafræði slíkra eftirlitsaðferða er vafalaust sótt í Furstann eftir Machiavelli, en rauði þráðurinn í því riti er „tilgang- urinn helgar meðalið“. Með hliðsjón af innleiðingu evr- ópskra reglugerða í íslenskan rétt verður eftirlitsiðnaðurinn vafalaust efldur verulega og fyrstu skrefin eru nú þegar sýnileg. Þetta sýnir sig m.a. í einu litlu skrefi hjá Samfylk- ingunni í Hafnarfirði en risastóru í átt að ófrelsi. Hlutverk forvarna- fulltrúa ætti að snúast um forvarnir en ekki nornaveiðar. Sala á tóbaksvörum er ekki eini vöruflokkurinn sem settur er undir sérstakt eftirlit. Sala á áfengi er einnig eftirlitsskyld. Skyldi vera þörf á tálbeitueftirliti í áfengisversl- unum eða á krám, kaffihúsum og börum? Sala á ýmsum eiturefnum er jafnframt eftirlitsskyld. Hvernig verður tekið á eftirliti í þeim flokki? Ég segi nei takk við tálbeitueftirliti og nornaveiðum. SIGURÐUR LÁRUSSON kaupmaður. Tálbeitur í eftirlitsiðnaðinum Frá Sigurði Lárussyni Sigurður Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.