Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Hleypt hefur verið af stokkunum landsátakinu „Bindin fram í febr- úar.“ Átakið er hvatning til allra til þess að nota bindi dags daglega í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við há- tíðleg tækifæri óháð aldri og starfi. Átakið stendur yfir allan febrúar- mánuð á Facebook síðunni face- book.com/bindinfram. Bindi um hálsinn Menningarfáninn er nýmæli til efl- ingar menningaruppeldis Í Reykja- vík. Ný heimasíða um Menningar- fána Reykjavíkurborgar var opnuð í vikunni við hátíðlega athöfn í Dalskóla og er slóðin www.menn- ingarfani.is. Nemendur skólans brugðu á leik með söng- og dans- atriði. Einar Örn Benediktsson, for- maður menningar- og ferða- málaráðs, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, opnuðu heimasíðuna með aðstoð nemenda í Dalskóla. Menningarfáni Reykjavíkurborg- arar er þróunarverkefni sem miðar að því að efla menningarstarf í leik- skólum, grunnskólum og á frí- stundaheimilum. Menningarfáninn verður viðurkenning fyrir fram- úrskarandi menningarstarf og verður veittur í fyrsta sinn á Barna- menningarhátið í vor. Eitt af markmiðunum með að styðja við og hlúa að listkennslu og skapandi starfi er að auka samfellu og samstarf í skóla- og frístunda- starfi, segir í tilkynningu. Menningarfáninn á að efla uppeldi Ungmennafélag Íslands er í sam- starfi við 10 lýðháskóla í Danmörku og hefur í áraraðir styrkt nem- endur til dvalar í skólunum. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, landsfulltrúa hjá UMFÍ, fengu um 50 ungmenni á síðasta ári styrk frá félaginu til náms í lýðháskólunum og núna í janúar fóru 20 manns til Danmerkur í þessa skóla. Nú hefur einn dönsku skólanna, í Viborg á Jótlandi, ákveðið að bjóða sérstakan styrk til náms í skólanum frá 19. febrúar nk. til 26. júní, eða í alls 18 vikur. Heildarkostnaður vegna námsins, ásamt fullu fæði og gistingu, er um 800 þúsund íslensk- ar krónur, en styrkurinn er vegleg- ur og nemur um 460 þúsund krón- um. Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því um 350 þúsund kr. Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans,www.giv.dk og síðan segist Ómar Bragi veita áhugasömum allar nánari upplýs- ingar. Geta þeir sent honum tölvu- póst á netfangið hans sem er omar@umfi.is. Morgunblaðið/Eggert Landsmót UMFÍ styrkir mörg ungmenni árlega til náms í Danmörku. Veglegur styrkur til náms í Viborg Kaka ársins kemur í bakarí innan Landssambands bak- arameistara í dag, föstudag. Efnt var til keppni meðal félagsmanna í LABAK og starfsmanna þeirra. Átján kökur bárust í keppnina sem er metþátttaka. Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Freyju og kakan inniheldur meðal annars Freyju kara- mellu, hnetur og súkkulaði. Að venju er mikið í kökuna lagt, hún er samsett úr mörgum gómsætum lögum og hjúpuð með karamellu- og súkkulaðihjúp. Höfundur hennar er Stefán Hrafn Sigfússon starfsmaður í Mos- fellsbakaríi. Hann hlaut pen- ingaverðlaun frá LABAK og gjafakörfu frá Freyju. Dómarar í keppninni voru Þóra Ólafsdóttir, Samtökum iðnaðarins, Olga Sigurðardóttir frá Freyju og Ásgeir Þór Tómasson, deildarstjóri bakaradeildar Hót- el- og matvælaskólans. Sala á kökunni hefst um helgina í bak- aríum félagsmanna LABAK um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins. Karamella einkennir köku ársins Stefán Hrafn Sigfússon Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur sjöttu verðlaunahátíð sína til heiðurs 23 nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri 2011. Hátíðin verð- ur í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík laugardaginn 4. febrúar og hefst kl. 16:00. Undanarin fimm ár hefur IMFR heiðrað 78 nýsveina úr 21 iðngrein frá 12 verkmenntaskólum. Jafn- framt viðurkenningum nýsveina verður heiðursiðnaðarmaður ársins tilnefndur og heiðraður, veitt verð- ur viðurkenning fyrir samstarf hönnuða og framleiðenda og Há- skólinn í Reykjavík verðlaunar ný- sveina. Víkingur Heiðar Ólafsson og Flensborgarkórinn flytja tónlist. Nýsveinahátíð STUTT Andri Karl andri@mbl.is Tveir karlmenn, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski, fæddir 1980 og 1981, voru í gær dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Þeim er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabæt- ur, hvor um sig 1,2 milljónir króna í málsvarnarlaun og saman 800 þús- und krónur í sakarkostnað. Óumdeilt var að mennirnir óku framhjá konunni þar sem hún var á gangi við Laugaveg á áttunda tím- anum sunnudagsmorguninn 16. október sl. Þau tóku tal saman, en konan sagðist hafa verið á leið út í búð til að kaupa gosdrykk. Hún hefði ekki átt alveg fyrir drykknum og því beðið mennina um pening. Þeir hefðu gefið henni peninga og boðist til að aka henni að búðinni. Í stað þess óku þeir út að Reykja- víkurflugvelli þar sem þeir stöðvuðu bifreiðina. Mennirnir báru, að þangað hefði ferðinni ávallt verið heitið og konan vel upplýst um það. Þegar þangað var komið þvinguðu mennirnir konuna til kynmaka, að hennar sögn. Þeir sögðu að hún hefði veitt öðrum þeirra munnmök á meðan hinn horfði á, annað hefði ekki gerst. Í niðurstöðu dómsins segir að frá- sögn konunnar hafi ekki að öllu leyti verið trúverðug og tekið breytingum frá skýrslutöku hjá lögreglu. Hún sagðist meðal annars hafa verið beitt ofbeldi en það fær ekki sam- rýmst lýsingu læknis sem skoðaði hana. Engu að síður var það mat dóms- ins, með hliðsjón af niðurstöðu líf- sýnarannsóknar, að gegn neitun mannanna væri hafið yfir skynsam- legan vafa að þeir hefðu þvingað konuna til kynmaka. Brot mannanna er sagt alvarlegt og háttsemi þeirra niðurlægjandi fyrir konuna. Þá hafi þeir sýnt ein- beittan brotavilja. Dæmdir fyrir að nauðga konu sem þeir buðu far  Fjögurra ára fang- elsi og 1,2 milljónir króna í miskabætur Morgunblaðið/Ernir Salur 101 Mennirnir tveir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan skýrði frá því fyrir dómi að hún hefði reynt hvað hún gat til að komast undan og fá mennina til að hætta. Hún lýsti því meðal annars að hún hefði reynt að opna dyrnar á bifreiðinni á leiðinni, en þær hefðu verið læstar. Þá hefði hún bitið annan mann- inn, sem hefði orðið til þess að fát hefði komið á hann. Þeir hefðu þó ekki hætt. Einnig sagði hún mönnunum að hún væri sprautufíkill og að hún væri HIV-smituð. Beit annan árásarmanninn REYNDI AÐ KOMAST BURTU MEÐ ÝMSUM LEIÐUM –– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni meðsérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldið í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkomin sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.