Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Áform lífeyrissjóðanna um að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands á þessu ári fyrir allt að 200 milljónir evra með því að selja er- lendar eignir sjóðanna og kaupa af- landskrónur mælast ekki vel fyrir á meðal aðila á fjármálamarkaði. Aflandskrónurnar sem lífeyris- sjóðirnir myndu kaupa í útboðum Seðlabankans yrðu notaðar til kaupa á ríkisskuldabréfum í krónum. Hagn- aðinum af þeim viðskiptum yrði svo ráðstafað til að mæta 2,8 milljarða hlut lífeyrissjóðanna í fjármögnun sérstakra vaxtabóta og um leið kæm- ust sjóðirnir undan skattlagningu á greiðslu lífeyris. Viðmælendur Morgunblaðsins ótt- ast hins vegar að með þessum hætti séu lífeyrissjóðirnir að taka skamm- tímahagsmuni fram yfir langtíma- hagsmuni. Þorbjörn Atli Sveinsson, forstöðumaður greiningardeildar Ar- ion banka, segist í samtali við Morg- unblaðið hafa miklar efasemdir um ágæti þess að lífeyrissjóðirnir selji erlendir eignir og kaupi aflandskrón- ur. „Enn meiri sala á erlendum eign- um lífeyrissjóðanna gengur í ber- högg við einn mikilvægasta lærdóm hrunsins – að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna var ekki nógu mikið – og minnkar um leið áhættudreif- ingu eignasafna sjóðanna. Að sama skapi ríkir enn mikil óvissa um hve- nær lífeyrissjóðirnir fái aftur tæki- færi til að fjárfesta í erlendum verð- bréfum.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins og jafnframt stjórnarformaður í lífeyrissjóðnum Gildi, þriðja stærsta lífeyrissjóði landsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé vissu- lega ekki nein óskastaða sem sjóð- irnir standi frammi fyrir. „Sjóðirnir vilja komast undan þessari skatt- heimtu en á sama tíma hefur ríkt tor- tryggni um að taka þátt í útboðum Seðlabankans vegna þeirrar óvissu sem ríkir um hvenær gjaldeyrishöft- unum verður aflétt.“ Að sögn Vil- hjálms mun stjórn sjóðsins koma saman í dag og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að taka þátt í væntan- legum gjaldeyrisútboðum á þessu ári. Einn viðmælandi Morgunblaðsins bendir á að skattlagningin á lífeyr- issjóði eigi aðeins að vera tímabund- in. „Hins vegar er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að fjárfesta erlendis næstu 5-7 árin. Vegna fárra fjárfestingarkosta hérlendis eiga þeir nú þegar 160 milljarða króna á inn- stæðureikningum. Með því að selja erlendan gjaldeyri fyrir aflandskrón- ur eru sjóðirnir að taka enn eitt skrefið í þá átt að setja öll eggin í sömu körfu.“ Gengur í berhögg við lærdóm hrunsins  Óttast að lífeyrissjóðirnir setji öll eggin í sömu körfu Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðan fer lækkandi Heimild: Seðlabanki Íslands. Hlutfall erlendra eigna lífeyrisjóðanna 31. jan. 1997 30. nóv. 2011 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 22,34% 1,42% Fjárfestinga- félögin Bain Capital og BC Partners eru tal- in þau einu sem lögðu inn tilboð í útboði á 77% hlut slitastjórnar Landsbankans og Glitnis í bresku smá- sölukeðjunni Ice- land Foods. Tilboðsfrestur rann út á miðnætti á þriðjudaginn og er tal- ið líklegt að tilboð fjárfestinga- félaganna nemi hátt í 1,5 milljarða punda, jafnvirði um 290 milljarða króna. Fram kemur í frétt breska dag- blaðsins Independent að breska verslunarkeðjan Morrisons hafi ekki lagt fram tilboð í Iceland en áhöld voru um hvort félagið gæti keypt Iceland vegna samkeppnis- sjónarmiða. Orðrómur hafði jafn- framt verið um að bandaríska fjár- festingafélagið Blackstone myndi taka þátt í útboðinu, en samkvæmt heimildum Independent virðist svo ekki vera. Forstjóri Iceland Foods, Malcolm Walker, sem fer með 23% hlut í keðjunni ásamt fleiri stjórnendum Iceland, á rétt á að jafna hæsta til- boðið sem berst. Samkvæmt hlut- hafasamkomulagi hefur hann 40 daga til þess að jafna tilboðið. Tveir sjóð- ir buðu í Iceland  Talið að 290 milljarðar fáist Iceland Foods Verðmæt eign. Nýtt fyrirtæki er komið á markað sem er ekki ósvipað smálánafyr- irtækjunum Hraðpeningar og Kredia. Fyrirtækið nefnist Múla og býður upp á lán til einstaklinga frá 1.000 krónum og allt að 100.000 krónum. Lánstími er allt að 30 dagar með möguleika á framleng- ingu upp í 60 daga frá lántökudegi. Vextirnir af láninu eru 1% prósent á dag eða 365% vextir á ársgrund- velli. Í samtali við Ævar Rafn Björnsson, framkvæmdastjóra Múla, segir hann að það sé tómt mál að tala um vexti á ársgrund- velli, því þeir láni ekki til eins árs. „Vextir og kostnaður er með því lægsta sem sést hefur í sambæri- legri þjónustu í Evrópu,“ segir Ævar Rafn. „Það sem meira er að menn geta stytt lánstíma hvenær sem er. Ef þú tekur 30 daga lán, en hættir við eftir tvo daga og borgar upp lánið, þá fellur restin niður. Þú greiðir bara vextina fyrir dagana tvo sem þú varst með lán- ið.“ Aðspurður hvort hann telji ekki að það sé tóm della hjá neytendum að taka lán með jafn háum vöxtum segir hann að það geti þvert á móti borgað sig fjárhagslega fyrir fólk. „Það eru mjög mörg dæmi um að það borgi sig að taka slík lán enda hagstæðara að greiða nokkurra prósenta vexti en að borga van- skilagjöld eða sektir sem geta tvö- faldast ef þær eru ekki borgaðar í tíma. Þú sérð að til dæmis stöðu- mælasekt tvöfaldast á nokkrum dögum. Við vonumst til þess að fólk skipti við okkur á þessum for- sendum. En ef fólk tekur lán til að fjármagna skemmtanir og þess háttar þá held ég að fyrirtækið verði ekki langlíft. En það hefur glatt okkur að við erum með breið- an kúnnahóp. Yfir 60% kúnnanna eru yfir þrítugt og það er jafn stór kúnnahópur sem er yfir sextugt og undir tvítugu. Við bjóðum ekki upp á sms-lán og erum með greiðslu- mat á kúnnum okkar að banda- rískri fyrirmynd,“ segir Ævar Rafn. borkur@mbl.is Tómt mál að tala um ársvexti  Nýtt smálánafyrirtæki býður lán til nokkurra daga en ársvextir eru 365% Morgunblaðið/Heiddi Smápeningar Hægt er að fá litlar upphæðir lánaðar hjá Múla. Þýski bankinn Deutsche Bank af- skrifaði 407 milljónir evra, 66 millj- arða króna, vegna Actavis á fjórða fjórðungi síðasta árs. Uppgjör bank- ans var undir væntingum á síðasta ári. Deutsche Bank, sem er stærsti banki Þýskalands, hagnaðist um 147 milljónir evra, 24 milljarða króna, sem er 76% minni hagnaður en árið á undan enda lækkuðu hlutabréf í bankanum á markaði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Deutsche Bank gekk almenn banka- þjónusta vel á síðasta ári en skulda- kreppan litaði afkomu fjárfestingar- starfsemi hans. Deutsche Bank hagnaðist um 4,3 milljarða evra á síðasta ári sem er 87% aukning á milli ára. Hagnaður- inn er aðallega vegna afkomu Post- bank og annarrar fjármálaþjónustu. Deutsche Bank lánaði Actavis 4,7 milljarða evra þegar hann var bak- hjarl Björgólfs Thors Björgólfssonar er hann keypti aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007 með skuldsettri yf- irtöku. Deutsche Bank með minni hagnað vegna Actavis  Bankinn þurfti að afskrifa 66 milljarða vegna Actavis Klúður Afskriftir bankans útaf Act- avis voru meiri en útaf Grikklandi. ● Flutningsmiðlunarfyrirtækið TVG- Zimsen hefur gert samstarfssamning við Modul Transport A/S um að sjá um alla flugfrakt til og frá Danmörku, að því er fram kemur í tilkynningu. Starfsstöðin í Danmörku mun starfa undir nafni TVG- Zimsen. Jón Haukur Ísfeld, deildarstjóri flug- flutninga hjá TVG-Zimsen, segir mjög ánægjulegt að hefja samstarf við þetta öfluga fyrirtæki. „Á þeim 30 árum sem Modul Transport hefur verið starfrækt hafa flutningar til og frá Íslandi ávallt ver- ið stór hluti af starfsemi fyrirtækisins.“ TVG-Zimsen í samstarf við danskt fyrirtæki ● Hrávörurisinn Glencore, einn stærsti eigandi Century Aluminum sem á Norð- urál, á í viðræðum við svissneska námufyrirtækið Xstrata um samruna félaganna að andvirði 80 milljarða Bandaríkjadala. Samkvæmt heimildum Financial Times kann samkomulagið að verða kynnt í byrjun næstu viku. Gengi bréfa í Xstrata hækkaði um 10% í kjölfar frétta af viðræðunum, á meðan gengi bréfa í Glencore hækkaði um 5%. Milljarða dala samruni Glencore Stærsti eigandi Norðuráls. ● Hagnaður bandaríska útgáfufélags- ins Times, sem meðal annars gefur út dagblöðin New York Times, Boston Globe og International Herald Tribune, dróst saman um 12% á fjórða ársfjórð- ungi en helsta skýringin er samdráttur í auglýsingasölu í dagblöðum útgáfunnar og léleg afkoma upplýsingavefjarins, About.com. Hagnaðurinn nam 58,9 milljónum Bandaríkjadala, 7,3 milljarða króna. Tekjurnar drógust saman um 2,8%. Afkoma Times versnar Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-21 +,,-.3 ,+-. ,+-45. +5-,,+ +22-53 +-3+,+ +04-,/ +3+-22 +,2-41 +01-5+ +,2-+, ,+-.32 ,+-+10 +5-,.1 +21-,2 +-3+35 +04-5, +3+-.5 ,,,-,41, +,2-22 +0/-,5 +,2-15 ,+-5,3 ,+-,++ +5-2,. +21-3 +-3,+/ +0+-20 +3,-,2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Vöxtum víxlað Í umfjöllun um sparnað eldra fólks í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær fylgdi með línurit sem sýndi vaxtaþróun frá 2009. Því miður víxlaðist til heiti vaxtanna. Beðist er velvirðingar á mistökunum og birtist hér leiðrétt línurit. Þróun vaxta frá ársbyrjun 2009 Heimild: VÍB - Eignastýringaþjónusta Íslandsbanka 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1. jan. 2009 1. des. 2011 Óverðtryggð skuldabréf kjörvextir Vaxtaþrep** Stýrivextir Tékkareikningur* Innlánsvextir Seðlabankans *Hæstu tékkareikningsvextir Íslandsbanka **Hæsta Vaxtaþrep LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.