Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERG TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERLAUNA STÓRSKEMM MEÐ KATHER Í AÐALHLUTV BYGGÐ Á METSÖLUBÓK UM STEPHAN á sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL "FLOTTUR HASAR." -H.S.S. - MBL HHH SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KSÝND Í KRINGLUNNI - TAKMARKAÐAR SÝNINGAR SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI - ARIZONA REPUBLIC HHHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI MÖGNUÐ SPENNUMYND TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN6 K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH SÝND Í ÁLFABAKK, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK TILEG MYND INE HEIGL ERKI UNUM IE PLUM SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Leikstjóri Athvarfsins,François Ozon, er fremurþekktur en hann leik-stýrði m.a. gamanmynd- inni Potiche sem margir ættu að kannast við. Athvarfið hefur ekki fengið eins mikla athygli en vann þó til verð- launa á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián. Myndin segir frá Mousse (Carré), ungri konu sem tekur of stóran skammt af eiturlyfjum ásamt kær- asta sínum, Louis (Melvil Poupaud). Louis lætur lífið en Mousse lifir raunina af. Þegar hún rankar við sér á spítala tilkynna læknar henni að hún sé með barni og við tekur nýr kafli í lífi hennar. Efni myndarinnar er mjög raun- sætt og fer vel saman við þá hefð- bundnu framvinduklippingu sem notast er við í myndinni. Atriði, sem gætu vakið ugg meðal einhverra, eru vel útfærð og vekja jafnt aðdáun sem óhug. Isabelle Carré er mjög góð í sínu hlutverki og frammistaða hennar situr þægilega eftir í huga undirrit- aðs að áhorfi loknu. Frammistaða Louis-Ronan Choisy, sem leikur hinn samkynhneigða Paul, er svolít- ið kaflaskipt en fáir hnökrar eyði- leggja þó ekki heildarmyndina. At- hvarfið er á köflum mjög myndræn mynd og sum skot eru greinilega út- hugsuð. Myndin hefði getað verið átakanlegri en lágstemmdur sögu- þráðurinn kemur þó vel út. Samspil móðurhlutverks og eitur- lyfjafíknar er áhugavert umfjöll- unarefni og þó svo kvikmyndin sem slík sé ekki alveg hnökralaus þá er það vel þess virði að gefa gaum að henni. Athvarfið „Efni myndarinnar er mjög raunsætt,“ segir m.a. í dómnum. Móðir með fráhvarfseinkenni Háskólabíó: Frönsk kvikmyndahátíð Athvarfið (Le refuge) bbbmn Leikstjórn: François Ozon. Handrit: François Ozon og Mathieu Hippeau. Aðalhlutverk: Isabelle Carré, Louis- Ronan Choisy og Pierre Louis-Calixte. 88 mín. Frakkland, 2009. Davíð Már Stefánsson KVIKMYNDIR Þrjár kvikmyndir verða frum- sýndar um helgina. A Dangerous Method Svisslendingurinn Carl Jung og Austurríkismaðurinn Sigmund Freud voru á sínum tíma í farar- broddi í sál- og geðrannsóknum, svo framarlega í raun að enn í dag er vísað í rannsóknir þeirra í nú- tímageðrannsóknum og -sálfræði. Fylgst er með innbyrðis sambandi þessara miklu vísindamanna sem áttu það til að takast hart á en einnig sambandi Jungs við einn sjúklinga sinna, hina fögru Sabinu Sielrein, sem síðar varð fyrsta vísindakonan á sviði sálarrann- sókna og lærði undir handleiðslu Jungs. Með helstu hlutverk fara Viggo Mortensen, Vincent Cassel, Keira Knightley og Michael Fass- bender. RottenTomatoes: 76% IMDB: 69/100 One for the Money Stephanie Plum verður fyrir því óláni að missa vinnuna og sækir um starf hjá fyrirtæki frænda síns sem sér um að góma fólk sem hef- ur flúið undan réttvísinni. Hún er fljótlega ráðin, enda beitir hún brögðum sem ekki er hægt að standast. Hún fer í þjálfun og kem- ur strax í ljós að þetta á alveg ein- staklega vel við Stephanie og fær hún í kjölfarið sitt fyrsta verkefni: Að góma flóttamanninn og fyrr- verandi lögreglumanninn Joe Morrelli. Vandamálið fyrir Steph- anie er ekki aðeins að finna Joe heldur einnig hvað hún eigi að gera þegar hún finnur hann því ekki bara er hann einstaklega sleipur heldur er hann einnig fyrr- verandi kærasti Stephanie og lengi lifir í gömlum glæðum. Með aðalhlutverk fara Katherine Heigl, Fisher Stevens og John Legui- zamo. RottenTomatoes: 3% IMDB: 48/100 The Lady Saga búrmísku baráttukonunnar Aung San Suu Kyi og eiginmanns hennar Michael Aris í leikstjórn hins franska Luc Besson. Um er að ræða ástarsögu um það hvernig par og fjölskylda fórna hamingju sinni fyrir æðri tilgang. RottenTomatoes: 35% IMDB: 69/100 Bíófrumsýningar Freud, lögga á flótta og Aung San Suu Kyi A Dangerous Method Leikararnir Keira Knightley og Michael Fassbender .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.