Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 ✝ Birgir ÁrniBirgisson fædd- ist í Lund í Svíþjóð þann 4. janúar 1980. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 23. janúar 2012. Foreldar hans eru Anna Kristín Hauksdóttir, fædd 5. ágúst 1957, og Birgir Ragnarsson, fæddur 13. mars 1949. Systkini hans eru María Sonja, fædd 1974, maki hennar er Thomas Rognli og eiga þau 3 börn. Drífa Birgitta, fædd 1975, auðséð að sjómennskan átti vel við hann. Hann var sjómaður á Stefni ÍS 28 síðustu árin sín. Birgir spilaði körfubolta lengi með KFÍ og var talin efnilegur og hann æfði einnig skíði á Ísa- firði. Birgir var mikill listamaður og var hann ekki gamall þegar kennarar og aðrir höfðu orð á teiknihæfileika hans. Birgir tjáði sig mikið í gegnum list sína, bæði með teikningum, ljósmyndum og myndböndum sem hann setti sjálfur saman. Birgir hafði mik- inn áhuga á tónlist og spilaði sjálfur á gítar. Hann var ávallt vinur vina sinna og lét aldrei sín vandamál bitna á öðrum. Hann þótti einstaklega ljúfur og góður drengur. Birgir Árni verður jarðsung- inn frá Vídalínskirkju í dag, föstudaginn 3. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. maki hennar er Baldur Gunnarsson og eiga þau 2 börn. Pétur Þór, fæddur 1981, og á hann eitt barn. Örvar Ingi, fæddur 1992. Jón Þorberg, fæddur 1997. Ragnar Helgi, fæddur 1991. Birgir ólst upp í Svíþjóð fyrstu sjö ár ævi sinnar en fluttist til Ísafjarðar 7 ára gamall og bjó þar alla tíð. Fljótlega eftir að hann lauk grunnskóla fór hann að stunda sjóinn og fljótlega var Elsku bróðir okkar, við sitj- um saman systkinin og erum að leggja lokahönd á útför þína, nokkuð sem ekkert okkar bjóst við að þurfa að gera. Minning- arnar sem þú skilur eftir þig hafa hjálpað okkur að brosa í gegnum tárin á þessum erfiðu tímum. Okkur langar til að deila nokkrum af þessum minningum. Frá æskuárunum okkar í Sví- þjóð minnumst við þess þegar þú og Pétur bróðir þinn fóruð í lautarferð með nesti og allt til- heyrandi, sú lautarferð endaði uppá bílskúrsþaki í næsta húsi og þurfti að kalla til aðstoð þar sem þið þorðuð ekki niður aftur. Æskuárin á Ísafirði byrjuðu á Hlíðarvegi 12, þar stendur upp- úr kvöldið sem þú ákvaðst að reyna að hræða Pétur og Krist- ján með frumsömdum drauga- sögum. Það endaði með að þeir sofnuðu og þú ákvaðst að skríða uppí hjá Mæju og Drífu af hræðslu og með öll ljós kveikt. Biggi, manstu eftir Michael Jackson tímabilinu þínu? Hvítt barnapúður, silkiskyrtur, griffl- ur, og gríman góða. Þú áttir það til að liggja á hleri þegar við systurnar vorum að ræða málin seint á kvöldin, eitt skiptið ákváðum við systurnar að stríða þér aðeins og segja sögur af því að það væru ormar í öllu hveiti og þar sem þetta var rétt fyrir jól þá borðaðir þú engar kökur né brauð þau jólin, móður þinni til mikils ama. Minningarnar um þig eru endalausar og gæt- um við fyllt heila bók með þeim. Þú varst alltaf svo ljúfur og góð- ur og þín er sárt saknað, þú munt ávallt lifa í minningum okkar, elsku Biggi okkar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) F.h. systkinanna, Jón Þorberg. Fólk segir að hafi maður ekk- ert sérstakt að segja þá eigi maður bara að sleppa því að segja eitthvað yfirhöfuð, en ég ætla allavega að segja nokkur orð. Þú ert einn af fáum mann- eskjum sem ég gat setið hjá, gert og sagt nákvæmlega ekki neitt en samt liðið vel. Eins og öll kvöldin sem við eyddum við að horfa á flakk- arann og spila póker í fartölv- unni þinni. Það var alltaf gaman að kíkja vestur til þín því þá var ekkert gert nema þetta og skreppa út í Hamraborg eða Samkaup til að kaupa sér eitthvað óhollt að borða. Ég fór ekki að hugsa út í það fyrr en um daginn hversu stór hluti þú varst af mínu lífi. Þú hvattir mig til dæmis fyrstur til að byrja að spila á gítar, og þú kynntir mér fyrstur frábæra tónlist. Þú fékkst mig til að gera svo margt og fyrir það er ég æv- inlega þakklátur því annars myndi ég ekki vita hvar ég væri í dag. Þín verður sárt saknað, Biggi minn, takk fyrir öll árin. Þinn bróðir, Örvar Ingi. Elsku Biggi, síðustu dagarnir hafa verið erfiðir. Þetta er svo óraunverulegt og sárt. Er svo þakklát fyrir allar minningarn- ar frá æskunni og stundirnar sem við áttum saman á Ísafirði síðustu 2 sumur. Þakka fyrir samtölin okkar, og að þú nennt- ir að labba með mér fram og til baka á Ísafirði, gafst þér tíma fyrir mig og krakkana, passaðir fyrir mig þó þú værir upptekin við að smíða pókerborðið þitt, kvöldmáltíðirnar sem við áttum saman á Hlíðarveginum. Þú varst svo duglegur, hæfileika- ríkur og listrænn. Ég veit þú fylgist áfram með okkur, eins og þú skrifaðir „gubbu fullkomnu fjölskyldulífinu“, þú gafst alltaf hrós á þinn hátt, elsku vinurinn, hvíldu í friði, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn, ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) María Sonja systir. Elsku Biggi minn. Hér sit ég og reyni að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur að sinni. Þó að ég sé þakklát fyrir þau ár sem ég fékk þann heiður að þekkja þig og þær minningar sem ég hef um þig og okkar tíma er erfitt að sætta sig við að þau verði ekki fleiri. Síðustu daga hef ég grátið mikið en einnig hef ég hlegið við það að rifja upp mínar minn- ingar um þig og okkur. Ég man þegar þú komst fyrst heim, þú varst fyrsti litli bróðir minn. Mér fannst reyndar voða erfitt fyrst að þurfa að deila heimi mínum með þér en fljót- lega fór ég nú að sjá kostina við það að eiga lítinn bróður. Þegar ég ákvað að gifta mig var ég fljót að biðja þig að standa við hlið mér í kirkjunni sem þú gerðir. Ég veit að lífið var þér ekki alltaf auðvelt en ég heyrði þig aldrei kvarta. Það var alveg sama hversu miklir erfiðleik- arnir voru, alltaf varstu ljúfur og heiðarlegur. Miðað við hvað þú lifðir stutt, Biggi minn, er ótrúlegt hvað þú skilur mikið eftir. Þú hafðir mikinn áhuga á börnum okkar systkina þinna og lést okkur alveg heyra það ef þér fannst við vera of „leiðinleg- ir foreldrar“. Börn okkar hafa misst mikið og kveðja þig með miklum söknuði. Þú varst alltaf til í að hjálpa og þó svo að þú værir ekki mikið fyrir það að tala um sjálfan þig þá voru þau samtöl sem maður átti við þig um lífið og tilveruna ógleymanleg. Þú gast alltaf séð spaugilega hlið á lífinu og húm- orinn þinn fékk mann alltaf til að hlæja. Við erum alltaf svo upptekin af hversdagslegum hlutum í lífinu í dag og maður gefur sér ekki alltaf nægilegan tíma til að sinna fjölskyldunni, en Biggi minn, ég hef ávallt elskað þig og geri enn og mér þykir verst að hafa ekki gefið mér tíma til að segja þér það nægilega oft á meðan þú varst á lífi. Ég veit ekki hvernig lífið verður hér án þín, Biggi minn, en eitt veit ég, ég hræðist ekki dauðann lengur því ég veit að þú tekur á móti mér brosandi þegar ég kem. Elsku Biggi minn, eins erfitt og það er þá kveð þig nú að sinni en ég veit og verð að trúa að við sjáumst aftur. Þín systir Drífa Birgitta. Elsku bróðir minn, Birgir. Allar minningarnar um þig mun ég ávallt bera í hjarta, þú varst svo yndislegur og góður og ég veit að það er minningin sem mun lifa hjá öllum sem þekktu þig. Að hafa alist upp með þér eru forréttindi og ég mun alltaf verða þakklátur fyrir það, elsku kallinn minn. Mig grunar að það verði búið að smíða eitt stk. pókerborð þegar maður kemur upp til þín seinna meir, þá skal ég glaður grípa í spil með þér. Þangað til bið ég þig að hvíla í friði, elsku Biggi minn. Kveðja. Þinn bróðir, Pétur. Mig langar með fáeinum orð- um að minnast og kveðja mág minn og vin, Birgi Árna Birg- isson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bigga kynntist ég fyrst snemma árs 2001 þegar ég kynntist Drífu systur hans. Mér varð strax ljóst að þar færi góð- ur drengur með hjarta úr gulli. Kynni okkar Bigga voru e.t.v. minni heldur en ætla mætti á þessum 11 árum sem liðin eru, enda búandi hvor á sínu lands- horninu og að auki báðir nokkuð prívat í háttum og ekki sérlega mannblendnir. En óhætt er að segja að þau kynni voru í alla staði ánægjuleg enda erfitt ann- að en að láta sér líka vel við Bigga. Þar fór heiðarlegur og orðheldinn drengur sem vildi öllum gott og var ákaflega bón- góður og hjálpsamur í hverju sem var. Litlu frænkurnar og frænd- urnir dýrkuðu þennan rólynda og trausta dreng sem alltaf brosti til þeirra og gaf sér tíma til að sinna þeim og svara. Aldr- ei heyrði ég hann segja styggð- aryrði um nokkurn mann og þvert á móti sá ég hann oftar en einu sinni ganga burt frá sam- ræðum sem honum þóttu orðnar full-neikvæðar. Alltaf var hann jákvæður og ánægður og gat séð spaugilegu hliðarnar á flestu. Hann gat verið stríðinn en aldrei þannig að eftir yrðu sár. Biggi var lengst af sjómaður og þeirri stétt til sóma í alla staði, enda harðduglegur og ósérhlífinn í alla staði. Biggi var einn af þeim sem geta gert hvað sem var, enda ákaflega laghent- ur, vandvirkur og útsjónarsam- ur maður. Heimurinn er vissulega fá- tæklegri staður án þín, Biggi, en ég tel mig ríkari af kynn- unum við þig. Foreldrum Bigga, systkinum og öllum ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð mína. Friður sé með þér, Biggi. Þinn mágur, Baldur Gunnarsson. Nú ertu farinn, kæri vinur. Stutt er síðan mér bárust þær fregnir að þú glímdir aftur við þann erfiða sjúkdóm sem hafði á stundum leikið þig grátt. Ekki óraði mig þó fyrir því að þú ætt- ir einungis nokkrar vikur eftir af lífi þínu. Þér hafði tekist að halda honum niðri í um sjö ár. En, líkt og hjá mörgum góðum mönnum taldir þú þig vera orð- inn læknaðan, sem því miður reyndist ekki rétt. Þú hafðir þó játað þig sigraðan fyrir nokkr- um vikum, tekist á við brestina og ætlaðir að hefja betra líf að nýju. Eitt lítið skref í öfuga átt var hins vegar nóg til að taka þig frá okkur. Því miður. Birgi Árna kynntist ég fyrst á Ísafirði á unglingsárum fyrir rúmlega 15 árum síðan. Okkur varð fljótt vel til vina og hélst sú vinátta óslitið. Fáa menn hef ég hitt um ævina sem reynst hafa jafn góðhjartaðir og Birgir. Um það eru flestir sammála sem kynntust honum. Aldrei vildi hann nokkrum manni illt og þrátt fyrir að hann hafi á stund- um háð harða baráttu við sjúk- dóm sinn hélst góðmennska hans óslitið. Mannkostir hans voru margir. Afskaplega vinnu- samur, góður íþróttamaður og mikill tónlistarunnandi er það sem fyrst kemur upp í hugann. Ég vona að guð fari vel með þig og votta fjölskyldu þinni innilega samúð. Minning um góðan dreng mun lifa. Annas Sigmundsson. Elsku skólabróðir, þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna, milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin, kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til allra sem eiga um sárt að binda á þessum erf- iðu tímum. Fyrir hönd skólasystkina úr 1980 árganginum á Ísafirði, Hrafnhildur Ýr Elvarsdóttir. Birgir Árni Birgisson Á þessari stundu koma upp margar yndislegar minningar. Við höfum misst merkilegan mann. Benni var alltaf hress og kátur þegar við litum til frænku og Benna. Þá bar margt á góma og ekki var það verra ef Elva Rún greip í nikkuna, það var bara helst skylda. Þá var minn maður glaður því tónlistin var honum mikið yndi. Missir Önnu frænku er mik- Benedikt Helgason ✝ Benedikt Ingv-ar Helgason fæddist á Ísólfs- stöðum 30. sept- ember 1926. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 12. janúar 2012. Útför Benedikts fór fram frá Húsa- víkurkirkju 21. jan- úar 2012. ill, en við megum ekki gleyma öllum gleðistundunum sem við áttum saman með Benna. Hugur okkar mun lengi staldra við minningu um elsku- legan mann sem auðgaði lífið og til- veruna ríkulega. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning Benedikts Helgasonar. Auður Snjólaug Karlsdóttir. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og hlýju við fráfall ástkærs eiginmanns míns, ÞORBJARNAR KARLSSONAR, Kirkjubraut 6, Seltjarnarnesi. Svala Sigurðardóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, ÞÓRIR JÓN HALL, sem lést á heimili sínu laugardaginn 28. janúar, verður jarðsunginn frá Guðríðar- kirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungna- sjúklinga. Dóra Þorvaldsdóttir, Vigfús Þorsteinsson, Þórdís Helga Ingibergsdóttir, Viggó Þórir Þórisson, Þórunn Unnarsdóttir, Reynir Þorsteinsson, Sigríður Björk Þórisdóttir, Snorri Harðarson, Dóra Kristín Þórisdóttir, Eiríkur Auðunn Auðunsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, AUÐUR EINARSDÓTTIR, til heimilis á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sem lést fimmtudaginn 26. janúar, verður jarðsungin frá Oddakirkju, Rangárvallasýslu, laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd hennar nánustu, Lárus Jónasson. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, EYRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Rúnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði og 3B fyrir einstaka hlýju og alúðlega umönnun. Alfons Jónsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Eyjólfur Kristinn Jónsson, Kristrún Jenný Alfonsdóttir, Inga María Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.