Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 SUNNUDAGINN 5. FEBRÚAR ÚTSÖLULOK einfaldlega betri kostur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Framsögumenn á málþingi mál- fundafélagsins Lögréttu, sem haldið var í gær, voru sammála um að sím- hleranir væru nauðsynlegt úrræði við rannsóknir sakamála en nokkuð bar á milli þegar svara átti spurning- unni hvort þeim væri beitt of frjáls- lega við rannsóknir lögreglu. „Ég geri þá kröfu að það liggi und- ir skýrir almannahagsmunir því það á að túlka þetta þröngt,“ segir Brynj- ar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélagsins, sem m.a. gagnrýndi símhleranir sérstaks saksóknara í erindi sínu. Brynjar hefur einnig gagnrýnt eft- irlitsleysi með símhlerunum en Stef- án Eiríksson, lögreglustjóri lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig flutti framsögu á málþinginu, fjallaði um mikilvægi eftirlitsins í framsögu sinni. „Hann er mjög baga- legur, þessi skortur á eftirliti með þessari starfsemi sem hefur verið undanfarin ár,“ segir Stefán. „Það opnar fyrir allra handa vangaveltur um að lögreglan sé ekki að sinna þessu í samræmi við lög og það er af- ar rík og brýn þörf á að eftirlitið sé virkt, ekki bara innan lögreglunnar heldur hjá óháðum og utanaðkom- andi aðila.“ Stefán sagði þarft að minna á að það væru dómstólarnir sem heim- iluðu hleranir og hefðu þannig eftirlit með því að kröfur lögreglunnar um hleranir stæðust lög en eftirlit með framkvæmdinni væri á höndum rík- issaksóknara. „Og það er ánægjulegt að sjá að hann er að taka þetta föst- um tökum núna,“ sagði hann. holmfridur@mbl.is Mikilvægt að eftirlit með símhlerunum sé virkt  Rökræddu beitingu símhlerana og forsendur þeirra Sprengju- mannsins enn leitað Lögreglan leitar enn að karlmanni og hvítri Renault Kangoo sendi- bifreið í tengslum við rannsókn á sprengju sem fannst neðst á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudags- morgun. Mað- urinn var í víðum, dökkbláum galla- buxum og með lyklakippu hangandi í buxunum. Hann var í dökkri úlpu og mögulega í hettupeysu innan undir. Maðurinn er þéttvaxinn og þung- lamalegur. Hann er talinn vera á miðjum aldri og meðalmaður á hæð. Lögreglan lítur málið mjög alvar- legum augum. Enn er óskað eftir upplýsingum um fólk eða ökutæki á svæðinu þar sem sprengjan fannst snemma á þriðjudagsmorgun. Þeim má koma á framfæri í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abend- ing@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005. Meintur sprengjumaður.  Lögreglan óskar eftir upplýsingum Guðni Einarsson Anna Lilja Þórisdóttir Formlegar viðræður hófust í gær milli bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Lista Kópavogsbúa um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Við- ræðum verður haldið áfram eftir hádegi í dag og svo áfram um helgina, að sögn Ár- manns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn. „Ég vonast til þess að þetta fari langt um helgina,“ sagði Ármann. Hann sagði að búið væri að fara aðeins yfir málefnin en ekki bú- ið að ákveða neitt varðandi nefndir eða skipt- ingu embætta. Flokkarnir sem nú ræða myndun nýs meirihluta eiga samtals sex bæjarfulltrúa af ellefu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru fjórir en Framsóknarflokkur og Listi Kópavogs- búa eiga einn fulltrúa hvor. Það er því verið að ræða myndun minnsta mögulega meiri- hluta. „Það þarf ekkert að vera slæmt,“ sagði Ár- mann, spurður um þennan litla meirihluta. „Í minnsta mögulega meirihluta verða allir að standa saman.“ „Mér líst bara vel á þetta,“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs. Hann taldi góðan gang vera í viðræðunum og kvaðst vona að þær tækju ekki marga daga. Þegar fólk væri búið að ná saman þá tæki þetta oft ekki langan tíma. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokks í bæjarstjórn, vildi ekki svara miklu um það í gær hvort flokkarnir þrír næðu vel saman í viðræðunum. „Ég held ró minni og læt verkin tala,“ sagði Ómar í samtali við mbl.is. Hvað varðar verkaskipt- ingu milli flokka og hver verði bæjarstjóri sagði Ómar: „Það er búið að ræða ýmislegt. En ég er ekki tilbúinn til að tjá mig meira.“ Sem kunnugt er slitnaði í fyrradag upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks, VG og Samfylk- ingar um myndun bæjarstjórnarmeirihluta. Hvorki náðist í bæjarfulltrúa Lista Kópa- vogsbúa né varafulltrúa listans í gærkvöldi. Meirihluti að fæðast í Kópavogi  Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Listi Kópavogsbúa fóru í formlegar viðræður í gær  Oddviti sjálfstæðismanna vonast til þess að viðræður um nýjan meirihluta fari langt um helgina Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Viðræður eru hafnar um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur sent Al- þingi bréf þar sem óskað er eft- ir breytingu á fasteignalögum, þannig að hest- hús, þaðan sem ekki er rekin at- vinnustarfsemi, verði aftur færð undir a-lið álagningar, en undir hann heyra m.a. íbúðarhúsnæði og sum- arhús. Samkvæmt úrskurði yfirfast- eignamatsnefndar frá árinu 2010 ber að skattleggja hesthús sem atvinnu- húsnæði en það þýðir að fast- eignaskattur á meðalstórt hesthús hækkar úr 16.265 kr. í 134.185 kr. Borgaryfirvöld ákváðu að hækka fasteignaskatta á hesthús í þéttbýli til samræmis við úrskurð yfirfast- eignamatsnefndar nú um áramótin en hestafólk hefur mótmælt þeirri ákvörðun. Borgin telur úrskurð nefndarinnar þó ótvíræðan og því verði að breyta lögunum en í þeim er hvergi fjallað sérstaklega um hest- hús. Í tilkynningu frá borginni segir m.a. að í hesthúsum fari að megin- stefnu fram frístundastarf og því falli rök að því að setja þau í sama skattflokk og t.d. sumarhús. Hesthús í flokk með sumarhúsum  Vilja breyta lögum Hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð sextugur í gær. Af því tilefni var hann heiðraður við setningu fyrsta móts ársins í meistaradeildinni í hestaíþróttum sem haldin er í Ölfushöllinni. Afmælissöngurinn var sunginn fyrir afmælisbarnið sem á að baki glæsilegan feril í hestamennskunni og er hvergi nærri hættur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sextugur og sigursæll Sigurbjörn Sigurbjörn Bárðarson heiðraður í upphafi meistaradeildarinnar Spurður um dóm Hæstaréttar frá því fyrr í vikunni, þar sem dómurinn ávítaði ákæruvaldið og héraðsdómara fyrir að fjalla um upptökur af samtali milli sakbornings og verjanda hans athugasemdalaust, sagðist Brynjar ekki telja að framferði þeirra bryti gegn hegningar- lögum. „Þetta er hrikalega klaufa- legt,“ sagði Brynjar. „En ég vil bara flokka þetta sem mistök þar til annað kemur í ljós.“ Klaufalegt UPPTÖKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.